Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 • Bindi yŒÆ • Snyrtivörur • Sokkar • Inniskór • Hanzkar • Föt • Peysur • Frakkar • Náttföt • Hattar • Sloppar • Húfur • Skór • Treflar Vandaðar og góðar jólagjafir frá: hcCttimÚAJcó HERRADEILD Vantar þig veislusal fyrir árshátíðina, cocteilboðið, þorrablótið, fundina og/eða afmælið. Höfum til leigu einn best búna sal landsins. H0LUW00D AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MICHAEL NOVAK Af mannréttindum: Ný vinnubrögð Sovétmanna einnkennast af ófyrirleitni Vín, þessi yndislega borg, sem alið hefur Sigmund Freud, málarana Oscar Kokoschka og Gustav Klimt, hagfræðinginn Friedrich von Hayek og fleiri, var í deiglunni í upphafi tuttug- ustu aldar. Undanfarið hafa aftur á móti vafasöm viðskipti átt sér stað í borginni. John Walker afhenti hér útsendurum sovésku leyniþjónustunnar KGB mikilvæg leyniskjöl bandaríska sjóhersins um fælingarmátt kjarnorkuvopna. Fyrir nokkru hófst í Vín ráð- stefna 35 Evrópuþjóða um Helsinki-sáttmálann. Fjölmennt KGB-lið í Vín IVín hefur KGB stóra bækistöð. Um 900 menn vinna í sovéska sendiráðinu (samanborið við um 30 í bandaríska sendiráðinu). Þeir bíða þess að lokið verði við að reisa rammgert hús fyrir þá. Jámtjaldið er í aðeins 48 km fjar- lægð. Sovéska starfsliðið í Vín er fullt sjálfstrausts svo skammt frá heimahögunum. Útsendaramir eru þangað komnir með nýjar áætianir og herbrögð í pússi sínum og mega vestræn ríki vara sig. Fyrir ellefu ámm var undirrit- aður í Helsinki sáttmáli í þremur liðum. Hann fjallar um vopn, milliríkjaviðskipti og mannréttindi og mannúðarmál. I kjölfar sátt- málans sigldu ráðstefnur, sem um margt em einstakar. Þær sitja samningamenn, sem hafa ekki sérstakt hús til umráða undir starfsemi sína og ráða hvorki yfir fjármagni, né starfsliði. Næstum árlega em einhvers staðar haldnir fundir sérfræðinga og á fimm ára fresti er haldin ráðstefna um alla þrjá þætti Helsinki-sáttmálans. Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í Madrid. Sú ráðstefna fór næstum út um þúfur vegna innrásar Sovétmanna í Afganist- an og stóð yfir í tæp þijú ár. Ráðstefnan, sem var að heíjast í Vín er af sama toga. Augljóst er að Sovétmenn und- irrituðu Helsinki-sáttmálann án þess að hafa nokkm sinni í hyggju að framfylgja ákvæðum í honum um mannréttindi. Þeir hafa hand- tekið, pyntað, dæmt í útlegð og gengið svo langt að myrða félaga mannréttindahópa, sem tóku ákvæði Helsinki-sáttmálans al- varlega og ætluðu að fylgjast með því að farið yrði eftir þeim. Það er fyrst og fremst þrautseigju Max Kampelman, sendiherra og samningamanns Bandaríkjanna, í Madrid að þakka að Sovétmenn hafa neyðst til að fjalla um mann- réttindamál. Sovétmenn kúvenda En frá og með fundinum um Helsinki-sáttmálann í Bem í vor hafa Sovétmenn gert fjórar veiga- miklar breytingar á stefnu sinni undir forystu Mikhails Gorbac- hevs og skipta þær sköpum í starfsaðferðum þeirra í Vín. 1. Sovétmenn höfðu haldið fram að umfjöllun um mannrétt- indamál í Sovétríkjunum á al- þjóðlegum vettvangi séu „afskipti af innanríkismálum“. í Bem varð stefnubreyting og Sovétmenn réð- ust til gagnárásar. Ef þeir vom sakaðir um brot á sáttmálanum, svöruðu þeir með ásökunum, yfir- leitt með því að vísa til atvinnu- leysis, húsnæðisleysis eða þess að réttur hafi verið brotinn á minni- hlutahópum í landi þeirra sem báru fram ásakanir í upphafi. Hin nýju rök Sovétmanna em allajafna bamaleg og einkennast af tilraunum til að afvegaleiða menn með hártogunum. Sovét- menn hafa nú látið ásakanir um „afskipti" niður falla og þess í stað komið því til leiðar að gagn- kvæmar ásakanir em orðnar viðteknar. 