Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 282. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reagan krefur North og Poindexter sagna London, Washington, AP. Reuter. REAGAN Bandaríkjaforseti krafðizt þess af John Poindext- er, fyrrum öryggisráðgjafa sínum, og Oliver North, aðstoðarmanni hans, að þeir skýri frá öllu sem þeir viti um vopnasöluna til íran og peningagreiðslur til Contra- skæruiiða í Nicaragua og dragi ekkert undan. Gaf forsetinn út yfirlýsingu þar að lútandi í gærkvöldi, en hann er nú undir vaxandi þrýstingi um að hreinsa rækilega til í Hvita húsinu vegna vopnasölumálsins, bæði frá flokksmönnum sínum og demókrötum. Richard Ben-Veniste, sem stjómaði rannsóknamefnd vegna Watergate-hneykslisins, sagði í gær að allt að hálft ár kynni að líða þar til menn kæmust til botns í vopnasölumálinu og hvemig tekjur af vopnasölunni komust inn á svissneskan bankareikning Contra. Richard Lugar, formaður ut- anríkisnefndar öldungadeildarinn- ar, sem verið hefur einn dyggasti stuðningsmaður Reagans, krafðizt brottvikningar Williams Casey, yfirmann leyniþjónustunn- ar (CIA), og Donalds Regan, starfsmannastjóra Hvíta hússins í gær. Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni, sagði að tími væri kominn til að hefjast handa við „hreingemingar". Reag- an var óspart hvattur til að krefja menn sína, þ. á m. Oliver North, ofursta, og John Poindexter, fyrr- um öryggismálaráðgjafa, sagna og birta allar staðreyndir málsins opinberlega. Sá orðrómur fór um Washing- ton í gær að nánir vinir forsetans legðu að honum að víkja Regan og að þeir nytu stuðnings forseta- frúarinnar. Spáðu stjómmála- fræðingar því að starfsmanna- stjórinn myndi tæpast verða við störf í Hvíta húsinu í byrjun næsta árs. Kanadísk yfírvöld lýstu áhyggj- um sínum í gær vegna tregðu bandarískra yfírvalda á að veita upplýsingar um meinta aðild kanadískra fjármálamanna að vopnasölunni til íran. Casey greindi frá aðild þeirra að vopna- sölunni í yfírheyrslum hjá þing- nefnd í fýrradag og olli það miklu fjaðrafoki í Kanada. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að líklega hefðu spákaupmenn og milligöngumenn uin vopnasöluna til íran haft af henni miklar tekj- ur og er aðild þeirra talin eiga eftir að flækja málið enn frekar. Brezk fyrirtæki áttu einnig að- ild að vopnasölu og Portúgal kom við sögu, að sögn ísraelskra vopnasala. Hann sagði að um meira magn væri að ræða en þau vopn, sem Bandaríkjamenn hefðu selt íran. Útflutningsskýrslur hefðu verið falsaðar og látið líta út fyrir að verið væri að selja vopnin til Bretlands. Vopnin hefðu aldrei farið þangað, heldur verið send til Portúgals með flugvélum ísraelska flugfélagsins E1 A1 en verið skipað jrfír í ómerktar leigu- þotur á flugvellinum í Lissabon. Frá Lissabon hefði verið flogið beint til íran og hefði leið vélanna legið meðfram tyrknesku landa- mærunum. Sjá ennfremur fréttir á bls. 44. Símamynd/AP Najibullah kominn til Kremlar Najibullah, leiðtogi afganska kommúnistaflokksins, er nú staddur í Moskvu þar sem hann mun eiga viðræður við Mikhail Gorbachev, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Búist er við, að viðræðumar muni snúast um stríðið í Afganistan en talið er, að frá því Rauði herinn réðst inn í landið fyrir sjö árum hafí ein milljón Afgana fallið og allt að fímm milljónir manna em landflótta. Er þetta fyrsta heim- sókn Najibullah til Moskvu frá því Babrak Karmal var ýtt til hliðar sem ráðamanni í Kabúl. Tugir manna fórust er þota hrapaði í A-Berlín Austur-Berlín, AP. Reuter. SOVÉZK farþegaþota með 82 menn innanborðs fórst i aðflugi að Schönenfeld-flugvellinum i Austur-Berlín í gærkvöldi. Aust- ur-þýzk yfirvöld vörðust mjög frétta af flugslysinu, en hermt er að þotan hafi hrapað niður á íbúðahverfi. Að sögn austur-þýzku ríkis- fréttastofunnar ADN fundust 12 manns á lífi í flaki þotunnar, sem var frá sovézka .ríkisflugfélaginu Aeroflot. Þeir vom flestir mjög mikið slasaðir og sumum vart hug- að líf. Þegar síðast fréttist var ekki vitað hversu margir hefðu beðið bana. Flugvélin var að koma frá Minsk í Sovétríkjunum. Hún var rétt ólent á Schönenfeld-flugvellinum er hún skall til jarðar í Bohnsdorf, sem er Utanríkisráðherrar NATO-ríkja: Fagna niðurstöðu Reykjavíkurfundarms um langdrægar og meðaldrægar flaugar Brusset frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. TAKMÖRKUN hefðbundins vigbúnaðar og umræður um stöðuna í afvopnunarmálum eftir fund leiðtoga stórveldanna í Reykjavík voru helstu umræðuefni utanrikisráðherra Norður-Atlantshafs- bandalagsríkjanna á árlegum fundi þeirra í Brussel i gær og fyrradag. Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra íslands, sat fundinn fyrir íslands hönd ásamt Einari Benediktssyni, sendi- herra og fastafulltrúa íslands hjá NATO og Hjálmari W. Hannessyni, sendifulltrúa i utanrikisráðuneytinu. Næsti utanrikis- ráðherrafundur bandalagsins verður haldinn í Reykjavik i júní. Utanríkisráðherramir lýstu yfir stuðningi við samningaviðræður Bandaríkjanna og Sovétrílganna í Genf um afvopnunarmál. Hug- myndir Ronalds Reagan, forseta Bandarílcjanna, og Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, um algjöran niðurskurð langdrægra kjamorkuvopna á tíu árum eru ekki nefndar í loka- skjali fundarins. En ráðherramir lýsa yfir ánægju með þann árang- ur sem náðist í Reykjavík og miðar í átt að 50% niðurskurði langdrægra kjamorkuvopna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þá fögnuðu þeir samkomulagi um meðaldrægar kjamaflaugar, sem miðar að því, að þær verði fjar- lægðar frá Evrópu. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi að ráðherra- fundinum loknum, að ráðherrar bandalagsins hefðu lagt áherslu á að stefnt yrði að raunsæjum markmiðum í afvopnunarmálum. „Áhrif tillagna leiðtoganna í Reykjavík eru til athugunar innan NATO og við viljum sjá niðurstöð- ur þeirra áður en við lýsum yfír endanlegum stuðningi við hug- myndir Bandaríkjamanna." Ráðherramir lögðu áherslu á að ekki ætti að láta samninga um meðaldræg kjamorkuvopn ráðast af samkomulagi á öðrum sviðum afvopnunarmála. „Mikilvægi takmörkunar á hefðbundnum vígbúnaði hefur komið betur í ljós eftir Reykjavík- urfund leiðtoganna," sagði Matthías Á. Mathiesen í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum. „Samningaviðræður stór- veldanna í í Genf um niðurskurð kjamorkuvopna hafa varpað nýju ljósi á ójafnvægi milli austurs og vesturs í hefðbundnum vígbúnaði. Afvopnunarviðræður eiga að auka öryggi og mega ekki draga úr vömum Vestur-Evrópu. Það er mikilvægt að viðhalda trúverðug- um fælingarmætti Atlantshafs- bandalagsins og því samþykkti fundurinn yfírlýsingu þar sem Austur-Evrópuríkjum er boðið til víðtækra viðræðna um hefðbundin vopn.“ útborg Austur-Berlínar. Ekki fylgdi fregnum hverrar þjóðar farþegar þotunnar vom. Vestur-þýzkar sjónvarpsstöðvar náðu að taka myndir af svæðinu, þar sem þotan skall niður. Reykur liðaðist upp af illa fomu braki þot- unnar og sáust slökkviliðsmenn beijast við logana. Mikill fjöldi her- og sjúkrabifreiða sáust með blikk- andi ljósum á slysstaðnum. Þotan var af gerðinni Tupolev TU-134, eða sömu gerðar og flug- vél Samora Machel, fyrrum forseta Mósambík, sem fórst 19. október sl. rétt innan landamæra Suður- Afríku. Um borð í flugvélinni vom 73 farþegar og 9 manna áhöfn, að sögn ADN. Hún getur flutt 84 menn samtímis. OPEC semur um samdrátt Genf, Reuter. OLÍURÁÐHERRA Ecuador sagði í gærkvöldi að OPEC-ríkin hefðu náð samkomulagi um 5—10% samdrátt í oliufram- leiðslu i byrjun næsta árs. Ráðherrann sagði að enn ætti eftir að semja um hversu mikið ein- stök ríki drægju framleiðslu sína saman. Tilgangur samdráttúrins er að knýja fram verðhækkun á olíu, úr 14 dollumm fatið í 18 dollara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.