Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 48

Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Mannréttindi forsenda friðar Siávarútvegsí Alþingi ályktar að fordæma brot á mannréttinda- ákvæðum Helsinki-sáttmálans og felur ríkisstjóminni að vinna að því að mannréttindamál fái aukið vægi á framhaldsfundi ráðsteftiu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, sem nú er haldin í Vín, enda er virðing fyrir mannréttindum almennt forsenda varanlegs friðar í ver- öldinni. Þetta eru kjamaatriði úr til- lögu til þingsályktunar, sem átján þingmenn úr Sjálfstæðis- flokki hafa lagt fram í Samein- uðu þingi. Um svipað leyti og tillaga þessi var lögð fram á Alþingi Islendinga fór sú frétt um heimsbyggðina að sovézki rithöfundurinn og andófsmað- urinn Anatoly Marchenko væri látinn í Chistopol-fangelsi, 48 ára að aldri. Hann var félagi í Helsinki- nefndinni svokölluðu, sem reyndi að fylgjast með því hvemig Sovétstjómin stæði við mannréttindaákvæði Helsinki- sáttmálans. Þeir, sem að nefndinni stóðu, eru nú flestir í fangabúðum í Sovétríkjunum. Hann er höfundur bókar, sem margir telja átakanlegustu lýs- ingu á lífínu í sovézkum nauðungarvinnubúðum, en hann var í „útlegð innanlands" eða í fangabúðum í tvo áratugi. Annar andófsmaður, Natan Shcharansky, sem var sam- vizkufangi í Sovétríkjunum 1978-1986, er hann fékk að flytjast til ísrael, segir m.a. í grein, sem birtist upphaflega í The Wall Street-Joumal en var birt í Morgunblaðinu 10. des- ember sl.: „Til þess að ná raunveruleg- um samningum um afvopnun- armál er nauðsynlegt að draga úr tortryggni milli stórveld- anna, en vegna hennar hafa Vesturlönd séð sig tilneydd til að vígbúast . . í þessari sömu grein segir og: „Um helmingur gyðinga í fangelsum Sovétríkjanna, þeir, sem eru í haldi fyrir það eitt að vera gyðingar og vilja sam- einast fólki sínu í ísrael, var handtekinn eða dæmdur eftir að Gorbachev komst til valda á síðasta ári . . . Hefur í raun nokkuð breytzt í Sovétríkjunum með tilkomu Gorbachevs?" Matthías Á Mathiesen, ut- anríkisráðherra, sagði m.a. á Vínarráðstefnunni 6. nóvember sl.: „Andófsmenn þurfa að þola harðræði í þrælkunarbúðum eða á geðsjúkrahúsum, sem notuð eru í þágu pólitískra markmiða ... I augum ís- lendinga eru þetta dæmi um mannréttindabrot og mannrétt- indi eiga sér engin landamæri. Orð fá ekki brúað þetta hyl- dýpi, þar megna verkin ein að skapa aukið traust . . . í þess- um efnum kristallast munurinn á opnum samfélögum Vestur- landa og lokuðum samfélögum A-Evrópu.“ Fagna ber frumkvæði þeirra þingmanna, sem leggja nú til, að Alþingi álykti um brot á mannréttindaákvæðum Hels- inki-sáttmálans og árétti, að virðing fyrir mannréttindum almennt sé forsenda varanlegs friðar í heiminum. Börnin deyja! Hin hljóða neyð,“ sem spannar fyrst og fremst hungur [næringarskort] og al- genga smitsjúkdóma, deyðir 280.000 böm í viku hverri, seg- ir í nýrri skýrslu Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNIC- EF). Skýrslan telur að íjórum milljónum bamslífa hafí verið bjargað síðastliðin fímm ár „með einföldum og handhægum aðferðum, sem nú em tiltækar til að vemda heilbrigði bama“. Skýrslan segir ennfremur að unnt sé að bjarga sjö milljónum bamslífa á ári með aðferðum, „sem þegar era kunnar og era í senn einfaldar og ódýrar". Skýrslan segir ástand víða alvarlegt í Afríku, en samt hafi á síðastliðnum tveimur áram fleiri böm dáið í Indlandi og Pakistan en í öllum hinum 46 löndum Afríku til samans. Þær himinhrópandi hörm- ungar, sem skýrsla Bamahjálp- arinnar sýnir okkur, vekja spumingar: Eigum við ekki for- sjóninni skuld að gjalda, m.a. fyrir eigin velsæld? Munum við nógu vel og nógu oft eftir orð- um meistarans: Það sem þér gjörið mínum minnsta bróður, það gjörið þér og mér? eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson Fyrir nærri því ári síðan, í janúar 1986, komu menntamálaráðherra og sjávarútvegsráðherra sér saman um að skipa fjögurra