Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Við eigum flest sem þig vantar til að gera heimilið jólalegt Grenibúnt á kr. 100.-. Úrvals Hyacintur verð frá kr. 98.- stk. Úrval af skreytingum og gjafavörum. Gródrarstöft vift Hagkaup, Skeifunni, sími 82895. Verið velkomin Við erum í Skeifunni Opið kl. 9—22 í desember Borgarastyijöldin í Angóla: „Kominn tími til pólitískrar lausnar“ Aðstoðarutanríkisráðherra Banda- Samúðaraðgerðir Námsmenn og fleira ungt fólk efndi til friðsamlegra mótmæla fyrir framan franska sendiráðið við Kóngsins Nýja Torg í Kaupmannahöfn síðastliðið miðvikudagskvöld, til stuðnings frönskum námsmönnum, að því er danska dagsblaðið Politiken, sagði á fimmtudag. Mótmælendurnir voru um 100 og var franska sendiherranum, Léon Bouvier, afhent mótmælaskjal, þar sem þess var m.a. krafist að þeir sem bæru ábyrgð á dauða franska námsmannsins, Malik Oussekine, yrðu látn- ir svara til saka. Franski sendiherrann harmaði framkomu frönsku lögreglunnar í óeirðunum er hann veitti skjalinu viðtöku og lofaði að koma efni þess á framfæri við frönsk yfirvöld. ríkjanna í g’ervihnattarviðtali CHESTER Crocker, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Afríku, sagði á blaða- mannafundi að tími væri til þess kominn að pólitísk lausn yrði fundin á borgarastyrjöldinni í Angóla, en-Bandaríkjastjórn hef- ur stutt skæruhernað UNITA gegn leppstjórninni í Luanda. A fundinum, sem fram fór á vegum Menningarstofnunar Banda- rikjanna um ' gervihnött, sagði Crocker m.a. að Bandaríkja- sljórn myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að ástandið í Suður-Afríku myndi breytast til hins betra fyrir alla þegna landsins. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði hvort breyting væri í vændum í Suður- Afríku og sagði Crocker: „Suð- ur-Afríka breytist í sífellu, en Tékkóslóvakía: Ándóf á dánardægri Lennons Prag, Reuter. HÓPUR ungmenna safnaðist saman í kuldanum í Prag á mánudagskvöld til að minnast söngvarans Johns Lennon og söng gömul Bítlalög. Athöfn þessi minnti óþyrmilega á hversu öllu andófi er þröngur stakkur sniðinn i Tékkóslóv- akíu. Tilefnið var að sex ár eru liðin frá því að geðveill maður skaut Lennon á götu í New York. Ljóð Lennons og uppreisnargjöm og sérsinna persóna hans eiga aug- sýnilega greiðan aðgang að ungu fólki í kommúnistaríkjum, þar sem ríkið stjómar og skipuleggur ung- mennastarf. Þið hafið Lenín Lögreglubílar óku eftir þröng- um, steinlögðum götum í Kampe- hverfmu nærri ánni Vltava til að fylgjast með fólkinu. Skammt frá franska sendiráðinu er veggur, sem undanfarin ár hefur verið eins konar minnisvarði um breska poppsöngvarann, og þar fór at- höfnin fram. Miðaldra menn gengu innan um síðhærð ungmennin fúlir á svip, með herraklippingu og klæddir anorökkum og blossinn af mynda- vél ljósmyndara hins opinbera lýsti upp óstyrk andlit. Einkennisklædd- ir lögregluþjónar, sumir með hunda, gengu að þeim, sem yfir- gáfu hópinn, og skrifuðu hjá sér nöfn þeirra og heimilisföng. Yfírvöld í Tékkóslóvakíu hafa reyndar séð í gegnum fíngur sér við þá sem safnast saman við vegg- inn, þótt þau séu lítt hrifín af því þegar borgaramir hrífsa frum- kvæðið í sínar hendur. Leyfið okkur að hafa Lennon 8. desember 1985 gengu menn brott frá veggnum í litlum hópum eftir að hafa sungið „Give Peace a Chance" (Allt sem við viljum er friður á jörð ...) og „Imagine" eftir Lennon. Þá voru hrópuð slag- orð: „niður með rauðu borgara- stéttina" og „við viljum frelsi“. Og jafnframt kröfðust menn þess að sovéskar kjamorkuflaugar S Tékkóslóvakíu yrðu flarlægðar. í þetta sinn voru yfirlýsingar fólksins ekki jafn beinskeyttar. Aftur á móti ber að hafa hugfast að athöfn, sem haldin er