Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 58

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Ný ástar- saga eftir Mary Stewart ^TJT ER komin ný bók eftir Mary Stewart og nefnist hún Ast inn- an myrkra múra. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Á bókarkápu segir: „Hin unga, ríka og ofdekraða Christy Mansel er í skemmtiferð í miðausturlönd- um og notar tækifærið til þess að heimsækja gamla sérvitra frænku sína sem hefur sest að í fomri höll, sem er að hruni komin, á hásléttum Líbanon. Christy finnst ~>eins og hún sé komin í ævintýra- heim þúsund og einnar nætur. En ævintýraljóminn fer fljótlega af... Maiy Stewart sleppir ekki tökunum á lesendum sínum. Ástir í dulúðugu umhverfi arabalanda, eiturlyf, morð og mannrán. Úr þessum efnivið spinnur Mary Stewart sögu sem á eftir að njóta sömu vinsælda hjá íslenskum aðdáendum og fyrri bækur hennar sem þýddar hafa verið á íslensku." Bókarkápa er hönnuð á Auglýs- ingastofunni Octavo. Bókin er prentuð í Odda. Ný saga um Sval og félaga ÚT ER komin hjá Iðunni ný bók í flokknum um Sval og félaga. Nefnist hún í klandri hjá kúrek- um og er eftir Jije & Franquin. Er þetta tuttugasta og fyrsta bókin sem þýdd er á íslensku í þessum vinsæla bókaflokki. Blaða- mennimir ráðagóðu Svalur og Valur lenda hér sem fyrr í ýmsum ævintýmm segir í fréttatilkynn- ingu frá Iðunni. SVALUR OG FÉLAGAR í KLANDRi HJA KÚREKUM Jijt & Fmiujuiu Bjami Fr. Karlsson þýddi. Bæk- umar eru prentaðar í Belgíu. Slátrun lokið hjá Kaupfélagi Saurbæinga Siáturhús Kaupfélags Saurbæinga að Eyrarlandi. Hvoli, Saurbæ NÝLEGA er lokið slátrun hjá Kaupfélagi Saurbæinga. Slátrun hófst upp úr miðjum september og lauk að mestu í októberlok. Þá hafði verið slátrað alls 11.659 fjár og er það nokkru meira en í fyrra eða um 6,5% aukning. Meðalþungi dilka var 14,7 kg og var það aðeins minni meðalvigt en í fyrra og stærsti sláturdilkurinn nú var frá Sveinsstöðum, tæp 30 kg. Hann var einnig sá verðmætasti, því nú er ekki einhlítt lengur að tala um þyngsta dilkinn, því eftir að far- ið var að meta fjallalambið eftir fítumagni og flokka í svokallaðan o-flokk, þá er ekki þar með sagt, að þyngsti dilkurinn sé sá verðmæt- asti. Enda var það svo, að fyrir dilk, sem var 5 kg. léttari fékkst svo til sama verð, ef hann lenti ekki í þess- um nýja flokki. Það þykir sem sé ekki neitt keppikefli lengur að féð safni utan á sig fitunni og fari svo í þennan alræmda o-flokk, sem eng- inn vill lengur, eða fáir, leggja sér til munns. Það er af sem áður var, er menn neituðu seint flotinu, ef það var í boði — og tóku feitustu bitana sem buðust. En heimurinn er breyti- legur og þar með matarvenjumar og hollustan, og það sem okkur er sagt í dag að sé óhollt, getur verið orðið hollara á morgun, og svo öfugt, og við reynum að tolla í tískunni og fylgjast með því sem fínt er og hollt. Þetta var nú reyndar svolítill útúrdúr, en þó í nánum tengslum við málið. Því það dylst ekki bænd- um, að breyttar neysluvenjur og aukið framboð á alls konar mat verð- ur þess valdandi, að hinar hefð- bundnu landbúnaðargreinar eiga í vök að verjast og þvf er settur harð- ur framleiðslukvóti á bændur, sem verður þess valdandi, að þeir verða að framleiða minna en áður, og það er erfítt fyrir stéttina að verða þann- ig að takmarka framleiðslumögu- leika sína og þar með tekjur og afkomu. En þetta verður einhvem vegfinn að leysa, og vonandi ganga þessar raunir yfír á tiltölulega skömmum tíma. En hitt er öllu verra, að bændur skuli ekki fá að vita um þesssa hluti fyrr en i lok sláturtíðar, því ella hefðu þeir sjálf- sagt fækkað fé sínu ennþá meir. Og af þessum sökum verður e.t.v. að slátra hér í einn dag í viðbót nú á næstunni vegna kvótans. En nóg um þetta að sinni. Hjá Kaupfélagi