Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 39 Tekinn fastur með tvö grömm af amfetamíni RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri handtók á sunnudag mann með tvö grömm af amfeta- míni sem hann hafði fengið send frá Reykjavík. Fyrir grömmin greiddi hann 9.000 krónur. Annar maður á Akureyri var og hand- tekinn vegna málsins. Tvær sýn- ingar hjá Leikfélagi Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnir Marbletti á morgun kl. 20.30. Tvær sýningar verða á dag- skránni Dreifar af dagsláttu, klukkan 15.00 á morgun og sunnudag og sunnudaginn kl. 15.00 verður svo síðasta sýning á bamaleikritinu Herra Hú. áti'íríf* 'á"r' v: 'V:'v * % - Paul Weeden með námskeið og tónleika Mopgunblaðið/Guðmundur Svanason Oddeyrinni siglt í fyrsta skipti ODDEYRINNI, fyrra raðsmíðaskipinu sem Slipp- Um 400 manns ájúdó-dögum í KA-heimilinu ÞAÐ VAR mikið um að vera í KA-heimilinu um helgina þegar júdómenn í bænum lögðu húsið undir sig og sýndu þeim íþrótt sina sem áhuga höfðu á. Böm og unglingar í öllum flokk- um sýndu ýmis júdóbrögð á laugar- dag og sunnudag undir þjálfara síns Jóns Oðins Óðinsson og landsliðs- þjálfarans Reino Fagerlund, sem er finnskur. Hann kom í heimsókn vegna þessara júdódaga, til að leið- beina og skoða hina efnilegu júdómenn á Akureyri. Eins og kunnugt er hafa þeir staðið sig mjög vel undanfarið - og eftir að hafa fylgst með þeim um helgina valdi Reino sex unga KA-menn í unglingalandsliðið. Það eru Freyr Gauti Sigmundsson, Benedikt Ing- ólfsson, Sigurbjöm Gestsson, Amar Harðarson, Gunnar Gunnarsson og Baldur Stefánsson. Norðurlanda- mót karla 20 ára og yngri verður haldið í Finnlandi á næsta ári og er verið að velja hóp sem æfa mun fyrir það mót. Júdókynningin tókst mjög vel en alls munu um 400 manns hafa kom- ið í_ heimsókn og fylgst með. Á myndinni má sjá hluta strák- anna sýna listir sínar - einn þeirra er „upp í loft“ fremst á myndinni! stöðin hf. er með í smíðum, var siglt í fyrsta skipti á laugardaginn. Að sögn Sig- urðar G. Ringsted, yfirverk- fræðings, gekk prufusigl- ingin mjög vel og voru allir ánægðir, kaupendur og framleiðendur. Siglt var út að Hrísey og til baa og tók prufutúrinn um sjö klnkku- stundir. Ráðgert er að að skipið verði afhent eigend- um í byijun desember en eigandi er Oddeyri hf. á Akureyri. Myndin var tekin á laugardag er skipið var á leið út úr athafnasvæði Slippstöðvarinar. PAUL Weeden jassgttarleikari leiðbeinir á jassnámskeiði á Ak- ureyri 22.-30. nóvember. Námskeiðið og tónleikar sem Bonnie Tyler til Islands Heldur tónleika á Akureyri og í Reykjavík Akureyri. ROKKSÖNGKONAN þekkta Bonnie Tyler er væntanleg hing- að tíl lands i næsta mánuðiog heldur hún tvenna tónleika hér. Fyrri tónleikamir verða í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík föstudags- kvöldið 5. desember og þeir síðari kvöldið eftir í íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Áð sögn Ragnars Gunnarssonar, söngvara hljómsveitarinar Skrið- jökla með meiru, sem er einn þeirra sem fá Tyler til landsins, verður einhver íslensk hljómsveit með Tyl- er og hljómsveit henÖar á tónleik- unum en ekki er ljóst hvaða sveit það verður. Tyler kemur beint frá andarikjunum til landsins. Ragnar sagði líklegt að aðgangs- eyrir á tónleikana yrði 1.000 krónur - en hann gat þess einnig að vegna tónleikanna á Akureyri yrði efnt til sætaferða fráusavík, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og