manna starfs- hóp, tvo frá hvoru ráðuneyti, til að ræða og gera síðan tillögur um stofnun sjávarútvegsskóla á fram- haldsskólastigi. Starfshópinn skipuðu: Helgi G. Þórðarson verkfræðingur, sem var formaður, Stefán Stefánsson full- trúi frá menntamálaráðuneytinu, Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og Gylfí Gautur Pétursson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Vinnuhópurinn lagði fram skýrslu um miðjjan október, sem tekin var til umræðu á opnum fundi, sem ráðherramir boðuðu til 20. október sl. I fundarboði segir. „Markmið fundarins er að fá fram sjónarmið sem flestra um fræðslu í sjávarút- vegi, skipulag hennar og markmið." Fundur þessi var vel sóttur af ýmsum forsvarsmönnum í sjávarút- vegi, nokkrum alþingismönnum, fulltrúum frá ráðuneytum, kennur- um Stýrimannaskólans, Vélskólans og Fiskvinnsluskólans ásamt nokkr- um nemendum þessara skóla. Á fundinum voru flutt stutt fram- söguerindi um framtíð sjávarút- vegsfræðslunnar og viðhorf til skýrslu starfshópsins. Að þeim loknum voru pallborðsumræður og síðan almennar umræður. Skoðanir um nefndarálitið voru mjög skiptar, en í fréttum af fundin- um sem nefndin og fundarboðendur hljóta að bera einhveija ábyrgð á er ekki minnst einu orði á and- stæðar skoðanir. Ráðherramir tveir sem boðuðu til fundarins höfðu ekki tíma eða sáu ástæðu til að sitja lengur undir umræðum en fram að kaffihléi kl. 10.00, þegar lauk framsöguerindi formanns starfshópsins og Stefáns Ólafs Jónssonar deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu, sem flutti erindi sem bar heitið Skólakerfíð og sjáv- arútvegsfræðslan. Það virðist sem sé sæta litlum tíðindum, þó að nefnd komi fram með tillögu um að leggja niður grónar stofnanir sem hafa starfað áratugum saman í þágu sjávarút- vegsins. Elsti sjómannaskóli lands- ins, Stýrimannaskóiinn í Reykjavík, hefíir t.d. starfað í nærri 100 ár eða síðan 1891, Vélskóli íslands í yfír 70 ár, síðan 1915, og Fisk- vinnsluskólinn var stofnaður árið 1971 og viðurkennt í ræðu og riti a.m.k. að sá skóli eigi mikla framtíð fyrir sér og maður skyldi ætla að svo skyldi vera í landi sem á allt sitt undir sjávarfangi. Þetta fínnst mér undarlegt fréttamat á tímum þess fjölmiðla- æðis, sem nú gengur yfír þjóðina. Ég efast um að sama afstaða hefði einkennt fundarboðendur og fíölmiðla um skoðanir fundar- manna, ef tillaga hefði komið fram um að leggja niður einhvem menntaskóla landsins eða verslun- arskóla og sameina öðrum eða þá einhveija háskóladeildina. En í mik- illi og háværri umræðu um eigenda- skipti eða breytingu á rekstri Borgarspítalans undanfama daga þá megum við starfsmenn Sjó- mannaskólans teljast hógværir og lágróma, því að tillaga um svo rót- tæka breytingu á rekstri og starfs- sviði þessara skóla var sett fram eftir aðeins einn fund með okkur skójasljómm skólanna. Á því er enginn vafí, að ábyrgð ráðherra og ríkisstjómar, sem ætlar sér að kollvarpa skipulagi gamal- gróinna skóla, sem hingað til hafa gegnt lykilhlutverki í menntun und- irstöðuatvinnuveganna, er mikill. Alla stöðnun ber þó að varast og hefur síður en svo verið sá svipur á þeim þremur menntastofnunum sem hér um ræðir heldur verið unn- ið að breytingum á lögum um skipulag þeirra, til aðlögunar breyttum tímum og aðstæðum. Við stofnun sjávarútvegsskóla hefði ég álitið að sígandi þróun og aðlögun hefði verið farsælust. Vissulega eru þó til menn í sjáv- arútvegi, sem fínnst ekki meira til um starf þessara þriggja skóla eða sjálfstæði en svo, að þeir álíta stór- snjallt að bræða þá saman, ef með því væri unnt að nýta saman kennslu í nokkmm undirstöðugrein- um eins og íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Mætti þá halda að skólamir hefðu verið þungur baggi á ríkissjóði. Eg fullyrði að svo hefur ekki verið en næsta léttvægt er þá met- ið framlag skólanna á sérsviðum hvers skóla, þegar fyrrgreind rök eru sett fram. Mætti þá ekki á sömu forsendum slá saman fleiri