Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 54
54
i
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
i
i
Minning:
Jón Guðmanns-
son yfirkennari
Fæddur 10. janúar 1906
Dáinn 11. nóvember 1986
Guði sé lof, að bjartir sólskinsblettir
að baki ljóma og frammi blasa við.
Mér fyrir handan, landgönguna léttir,
að Ijúfur hönd þú fomvin þínum réttir
með sama brosi og síðast kvöddumst við.
(G.G.)
Það hefur oft verið sagt um okk-
ur Svíndælinga að við værum
bundnir sterkum böndum við dalinn
okkar kæra og víst er um að marg-
ir hafa alið þar allan sinn aldur þó
æfin hafi orðið löng. Vaggan var
æskuheimilið, hinsta hvílan gröfin
á Auðkúlustað. Mér er ljóst að Jón
Guðmannsson átti djúpar rætur í
heimabyggð sinni, þó æfístarfið
væri unnið annars staðar og að
mestu leyti hér í Reykjavík. Svína-
dalurinn er búsældarleg sveit, allur
grasi vafinn að undanteknu ljallinu
þegar ofar dregur.
Dalurinn er breiður og var mjög
votlendur þar til hann var þurrkað-
ur upp með stórvirkum vélgröfúm.
I dag blasa við víðlend tún þar sem
áður voru blautar mýrar, reisulegar
byggingar og vegasamband gott.
Oft ræddum við Jón um búskap og
búskaparhorfur, því við áttum það
sameiginlegt að vera í eðli okkar
bændur.
Jón var elstur af fjórum börnum
Snæringsstaðahjónanna Guðrúnar
Jónsdóttur og Guðmanns Helgason-
ar, sem bæði voru Svínhreppingar
og bjuggu á Snæringsstöðum allan
sinn búskaparferil að undanteknu
því að fyrstu árin voru þau á Ægis-
síðu á Vatnssnesi, V-Hún., og þar
fæddist Jón 10. janúar 1906. Hann
ólst upp við venjuleg sveitastörf
eins og þau gerðust á þeim tíma.
Þá var frumstætt að búa í Svínadal
miðað við þau lífskjör og þægindi
sem nú teljast sjálfsögð. Ekkert
vegasamband, lítil ræktun, lélegur
húsakostur.
Heyjaforðinn var byggður upp á
mýraheyskap, sem oft var takmark-
aður og illa verkaður, en mikið
treyst á útbeit sem oft var góð og
vel nýtt. Ekki dreg ég í efa að Jón
var mikill bóndi í eðli sínu og hefði
hann orðið dugmikill og framtaks-
samur í þeim efnum ef hann hefði
getað helgað sig því starfi, en allt
frá fæðingu var hann með bilaða
mjöðm, svo hann gat ekki stundað
erfiðisvinnu og gat þar af leiðandi
ekki stundað búskap sem honum
var þó hugstæður. í skjóli góðra
foreldra fengu Snæringsstaða-
systkinin gott uppeldi, myndarlegur
hópur sem setti svip sinn á sveitina.
Úr foreldrahúsum fékk Jón gott
veganesti, ekki veraldarauð heldur
heilræði og holl ráð frá góðum og
umhyggjusömum foreldrum.
Snemma kom í ljós að hann var
gæddur mjög góðum námshæfíleik-
um og foreldrar hans ákváðu að
styðja hann til náms. Hann útskrif-
aðist frá Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar 1925. Eftir það tók hann þá
ákvörðun að helga sig kennara-
starfinu og tók próf frá Kennara-
skólanum 1933. Einn vetur var
hann kennari við farskólann í Ból-
staðarhlíðarhreppi, A-Hún., og
annan vetur kenndi hann við barna-
skólann á Akranesi. Eftir það var
hann stundakennari og forfalla-
kennari í Reykjavík, þar til hann
var fastráðinn kennari við Mið-
bæjarskólann hér í borg 1939.
Skipaður yfirkennari við sama skóla
1954 og sinnti því starfi þar til
hann hætti fyrir aldurs sakir.