jafnvel Blönduósi og þá yrði hægt að kaupa í einu aðgöngumiða og ferð með rútu fram og tilbaka. Margir muna eflaust eftir lögum sem Tyler hefur gert vinsæl á und- anfornun, svo sem „Itá a heartache" og „If you were a woman and I were a man“ sem var vinsælt hér á adi í sumar. Þá söng hún lagið „Its a jungle out there" sein Jakob Magnússon og félagar í hljómsveit- inni Bone Symphony hljóðrituðu fyrir nokkrum árum. haldnir verða í tengslum við það eru skipulagðir af Tonlistarskól- anum á Akureyri og Jassklúbbí Akureyrar. Námskeiðið er ætlað fyrir bæði byrjendur í jassleik og þá sem- lengra eru komnir, gildir það jafnt fyrir hljóðfæraleik og söng. Innrit- un á námskeiðið fer fram í Tónlist- arskólanum á Akureyri. Paul W%eden er bandariskur ríkisborgari, en hefur síðastliðin 20 ár búið f Evrópu og lengst af f Noregi. Hann á litríkan feril að baki sem jassleikari og hefur leikið á tónleikum og í upptökum með ýmsum frægum jassleikurum, t.d. þeim Gene Ammons, Sonny Stitt, Jimmy Smith, Wild Bill Davis, Cole- man Hawkins, Ben Webster og Lou Bennett. Paul Weeden hefur verið leiðbeinandi á fjölmörgum jassnám- skeiðum og nú nýverið bæði í Hollandi og Þýskalandi. Þetta er §órða heimsókn Paul Weeden til Islands. í lgölfar fyrstu heimsóknar hans til Akureyrar 1982 var Jass- klúbbur Akureyrar stofiiaður, sem var raunar upphaf á jassvakningu í bænum. í þessari ferð leiðbeinir Paul Weeden einnig á námskeiði á Húsavík og Höfn í Homafirði. Einn- ig eru fyrirhugaðir tónleikar í Reykjavík. Morgunblaoiö/Guomundur Málþing um menn- ingu og listsýningar - í bóknámsálmu Verkmenntaskólans á laugardag MÁLÞING um menningarmál verður haldið á laugardaginn. Það verður í bóknámsálmu Verkmenntaskólans á Eyrarlandsholti og hefst kl. 13.15. Þingið hefst með setningu formanns menningarmálanefnd- ar, Gunnars Ragnars og síðan fylgja í kjölfarið stutt erindi um hina ýmsu flokka menningarmála. Þar fljitja eftirtaldir erindi: Pétur Einarsson leikhússtjóri um leik- list, Helgi Vilberg skólastjóri Mjmdlistarskólans um myndlist, Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlistarskólans um tónlist, Jón Laxdal Halldórsson skáld um rit- list Lárus Zophaníasson amts- bókavörður um söfn og Hermann Sigtryggsson æskulýðs- og fþróttafulltrúi og Steindór Stein- dórsson forstöðumaður félagsmið- stöðva um félagsmál. Hópfundir verða í framhaldi af inngangser- indum, síðan sameiginlegur fundur þar sem gerð verður grein fyrir hópumræðum og framsögu- menn og fulltrúar menningar- málanefndar sitja fyrir svörum. Meðan á málþinginu stendur sýna listamenn úr bænum svip- myndir úr list sinni „til að skapa málþinginu heppilegan ramrna," eins og það er orðað í auglým. Myndlistarmenn verða með sýn- ingu í salnum, strengjasveit leikur f byijun málþings og fluttur verð- ur þáttur á vegum Leikfélagsins. Þar verður sýndur hluti úr ein- hverju þriggja þeirra verka sem LA er nú með á fjölunum. „Nefndin er að hefja starf sitt og þama reiknum við með að fá viðhorf þess fólks sem vill koma skoðunum sínum á framfæri hvað æskilegt sé að bærinn geri í þess- um málum og hvað ekki kannski," sagði Ingólfur Armannsson, skóla- og menningarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið, en hann er starfsmaður menningarmála- nefndar. „Þá verður eflaust rætt um aðstöðu í bænum - hvaða lausnir séu vænlegar," sagði Ing- ólfur. Málþingið er öllum opið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.