Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 6

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 I ÚTVARP/SJÓNVARP __ Ljósbrot IBandaríkjum Norður-Ameríku er sá háttur hafður á að skjóta aug- lýsingum inní sjónvarpsþætti og kvikmyndir í tíma og ótíma. Risasjón- varpsstöðvarnar ABC, NBC og CBS eru iðnar við kolann en öllu má nú ofgera þannig skilst mér að nú sæki kapalstöðvar og svokallað almenn- ingssjónvarp mjög í sig veðrið á sjónvarpsmarkaðinum en þessir aðil- ar ijúfa ógjarnan dagskrána með auglýsingum. íslenska ríkissjónvarp- ið hefír fá upphafi vega haft þá stefnu að rjúfa ekki dagskrá með auglýsing- um. En nú eru breyttir tímar þannig hafa ráðsmenn Stöðvar 2 tekið uppá því að ijúfa hinn stórskemmtilega spennuþátt: Bjargvættinn með aug- lýsingaskotum. í fýrrakveld rufu þeir þáttinn hvorki meira né minna en tvisvar sinnum og voru auglýsinga- innskotin í lengra lagi að mér fannst. Auðvitað eru dagskrárstjórar Stöðvar 2 fijálsir að því að ijúfa sína dagskrá þegar verða vill enda óbundnir af pólitísku varðhundaráði slíku er glefsar í hæla dagskrárstjóra ríkissjónvarpsins. En máski væri ekki svo vitlaust að Alþingi skipaði hér einskonar siðanefnd er hefði eftirlit með því að ljósvakafjölmiðlamir villtu ekki um fýrir áhorfendum til dæmis með dulbúnum auglýsingum? Út- varpsráð í núverandi mynd er hins vegar að mínu mati sjálfdautt eða ætlast menn til þess að starfsmenn ríkisflölmiðlanna sæti pólitísku að- haldi á sama tíma og starfsmenn einkastöðvanna lúta í mesta lagi kröf- um auglýsingamarkaðarins en svo sannarlega er sá markaður harður húsbóndi sem við skulum vona að sveigi aldrei ljósvakafjölmiðlan alfar- ið að sínum vilja. Ljósbrot nefnist þáttur í umsjón Valgerðar Matthíasdóttur er sér stað í dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum klukkan 19:55. í þætti þessum spígsporar Valgerður um bæinn kíkir inní gallerí og matsölustaði þá er dagskrá stöðvarinnar lítillega kynt. Þáttur Valgerðar er frísklegur máski full frísklegur þvi ekki sá ég betur en að Valgerður viltist eitt sinn fram hjá kvikmyndavélinni. Annars tel ég að Valgerður ætti ekki að láta nægja að kíkja inn og hæla því sem fyrir augu og eyru ber. Mér fyndist ekki úr vegi að hún setti upp svipuð gler- augu og Jón Óttar sjónvarpsstjóri þá hann rýnir bókamarkaðinn. Hvemig væri Valgerður að slást í för með saumakonu eða fatahönnuði niður Laugaveginn er legði mat á gæði fatnaðarins í tískubúðunum og þegar komið væri að matsölustöðunum biði þar við borð annálaður sælkeri eða matarskríbent? Jón Óttar nælir kinn- roðalaust stjömum á bækur jafnvel bækur Nóbelsskáldsins og því ekki að næla stiömum á verslanir oer matsölustaði bæjarins? Að mínu mati býr kaupmannastéttin hér nánast í vemduðu fjölmiðlaumhverfí og veitir ekki af meira aðhaldi af hálfu fjöl- miðla. ’Eg skal bara nefna ykkur dæmi. í fyrra keypti ég handónýt jólaföt á bömin í ónefndri bamafata- verslun hér í bæ. Þegar konan hringdi í búðareigandann og kvartaði yfir því að fötin hlupu og aflöguðust í fyrsta þvotti var svarið: Hengdirðu þvottinn á ofn? Konan mín riflaði í þessu sam- bandi upp viðskipti er hún átti við verslunareiganda í Manchester fyrir nokkrum árum. Hún hafði fest kaup á forláta sjónvarpstæki en svo illa vildi til að tækið rispaðist lítillega er það var sett ofan í kassa. Verslunar- eigandinn brá við skjótt og bauð konunni fyrsta flokks útvarpstæki í skaðabætur. Enn hljómar þetta tæki í eldhúsinu mínu en rispan sést ekki. Nei það er sko engum gagn gert með því að lofa stöðugt það sem fyrir augu og eyru ber á markaðinum. Vörur hér einkum þó tískuvörur eru óheyrilega dýrar í sumum búðum og hvemig væri að fjölmiðlamenn upp- lýstu almenning um gæði vörunnar? Undirritaður er einlægur stuðnings- maður hins fijálsa hagkerfís en þar verður að ríkja raunveruleg sam- keppni en ekki samtiygging verslun- arstéttarinnar og fjölmiðlafólks. Gegn slíku valdi stendur neytandinn berskjaldaður. Ólafur M. Jóhannesson RÚV Sjónvarp: Ileitað Regnboganum ■■■■ Ný bresk heim- OOOO ildamynd um " “ “ bandarísku blökkukonuna Josefínu Baker verður sýnd í ríkis- sjónvarpinu kl. 22.00 í kvöld. Mynd þessi hlaut