Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 30

Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Sovétríkin: Lög um frjálst framtak samþykkt á fundi æðsta ráðsins Þessar myndir voru nýverið teknar af Nathalie Menigon (t.v.) og Joelle Aubron. Þær eru báðar félagar í hryðjuverkasamtökunum Action Direct. Konumar tvær em nú eftirlýstar um allt Frakkland vegna morðsins á Georges Besse, forsljóra Renault-verksmiðjanna. Frakkland: Sex millj. settar til höfuðs morðingium P»ris AP Rputpr. París, AP, Reuter. FRÖNSK yfirvöld hafa heitið einni milljón franka (um sex milljónum ísl. kr.) fyrir upplýsingar um tvær konur, sem talið er að myrt hafi Georges Besse, forstjóra Renault-verksmiðjanna, fyrir utan heimili hans að kvöldi mánudags. Spjöld höfðu verið límd á veggi víða í Frakklandi í gær, þar sem lýst var eftir tveimur konum. A spjöldunum stóð að þær væru félag- ar í hryðjuverkasamtökunum Action Direct og ættu þær að bera vitni í rannsókn málsins. Lýsing sjónarvotta var það ónákvæm, að sögn lögreglu, að ekki er vitað hvort þær, sem lýst er eftir, hafí framið morðið. Útför Besse fer fram á vegum hins opinbera n.k. laugardag. Francois Mitterrand forseti og Jaques Chirac, forsætisráðherra, ætla báðir að vera viðstaddir. Andre Giraud, vamarmálaráðherra, ætlar að halda minningarræðu um for- stjórann. Þeir voru vinir í háskóla. Konumar tvær vom nefndar með nafni á spjöldunum, sem límd voru upp í gær. Þær heita Nathalie Men- igon og Joelle Aubron. Menigon var félagi Jean-Marc Rouillon, sem ásamt öðrum stofnaði Action Direct 1979. Aubron er kona Regis Schleicher, sem dreginn verður fyr- ir dómstóla í desember. Hann og tveir aðrir félagar í hryðjuverka- samtökunum eru sakaðir um að hafa myrt tvo lögregluþjóna á götu í París. ^ Moskvu^ AP. Á SOVÉSKA þinginu voru i gær umræður um ný Iög er leyfa ein- staklingsframtakinu að njóta sín meira en verið hefur til þessa. Lyktaði þessum umræðum með þvi að lögin voru samþykkt og taka þau gildi frá og með 1. maí á næsta ári. Ivan Gladky, formaður land- búnaðar- og félagsmálanefndar ríkisins, lagði nýju lögin fyrir æðsta ráðið. Hann sagði að þar væri viður- kennt að einkaframtak, sem þegar 'væri stundað í sovésku efnahag- skerfí, væri „hagkvæmt". Þess vegna væri nauðsynlegt að gera ráð fyrir því í kommúnísku þjóðskipu- lagi. Hann bætti við að þeir, sem lögðu drög að frumvarpinu, hefðu hlýtt á skoðanir sovéskrar alþýðu og tekið mið af reynslu í öðrum sósíalist- aríkjum. Hann nefndi þó hvorki Ungveija, né Kínveija, sem verið hafa brautryðjendur í að gera til- raunir með fijálst framtak. Fijálsu framtaki verður þó ekkj leyft að bijótast fram haftalaust. I lögunum eru tilgreind 29 greinar á sviði þjónustu og framleiðslu þar sem einkaframtaki verður gefíð laus taumurinn. Þar á meðal er fatagerð og skósmíðar, leikfanga- gerð og framleiðsla veiðibúnaðar. Iðnaðarmenn fá leyfi til að gera við hús, bfla, sjónvörp og útvörp og eigendur bifreiða mega nota farartæki sín til leiguaksturs. Þá mega einstaklingar bjóða upp á námskeið, sem eru á námskrá opinberra skóla, og sinna ferða- mönnum. Lögin ná til þeirra, sem náð hafa átján ára aldri, að því tilskyldu að þeir vinni einnig hjá ríkinu. Þau gilda einnig um húsmæður, náms- menn, ellilífeyrisþega og fatlaða. Þessi lög taka aðeins til fjöl- skyldna og einstaklinga, því að samkvæmt stjómarskránni er bannað að ráða starfskrafta, og allur hagnaður er skattskyldur. Vancouver: Reiði og hneykslun vegna óhæfuverka Sea Shepherd Fjölmiðlar krefjast þess að lögum verði komið yfir Paul Watson Vancouver, Kanada, frá Guðlaugi Bjamasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓHÆFUVERKIN, sem Sea Shepherd-samtökin unnu í Reykjavík, hafa vakið mikla athygli og almenna hneykslun og ísland og ís- lendingar hafa verið á hvers manns vörum í Kanada og ekki síst í Vancouver þar sem Paul Watson býr. „Hvað er að gerast,“ spyrja menn, „er borgin að verða griðastaður alþjóðlegra hryðju- verkamanna?" og i fjölmiðlum hafa komið fram háværar kröfur um, að ríkisstjómin í Bresku Kólombíu og alríkisstjómin komi Iögum yfir Paul Watson og áhangendur hans. Stærsta dagblaðið f Bresku Kólombíu, The Sun, krefst þess í mjög harðorðri ritstjómargrein 12. nóvember sl., að alríkisstjóm- in dragi Paul Watson og fylgilið hans til ábyrgðar. Kallar það Watson „sjóræningja og skemmd- arverkamann" og hvetur til, að kanadísk skattalög verði endur- skoðuð svo að menn á borð við hann geti ekki lifað í vellystingum á skattfijálsu sníkjufé. Annað stærsta blaðið, The Province, tók undir þessar kröfur daginn eftir og