Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
83
Hjónaminning:
Jóhann Jónsson og
Margrét Arnadóttir
Fæddur 28. nóvember 1902
Dáinn 3. desember 1986
Fædd 14. maí 1911
Dáin 3. janúar 1986
Okkur langar að minnast hér afa
okkar, Sigurðar Jóhanns Jónssonar,
og ömmu okkar, Stefaníu Margrét-
ar Ámadóttur, en hún andaðist fyrr
á þessu ári. Þegar við fréttum að
afi væri dáinn fórum við að rifja
upp hvað það var nú alltaf gott að
vera hjá „afa og ömmu á Þórs-
höfn“, eins og við systkinin vorum
vön að kalla þau. Þegar við komum
í heimsókn til þeirra var amma allt-
af búin að búa um rúmin og elda
matinn, á hvaða tíma sólarhrings
sem var og alltaf var tekið rausnar-
lega á móti okkur. Okkur fannst
alltaf eins og við væmm komin
heim þegar við voram komin að
Lyngholti. Gleði og umhyggjusemi
ríkti alltaf þar. Þegar við sátum oft
við eldhúsborðið og amma pijónaði
sokka eða vettlinga sem við systkin-
in eða frændsystkinin fengum að
gjöf, þá sögðu þau okkur margar
skemmtilegar og fróðlegar sögur
sem við munum seint gleyma.
í janúar sl. lést amma og fékk
það mjög á afa þar sem hann þurfti
að flytjast af heimili þeirra, Lyng-
holti, sem hann byggði á áranum
1956—58. Báðum þótti þeim mjög
vænt um þetta hús.
Afi okkar var um margt mjög
sérstakur maður. Við fengum að
njóta þess að hafa hann hjá okkur
í nokkrar vikur í haust. Síðustu
mánuðina dvaldi afí hjá yngstu
dóttur sinni og fjölskyldu hennar.
Amma var mikil hannyrðakona
og eftir hana liggur margt fallegt.
Hún kenndi okkur systranum að
pijóna og einnig kenndi hún okkur
margar fallegar bænir, því bæði
vora þau trúuð. Ein þeirra er okkur
minnisstæðust:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfí Jesú þér ég sendi,
bæn frá mínu bijósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Okkur er það dýrmæt lífsreynsla
að hafa kynnst svo elskulegum
hjónum sem þau vora.
Blessuð sé minning þeirra.
Jóhanna, Guðný
og Guðmundur.
Okkur langar að minnast hjón-
anna Margrétar og Jóhanns með
nokkram orðum. Elskulega amma
og afi era horfin héðan með stuttu
millibili. Kynslóð er horfín sem miðl-
aði okkur af reynslu sinni og þeim
mikla dugnaði og þeirri lífsbaráttu
sem þau háðu saman. Það sem ein-
kenndi þau helst, var viljinn fyrir
því að sjá vel fyrir sér og sínum.
Það var mikið á sig lagt, Margrét
hugsaði um heimilið og bömin 6,
og til að drýgja tekjumar hafði hún
menn í fæði og húsnæði. Hún lagði
mikla rækt við allt ertilheyrði heim-
ili hennar, og bar það þess glögg
merki. Jóhann vann við ýmiss konar
verkamannastörf, og vetur eftir
vetur tók hann sig upp og fór á
vertíð til Hafnarfjarðar, hér var þá
enga vinnu að fá. Já, oftast þurfti
hann að vinna myrkranna á milli
til þess að endar næðu saman. Þau
byggðu upp tvö hús hér á Þórs-
höfn. Það síðara, Lyngholt, stórt
og fallegt hús, sem hefur trúlega
þótt íburðarmikið á þeim tíma. En
vinnan sem lá að baki því að reisa
svo stórt hús var mikil, og þá kom
dugnaður Jóhanns vel fram. Hann
vann að mestu leyti við bæði húsin
sjálfur. Já, Lyngholt og garðurinn
var stoltið þeirra beggja. Við feng-
um að njóta náinna samvista við
þau í 2 ár er þau leigðu okkur efri
hæðina í Lyngholti. Það er tími sem
við eigum eftir að minnast með hlý-
hug, því að samvistir við gamla
fólkið, það fólk sem hefur lifað
tímana tvenna, getur gefíð okkur
yngra fólkinu svo ótrúlega mikið.
