Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
Við eigum flest
sem þig vantar
til að gera
heimilið jólalegt
Grenibúnt á kr. 100.-.
Úrvals Hyacintur
verð frá kr. 98.- stk.
Úrval af skreytingum
og gjafavörum.
Gródrarstöft vift Hagkaup,
Skeifunni, sími 82895.
Verið velkomin
Við erum í Skeifunni
Opið kl. 9—22 í desember
Borgarastyijöldin í Angóla:
„Kominn tími til
pólitískrar lausnar“
Aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
Samúðaraðgerðir
Námsmenn og fleira ungt fólk efndi til friðsamlegra mótmæla fyrir framan franska sendiráðið
við Kóngsins Nýja Torg í Kaupmannahöfn síðastliðið miðvikudagskvöld, til stuðnings frönskum
námsmönnum, að því er danska dagsblaðið Politiken, sagði á fimmtudag. Mótmælendurnir voru
um 100 og var franska sendiherranum, Léon Bouvier, afhent mótmælaskjal, þar sem þess var
m.a. krafist að þeir sem bæru ábyrgð á dauða franska námsmannsins, Malik Oussekine, yrðu látn-
ir svara til saka. Franski sendiherrann harmaði framkomu frönsku lögreglunnar í óeirðunum er
hann veitti skjalinu viðtöku og lofaði að koma efni þess á framfæri við frönsk yfirvöld.
ríkjanna í g’ervihnattarviðtali
CHESTER Crocker, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna í
málefnum Afríku, sagði á blaða-
mannafundi að tími væri til þess
kominn að pólitísk lausn yrði
fundin á borgarastyrjöldinni í
Angóla, en-Bandaríkjastjórn hef-
ur stutt skæruhernað UNITA
gegn leppstjórninni í Luanda. A
fundinum, sem fram fór á vegum
Menningarstofnunar Banda-
rikjanna um ' gervihnött, sagði
Crocker m.a. að Bandaríkja-
sljórn myndi gera allt sem í
hennar valdi stæði til þess að
ástandið í Suður-Afríku myndi
breytast til hins betra fyrir alla
þegna landsins. Blaðamaður
Morgunblaðsins spurði hvort
breyting væri í vændum í Suður-
Afríku og sagði Crocker: „Suð-
ur-Afríka breytist í sífellu, en
Tékkóslóvakía:
Ándóf á dánardægri Lennons
Prag, Reuter.
HÓPUR ungmenna safnaðist
saman í kuldanum í Prag á
mánudagskvöld til að minnast
söngvarans Johns Lennon og
söng gömul Bítlalög. Athöfn
þessi minnti óþyrmilega á
hversu öllu andófi er þröngur
stakkur sniðinn i Tékkóslóv-
akíu.
Tilefnið var að sex ár eru liðin
frá því að geðveill maður skaut
Lennon á götu í New York. Ljóð
Lennons og uppreisnargjöm og
sérsinna persóna hans eiga aug-
sýnilega greiðan aðgang að ungu
fólki í kommúnistaríkjum, þar sem
ríkið stjómar og skipuleggur ung-
mennastarf.
Þið hafið Lenín
Lögreglubílar óku eftir þröng-
um, steinlögðum götum í Kampe-
hverfmu nærri ánni Vltava til að
fylgjast með fólkinu. Skammt frá
franska sendiráðinu er veggur,
sem undanfarin ár hefur verið eins
konar minnisvarði um breska
poppsöngvarann, og þar fór at-
höfnin fram.
Miðaldra menn gengu innan um
síðhærð ungmennin fúlir á svip,
með herraklippingu og klæddir
anorökkum og blossinn af mynda-
vél ljósmyndara hins opinbera lýsti
upp óstyrk andlit. Einkennisklædd-
ir lögregluþjónar, sumir með
hunda, gengu að þeim, sem yfir-
gáfu hópinn, og skrifuðu hjá sér
nöfn þeirra og heimilisföng.
Yfírvöld í Tékkóslóvakíu hafa
reyndar séð í gegnum fíngur sér
við þá sem safnast saman við vegg-
inn, þótt þau séu lítt hrifín af því
þegar borgaramir hrífsa frum-
kvæðið í sínar hendur.
Leyfið okkur að
hafa Lennon
8. desember 1985 gengu menn
brott frá veggnum í litlum hópum
eftir að hafa sungið „Give Peace
a Chance" (Allt sem við viljum er
friður á jörð ...) og „Imagine"
eftir Lennon. Þá voru hrópuð slag-
orð: „niður með rauðu borgara-
stéttina" og „við viljum frelsi“. Og
jafnframt kröfðust menn þess að
sovéskar kjamorkuflaugar S
Tékkóslóvakíu yrðu flarlægðar.
í þetta sinn voru yfirlýsingar
fólksins ekki jafn beinskeyttar.
Aftur á móti ber að hafa hugfast
að athöfn, sem haldin er í leyfis-
leysi og það í minningu látinnar,
vestrænnar poppstjömu, er pólitísk
yfírlýsing.