Saurbæinga er verið að stækka sláturhúsið nokkuð, verið er að byggja nýtt hús til þess að bæta aðstöðu við gærusöltun og gera aðrar breytingar til þess að koma til móts við auknar kröfur um betri aðstöðu og frystihús slátur- hússins, sem byggt var fyrir nokkr- um ámm bíður nauðsynlegs vélakosts til þess að geta farið að gegna sínu hlutverki, sem vonandi verður sem allra fyrst. Annars em sláturhúsamál hér um slóðir í athug- un, og álitamál hvemig þeim verði best fyrir komið til þess að þjóna sem best byggðum hér við vestan- verðan Breiðafjörð. Bíða menn hér um slóðir spenntir eftir því að eitt- hvað gerist í samgöngumálum hér hvað varðar brú yfir Gilsflörð, því þá mundu blasa við hér ný viðhorf í þessum málum sem öðmm í þessum byggðarlögum og færa sveitimar betur saman. Nýlega urðu kaupfélagsstjóra- skipti hjá Kaupfélagi Saurbæinga. Margrét Jóhannsdóttir, sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár, hefur nú horfíð til annarra starfa, en við tók Guðjón Kristjánsson frá Akra- nesi, en hann hefur undanfarin ár starfað hjá Kaupfélagi Hvamms- fjarðar í Búðardal. Er Guðjón boðinn velkominn til starfa og hyggjum við gott til um störf hans í framtíðinni. IJH. S ■ nú HJÓLA ALLIR í EVRÓPU — fyrirtaks hugmynd nú er Sinitta farin af landi brott, en hún fékk frábærar viðtökur í EVRÓPU um síðustu helgi. Sl. laugardag sló aðsóknin öll met og önnur eins stemmning hefur hvorki sést fyrr né síðar. f næstu viku, 27.-29. nóv., skemmta Hollendingarnir M.C. Miker "Q" og D.J. Sven í EVRÓPU. Þeir slógu í gegn í sumar með laginu "Holiday Rap". Hin geysivinsæla og huggulega söngkona Hazel Dean verður í EVRÖPU 4.-6. des. vinsælli en nokkru sinni fyrr. Og í kvöld verður sama Qörið og alltaf. ívar og Stebbi verða í diskó- tekinu með glimrandi tónlist og risaskjárinn verður í fullum gangi. Borgartúni 32 „Skuggar for- tíðarinnar" - ný ástarsaga eft- ir Nettu Muskett KOMIN er út hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi ástarsagan „Skuggar fortíðarinnar" eftir ensku skáldkonuna Nettu Musk- ett. Þetta er fimmta bókin sem Hörpuútgáfan sendir frá sér eft- ir þennan höfund. Á bókarkápu segir m.a.: „Júlía vár af fátæku fólki komin, en þráði mannvirðingar. Hún giftist Max Vining án þess að elska hann, en hann gat veitt henni rétta þjóð- félagsstöðu. Til endurgjalds þráði hann að eignast böm. Júlía taldi sig hafa uppfyllt þær óskir er hún ól honum son. Samt sem áður fædd- istþeim einnig dóttirin Maxine. Hún er óvelkomin í heiminn og varð að þola kulda og afskiptaleysi móður sinnar. Hjónaband Maxine og Vict- ors var algjörlega misheppnað. Á brúðkaupsóttina varð hún fynr lífsreynslu, sem gerði hana frábitna samlífí við eiginmann sinn.“ Bókin er 168 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akraness hfí Þýðandi er Snjólaug Bragadóttir. Þrjár bækur fyrir yngstu börnin KOMNAR eru út hjá Iðunni þtjár bækur fyrir yngstu börnin eftir sænska listamanninn Ulf Löf- gren, höfund bókanna um Albin. Aðalpersóna þessara bóka er kanínustrákurinn Lúlli. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir m.a.: „Lúlli og öll dýrin segir frá því þegar Lúlli sparkar í bolta sem flýgur langar leiðir og alltaf lendir hann á höfðinu á einhverju dýri, svo Lúlli kynnist öllum dýrun- um. Lúlli og Bangsi prakkari segir frá bangsanum hans Lúlla sem er alltaf að gera einhver prakkara- strik. En Lúlli fyrirgefur bangsa alla hrekkina. Lúlli og Gunna segir frá Gunnu litlu systir sem vill fá að vera með þegar Lúlli leikur sér. En Lúlli vill ekki leyfa henni það því að hún er of lítil. En Gunna fínnur upp gott ráð og hvað gerir Lúlli þá? Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Bækurnar eru prentaðar á Eng- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.