Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 HOFl áritar bók sína DAGBÓK FEGURÐAR- DROTTNINGAR í verslun okkar ídag milli kl. 17ogl8. Sendum áritaðar bækurí póstkröfu. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Manndómur og athafnalíf Bókmenntir Erlendur Jónsson Gylfi Gröndal: ÆVIDAGAR TÓMASAR ÞORVALDSSONAR ÚTGERÐARMANNS. I. 208 bls. Setberg, 1986. »Ég gerðist komungur sjómaður; kynntist áraskipum í bemsku og var sem unglingur á trillu, þegar vélar höfðu verið settar í opnu bát- ana. Ég tók þátt í verkalýðsbaráttu á tímum kreppu og allsleysis, þegar íslensk alþýða reis upp og krafðist réttar síns. Síðar varð ég útgerðar- maður og settist þá hinum megin við samningaborðið. Ég gerði mitt ýtrasta til að bæta aðstöðu og öryggi sjómanna, til dæmis með því að taka þátt í björgunarstarfi og slysavömum. Og ég hef ferðast um heiminn þveran og endilangan til að selja fískafurðir okkar á sem hagstæðustu verði.« Þetta er í stuttu máli saga Tóm- asar Þorvaldssonar, útgerðarmanns í Grindavík. Svona kynnir hann sig. Athyglisvert er að í þessu örstutta ágripi er svo til eingöngu sagt frá störfum, athöfnum. Skoðanir, skemmtanir, tómstundir, gaman- mál — ekkert slíkt er að fínna í þessari upptalningu. Við lestur bókarinnar (sem er nú raunar aðeins fyrra eða fyrsta JÓLABÆKUR DYNGJU Úr lífi verkamanns. Rímur, Ijóð og lausavísur eftir Sigurð Óla Sigurðsson verkamann og sjó- mann frá Vigur við Djúp. I » U N N, S D G U I! 1 T UM VMSA MENN 0« VIDIIURDÍ, LVSING LANDA (Ki MÓDA OG nXtTÚBUNNAU. GÓÐAR BÆKUR FRÁ DYNGJU Ferskeytlur. Úr safni Jakobínu Johnson skáldkonu í Seattle. Tilvalin gjöf til vina og frœnda í Vesturheimi. Aðalheiður Tómasdóttir SAITÍAO, fSLKNZCAD Oú KOSlAi) UKTB SIGURÐUR Gt’NNARSSON. >W|/Wv«sn/Vtf\ Fyrs«a ár. AKCKEYRI 18(0. VCKSTtÞ i mESTSMIWO NOtDCK - OO AUSTtWJM. tnuamu, hja n. bkloastkl Iðunn. Sögurit um ýmsa menn og viðburði, lýsing landa og þjóða og náttúrunnar. Þetta er Ijósprentuð útgáfa af elstu Iðunni sem kom út 1860 og var kostuð af Sigurði Gunnarssyni presti og alþingis- manni á Hallormsstað og Desjamýri. DRACiMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Skrásett aí Ingvan Agnarssyni Draumar og æðri handleiðsla. Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðal- heiðar Tómasdóttur eiginkonu sinnar. bókaútgáfa, Borgartúni 23,105 Reykjavík, box 5143,125 Reykjavík. S 91-28177,91-36638 og 91-30913 Dyngja bindi) skýrist þetta betur. Tómas er fæddur og uppalinn Grindvíking- ur. Og sú var tíð að Grindavík var talin til fátækustu sjávarplássa. Lífsbaráttan kostaði strit og áræði, en umfram allt áhættu. Vinnan varð því að sitja í fyrirrúmi. Allt annað varð að þoka fyrir alvöru lífsins. »í verstöð snýst allt um sjó- inn, og honum hefur líf mitt verið tengt alla tíð,« segir Tómas. Forfeður Tómasar voru sumir upprunnir í heimahögum, aðrir að- komnir. Og þeir, sem að komu, hlutu að laga sig að lífínu við sjó- inn. Rætur Tómasar iiggja því djúpt á æskuslóðum. Þaðan eru ekki að- eins mestallar hans bemsku- og æskuminningar heldur líka minn- ingar um afa og ömmur, frændur og frænkur, svo og nágranna sem margir hveijir vom líka tengdir skyldleika- og vináttuböndum við fjölskyldu Tómasar. Þar sem lífsbaráttan var einhæf en ströng var líka nauðsynlegt að bamið — ætti það síðar að verða dugandi maður — fylgdist með atvinnulífínu frá fyrstu dögum og tæki til hönd- um undir eins og kraftar leyfðu, mótþróalaust. Þannig varð það strax þátttakandi í daglega lífínu og fann ekki fyrir kynslóðabili. Bemskuminningar Tómasar eru ljúfar og bjartar. Hvort tveggja var að hann ólst upp í friðsælu um- hverfí; og fólkið var gott og hjálp- samt. En hitt mótar ekki síður minningar hans að hann hafði frá því fyrsta áhuga á athafnalífínu í kringum sig. Stritvinnan útheimti þrek og úthald. Tómas skorti hvor- ugt. Fyrirmyndir strákanna í plássinu vora formennimir, afla- mennimir. Að vinna — og vinna vel — það eitt skapaði unglingi sjálfs- virðingu. Lífsreglumar voru ein- faldar en afdráttarlausar. Þetta var hart líf en heilbrigt. Á uppvaxtaráram Tómasar var Grindavík aðeins fámennt smáþorp. Honum er því í fersku minni fólk og atburðir æskuáranna. í þessu bindi segir mest frá samferðafólki á fyrsta áfanga lífsleiðarinnar. Inn- an um vora kynjakvistir sem líka settu svip á lífíð i