Eg man eftir Jóni fyrir norðan,
ungum og glæsilegum, með ljúf-
mannlega framkomu og hlýtt
viðmót, ákveðinn í fasi og sjáanlegt
að honum hentaði betur að segja
fyrir verkum en að láta aðra stjórna
sér. Þegar ég var 12 ára var ég
einn mánuð í námi hjá honum, þá
var að sjálfsögðu farkennsla í sveit-
inni heima. Þann vetur kenndi
Sigurður Jónsson frá Brún. Jón var
ráðinn að Holti til að kenna Björgu
dóttur Holtshjónanna undir nám við
Kvennaskólann í Reykjavík og
fengum við Soffía, systir Bjargar,
að njóta þess að læra hjá Jóni jafn-
hliða því sem hann kenndi Björgu.
Þennan vetur var ég við nám í 9
vikur og var það langlengsti tíminn
á einum vetri af þeim fjórum sem
ég lærði undir fullnaðarpróf. Jón
var mikilvirkur kennari, lagði sig
fram að við skildum það sem hann
kenndi og hver stund skilaði árangri
sem hann hafði til umráða að kenna
okkur. Kröfur voru gerðar, mikið
skyldi lært á skömmum tíma.
Eftir að ég flutti alfarinn til
Reykjavíkur fyrir fjörutíu árum
síðan hófust kynni okkar Jóns fyrir
alvöru. Þau urðu síðan að vináttu,
sem enginn skuggi hefur fallið á,
og ekki skemmdi það að konunum
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð-
ur, bróður og afa,
SIGURÐAR ÓMARS ÞORKELSSONAR,
útvarpseftirlitsmanns,
Móaflöt 22, Garðabæ.
Inga Eiríksdóttir,
Bertha Sigurðardóttir, Tryggvi Magnússon,
Margrót Þorkelsdóttir, Magnús Friðriksson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför son-
ar míns, bróður, mágs og frænda,
KRISTJÁNS EINARS BRAGASONAR,
Ártúni við Elliðaár.
Sólveig Bjarnadóttir,
Sigurður Bragason,
Sigurborg Bragadóttir, Sigurþór Ellertsson,
Árdís Bragadóttir, Ólafur Júnfusson
og börn.
t
Alúðarþakkir fyrir hluttekningu og hiýhug við andlát og útför
BÖÐVARS S. BJARNASONAR,
húsasmiðameistara.
Ragnhildur O. Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur.
okkar féll vel við hvor aðra. Ég tel
mér og minni konu það til ávinn-
ings að hafa átt vináttu allra
Snæringsstaðasystkinanna. Jón var
glaður og hress í góðvina hópi,
hafði ágæta frásagnarhæfileika og
létta kímnigáfu sem setti hressandi
blæ á samverustundina. Með honum
var gott að vera og varð ég aldrei
var við að hann leggði stein í götu
annarra. Það var ekki í eðli hans
að hrinda þeim sem hrasa heldur
að styðja þann sem minna mátti
sín og vera málsvari hans. Jón var
bráðgreindur að eðlisfari, ágætlega
máli farinn og prýðilega ritfær, en
að mínum dómi nýtti hann ekki
þessa hæfileika sem skyldi. Kannski
hefur hann verið of hlédrægur í
eðli sínu, þó hann hikaði ekki við
að fylgja fast fram þeim málstað
sem hann áleit að væri réttur.
Það var gaman að ræða við Jón
um þjóðmál, félagsmál og allt sem
við kom hinu daglega lífi. í umræð-
um vildi hann ekki breiða yfir það,
sem aflaga fór, heldur finna lausn
á vandamálunum svo viðunandi
væri. Hann hafði gaman af að fylgj-
ast með framkvæmdum og tækni-
þróun, ekki síst á sviði landbúnaðar-
ins. I eðli sínu var hann
framkvæmdamaður sem vildi hag-
nýta sér reynslu þess liðna til
uppbyggjngar því sem koma skal.
Jón var mjög góður spilamaður
og spilaði bridge áratugum saman,
meira þó í þröngum hópi en í keppni.
Ég naut þess í allmörg skipti að
vera spilafélagi hans hjá Bridge-
deild Húnvetningafélagsins en í
þeim efnum stóð ég honum langt
að baki. Þó náðum við alltaf góðum
árangri, stundum bestum, en oft
var það þannig að þegar mest á
reið var það ég sem brást en hann
aldrei. í spilamennsku var hann
afburðagóður að sjá og finna leiðir
sem aðrir fundu ekki og var sama
hvort um var að ræða í sókn eða
vöm. Hann var bæði kappsamur
og metnaðargjam þó hann flíkaði
því ekki á yfirborðinu, en einnig
sanngjama og réttlátur. Þegar ég
spilaði á móti honum sá ég oft svip-
brigði sem þyngdu brúnina þegar
ég hélt illa á spilunum, en aldrei
ávítaði hann mig með orðum, en
oft hýmaði svipurinn og lyftist
brúnin þegar vel gekk.
