Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 47 Margt var um manninn á Strikinu er þessi mynd var tekin fyrir skömmu. Danmörk: Kaupmenn óhressir - lítið verslað fyrir jólm MUN MINNA hefur verið verslað fyrir jólin í Danmörku það sem af er þessum mánuði, en undanfarin ár, að því er kaupmenn þar í landi segja. Eru þeir að vonum óhressir þar sem október og nóvember voru einnig lélegir mánuðir fyrir verslunina. Mörg undanfarin ár hefur versl- un fyrir jólin verið með afbrigðum góð og höfðu því flestir reiknað með að svo yrði í ár. Ýmsar sér- og stórverslanir hafa tekið forskot á janúarútsölumar og bjóða nú vör- ur sínar á niðursettu verði. Michael Gaarmann, hjá dönsku kaupmanna- samtökunum, segir þetta tilboðs- verð verslananna vera til komið vegna minni sölu undanfarið, á þeim tíma sem venjulega er besti sölutíminn. Einkum virðist sala á dýrari heimilistækjum, sjónvörpum og útvörpum hafa dregist saman eftir, en þessi tæki seldust vel fyrstu mánuði ársins. Vilja sumir kenna um efnahagsaðgerðum þeim, er stjórnvöld hafa gripið til undanfar- ið. Veður hefur verið milt í Dan- mörku í vetur og skýrir það væntanlega hve lítið hefur selst af vetrarfatnaði og öðrum vetrarvör- um s.s. skíðum og skautum. Flestir kaupmenn eru sagðir vona að kauptíð glæðist þá daga sem eftir eru fram að jólum og Preben Quist-Sorensen, forstjóri stórversl- unarinnar, Daells Varehus, segir að svo hafi verið í fýrra og hann sé fullviss um að sagan endurtaki sig í ár. Suðurskautslandið: Argentína stofn- ar fyrsta bankann Buenos Aires, Reuter. ARGENTÍNUMENN hafa opn- að banka á Suðurskautslandinu og eru þannig fyrstir allra þjóða í heimi til að ná þeim áfanga. Er bankinn i Esper- anza-herstöðinni á þeim hluta Suðurskautslandins, sem Arg- entínumenn hafa eignað sér. „Opnun bankans verður til að staðfesta réttindi okkar og gerir það jafnframt kleift að fullnægja þörfum argentínskra borgara á Suðurskautslandinu,“ sagði Mario Gimenez Leon banskastjóri við opnunarathöfnina. Argentínumenn gera kröfu til stórs svæðis á Suðurskauts- landinu og hafa þar mannaða herstöð. í nýja bankanum verður unnt að skipta gjaldeyri fyrir ferðamenn, en jafnframt geta við- skiptamenn haft þar ávísana- reikning, sparisjóðsbækur og þar verður krítarkortaþjónusta. Sjónvarpsáhorf- endurfokreiðir New York, AP. MIKIL spenna og margslungnar flækjur hafa siglt í kjölfar vopna- sölumálsins, en það jafnast þó alls ekki á við sápuóperur, sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi á hveij- um eftirmiðdegi. Sú er altént trú dyggra aðdáenda framhaldsmyndaflokka, sem urðu fyr- ir sárum vonbrigðum, þegar þeir settust fyrir framan sjónvarpstæki sín og komust að því að uppáhaldsþáttur- inn þeirra hafði mátt víkja fyrir yfirheyrslum í vopnasölumálinu. Stmalínur sjónvarpsstöðvanna ABC og NBC glóðu dag eftir dag og tals- maður fréttastofu NBC sagði að ekki hefðu færri en 1.100 manns kvartað sáran yfir þessari „smekkleysu". Sovétríkin: Þrjár nýjar ratsjár stöðvar í bygg’ingn - brot á gildandi samningum Washington, AP. CASPAR WEINBERGER, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Sovétmenn hefðu hafið byggingu þriggja ratsjár- stöðva, sem unnt væri að nota samhliða gagneldflaugakerfum. Er þetta í andstöðu við samning stórveldanna frá árinu 1972 um bann við þess háttar vamarkerf- um. Háttsettur embættismaður í vamarmálaráðuneytinu sagði að ratsjárstöðvamar væm ætlaðar til veija Sovétríkin fyrir árás frá Norð- ursjó og Miðjarðarhafinu. Bygging ratsjárstöðva á landamærum er ekki brot á samningum en starfs- menn vamarmálaráðuneytisins sögðust í gær vera þess fullvissir að þessum tilteknu stöðvum væri ætlað að greina langdrægar kjam- orkueldflaugar á flugi og féllu því ekki innan ramma hefðbundinna vamarkerfa. Embættismennirnir fiillyrtu einnig að Sovétstjómin hefði látið byggja sex slíkar ratsjárstöðvar. Bandaríkjastjóm hefur sagt að ein þeirra nærri borginni Krasnoyarsk sé skýlaust brot á samningnum frá árinu 1972. Weinberger sagði í gær að Sovétstjóminni hefði fyrir löngu verið tjáð að brot á gildandi samn- ingum myndi hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Sagði Weinberger að ákvörðun Reagans forseta um að fara fram úr ákvæð- um SALT II samningsins, sem raunar var aldrei staðfestur á Bandaríkjaþingi, væri með öllu rétt- lætanleg. Þar með væri Sovét- stjóminni gert ljóst að brot á samningum yrðu ekki liðin. „Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstrætinu Stórorð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnarerum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góðráðog upplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur á félagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? a Bókaverslun Snæbjamar j Hafnarstræti 4.Sími: 14281 8 sem góð bókabúð hefur: Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.