Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 55
55 stöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er síðan æskuheimilið og gengið að öllum venjulegum sveita- störfum. Gagnfræðapróf tekur Jón á Akureyri 1925. Síðar kynnist hann barnakennslu og verður það til þess að stefnan er sett á Kenn- araskólann og útskrifast hann vorið 1933. Næsta ár kennir hann við barna- skólann á Akranesi en síðan í Reykjavík. Fastur kennari við Miðbæjarskól- ann er Jón frá 1939, en það ár gengur hann að eiga eftirlifandi konu sína, Snjólaugu Lúðvíksdóttur kennara. Böm þeirra eru Guðrún fædd 1939 og Margrét Lovísa fædd 1946. Jón er yfirkennari við Miðbæjar- skólann 1954 til 1969. Á öðru ári hans í því embætti liggja leiðir okk- ar saman. Undirritaður er þá að hefja kennslu og er vel tekið af gömlum sveitunga. Vinnuaðstaða kennara og skólastjómenda á þess- um ámm var allólík því sem við þekkjum í dag og fjöldi nemenda í bekknum fór oft yfír 30 þó stofur væm litlar. Skrifstofuaðstoð fengu skólastjómendur enga. Oft hefur því verið í mörg hom að líta. En þeim ágætu mönnum Jóni og Pálma Jósefssyni skólastjóra tókst að halda vel utan um hlutina og skapa góðan anda á fjölmennum vinnu- stað. Jón var léttur í skapi og kom oft með skemmtilegar athugasemdir og leiddi hugann frá gráum hvers- dagsleikanum. Oft tók hann í tafl þegar líða tók á daginn ef bókavörð- ur, aðstoðarbókavörður eða þá einhver hinna átti lausa stund, en margir góðir skákmenn vom í hópi kennara. Að loknum starfsdegi var gjaman skotist útfyrir bæinn. En lengi vel hélt Jón nokkrar kindur sem gáfu honum viss tengsl við uppmna sinn og æsku. Þá var líka gaman að taka í spil með góðum vinum og var brids og lomber í uppáhaldi. En umfram allt var Jón heimakær maður. Verið 1969 er Miðbæjarskólinn lagður niður sem barnaskóli. Ekki skal dómur á þá gjörð lagður hér, en rétt fyrir skólalok er okkur kenn- umnum kynnt þessi ákvörðun. Hópurinn tvístraðist. Jón velur þann kost að hætta þó hann hefði eflaust haldið áfram starfi við aðra aðstæð- ur. Kennarar Miðbæjarskólans hafa eftir atvikum verið duglegir að hitt- ast og reyna að muna eftir af- mælum félaganna. En í tímanna rás hefur hellst úr lestinni og nú sjáum við á bak Jóni. Fyrir hönd gamalla samstarfs- manna Jóns úr Miðbæjarskólanum sendi ég Snjólaugu, dætranum tveim og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Þorvaldur Óskarsson Það er erfítt, að eftir rúman mánuð, þegar við komum heim í jólafrí, verði enginn hvíthærður gamall maður í Skaftahiíðinni að taka á móti okkur með sinni hlýju umhyggjusemi sem hann átti svo mikið af. Ég var ekki býsna hugrökk fyrir tæpum 5 ámm þegar kærastinn minn Lúðvík Börkur kynnti mig fyrir afa sínum og ömmu í fyrsta skipti. En allur óróleiki var burtu eftir aðeins stutta stund. Það var svo gott að tala við þau, svo mikla hlýju og ástúð að fínna fyrir öðmm, nokkuð sem virðist oft gleymast hjá okkur hinum í dagsins önn. Þau vom ófá skiptin sem Jón hringdi í mig hvort sem var heima eða á vinnustað til að biðja mig að keyra varlega ef ég var á leið suður í Garð. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ljósmæðumar á fæð- ingarheimilinu komu inn til mín og sögðu: „Ég er með kveðju frá Jóni Guðmannssyni, hann var að hringja og spyija hvemig þér liði,“ og það var eins og hríðamar og verkimir linuðust í hvert skipti. Jón sagði mér það fyrir nokkmm ámm að hann og Snjólaug ættu frátekið leiði við hliðina á dóttur- dóttur sinni Snjólaugu Pétursdóttur sem dó aðeins 13 ára að aldri og MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 þeim þótti svo ákaflega vænt um. Hvað sem gerist eftir þetta líf veit enginn með vissu en ég vil trúa því að okkar tilvera sé ekki lokið eftir þennan heim. Ég veit að mót- tökurnar á móti Jóni Guðmannssyni