Árið 1939 giftist Jón eftirlifandi
konu sinni Snjólaugu Lúðvíksdóttur
kennara frá Laxamýri Sigurjónson-
ar og konu hans Margrétar Stefáns-
dóttur Thorarensen. Snjólaug er því
bróðurdóttir Jóhanns skálds Sigur-
jónssonar. Það varð honum til
mikillar gæfu og hefur hún reynst
honum frábær lífsfömnautur.
Snjólaug er einstaklega vel gerð
kona, bráðgreind, hrífandi persónu-
leiki, mjög góð húsmóðir, móðir og
eiginkona. Við hjónin höfðum átt
margar góðar stundir með Jóni og
Snjólaugu, bæði á heimilum okkar
og annars staðar. Bjarminn frá
kyndli minninganna minnir ekki á
kulnaðar glæður heldur birtu og yl.
Á langri æfi hefi ég komið inn á
mörg heimili um dagana en óvíða
jafnfalleg og heimili Jóns og Snjó-
laugar. Fallegt innbú, smekkvísi,
þrifnaður og snyrtimennska setja
svip sinn á heimilið, gestrisni og
glæsimennska húsbændanna heilla
mann, viðmótið vermir, hjá þeim
var gott að dvelja.
Þeim hjónum varð tveggja dætra
auðið. Guðrún, gift Jóni Olafssyni
kennara og búa þau suður í Garði,
á Garðbraut 77, og eiga þau einn
son. Guðrún er með kennarapróf
og stundar líka kennslu.
Margrét Lovísa, gift Guðbjarti
Jónssyni prentara og eiga þau tvö
böm, dóttur og son. Þau búa í
Hafnarfirði, á Miðvangi 151. Báðar
eru þær systur greindar og myndar-
legar konur.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast, samferðafólkið
verður manni ávallt hugstætt. Sum-
ir gleymast fljótt, aðrir aldrei. Jón
er í þeim hópi sem ég gleymi ekki.
Minningin er veganesti sem mér er
mikils virði.
Við hjónin kveðjum góðan vin
með söknuði og trega. Ástvinum
hans sendum við samúðarkveðjur.
Megi andi guðsfriðar breiða blessun
sína yfir minningu hans, æskudal-
inn okkar og ástvinina alla.
Jakob Þorsteinsson
I dag er Jón Guðmannsson, fyrr-
verandi yfirkennari, kvaddur hinstu
kveðju. f áratugi starfaði hann í
Miðbæjarskólanum. Yfirkennari var
hann frá 1954 til 1969, þá hætti
skólinn störfum. Eftir að Jón varð
yfirkennari var samstarf okkar náið
og hef ég margs að minnast og
margt að þakka frá þessum sam-
starfsárum okkar. Jón var glaður
og hlýr í samskiptum við kennara
og annað starfsfólk skólans og átti
mikilvægan þátt i að innan skólans
ríkti ætíð góður og glaðvær andi.
Jón var vinsæll af nemendum, enda
lagði hann sig fram um að leysa
mál þeirra með góðvild.
Fátt er mikilvægara á lífsleiðinni
en njóta samfylgdar góðra manna.
Jón Guðmannsson er í hópi þeirra
sem skilja eftir sig góðar minningar
og þakklæti fyrir samfylgdina.
Við hjónin þökkum Jóni og Snjó-
laugu áratuga vináttu og margra
ánægjulega samfundi.
Pálmi Jósefsson
„Ungur má en gamall skal“ sagði
afi orðið við okkur börnin. Nú er
hann elskulegur afí farinn í sitt
hinsta ferðalag. Hann sem aldrei
t
Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför konu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og systur,
ÁRNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Skuld, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild A-5
og gjörgæsludeild Borgarspítalans fyrir einstaka umönnun.
Jón Sigurðsson,
Guðrún Ó. Jónsdóttir, Gunnar Tómasson,
Sigrún I. Jónsdóttir, Þrándur Thoroddsen,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
t
Þökkum innilega samúð og vinsemd við andlát og jarðarför
HELGUSTEPHENSEN,
Bólstaðarhlfð 64,
Reykjavfk.