„Tónlist hans er okkur vissulega
að skapi og hún á erindi til okk-
ar,“ sagði síðhærður ungur maður
með kringlótt gleraugu eins og
Lennon forðum. Hann og vinir
hans vildu ekki ræða stjómmál:
„Hvað vitum við nema þú sért úr
lögreglunni," sagði einn þeirra við
vestrænan blaðamann.
Ungmennin sögðu að tónlist
Lennons væri ekki hægt að fá í
verslunum, en lítið mál væri að
komast yfir neðanjarðarútgáfur.
Borði með mynd af Lennon var
hengdur upp í gaslukt á veggnum
og brunnu þar nokkur kerti.
Nokkra daga fýrir athöfnina ók
lögreglan um og málaði yfír kjör-
orð og veggjakrot. Einhvers staðar
stóð: „Þið hafíð Lenín. Leyfíð okk-
ur að hafa Lennon." Annars staðar
stóð: „Frelsið jazz-sveitina.“ Þar
var hvatt til þess að sjö fangelsað-
ir leiðtogar óháðs menningarfélags
yrðu látnir lausir. Þeim var stung-
ið inn 2. september fyrir að gefa
út bækur, sem stjómin hafði lýst
vanþóknun sinni á.
ekki nóg, því margir hafa enn
ekki atkvæðisrétt.“
Um málefni Angólu sagði Crock-
er að ljóst væri að lausn yrði að
fínnast með viðræðum. „Afleiðingar
árása stjómarinnar hafa ekki komið
á óvart. Báðir aðilar hafa orðið fyr-
ir alvarlegum skakkaföllum.
Hvorugur hefur unnið á og við telj-
um að tími sé til kominn að allir
geri sér grein fyrir því að það er
ekki til hemaðarleg lausn á málum
Angólu. Það á við um Sovétmenn
líka. Nú er tími til kominn að fund-
in sé pólitísk lausn og að hagsmuna-
aðilar fari að gefa eftir."
Etjur ríkisstjórnar MPLA og
UNITA hafa engann endi tekið, en
stjómin situr í krafti efnahagsað-
stoðar Sovétríkjanna og hemaðar-
aðstoðar Kúbu. UNITA hefur
mikinn stuðning víða um land og
er hemaðarstaða þeirra góð. Á ár-
inu hefur verið nokkuð um sóknir
stjómarhersins og hefur orðið mikið
mannfall, en vígstaðan nær ekkert
breyst.
Crocker sagði að Bandaríkja-
stjóm vildi reyna allar leiðir til þess
að koma á friði í Suður-Afríku og
afnema aðskilnaðarstefnu stjóm-
valda. Minnti Crocker á orð George
Shultz, utanríkisráðherra, að
Afríska þjóðarráðið og fleiri slík
samtök yrðu að fara að hugsa sinn
gang af raunsæi, vildu þau taka
þátt í mótun landsins.
Crocker var spurður hver afstaða
Bandaríkjastjómar til nauðungar-
flutninga eþíópískra stjómvalda
væri og hvort hún hefði í hyggju
að styðja byltingarhreyfíngar þar.
Sagði hann að stjóminni væri fátt
ógeðfelldara, en benti jafnframt á
að það væri stjómarinnar í Addis
Abeba og ríkisborgara landsins að
ákveða framtíð sína, ekki stjómar-.
innar í Washington. Hins vegar
myndi hún ekki vera þátttakandi í
samsæri þagnarinnar og myndi
fylgjast grannt með Eþíópíustjóm.
Ekki væri þó á dagskrá að styðja
neinar hreyfingar innan Eþíópíu.
„Við stundum þess háttar aðfarir
ekki. Við leitumst ekki við að
sundra landinu eða að auka á inn-
landshörmungar þess,“ sagði
Crocker.
Noregur:
8-9% sam-
dráttur í
olíufram-
leiðslu eft-
ir áramót
Ósló. Reuter.
BÚIST er við, að Ame Oeien,
oliu- og orkumálaráðherra Nor-
egs, fari fram á, að olíufram-
leiðsla landsins verði dregin
saman um 8—9% eftir áramótin,
að þvi er Óslóarblaðið Aftenpost-
en sagði í gær. Sagði blaðið, að
tilgangur stjórnarinnar með fyr-
irhuguðum samdrætti værí að
styðja OPEC í þeirrí viðleitni
samtakanna að hækka olíuverðið
upp í 18 dollara tunnuna.
Oeien vildi hvorki neita né stað-
festa þessa frétt í viðtali við norska
ríkisútvarpið í gær. Hann sagði, að
engin formleg ákvörðun yrði tekin
í málinu fyrr en þingið kæmi saman
eftir áramótin.
Hinn 1. nóvember sl. dró norska
stjómin úr olíuútflutningi um
80—90.000 tunnur á dag. Var olí-
unni ráðstafað í varabirgðir á
vegum ríkisins.