Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 57

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 57 Jónas Bjarnason „ Andstaða við umrædd áform er orðin það mik- il, að sennileg'a er unnt hvenær sem er að brjóta á bak aftur allar slíkar tilraunir eins og nó hefur verið gert. Ekki er nóg með það. I leiðinni var kartöflu- skattinum komið fyrir kattamef.“ hverra núverandi framleiðenda um framleiðslustjómun ekki marktæk- ar og forkastanlegar. Annað kom fram í máli land- búnaðarráðherra, sem er sérstak- lega gagnrýnivert. Hann leyfði sér að segja, að tilgangur framleiðsiu- stjómunar væri að gera framleiðsl- una hagkvæmari. Þetta em gatslitin rök, sem hljóta að vekja upp almenna tortryggni gagnvart meðferð ráðherrans á máleftium landbúnaðar í heild sinni og um leið á málum, sem varða almenning í þessu landi svo mikið í ljósi þess, að innflutningsbann ríkir á öllum búQárafurðum. Ráðherrann vitnaði í kvótakerfi í sjávarútvegi máli sínu til stuðn- ings, en allir sæmilega upplýstir íslendingar vita það, að kvótakerfí í sjávarútvegi er fyrst og fremst til þess að vemda takmarkaða nátt- úmauðlind. ÖU samlíking við sjávarútveg er þess vegna algjör- lega út í hött. Málflutningur for- manns Sambands eggj aframleiðenda Jón Gíslason, formaður Sam- bands eggjaframleiðenda, svaraði spurningum fréttamanns hljóðvarps í hádegisútvarpi þann 6.12. sl. Hann talaði um nauðsyn þess, að sett yrði framleiðslustjómun á eggja- framleiðslu. Mælti hann með því, að framleiðendur fengju tiltekinn kvóta af fóðri með lægra kjamfóð- urgjaldi, sem síðan hækkaði, ef menn fæm upp fyrir kvótann. Hér er algjörlega um óviðsættanlegan málflutning að ræða. Einhliða verð- stýring á eggjaneyslu af hálfu tiltekins hóps framleiðenda er hrein kúgun á markaðslögmálum og mis- virðing á neytendarétti. Ef stjóma á tiltekinni framleiðslu verða menn að vera sammála um markmiðin með stjómuninni, en það er ekki fyrir hendi. Hitt er líka afleitt, að talsmaður framleiðenda skuli láta sér detta það í hug að gera slíkt að tillögu sinni frammi fyrir alþjóð. Að talsmenn hefðbundins land- búnaðar geri það er ekkert nýtt, en markmið þeirra em augljós. Svqna málflutningur bendir til þess, að framleiðendur fuglaafurða geri of mikið af því að stússa á fundum utan f landbúnaðarmaskínunni, sem hugsar og vinnur í Sóvétstfl, í stað þess að sinna röddum og óskum neytenda. Þeir ættu að fara á nám- skeið hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda til andlegrar endurhæfingar og jafnvel sækja þar um aðild. Nokkrar ábendingar Það er sennilega flestum ljóst nú, að tilraunir til framleiðslustjóm- unar á fuglaafurðum em sennilega alveg úr sögunni. Neytendasamtök- in gripu inn í þetta mál nú á réttum tíma og skyndilega varð samhljóm- ur um algjöra andstöðu við ráða- bmgg, sem hafði verið í gangi um sinn. Framleiðnisjóður landbúnað- arins er meira að segja notaður til þess að setja skilyrði fyrir kaupum Iseggs á Holtabúinu, sem fela í sér grófa tilraun til þess að koma á framleiðslustjómun. Neytendasam- tökin íhuga nú kæm á hendur Framleiðnisjóði vegna málsins, en sjóðurinn hefur farið langt út fyrir sitt verksvið. Andstaða við umrædd áform er orðin það mikil, að senni- lega er unnt hvenær sem er að bijóta á bak aftur allar slíkar til- raunir eins og nú hefur verið gert. Ekki er nóg með það. í leiðinni var kartöfluskattinum komið fyrir katt- amef, en Neytendasamtökin hafa barist gegn honum af alefli og sýnt fram á, hvemig landbúnaðarráð- herra misnotaði vald sitt í því sambandi og stuðlaði þannig að óeðlilega háu kartöfluverði í landinu. Með samspili á milli íjöl- miðla, stjómmálamanna, aðila vinnumarkaðarins og Neytenda- samtakanna hafa fundist nýjar aðferðir til að stöðva framrás land- búnaðarkerfísins. Næst er að fá búvömlöggjöfínni breytt í þá vem, að hún innihaldi yfírlýsingar í formi markmiða um rétt neytenda á Is- landi til þess að fá að njóta búvara á sem lægstu verði og á sambæri- legan hátt og gengur og gerist í okkar heimshluta. Auk þess er bæði rétt og nauðsynlegt að tak- marka vald landbúnaðarráðherra til framleiðslustjómunar og skattlagn- ingar á kjamfóðri svo eitthvað sé nefnt. Þessi saga minnir á framrás Tyrkja í Evrópu undir stjóm Kara Mustafa. Tyrkir höfðu verið mjög sigursælir og allir Evrópubúar ótt- uðust hundtyrkjann alveg ógurlega. Þeir teygðu sig of langt og vom sigraðir og stöðvaðir endanlega við Vín árið 1683. Eftir það hefur Evr- ópa fengið að vera að mestu í friði fyrir þeim. Höfundur er formsður landbúnað- amefndar Neytendaaamtakanna. Gullsmiðjan Pýrít sem opnuð hefur verið í Hlaðvarpanum. Ný gullsmiðja GULLSMIÐJAN Pýrít hefur nýlega tekið til starfa í Hlaðvarpan- um Vesturgötu 3. Þar eru til sýnis og sölu handsmíðaðir skart- gripir eftir Önnu Maríu Sveinbjömsdóttur gullsmið. Anna María lærði gullsmíði hjá Jóhannesi Leifssyni gullsmið og hefur einnig lokið námi í Gullsmíðaháskólanum í Kaupmannahöfn. Þar tók hún þátt í nokkmm sýningum, auk þess sem hún hlaut kunsthand- værkerprisen fyrir hönnun á beltisspennum. Gullsmiðjan Pýrít er opin virka daga kl. 09.00-18.00. Commodore FER SIGURFOR UM ALLAN HEIM Yfir 6.000.000 eintaka seldar Heimilistölvan sívinsæla fæst nú í nýjum -----búningÍ7-og-jafn4jölhæf~sem^fyrF- GLÆSILEG JÓLAGJÖF -------------------Á GÓÐU VERÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.