Ólafur St. Stefánsson,
Valgerður Stefánsdóttir,
Lára Ólafsdóttir,
Helga Vilhjálmsdóttir,
Gunar Snorri Valdimarsson
Helga Steindórsdóttir,
Vilhjálmur Árnason,
Sigurgeir Haraldsson,
Sigurjón Gunnarsson,
og barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir viljum við færa öllum þeim sem sýndu okkur
vinsemd og hlýliug við fráfall og útför
FRIÐFINNS KJÆRNESTED.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík.
Börnin.
yfirgaf sveitina sína og vildi helst
aldrei sjá að baki okkur börnunum.
Hann sagði okkur líka að hann
myndi ekki yfirgefa sveitina fyrr
en hann færi í „alvöru" ferðalag,
ferðina miklu á vit þess óskiljanlega
og dularfulla.
Afi hugsaði mikið um dauðann,
hann vissi að það styttist í að hann
hæfi förina og undirbjó fyrsta og
siðasta ferðalagið á ókunnar slóðir,
sáttur við lífið og tilveruna.
Afi fylgdist alla tíð af lífi og sál
með okkur bömunum í starfi og
leik, enda komum við mjög oft á
fallegt heimili ömmu og afa í
Skaftahlíðinni. Þar var ævinlega
tekið svo sérlega vel á móti okkur.
„Komdu sem oftast“ var alltaf
það síðasta sem afi sagði við mig
í hvert sinn ég kvaddi. Það var allt-
af hægt að tala um heima og geima
og það sem helst bjó manni í btjósti,
rétt eins og við tölum við bestu vini
okkar og jafnaldra. Ég fann aldrei
fyrir kynslóðabili í návist afa, nema
ef vera skyldi þegar hann af ein-
skærri lagni miðlaði mér af reynslu
sinni, þeirri reynslu að hafa tekið
þátt í lífinu í 80 ár.
Mér þótti alltaf svo notalegt að
vera hjá honum, manni sem hafði
prófað svo margt sem okkur unga
fólkinu fínnst svo fjarlægt og fram-
andi um leið og honum þótti svo
gaman að heyra okkur börnin segja
frá ýmsu sem honum þótti nýtt og
svo framandi.
Afa fannst við unga fólkið oft
of sjálfstætt, en dáðist jafnframt
af því hugrekki og þeirri lífsgleði
sem býr í okkur, sem erum að byija
að takast á við lífið af alvöru.
Ég minnist afa fyrst er hann
kenndi mér mannganginn, las fyrir
mig úr þjóðsögunum og kenndi mér
að lesa, nokkurra ára telpunni.
Einnig minnist ég með gleði þeirra
mörgu stunda sem við áttum saman
uppi að Felli að huga að rollunum,
og hve stolt ég var sem lítil stelpa
þegar ég fór með honum afa mínum
{ strætó niður í bæ.
Þó að ég kæmi oft í Skaftahlíð-
ina til að hitta ömmu og afa, kom
ég aldrei á þeim tíma dags sem ég
kom þetta þriðjudagskvöld. Ég trúi
því að það hafi einhver óskiljanleg-
ur kraftur drifið mig til afa þetta
kvöld og leyft mér að halda í hönd
hans síðustu augnablik lífs hans.
Hann hafði tekið svo ánægður á
móti mér eins og vanalega og virt-
ist svo hress, að tæpri klukkustund
síðar hæfí afi „ferðina rniklu"
hvarflaði víst ekki að ungri mann-
eskjunni.
Afa virtist bara líða vel er hann
kvaddi þennan heim og trúi ég að
honum líði vel nú og fylgist enn
betur með okkur þangað til við hitt-
umst næst.
Við, „afrakstur hans“, munum
gera allt sem við getum til að
styrkja elsku ömmu sem nú sér á
eftir sínum trygga lífsförunaut.
Ég mun minnast afa míns með
stolti.
Rósa Guðbjartsdóttir
í dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju bálför Jóns Guðmannssonar
fyrrverandi yfirkennara við Mið-
bæjarskólann.
Jón fæddist 10. janúar 1906 á
Ægisíðu í Þverárhreppi, V-Húna-
vatnssýslu en tveggja ára flyst hann
með foreldrum sínum, þeim Guð-
manni kennara Helgasyni og
Guðrúnu Jónsdóttur, að Snærings-