hafa verið góðar. Elsku Snjólaug, Gunna, Magga, Jón Guðmann og aðrir aðstandpnd- ur, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Didda í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför tengdaföður míns, Jóns Guðmannssonar, fyrrverandi yfír- kennara. Jón fæddist 10. janúar 1906 á Ægissíðu á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans vom hjónin Guðmann Helgason frá Svínavatni í Svínavatnshreppi og Guðrún Jóns- dóttir frá Ljótshólum í sömu sveit. Þau hjón fluttust með fmmburð sinn á öðm ári að Snæringsstöðum í Svínadal og þar stóð heimili þeirra næstu 35 árin eða þar um bil. Jón ólst því upp við mjög venju- legar aðstæður þeirra tíma í norð- lenskri sveit, afskekktum dal inn til fjalla. Hann varðveitti alla tíð með sér daladrenginn. Sveitabú- skapur og samfélagið við móður náttúm vom honum eðlislæg. Minningar Jóns frá æskuheimil- inu, foreldrum sínum, systkinum og lífínu í dalnum heima, birtu okk- ur hinum svipmyndir af daglegu amstri íslenska bóndans, baráttunni við náttúmöflin og fegurð íslenskra heiða — en þó fyrst og síðast skynj- uðum við óvenjulegan innileik í sambandi foreldra og bama, ást Jóns til foreldra sinna og hið hlýja mannlíf heimilisins. Systkini Jóns, Albert, Guðrún og Steingrímur, em nú öll búsett í Reykjavík. Hafa þau vissulega varðveitt millum sín hið kær- leiksríka samband, sem gmndvallað var í föðurhúsum. Jón gerðist ekki bóndi, þótt þar hafí vissulega togast á ýmis sjónar- mið. Hann tók gagnfræðapróf frá Akureyri 1925 og kennarapróf frá Kennaraháskóla Islands 1933, eftir eins vetrar nám í skólanum. Frá fæðingu var Jón með bilaða mjöðm, sem farin var að há honum þegar á þessum ámm. Það gerði m.a. það að verkum að hann taldi sér hentugra að stunda starf sem ekki gerði jafn miklar líkamlegar kröfur og búskapurinn. Fötlun sína vildi Jón sem minnst minnast á og kvartaði aldrei. Hann starfaði sem heimiliskenn- ari og farskólakennari heima í Húnavatnssýslu og einn vetur kenndi hann á Akranesi, en fastur kennari varð hann við Miðbæjar- skólann í Reykjavík árið 1939 og hafði þá starfað þar sem stunda- kennari nokkur ár áður. Við Miðbæjaæjskólann var hann óslitið í 35 ár, fyrst sem kennari og síðar sem yfírkennari. Kennsla átti trúi ég að mörgu leyti vel við Jón. Hann átti gott með að umgangast fólk og setja sig í annarra spor. Hann var alla tíð mjög bamgóður og virtist mér hann hafa þann hátt á, að umgangast og meðhöndla böm á sama hátt og fullorðna. í hans huga vom böm vissulega „líka fólk“ með skýlausan rétt og þeim bar full virðing sem persónum. Löngu fyrir tíma gmnnskólalaga og hugarfarsbreytinga í kjölfar þeirra, heyrði ég hann oft tala um að ekki ætti að eiga sér stað að getulitlir nemendur í skyldunámi væm látnir sitja eftir. Þeir yrðu að geta haldið áfram, en fengið kennslu og námsefni við sitt hæfí. Mannúð var gjaman lögð til gmnd- vallar í skoðunum Jóns Guðmanns- sonar. Árið 1939 kvæntist Jón ungri kennslukonu, Snjólaugu Lúðvíks- dóttur, f. 1912, sem þá hafði lokið námi í Svíþjóð og hér heima sem handavinnukennari. Snjólaug er fædd og uppalin á Akureyri, dóttir hjónanna Lúðvfks Siguijónssonar frá Laxamýri og Margrétar Thorar- ensen frá Skriðu í Hörgárdal. Fallegt og hlýlegt heimili þeirra Snjólaugar og Jóns ber smekkvísi og handbragði húsmóðurinnar glöggt vitni. Gestrisni var Jóni í blóð borin. Að borði hans vom allir jafn vel- komnir. Að taka á móti gestum var hans líf og yndi. Ekki í stórsam- kvæmum og umsvifum, heldur sem þáttur í hinu daglega lifí — að vin- ir og venslamenn stöldmðu við til skrafs og ráðagerða og síðast en ekki síst þægju eitthvað í sarpinn áður en lengra væri haldið. Heimili þeirra var vissulega miðstöð ætt- ingja og tengdafólks. Hvergi undi Jón sér jafn vel og heima og þar naut hann sín