Grindavik. En þangað sóttu líka skáld og listamenn. Sigvaldi Kaldalóns var þar læknir. Stundum dvaldist hjá honum Eggert Stefánsson, bróðir hans. Mynd sú, sem Tómas dregur upp af Eggert, er sérstæð og minnisstæð en kemur prýðisvel heim við hugmyndir samtímamanna um þennan virðulega, en kannski að sumu leyti misheppnaða lista- mann — kynlegt sambland af barni og heldri manni. Halldór Laxness dvaldist um tíma í Grindavík og skrifaði þar hluta af Sölku Völku. »Sumu þykir Bogesen kaupmaður minna á Éinar gamla í Garðhúsum, og ýmis atvik, sem lýst er í Sölku Völku, gerðust raunveralega hér í Grindavík,« upp- lýsir Tómas. Gunnlaugur Scheving var löng- um í Grindavík og málaði þar sumar af sínum þekktustu sjávarmyndum. Hann var þá fátækur og ekki búinn að fá þá viðurkenning sem honum síðar féll í skaut. Steinn Steinarr var líka erfíðis- maður í Grindavík, en hét þá aðeins sínu Aðalsteins-nafni og þar af leið- andi kallaður Alli. »Hann varð ástfanginn af stúlku hér í plássinu, eins og títt er um vermenn,« segir Tómas. Ástin var þó síður en svo endurgoldin og orti þá Steinn: »Ó, Gunna litla í Garði,« birti í Al- þýðublaðinu »og þá lá við,« segir Tómas, »að Alþýðuflokkurinn missti allt fylgi sitt hér í Grindavík, því að á heimili umræddrar stúlku voru höfuðstöðvar hans.« Þótt atvinnulífíð væri einhæft f Grindavík gegndi öðra máli um mannlífið, það var hreint ekki svo einangrað. Vermenn komu þangað á vetram, sumir úr sveitum Suður- Tómas Þorvaldsson lands, aðrir að norðan. Heimamenn reyndu líka að halda uppi dálitlu listalífí, meðal annars með því að sviðsetja leikrit. Bjami Sæmunds- son, ömmubróðir Tómasar, lagði oft leið sína til Grindavíkur og notaði þær stundir til hvíldar og rann- sókna. Hjá honum dvaldist Tómas tíma og tíma í Reykjavík. Vora það laun fyrir viðvik sem Tómas innti af hendi fyrir vísindamanninn, frænda sinn. Og sumar eitt réðst Tómas til vistar uppi í Biskupstungum. Þann- ig kynntist hann að sínu leyti sveitalífínu. Þessu fyrsta bindi lýkur svo vorið 1940 þegar Tómas er að koma úr róðri og fréttir að landið hafí verið hemumið af Bretum. »Gamla ísland var að sökkva.« Skrásetjari þessara endurminn- inga, Gylfí Gröndal, er í hópi afkastamestu ævisöguritara íslenskra. í riti sem þessu er aldrei auðvelt að greina milli þáttar skrá- setjara annars vegar og sögumanns hins vegar. Þó vil ég víkja að atriði sem eingöngu hlýtur að skrifast á reikning ritara: Fæðingarárs sögu- manns er þrisvar getið (þar af tvisvar með mánaðardegi) — á bls. 11, 34 og 55. Þess háttar stagl á þjálfaður rithöfundur ekki að láta koma fyrir. Þá er þessi setning þar sem Tómas segir frá fjárleitum með Tungnamönnum: »Fýrsta daginn föram við ríðandi inn í Fremstaver sunnan undir Bláfelli, alveg niður við Þjórsá.« — Tómas segir svo skilmerkilega frá göngum þessum að það hlýtur að stafa af vangá að Þjórsá skýst þama inn í textann í stað Hvítár sem rennur með Blá- felli og nefnd er réttilega annars staðar í frásögninni. Þetta era vitanlega smámunir. Meira varðar að sögumaður kemur fram í bókinni eins og þjóðin þekk- ir hann: sem glaðvær alvöramaður, skemmtinn og lffsreyndur í senn. Á millistríðsáranum gengu ófermdir strákar alla jafna í stutt- buxum. Tómas efndi sér þó sínar fyrstu síðbuxur tíu ára — og vann fyrir þeim sjálfur! Það fól í sér æma forsögn um framtíð hans. Sem bam fylgdist Tómas með störfum sjómannanna. »En ekki leið á löngu, þar til ég var sjálfur orðinn í hópi þessara sjómanna og gat glaðst yfír vertíðarlokum af sama feginleika og þeir; gekk með hendur í vösum og stóran köflóttan six- pensara á höfði, talaði drýgindalega um veðurfar og aflabrögð — og spýtti milli setninga.« Hér er lifandi iýst andblænum á áranum milli stríða. Svona var ytra borðið. Þetta var að vera eins og aðrir. Tómas segir á öðram stað að sjómenn hafí hreint ekki tíðkað að hæla hver öðram. Menn töluðu um allt og ekkert. Hitt, sem bærðist í sálardjúpunum, var ósagt látið. Og vissulega er Tómas orðvar í þessari bók. Eigi að sfður er frásögn hans bæði skilmerkileg og stórfróðleg. Og glettin líka þegar svo ber undir. En dómharður gerist sögumaður aldrei. Tómas Þorvaldsson þarf engan að öfunda. Það er ósvikinn mann- dómur í þessari bók, saltlykt og svitadropar — og ilmur Iiðinna daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.