Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Örlygur Háldanarsson, Einar S. Amalds og Páll Líndal með prófarkir af bókinni Reykjavík - Sögustaður við Sund: eftir fólki. Ég er fæddúr og uppalinn hér í Reykjavík og man því ýmislegt sjálfur sem nú er að mestu fallið í gleymsku hjá flestum. Þess má geta að fyrsti maðurinn sem fræddi mig um gömlu Reykjavík var Jon Helga- son biskup, ömmubróðir minn. Hann var fróður mjög og skrifaði margt um Reykjavík, en ég var náttúrlega bara krakki þegar þetta var og sjálf- sagt hefur flest af því sem hann sagði mér farið fyrir ofan garð og neðan. Ég hef eiginlega aldrei unnið að því að safna heimildum öðruvísi en sem frístundaiðju og mest hefur þetta fallið til í dagsins önn. Nokkuð af efninu rak á fjörur mínar er ég skrifaði bók um þróun skipulags- mála, Bæimir byggjst, fyrir nokkr- um árum. Þar er nokkuð ýtarlega fjallað um Reykjavík og er efnið að sjálfsögðu hliðstætt. - ÍJú er þessi bók mikil að vöxtum og maður hefur á tilfínningunni að þar sé fjallað um nálega hvem kofa í borginni? Nei, segir Páll og hlær, það vant- ar nú mikið upp að svo sé. Nokkuð ítarlega er að vísu fjallað um hús frá því fyrir aldamót og margra þeirra getið en aftur er minna um að nýrri hús séu nefnd nema þá að alveg sérstök ástæða sé til. - Hvemig var efnið valið í bókina? Það em satt að segja ekki sérstak- lega ákveðnar línur sem gilda um efnisvalið. Ég hef getið þeirra húsa sem em eftirtektarverð í útliti eða hafa einhveija. sögu auk margra gamalla húsa í vestur- austur- og miðbænum. Eins er getið húsa sem bera nöfn sem ætla má að margir kannist við þó fátt sé markvert í sögu þeirra. Þá er getið húsa þar sem kunnir menn hafa búið eða sem Skemmtilegasta bókin sem ég hef unnið að Rætt við Pál Líndal höfund bókarinnar Bókin Reykjavík - Sögustaður við Sund kom út hjá forlagi Arn- ar og Örlygs í síðustu viku. Höfundur bókarinnar er Páll Líndal, ritstjóri texta er Einar S. Arnalds en Orlygur Hálfdanarson útgefandi hefur valið myndimar í bókina. Bók þessi er fyrsta bindi af fjórum um Reykjavík og er uppbygging hennar hliðstæð verkinu Landið þitt ísland sem forlagið hefur gefið út á siðustu árum. Sögu borgarinnar er fylgt frá upphafi allt fram til þess að hún varð 200 ára nú í sumar. bókarinnar lögðu margir hönd á glóginn og vil ég sérstaklega nefna: Ásgeir S. Bjömsson cand. mag., Baldur Hafstað M.A., Eirík Jónsson kennara, Gunnar Skarphéðinsson B.A., Hólmfríði Pétursdóttur kenn- ara, Lýð Bjömsson sagnfræðing, Olgu Snorradóttur kennara, Sigur- geir Steingrímsson cand. mag., Þuríði J. Kristjánsdóttur aðstoðar- rektor og Guðlaug R. Guðmundsson cand mag sem lagði fram þekkingu sína á ömefnum," sagði Einar. Heimildasöfnun Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Pál Líndal um samningu bókarinnar og var hann fyrst spurð- ur um hvenær hann hefði fyrst byijað að viða að sér heimildum um sögu Reykjavíkur. Ég hef lengi haldið til haga af einhveijum vana ýmsu því sem ég hef séð, heyrt og lesið, en sérstak- lega ýmsum heimildum um Reykjavík, sagði Páll. Þetta hefur lengst af verið skipulagslaus árátta en heimildasafnið smám saman vax- ið í höndunum á mér undanfarin 30 ár og árangurinn er efni þessarar bókar. Flest hef ég úr blöðum og bókum en einnig hef ég mikið beint Páll Líndaí með bókina Reykjavík - Sögustaður við Sund Dæmi um uppflettiorð í bókinni Uppsetning bókarinnar „í þessu fyrsta bindi og þeim tveimur næstu verður §allað um Reykjavík undir flettiorðum í staf- rófsröð en lokabindið verður hins vegar yfírlitsverk um þróunarsögu Reylqavíkur og þar verða kort, lykl- ar og töflur sem eiga við öll bindin", sagði Einar í samtali við biaðamann Morgunblaðsins. „Götur gegna lykil- hlutverki í bókinni og allar helstu götur borgarinnar er þar að finna. Sögufrægum húsum er raðað eftir götunúmerum þar sem því er hægt að koma við og eins er reynt að tengja ömefni og staði núverandi gatnakerfl eftir föngum. Þá eru borgarhverfin mikilvægur þáttur í kerfisbindinu verksins. Uppsettning í stafrófsröð gerir lesandanum auðvelt að nálgast upp- lýsingar í bókini um margvísleg efni. Til hægðarauka eru uppflettiorð ská- letruð í textanum og í svigum er að fínna fjölmargar vísanir sem benda á viðbótarupplýsingar annars staðar í bókinni. Þó Páll Líndal sé aðalhöfundur Breiðholt 1703 [Jarðabókin: Kvaðir og kvikfé] Kvaðir eru mannslán tvö um vertíð, sitt af hveijum ábúanda, en ef einn býr á þá er eitt, gelst in natura. Dagsláttur sinn af hveijum ábúanda, einn ef einn býr á. Hjer fyrir utan frá Bessastaða- mönnum hefur heyhestur einn til fálkafjár í Hólm heimtur verið í næstu þijú ár, goldist tvisvar en í sumar ekki; fyr var þessi kvöð aldrei. Kvikfjenaður [ábúenda] hjá Þórálfi iiii kýr, vii ær, ii gimbrar, i sauður veturgamall, vii lömb, i foli þrevetur. Hjá Loðvík iii kýr, i kvíga mylk, i kálfur, iii ær, iiii lömb, i hross. Fóðrast kunna vii kýr. (Ámi Magnússon og Páll Vídalín 1923-1924, 278). Breiðholtsbæriim. Bæjarhús voru rifin um 1940. Þau stóðu á svipuðum slóðum og Gróðrarstöðin Alaska er nú. Teikning eftir Þorkel Gfslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.