Emmyverðlaun í ár. Jósefína vakti heimsat- hygli fyrir djarflegar danssýningar á skemmti- sögðum Parísarborgar á Saga Jósefínu Baker árunum 1925 til 1939. Á stríðsámnum starfaði hún fyrir andspymuhreyfingu Frakka og síðan gaf hún sig æ meir að baráttu fyrir friði, jafnrétti og bræðra- lagi allra kynþátta. Hún sýndi viljann í verki með því að taka að sér böm af ólíkum kynþáttum og ala upp saman. I myndinni er rakin saga Jósefínu Baker og ein- göngu notað myndefni frá æviskeiði hennar, 1906 til 1975. Rás 2: Listapopp ■■■ Listapopp verð- 1 Qoo ur á dagskrá AO Rásar tvö í dag klukkan eitt og er undir stjóm Gunnars Salvarsson- ar. í þættinum verða ekki eingöngu leikin vinsælustu lögin hveiju sinni, heldur er einnig litast um öxl og leikin vinsæl lög frá fyrri ámm. Oft setja gömul lög í nýjum útsetningum svip á vinsældalistana og er tæki- færið þá notað og uppruna- legu útgáfumar kynntar. Þá er stiklað á stóm í tónlistarferli söngvara og Gunnar Salvarsson. hljómsveita og fyrri afrek þeirra við vinsældalistaspr- ang reifuð. UTVARP LAUGARDAGUR 13. desember 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá.og veður- fregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar Arthur Rubinstein leikur lög eftir Frédéric Chopin á píanó. 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Flér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umríón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. SJÓNVARP 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki'' eftir Stefán Jónsson. Ellefti þáttur: Skólafélagið Geisli. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikendur: Borgar Garðarsson, Jón Júliusson, Sigurður Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir, Róbert Arn- finnsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Jón Gunnars- son og Anna Kristín Arn- grímsdóttir. Sögumaður: Gisli Halldórsson. (Áður útvarpað 1968.) 17.00 Að hlusta á tónlist. Ellefti þáttur: Hvað er rondó? Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 íslenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson flyt- ur þáttin. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. kv jO. TT LAUGARDAGUR 13. desember 14.55 Enska knattspyrnan Bein útsending. Norwich — Arsenal. 16.45 Hildur Lokaþáttur. 17.10 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Helga Jónsdóttir. 18.65 Auglýsingarogdagskrá 19.00 Smellir The Smiths. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Gamla skranbúðin (The Old Curiosity Shop). 2. þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur í tíu þáttum, gerðum eftir samnefndri sögu Charl- es Dickens. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður 20.45 Bubbi Bubbi Morthens flytur lög af nýrri hljómplötu ásamt hljómsveitinni MX 21. 21.15 Klerkur í klipu Lokaþáttur. Þýðandi Stefán Jökutsson. 21.45 (lert að regnboganum Saga Jósefínu Baker. Ný bre$k heimildamynd (Emmyverðlaun 1986). Bandaríska blökkukonan Josephine Baker vakti heimsathygli fyrir djarfar danssýningar á skemmti- stöðum Parisarborgar á árunum 1925 til 1939. Á stríðsárunum starfaöi hún fyrir andspyrnuhreyfingu Frakka og siöan gaf hún sig æ meir að baráttu fyrir friði, jafnrétti og bræðralagi allra kynþátta, Hún sýndi viljann í verki með því að taka að sér börn af ólíkum kynþátt- um og ala upp saman. í myndinni er rakin saga Jose- phine Baker og eingöngu notað myndefni frá ævi- skeiði hennar, 1906 til 1975. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 23.05 Flugvöllurinn (Airport). Bandarísk bíómynd frá 1969 gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir metsöluhöf- undinn Arthur Hailey. Leikstjóri George Seaton. Aðalhlutverk: Burt Lancast- er, Dean Martin, Jean Seberg, Helen Hayes, Van Heflin, Jacqueline Bisset og George Kennedy. Á millilandaflugvelli einum er neyðarástand vegna veð- urs og í flugvél, sem er á leið þaðan til Rómar, er geðveill farþegi með sprengju i farangrinum. Við þetta eiga flugvallarstarfs- menn og áhöfn þotunnar að glíma, auk þess sem persónuleg vandamál koma við sögu. Þýðandi Bogi Arn- ar Finnbogason. 01.25 Dagskrárlok STÖD7VÖ 16.00 Hitchcock. Bandarískur sakamálaþáttur. 