Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 42

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Islands flytja Messías í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöldið undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. uoe&oiinsuitti 'iimid Teikning/Rut Rebekka the Lord og í Why do the nati- ons og The trumpet shall sound var söngur hans mjög öruggur og vel útfærður. Sópransöng- konan Maureen Brathwaite söng mjög fallega, sérlega síðustu aríuna If God is for us. Sigríður Ella Magnúsdóttir söng af glæsi- leik og t.d. O thou that tellest good tidings to Zion einkar ljúf- lega. Það er í raun óþarfi að tilgreina nokkuð sérstaklega og yrði auk þess of langt mál, þar sem um er að ræða verk er tek- ur hátt á þriðja tíma að flytja. Rétt er þó að geta þess að hlut- ur hljómsveitarinnar í þessu verki er ekki hvað minnstur og að leika nærri stanslaust í þijá tíma með slíkum ágætum, sem raun varð á að þessu sinni, ber að þakka sérstaklega. Stjóm- andanum, Ingólfi Guðbrands- syni, verður seint þakkað framlag hans til söngmenntar í þessu Iandi. Áheyrendur þakka honum með því að sækja tón- leika kórsins af hreinni ástríðu og þörf. Þar í er fólgin sú viður- kenning að starf Ingólfs og Pólýfónkórsins hafi ávaxtast eins og segir í dæmisögunni og sannaðist í glæsilegum flutningi Messíasar að þessu sinni. Messías Tónlist Jón Asgeirsson í bráðum þijátíu ár hefur Pólýfónkórinn staðið fyrir stór- tíðindum í flutningi kórtónlistar hér á landi, auk þess sem söng- tækni sú sem einkennt hefur kórinn frá upphafí markaði tímamót í söngsögu íslendinga. Atlas þessara tíðenda er að öllum ólöstuðum stjórnandi kórsins, Ingólfur Guðbrandsson, og nú uppsker hann laun erfiðis síns og stýrir kór sínum í fyrstu stórkirkju okkar íslendinga, og syngur söngelskum mönnum dýrðarverkið Messías eftir Hándel. Sér til fulltingis hefur hann Sinfóníuhljómsveit íslands og einsöngvarana Maureen Brathwaite, Ian Partridge, Peter Coleman-Wright frá Englandi en einnig Sigríði Ellu Magnús- dóttur er stendur nú sem oft áður við hlið Ingólfs og syngur með sínum kór. Nú hafði verið gerð á sú breyting, að kór og hljómsveit var stillt upp í altaris- kapellunni og hefur sú ráðstöfun augljóslega góð áhrif. Sennilega mætti kórinn standa örlítið hærra og loka á þann hátt af rýmið að baki altarisins. Það sem vakti athygli á þessum tón- leikum var hversu skírlega hljómaði í strengjasveitinni. Það væri sannarlega fróðlegt að heyra hljóðfæratónlist flutta á altarispallinum. En flutningur verks eins og Messíasar er ekki aðeins það sem hljómgun húss- ins er, heldur er stefnt saman hópi manna með margvíslega þekkingu og reynslu, er samein- ast í flutningi þeirra tónhug- mynda er Hándel ritaði niður að hausti til, árið 1741. Þannig tengist nú tíðarsaga okkar ís- lendinga nærri tvö hundruð og fimmtíu ára gömlu verki, sem samið var suður í Englandi um það bil hundrað árum eftir að Hallgrímur gerðist prestur við Hvalsneskirkju. Sagan stefnir öllu saman til einnar niðurstöðu og eins og gamla fólkið sagði, þá vitum við ekki á hvaða stundu við mælum. Pólýfónkórinn hljómaði mjög vel og sérlega var tenórinn í kómum fallegur. Hvað sem veldur, var altinn frekar veikur og sömuleiðis bassinn. Heildarhljómur kórsins var hins vegar góður og áhrifa- mikill. Einsöngvaramir vom einnig góðir en nokkuð mis- hljómandi í styrk, hvort sem staðsetningin veldur þar ein- hveiju eða hljómstyrkur söngv- aranna. Tenórinn Ian Partridge opnaði kórbókina með Comfort ye. Hann söng mjög fallega og í raun furðulegt hversu hljóm- þýður söngur hans komst vel til skila. Bassinn Peter Coleman- Wright söng því næst Thus saith -■r- ■ Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Stjórnandanum, Ingólfi Guðbrandssyni, einsöngvurum og hljómsveit var fagnað lengi og innilega í lok tónleikanna. Frá vinstri: Peter Coleman-Wright, Ian Partridge, Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir, Maureen Brathwaite og Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.