2. I Bem tók sendinefnd Bandaríkjamanna þráfaldlega eft- ir því að Gorbaehev fór fram á hreinskilni og breytta afstöðu til mannréttindamála. Með því að hamra á þessum orðum í svömm sínum tókst sovésku sendinefdinni að festa þau í sessi. Evrópskt gildismat 3, Bandaríska sendinefndin í Bem krafðist þess að evrópskar hugmjmdir og gildi væm í heiðri höfð hvað varðar persónufrelsi, félagafrelsi hvort sem um væri að ræða samtök ríkis eða ekki, raunvemlega óháð stéttarfélög og þvíumlíkt. Sovéska sendinefndin svaraði með því að reyna að tala einnig máli „Evrópu". í Vín hafa Sovétmenn ítrekað haldið því á lofti að bæði Bandaríkin og Kanada séu „víðs fjarri“ Evrópu. Hinn óbugandi sendiherra Kanada, William Bauer, svaraði því til að fjöldi Kanadamanna, sem látið hefðu lífið fyi-ir Evrópu, lægju þar grafnir. Aukinheldur væri hlutfall Evrópumanna af kanadísku þjóðinni sýnu hærra en af íbúum Sovétríkjanna. „Evrópa" er tákn fyrir gildis- mat, ekki landafræði. Staðreyndin er sú að evrópskt gildismat höfðar til flestra aðildarríkja Varsjár- bandalagsins, en ekki til Sovét- manna. Fyrst þeir reyna að tileinka sér þetta evrópska gildis- mat neyðast þeir smátt og smátt til að breyta hugarfari sínu. 4. Jafnt í Vín sem í Bem hafa Sovétmenn ákveðið að hlejrpa nokkmm mönnum og konum, sem hafa búið við aðskilnað frá mökum sínum, og borgumm, sem vilja flytjast brott, úr landi. Ríkisstjómir víða um heim hafa lagt fram lista með nöfnum manna, sem leitað hafa ásjár þeirra, og farið fram á að þetta fólk fái notið réttar síns. 270 millj- ón manna þjóð hlýtur að vera þess umkomin að tryggja að slíka lista þurfi ekki að setja saman. Og hvaða máli skiptir, þótt 400 þúsund manns eða ein milljón manna vilji flytja úr landi? Það er ekki nema lítið brot af þjóðinni ailri. Ef íbúar Sovétríkjanna nytu sömu réttinda og borgarar ann- arra ríkja, sem ekki er stjómað í nafni kommúnisma, þá mjmdi íbúafjöldi án nokkurs vafa haldast stöðugur. Fyrir tveimur vikum greindi sovéska sendinefndin í Vín frá því að fulltrúar æðsta ráðsins ætluðu bráðlega að fara til Banda- ríkjanna til að mótmæla lífsskil- yrðum heimilislausra, snauðra og atvinnulausra. Forystumaður sov- ésku sendinefndarinnar sagði að héðan í frá yrði barátta fyrir mannréttindum ekki háð af öðrum tveggja. Reynslan hefur sýnt að Sovét- menn safna úrklippum úr blöðum um ásakanir Bandaríkjamanna um brot í Bandaríkjunum. Þegar krafist er réttlætis fyrir hönd Andreis Sakharov, þá félaga Hels- inki-hópsins, sem eftir eru, og þeirra milljóna kristinna manna, gyðinga og múhameðstrúar- manna, sem þyrstir í frelsi, nota Sovétmenn þessi gögn sem mót- spil og hlakkar í þeim. Höfundur sat í sendinefnd Bandaríkjanna í Bern og Vín og er dálkahöfundur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.