Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
33
Chile:
Sala bönn-
uð á bók
um Allende
Santiago, AP.
YFIRMAÐUR í stjórnarher
Chile gaf á þriðjudag fyrirskip-
un um að öll eintök bókar, sem
fjallar um Salvador Allende
fyrrum forseta, skyldu gerð
upptæk.
Bókin fjallar um líf og starf
marxistans Allende, sem Augusto
Pinochet, núverandi forseti lands-
ins, steypti af stóli árið 1973.
Bókin var þegar fjarlægð úr versl-
unum í Santiago, höfuðborg Chile.
Carlos Ojeda Vargas, yfirmaður
stjómarhersins í Santiago, gaf fyr-
irskipun þessa og kvað hana vera
í samræmi við neyðarlög sem sett
voru í landinu í septembermánuði
þegar reynt var að ráða Pinochet
af dögum.
í bókinni er að fínna ræður Al-
lendes auk fjölda mynda. Þá er
einnig sagt ítarlega frá sögu ríkis-
stjómar hans sem sat að völdum
í þijú ár. Salvador Allende var
myrtur í valdaráninu.
Höfundamir em tveir; Moy To-
ha, ekkja vamarmálaráðherra
stjómar Allendes og Isabelle Let-
elier, ekkja Orlando Letelier, sem
var sendiherra stjómar Allendes í
Washington.
Chad:
Asakanir um
fjöldamorð
Sameinudu þjóðimar.AP.
FULLTRÚI Afríkuríkisins Chad
hjá Sameinuðu þjóðunum, sakaði
á þriðjudag, Líbýustjóm um að
standa að fjöldamorðum á ibúum
norðurhiuta Chad, er Libýumenn
hafa lagt undir sig.
Mahamat al Adoun, sendiherra
Chad, sagði á fundi Öryggisráðsins,
að líbýskir hermenn fremdu fjölda-
morð til að brjóta á bak aftur
andstöðu við þá og hindruðu íbúana
í að flýja til suðurhluta landsins,
svo ekki fjölgaði þar þeim Chad-
búum er berðust gegn þeim. AL
Adoun sagði að bardagar í Norður-
Chad hefðu harðnað á undanfömum
vikum og binda þyrfti enda á þessi
morð, en lagði ekki fram sérstaka
ályktun um málið. Ali A. Treiki
sendiherra Líbýu hjá S.þ. sagði
umræðumar í Óryggisráðinu aðeins
tilraun til að draga athygli frá árás
Bandaríkjamanna á Líbýu í apríl-
mánuði sl. er ræða átti á fundi
alsheijarþingsins í gær.
ERLENT
JUSTO Gallego Martinez stendur hér fyrir fram-
an kirkjuna, sem henn hefur varið undanföraum
22 árum í að reisa. Kirkjan stendur í bænum
Mejorada del Campo skammt fyrir utan Madrid
á Spáni. Martinez fékk reyndar ráðgjöf um
tæknileg atriði frá katólsku kirkjunni og nokkur
vagnhlöss af múrsteinum, en þess utan hefur
hann ekki notið utanaðkomandi aðstoðar við að
reisa kirkjuna. Hún er 50 m á lengd og 20 m á
breidd og ná turnar hennar nú 20 m upp í loft.
Gert er ráð fyrir að turnarnir verði 40 m háir
þegar Martinez lýkur við bygginguna.
Bandaríkín:
Andvaka
grábirnir
á rölti
Herinn gerir harða
hríð að skæruliðum
Afganistan:
Reisti sér eigin kirkju
YeUowstone-þjóðgarðinum, AP.
DÝRAFRÆÐINGAR í
Yellowstone-þjóðgarðinum í
Bandaríkjunum velta þvi nú
mjög fyrir sér hvort bimir
geti þjáðst af svefnleysi.
í síðustu viku komu starfsmenn
í garðinum auga á fullorðna bimu
og húna , sem virðast ekki geta
lagst í híði. Síðast sást til bjam-
anna þar sem þeir skemmtu sér
við að tæta sundur bílsæti sem
skilin höfðu verið eftir í reiðileysi.
Fyrir áhugamenn um bjamdýr má
geta þess að hér er um svonefnda
grábimi að ræða (lat. Ursus Horri-
bilis).
„Bjamdýrafræðingar" í Yellow-
stone-garðinum eru ákaflega
undrandi því samkvæmt skýrslum
þeirra leggjast svo til allir bimir
í garðinum í híði fyrir 12. nóvemb-
er.
Sandy Fowler, umsjónarmaður
bjamdýra í Yellowstone, kvaðst
ekkert geta látið uppi um hvers
vegna bjöm númer 83 hefði ekki
lagst í híði. Hún benti hins vegar
á að árið 1981 hefði þessi sami
grábjöm átt í erfíðleikum með
svefn.
Islamabad, AP.
HERIR Sovétmanna og afg-
önsku stjóraarinnar gerðu í gær
loftárásir á bækistöðvar skæru-
liða í austurhluta Afganistan,
nærri landamærum Pakistan.
Haft er eftir embættismönnum
i Islamabad að hvorir tveggju
ætli að kveða til sín liðsauka.
Sovétmenn og stjóm Afganist-
an sendu orrustuþotur, sprengju-
vélar og þyrlur til að gera árásir
á skæruliða og á jörðu niðri var
sprengjum skotið úr skriðdrekum.
Stórskotalið sótti einnig að skæru-
liðum. Sögðu embættismenn að
þetta væru mestu átök í Shinwar-
héraði síðan Sovétmenn gerðu
innrás í Afganistan.
Sérstök upplýsingamiðstöð, sem
hefur höfuðstöðvar í borginni Pes-
hawar í Pakistan, skammt frá
landamærunum að Afganistan,
fylgist með viðburðum í landinu.
Starfsmenn miðstöðvarinnar segja
að einnig sé hart barist í héraðinu
Ningrahar.
Einn starfsmaður miðstöðvar-
innar sagði að svo virtist sem tugir
skæruliða hefðu bæði látist og
særst. Aftur á móti væri erfitt að
henda reiður á ástandi mála og
segja til um fjölda fallinna.
Verð: 451.000 beinskiptur
505.000 sjálfskiptur
mmmrl
HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300
CHEVROLET
1987 árgerðirnar eru komnar — Beinskiptir — Sjálfskiptir — Aflstýri — 4ra og 3ja dyra
Framhjóladrifinn — Þægilegur — Öruggur — Sparneytinn
Verð: 444.000 beinskiptur
498.000 sjálfskiptur
CHEVROLET MOIMZA