e.t.v. líka best. Milli þeirra hjóna ríkti alla tíð gagn- kvæmt traust og umhyggjusemi. I konu sinni átti Jón sinn besta vin og hún skildi hann best. Þau eignuðust tvær dætur. Guð- rúnu kennara, f. 1939, gift undirrit- uðum, og Margréti Lovísu bankastarfsmann, f. 1946, gift Guðbjarti Jónssyni prentara í Hafn- arfirði. Eiga þau tvö börn, Rósu f. 1965, nema við Háskóla íslands, og Ásgeir Jón, f. 1968, iðnnema. Dóttur Guðrúnar, Snjólaugu Pét- ursdóttur, f. 1958, sem átti við meðfæddan.sjúkdóm að stríða, önn- uðust þau hjón Jón og Snjólaug á heimili sínu mestan hluta ævi heftn- ar af óþijótandi ást og umhyggju, sem aldrei verður þökkuð sem skyldi. Hún lést 1972. Þessi greinda og snjalla telpa mun þó með lífs- hlaupi sínu vissulega hafa auðgað líf móðurforeldra sinna. Af slíkri gagnkvæmri elskusemi hlýtur hið góða að dafna. Bróðir Snjólaugar, Jón Guðmann Pétursson, f. 1959, óx einnig upp að nokkm leyti í skjóli afa síns og ömmu. Hann bast afa sínum óvenju sterkum böndum og átti í honum þann bakhjarl, sem hann vissi traustastan. Jón Guðmann er við- skiptafræðingur, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur. Eiga þau 3 böm, tvíburana Albert Guðmann og Magnús Guðmann, 8 ára, og Guð- rúnu Ösp, 3 ára. Lúðvík Börkur, f. 1963, sonur Guðrúnar og undirritaðs, er nem- andi við Háskólann í Tromsö. Hans kona er Gauja Sigríður Karlsdóttir. Eiga þau eina dóttur, Snjólaugu Dís, 2 ára. Tengdafaðir minn átti sér tvö tómstunda- eða áhugamál. Fjárbú- skapinn og bridge. I fjöldamörg ár átti hann kindur hér á Reykjavíkur- svæðinu og heyjaði handa þeim á summm. Eftir skólatíma dag hvem brá hann sér í kindagallann og fór til gegninga. í mörg ár var yngri dóttirin fylgdarmaður föður síns í kindastússinu og síðar nafni hans. Vinir beggja nutu svo góðs af og oft var bíllinn þéttsetinn bömum, þegar farið var að gefa. Jón var snjall bridgespilari og spilaði oft mikið. í tengslum við bæði þessi áhugamál eignaðist hann góða félaga og vini. Alla tíð hafði Jón mikinn áhuga á bókum og heimsótti mikið fom- bókaverslanir borgarinnar. Hafði hann mikla ánægju af að fylgjast með á þeim vettvangi. Sérstakt dálæti hafði hann á þjóðsögum, safnaði þeim og las mikið, oft upp- hátt fyrir smáfólk. Jón var semmtilegur maður, ræð- inn og glettinn, hafði ákveðnar skoðanir sem hann lét í ljósi, en án stífni. Hann var myndarlegur mað- ur í sjón, svipur hans hreinn og bjartur. Hann var ráðagóður og heilráður og þótti ýmsum gott að ræða við hann sín mál, leita álits hans og ráða. Hann var naskur að fínna færar leiðir og víkka sjónar- hom viðmælenda sinna, sá þá oft fleiri fleti á málum en við blöstu í fyrstu. Ástúð og umhyggja Jóns fyrir sínum nánustu var óvenjuleg. Hann hafði lifandi áhuga fyrir hveijum og einum, líðan hans, gerðum og áformum. Hann hvatti, örvaði, studdi og huggaði. Þessa dagana hafa leiðir okkar tengdafeðga legið saman í aldar- Qórðung. Hann reyndist mér sem besti faðir. Jón Guðmannsson var svo lán- samur að þurfa ekki að heiman til að leggja upp í síðustu förina. Heima hjá konu sinni lifði hann og dó, virkur og virtur til hinstu stund- ar. Bið ég þeim báðum blessunar Guðs. Jón Ólafsson Við rýmum fyrir nýjum vör- um dagana 20. — 22. nóv. — f immtudag, föstudag og laugardag. 20% afsláttur Barnafatnaður, peysur, flauelsbuxur, jogginggall- ar o.fl. Skyrtur, bolir, æfingagall- ar o.fl. [rW^i 30% afsláttur ALSPORT Bílastæði á bak við húsið. Hverfisgötu 105 — Innakstur frá Skúlagötu. sími 91-23444 PAPPIRSSTATIV MARGAR GERÐIR KOMNAR AFTUR GEKSIPf OSRAM ii| ' "3; f 5 DULUX Ijóslifandi orkusparnaður 80% lægri lýsingarkostnaður og sexföld ending [1] JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavik - Sími 688588 Þjónusta í öllum helstu raftækjaverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.