16.45 Matreiðslumeistarinn. Meistarakokkurinn Ari Garð- ar Georgsson kennir þjóð- inni matreiöslu. 17.10 Allt er þegar þrennt er (Tree’s Company). Banda- rískur gamanþáttur. 17.35 Undrabörnin (Whiz Kids). Bandarískur unglinga- þáttur. 18.30 Allt i grænum sjó (Love Boat). Bandarískur skemmtiþáttur um líf og fjör um borð i skemmtiferða- skipi. 19.30 Fréttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Crockett og Tubbs hefja rannsókn á smámáli, að því er virðist, sem reynist síðar vera mjög stór smyglhringur á eiturlyfj- um sem veltir milljónum dollara. 20.40 Don Johnson. Bandarískur viðtalsþáttur við bandariska leikarann Don Johnson, en hann er annar aöalleikara Miami Vice. 21.10 Útgáfa Nellies (Nellies Version). Bresk sjónvarps- kvikmynd með Eileen Atk- ins, Anthony Bate, Nicholas Ball og Brian Deacon í aðal- hlutverkum. Stúlka nokkur man ekkert fyrr en hún stendur í móttöku á hóteli og nafnið sem kemur upp í huga hennar er Nelly Dean. Inni í herbergi sinu opnar hún ferðatösku sem reynist vera full af peningum. Þetta er aðeins upphafið að sál- fræðilegri spennumynd. 22.45 Spéspegill (Spitting Image). Breskur gamanþátt- ur. 23.10 Fyrsti mánudagurinn í október (First Monday in October). Bandarísk kvik- mynd frá 1981 með Walter Matthau, Jill Clayburgh, Bernard Huges, Jan Sterling o_.fl. í aöalhlutverkum. Ruth Loomis er fyrsta konan sem valin er hæstaréttardómari í Bandarikjunum, þrátt fyrir töluverða gagnrýni frá Matt- hau sem var ekki samþykk- ur kjöri hennar. 00.46 Flækingurinn frá há- sléttunum (High Plains Drifter). Bandarísk kvikmynd frá 1973 með Clint East- wood og Verna Bloom í aðalhlutverkum. Ókunnur og undarlegur maður (Clint Eastwood) kemur ríðandi á hesti sínum inn í litinn bæ og með komu sinni skelfir hann íbúana. Á ýmsu geng- ur þegar hópur útlaga herjar á bæinn. 2.30 Myndrokk. 5.00 Dagskrárlok. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.36 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftir Heinrich Spoerl Guðmundur Ólafsson les þýðingu Ingibjargar Berg- þórsdóttur. (12). 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Bjarni Marteins- son. 20.30 „Bókaþing. Gunnar Stefánsson stjórnar kynn- ingarþætti um nýjar bækur. 21.00 íslensk einsöngslög Margrét Eggertsdóttir syng- ur lög eftir Sigfús Einarsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á píanó. 21.20 Um náttúru Islands Ari Trausti Guðmundsson ræð- ir við Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktar- stjóra. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Mannamót Leikið á grammófón og litiö inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miönæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 13. desember 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Fréttir 12.03 Hádegisútvarp með léttri tónlist í umsjá Margrét- ar Blöndal. 13.00 Listapopp I umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. Svavar Gests rekur sögu íslenskra popphljóm- sveita í tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ás- geiri Tómassyni. 3.00 Dagskrárlok SVÆÐISUTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 LAUGARDAGUR 13. desember 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00-15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel i góðu stuði, enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauður punktur. Fréttir kl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Þorsteinn J. Vil- hjálmsson kynnir 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi Vilborg leikur notalega helg artónlist og les kveðjur frá hlustendum. Síminn hjá Vil borgu er 611111. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 I fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg vinsdóttir og Randver Þorláksson bregöa á leik (Þessi dagskrá er endurtek- in á sunnudegi.) 19.00-21.00 Rósa Guð bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar.við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks dóttir í laugardagsskapi Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svikja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem fara snemma á fætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.