fram- haldsskólum? Sérskólar Menn verða að muna að þetta eru sérskólar hver á sínu sviði. Endurskoðun fræðslu í sjávarút- vegi er þó nauðsynleg og efla ber samvinnu milli höfuðskóla sjávarút- vegsins, Stýrimannaskóla, Vélskóla og Fiskvinnsluskóla, og hefur verið unnið að því á undanfömum ámm. Undir þessa stefnu, að endurskoða og þróa skóla með gát, tók t.d. mjög ákveðið fulltrúi LIÚ, Jónas Haraldsson lögfræðingur. Með nýrri löggjöf um bæði Fisk- vinnsluskólann og Stýrimannaskól- ann, sem unnið var að af fullurn krafti þar til hugmynd um sjávarút- vegsskóla kom fram, var ætlunin að vinna áfram í þessum anda. Ég tel miður, að fullbúið fmmvarp frá hendi nefndar, sem frú Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. menntamálaráð- herra skipaði í janúar 1985, hefur nú í heilt ár, sfðan f desember 1985, legið fullfrágengið á borði núver- andi menntamálaráðherra. Ég leyfí mér að vona að þessi umræða verði til þess að ráðherrann leggi fram þetta frumvarp á yfírstandandi þingi, sem lið í endurskoðun fræðslu í sjávarútvegi. Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra er maður sprottinn úr umhverfi sjávarútvegs og sjósóknar vestur á fjörðum og er sjálfur þátttakandi í öflugum og farsælum útgerðarrekstri, sem á sinni tíð var í hópi frumheija í skut- togaraútgerð á Islandi. Hann hlýtur því að sjá hvar skórinn kreppir. Menntun skip- stjórnarmanna Við eram enn á tímamótum í útgerð fískiskipa. Ég er sannfærður um að í hönd fara nýir tímar í tog- ara- og fískiskipaútgerð. Sjávarút- veg og fiskveiðar verður að skilgreina markvissar og á annan hátt en gert hefur verið til þessa. Það verður að hverfa frá veiðihug- takinu sem æðsta boðorði og minnast þess, að fískveiðar em fyrsti og mikilvægasti þáttur í há- þróaðri matvælaframleiðslu. Menntun tii þátttöku og ábyrgðar í þannig atvinnugrein eins og til skipstjómar á nýtísku fiskiskipum, þ.e. stjómar á skipi, mönnum og öllum störfum um borð verður að taka mið af þessari skilgreiningu og markmiði. Drög þau að nýju fmmvarpi um menntun skipstjóm- armanna, sem vom fullunnin í nóvember 1985 em í samræmi við þessa skoðun. Ný löggjöf um skip- stjómamámskeið yrði því mikils- verður áfangi í bættri menntun fískimanna og farmanna. Sérstaklega mjmdi þetta frum- varp hafa jákvæð áhrif á aukna þekkingu á fískmeðferð og veiðar- fæmm, en brýnt er að kenna fiskimönnum meira 1|nl fiskmeð- ferð, fiskmat, veiðarfæri, veiði- tækni og liffræði sjávar umhverfis landið. Lagt er til að greina námið í deild farmanna og fískimanna og fá með því lengri tíma til að und- irbúa nemendur undir sérhæfð störf. Með tilkomu nýrra frystitogara og mjög sennilega í framhaldi af þeim nýtísku verksmiðjutogumm sem fullvinna fískúrgang og slóg og „Surimi“-togara (þegar komnir í Færeyjum) er slík kennsla og sér- hæfíng nauðsynleg. Vegna aðlög- unar að nýjum alþjóðasamþykktum SKIPS TJORNARNAM SKIPSTJÓRADEILD SKIPSTJÓRI/YFIRSTÝRIMAÐUR Varðskip, flutningaskip, farþegaskip. ótakmorkufi stærft og farsviö. FISKIMENN Skipstjóri og yfirstýrimaöur: ótakmörkuö stærö og farsviö. FARMENN Skipstjóri og yfirptýrimaöur: aö 1600 BRL. ótak- markaö farsviö. Undirstýrimaöur: ótakmörkuö stærö og farsviö. /XSS/9SISS9SSS95IS9& mmmmmmmz vzzzszzzzzzzzzzzzm FISKIMENN Undirstýrimanns- skírteini fiski- skipa: ótakroörkuö stærö og farsviö. Skipstjóra- og. yfirstýrimanns- skírteini: fiski- skip 1600 BRL. föJARNl - FARMENN Skipstjóri: 400 BRL. ótakmarkaö farsviö. Undirstýrimaöur: að 1600 BRL. ótakmarkaö farsviö. i INNTÖKUSKILYRÐI Siglingatími,grunnskólapróf, 9. stig í sundi, heilbrigöisvottorö og augnvottorö frá augnlækni. J Tillaga að breyttu skipulagi skipstjómamáms, sem sett var fram í frumvarpsdrögum haustið 1985, en Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra skipaði i janúar 1985 nefnd til að endurskoða lög um skipstjómamám og fella í ein lög, löggjöf um stýrimannaskólana í Reykjavík og Vcstmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.