sagði, að væri ekki unnt að lögsækja Watson samkvæmt kanadískri refsilöggjöf, yrði ein- faldlega að breyta henni. í kosningunum í Vancouver 15. nóvember bauð Watson sig fram fyrir Græna flokkinn og sóttist eftir embætti garða- og skógrækt- arstjóra. Fékk hann heldur háðulega útreið en íhaldsflokkur- inn bar yfírburðasigur úr býtum. Vitað er, að margir frammámenn hans hugsa Watson þegjandi þörf- ina enda er það ekki aðeins á íslandi, sem hann hefur unnið óþurftarverkin, heldur líka í Kanada. Á það einkum við um Nýfundnaland þar sem Sea Shep- herd ásamt öðrum náttúmvemd- arsamtökum hafa svipt selveiði- menn lífsbjörginni. „Ég get sagt það, að þetta em hryðjuverkamenn," sagði John Boyle, háttsettur maður í kanadísku alríkislögreglunni, við fjölmiðla daginn eftir skemmdar- verkin á íslandi og þykja þessi ummæli sýna vel hve alvarlegum augum litið er á athæfí Watsons. í Kanada er það nefnilega fátítt, að aðrir en talsmenn stjómvalda úttali sig um mál af þessu tagi. Watson og útsendarar hans hafa komið fram í sjónvarpi og hafa þau viðtöl síst orðið til að bæta um fyrir þeim. Hafa þau vakið mikla reiði meðal fólks því að í þeim hafa þeir hælst um yfír grandaleysi íslendinga. Hreyktu þeir sér af því að hafa notið gest- risni og hjálpsemi íslensks almennings, sem gmnaði ekki til hvers þeir vom komnir. Þessir menn virðast ekki átta. sig á því, að Kanadamenn vilja sjálfír vera gestrisnir og kunna því ekki að meta óeðli af þessu tagi. Fjölmiðlamenn hér vestra segja, að Paul Watson sé einhver mesti auglýsingamaður í Norður- Ameríku. í því sambandi hefur það verið rifjað upp, að hann vakti einna fyrst athygli á sér með því að þykjast ætla að róa eintiján- ingi frá Kanada til Japans. Skoraði hann á fólk að styrkja sig með áheitum og lagði síðan af stað einn morguninn þegar sjávar- þokan var hvað svörtust. Þegar ekkert hafði spurst til Watsons í viku var hann talinn af en þá komst það upp, að hann hélt til að hóteli í Seattle og lifði þar eins og kóngur fyrir áheitin. Fram hefur komið í ijölmiðlum, að of mikil umræða um Watson geti verið slæm að því leyti, að hún geti orðið honum til fram- dráttar. Meira en nóg sé til af „óábyrgu" fólki, sem flykkist und- ir merki manna á borð við hann. Yfírvöldin virðast líka óttast, að formleg kæra gæti orðið til að gera Watson að einhvers konar píslarvotti og því bíða menn nú eftir viðbrögðum íslenskra stjóm- valda. Gladky sagði að nýju lögin hefðu ekki í för með sér að snúið yrði til einkaframtaksins eins og margir hefðu vonað í vestrænum ríkjum. „Frumvarpið að þessum nýju lög- um á rætur að rekja til þess að hagkvæmt er að einstaklingurinn vinni á eigin vegum og frumvarpið verður að vera í samræmi við grundvallarreglum sósíalísks hag- kerfís," var haft eftir Gladky í skeyti fréttastofunnar TASS. Fréttastofan sagði síðar í gær að allt þjóðfélagið myndi hagnast af þessum lögum. Aldrei áður í sögu Sovétríkjanna hefur verið skilgreint svo ljóst væri hvar mörki framtaks einstaklingsins lægju samkvæmt kenningum ráðamanna austur þar. Með fyrri löggjöf hafa „fjötrar verið lagðir á framtak fólks, sem vill vinna í frístundum og ríkisfyrir- tæki hafa átt þess kost að stjóma neysluvenjum fólks með einokun," sagði í ritstjómargrein TASS. „Nú geta einstaklingar, sem vinna í eigin þágu, veitt þjónustu ríkisins harða samkeppni og þar með stuðlað að hröðum endurbót- um. Sovéskt þjóðfélag mun hagnast vegna þess að grundvallaratriði só- síalismans eru þess eðlis að vinna einstaklingsins er í almannaþágu," sagði enn fremur í grein fréttastof- Gæti verið merki um valdabar- áttu í norðri - segir forsætis- ráðherra S-Kóreu Seoul, AP, Reuter. LHO Shin-yong, forsætis- ráðherra Suður-Kóreu, sagði í gær að staðlausar vangaveltur um að Kim II Sung, leiðtogi Norður- Kóreu, hefði verið ráðinn af dögum, gætu verið merki um valdabaráttu í kommún- istaríkinu I norðri. Kim II Sung batt enda á þess- ar vangaveltur á þriðjudag þegar hann tók á móti forseta Mong- ólíu, Zhambyn Batmunkh, á flugvellinum í Pyongyang, höf- uðborg Norður-Kóreu. Lho Shin-yong sagði á fundi með opinberum starfsmönnum og borgurum að tilkynningar, sem lesnar voru í hátalarakerfi á vopnahléslínunni milli ríkjanna, bæru valdabaráttu í Norður- Kóreu vitni. „Aftur á móti gæti einnig ver- ið að þetta hafi verið þáttur í göróttu ráðabruggi Norður- Kóreumanna til að slæva dómgreind okkar,“ sagði forsæt- isráðherrann. Fá ríki eru jafn einangruð og Norður-Kórea og frásagnir af öllu, sem þar gerist, eru allajafna reistar á getgátum einum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.