Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 41

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 41 * A lærvað í Austurstræti Vestmannaeyingurinn Hlöð- ver Johnsen (Súlli á Saltabergi) mun í dag 13. desember kl. 13.00 siga í lærvaði frá skrifstofum AJmenna bókafélagsins, Austur- stræti 18, fimmtu hæð, niður i Austurstræti. Þar verður vegfarendum boðið upp á lunda. Að því loknu mun Hlöðver Johnsen árita nýútkomna bók sína Bergið klifið — Minningar veiðimanns í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Póst- og síma- málastofnunin: Útgáfa frí- merkja 1987 PÓST- og símamálastofnunin mun gefa út á árinu 1987 eftirtal- in frímerki: Frímerki í einu verðgildi, 50 krónur, í tilefni þess að 24. mars 1987 verða 300 ár liðin frá þvi gefin var út tilskipun um að vera skyldi verslunarstaður í Ólafsvík. Gefið verður út frímerki í einu verð- gildi í tilefni af opnun nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Evrópufrímerki í tveimur verðgild- um verða gefín út 4. maí nk. Hið sameiginlega þema þeirra er að þessu sinni nútímalist með sér- stakri áherslu á byggingum. Myndefni íslensku Evrópufrímerkj- anna er sótt í glerlistaverk, glugga eftir listamannin Leif Breiðfjörð, sem er í Fossvogskapellu í Reykjavík. Frímerki helgað íslenskri tungu og málvernd með mynd af Rasmus Kristjáni Rask, 1787-1832, verður gefið út 10. júní nk. Frímerki með íslenskum fuglum í fjórum verðgild- um verða gefin út 16. sept. nk. Á þeim verða skógarþröstur, brand- ugla, tjaldur og stokkönd. Þá verður þann 9. okt. nk. gefið út frímerki í einu verðgildi helgað tannvemd. Á degi frímerkisins, 9. okt. verður gefin út smáörk. Jólafrímerki í tveimur verðgildum verða gefin út fyrir næstu jól. Þau mun Þórður Hall teikna. Auk þessa er í undir- búningi útgáfa á hefti frímerkja með íslensku landvættunum að myndefni. allt önnur ELLA Elín Þórarinsdóllir, barnabarn séra Arna Þórarinssonar, pró- fasls á Stórahrauni, var saklaus sveilaslúlka þegar hún kom lil höfudstadarins nokkrum árum eflir stríö. Þá kynnlisl hún Gunnari Salómonssyni, ööru nafni Úrsusi, annáluðum krafta- jötni og alþjóðlegum aflraunamanni. Þrátt fyrir 25 ára aldurs- mun felldu þau hugi saman og giftust. Leið Ellu lá nú út í heim þar sem hún gerðist fegurðardrottning og slagarasöngkona og fylgdi Úrsusi sínum gegnum súrt og sœtt; í kastljósum fjölleika- húsa og utan þeirra. ALLT ÖNNUR ELLA er þroskasaga konu sem eftir þrjú hjóna- bönd og ótrúlegt lífsvolk verður allt önnur Ella. ALLT ÖNNUR ELLA bregður upp svo mörgum fjörlegum myndum sorgar og gleöi, eymdar og allsnœgta, brennandi ástar og svartasta hat- urs, að lesandinn hlýturaö undrast, hve blandaðir ávextir einn- ar œvi geta orðið. Ingólfur Margeirsson ritstjóri sló raekilega I gegn með bók sinni um Guðmundu Elíasdóttur, LÍFS- JÁTNINGU, sem var umsvifa- laust prentuð í þremur stærðar upplögum og tilnefnd fyrst slíkra bóka til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ingólfur á svo auðvelt að nálgast viðmælendur sína og segja sögu þeirra I áreynslulausri frásögn, að naum- ast verður betur gert. ÚTÍMAl oek| i einkalífí og #arfi NUTIMAFOLK Bókin um einstaklinginn í einkalífi og starfi. Gagnleg bók handa fólki á öllum aldri I Nútímafólki er m.a. leitast viö ad svara þessum spurningum: • Hvad mótar einstaklinginn? • Hvernig pössum við saman? • Hvers vegna ganga sum sambönd en önnur ekki? • Hvers vegna rífumst við? • Hvernig hjálpum við börnum best í skilnaði? • Hvernig vegnar þér í starfi? • Hvernig eru samskiptin á vinnustað? • Andlegt heilbrigði — hvað er að vera „normal"? rsdóttir GuðUnna Eydal Islensk bók sem á erindi við alla og þig líka Höfundar Nútímafólks eru hinir kunnu sálfræðingar Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Þær reka í sameiningu sjálfstætt fyrirtæki á sínu sviði, Sálfræðistöðina, þar sem þær bjóða m.a. upp á einkaviðtöl og starfsráðgjöf. Álfheiður og Guðfinna hafa á undanförnum árum efnt til námskeiða um land allt og hafa þúsundir manna sótt þessi námskeið, sem bæði hafa verið sniðin að þörfum almennings, sérhæfðra starfshópa og at- vinnufyrirtækja. Þá hafa þær ritað fjölda greina í blöð og tlmarit. Árétting Olíufélagið hf. hefur óskað eftir því að gefnu tilefni vegna fréttaskýr- ingar í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag um Olís að fram. komi að viðskipti Olíufélagsins við varnarliðið séu eingöngu umboð- sviðskipti og þjónusta en ekki innkaup og sala á eldsneyti til varn- arliðsins. BÓKAÚTGÁFA HELGARPÓSTSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.