í leyfis- leysi og það í minningu látinnar, vestrænnar poppstjömu, er pólitísk yfírlýsing. „Tónlist hans er okkur vissulega að skapi og hún á erindi til okk- ar,“ sagði síðhærður ungur maður með kringlótt gleraugu eins og Lennon forðum. Hann og vinir hans vildu ekki ræða stjómmál: „Hvað vitum við nema þú sért úr lögreglunni," sagði einn þeirra við vestrænan blaðamann. Ungmennin sögðu að tónlist Lennons væri ekki hægt að fá í verslunum, en lítið mál væri að komast yfir neðanjarðarútgáfur. Borði með mynd af Lennon var hengdur upp í gaslukt á veggnum og brunnu þar nokkur kerti. Nokkra daga fýrir athöfnina ók lögreglan um og málaði yfír kjör- orð og veggjakrot. Einhvers staðar stóð: „Þið hafíð Lenín. Leyfíð okk- ur að hafa Lennon." Annars staðar stóð: „Frelsið jazz-sveitina.“ Þar var hvatt til þess að sjö fangelsað- ir leiðtogar óháðs menningarfélags yrðu látnir lausir. Þeim var stung- ið inn 2. september fyrir að gefa út bækur, sem stjómin hafði lýst vanþóknun sinni á. ekki nóg, því margir hafa enn ekki atkvæðisrétt.“ Um málefni Angólu sagði Crock- er að ljóst væri að lausn yrði að fínnast með viðræðum. „Afleiðingar árása stjómarinnar hafa ekki komið á óvart. Báðir aðilar hafa orðið fyr- ir alvarlegum skakkaföllum. Hvorugur hefur unnið á og við telj- um að tími sé til kominn að allir geri sér grein fyrir því að það er ekki til hemaðarleg lausn á málum Angólu. Það á við um Sovétmenn líka. Nú er tími til kominn að fund- in sé pólitísk lausn og að hagsmuna- aðilar fari að gefa eftir." Etjur ríkisstjórnar MPLA og UNITA hafa engann endi tekið, en stjómin situr í krafti efnahagsað- stoðar Sovétríkjanna og hemaðar- aðstoðar Kúbu. UNITA hefur mikinn stuðning víða um land og er hemaðarstaða þeirra góð. Á ár- inu hefur verið nokkuð um sóknir stjómarhersins og hefur orðið mikið mannfall, en vígstaðan nær ekkert breyst. Crocker sagði að Bandaríkja- stjóm vildi reyna allar leiðir til þess að koma á friði í Suður-Afríku og afnema aðskilnaðarstefnu stjóm- valda. Minnti Crocker á orð George Shultz, utanríkisráðherra, að Afríska þjóðarráðið og fleiri slík samtök yrðu að fara að hugsa sinn gang af raunsæi, vildu þau taka þátt í mótun landsins. Crocker var spurður hver afstaða Bandaríkjastjómar til nauðungar- flutninga eþíópískra stjómvalda væri og hvort hún hefði í hyggju að styðja byltingarhreyfíngar þar. Sagði hann að stjóminni væri fátt ógeðfelldara, en benti jafnframt á að það væri stjómarinnar í Addis Abeba og ríkisborgara landsins að ákveða framtíð sína, ekki stjómar-. innar í Washington. Hins vegar myndi hún ekki vera þátttakandi í samsæri þagnarinnar og myndi fylgjast grannt með Eþíópíustjóm. Ekki væri þó á dagskrá að styðja neinar hreyfingar innan Eþíópíu. „Við stundum þess háttar aðfarir ekki. Við leitumst ekki við að sundra landinu eða að auka á inn- landshörmungar þess,“ sagði Crocker. Noregur: 8-9% sam- dráttur í olíufram- leiðslu eft- ir áramót Ósló. Reuter. BÚIST er við, að Ame Oeien, oliu- og orkumálaráðherra Nor- egs, fari fram á, að olíufram- leiðsla landsins verði dregin saman um 8—9% eftir áramótin, að þvi er Óslóarblaðið Aftenpost- en sagði í gær. Sagði blaðið, að tilgangur stjórnarinnar með fyr- irhuguðum samdrætti værí að styðja OPEC í þeirrí viðleitni samtakanna að hækka olíuverðið upp í 18 dollara tunnuna. Oeien vildi hvorki neita né stað- festa þessa frétt í viðtali við norska ríkisútvarpið í gær. Hann sagði, að engin formleg ákvörðun yrði tekin í málinu fyrr en þingið kæmi saman eftir áramótin. Hinn 1. nóvember sl. dró norska stjómin úr olíuútflutningi um 80—90.000 tunnur á dag. Var olí- unni ráðstafað í varabirgðir á vegum ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.