Rafni langar að þakka þeim sér-
staklega fyrir þann tíma sem hann
dvaldi hjá þeim í Lyngholti á sínum
unglingsáram. Ömmu sinni þakkar
hann alla uppfræðsluna og hjálpina
við námið, og afa sínum fyrir sam-
verastundimar á grásleppuvertíð-
unum.
Góði Jesús, fyrir greftran þín
gefðu síðasta útfór mín
verði friðsöm og farsæl mér
frelsuð sál nái dýrð hjá þér.
Hér era að lokum nokkur kveðju-
orð til afa, langafa og vinar. Það
verður erfítt að sætta sig við það
að Jói afí komi ekki oftar í sínar
nær daglegu heimsóknir, til þess
að spjalla og líta eftir hvort allt
væri nú ekki í lagi. Hann sem var
svo hress og fylgdist svo vel með
öllu sem var að gerast bæði hér á
staðnum og í þjóðmálunum al-
mennt. Hann var maður alþýðunnar
og lét sér mál hennar miklu varða.
Hann var svo ungur í anda og út-
liti að oft gleymdist okkur hvað
árin vora orðin mörg og við héldum,
vonuðum að minnsta kosti, að við
fengjum að njóta hans miklu leng-
ur. En nú þegar hann er horfínn
af sjónarsviði þessa heims er okkur
efst í huga þakklæti fyrir allan
þann velvilja og samhug sem hann
sýndi okkur. Þær vora ófáar ferð-
imar sem hann kom þegar Rafn
var á sjónum, þá hafði hann áhyggj-
ur af okkur mægðunum einum
heima og af honum úti á sjó. Svona
var hann, lét sér svo annt um sína.
Og aldrei leið honum vel ef eitthvað
af hans fólki var að ferðast á milli.
Katrín litla þakkar afa sínum fyrir
alla þá ástúð og umhyggju sem
hann sýndi henni, og við öll fyrir
allt það sem hann gaf okkur. Að
lokum viljum við þakka fyrir þá
gæfu að hafa átt slíkan afa og vin.
Hann var yndislegur maður og
mikil persóna sem seint verður lýst
með orðum.
Fjölskyldan Fjarðarvegi 23,
Þórshöfn
FALLEG DUKKA
er frábær gjöf. Leikfélagi og vinur,
sem hún á eftir að eiga lengi.
Þýsku dúkkurnar frá Zapf eru
vönduð leikföng, sem ekki láta á
sjá við misjafna meðhöndlun ungra
eigenda.
TomsTunonHusiD hf
Laugavegi 164, sími 21901
f
Ástin á tímum
kólerunnar
Alveg ný skáldsaga eftir kólumbíska
Nóbelsverðlaunahöfundinn Gabríel García
Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar hlýtur
að sæta tíðindum á Islandi. Fáir suðuramerískir
höfundar hafa notið jafn mikillar hylli meðal
íslenskra lesenda og Marquez, og enginn hinna
fjölmörgu aðdáenda hans verður svikinn af
þessari bók.
Þetta er skáldsaga þeirrar gerðar sem lesandinn
getur sökkt sér ofan í, og hann berst með straumi
frásagnarinnar um leið og honum opnast nýir og
spennandi heimar. Hér er sögð einstaeð
ástarsaga um Florentíno Aríza, mann sem bíður
elskunnar sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn
Við bjóðum til
bókaveislu
um þessi jól
verður hann á unga aldri af hinni ómótstæðilegu
Fermínu Daza. Og meðan lesandinn bíður með
honum, sífellt spenntari og vondaufari í senn,
skemmtir Marquez honum með ótal frásögnum
- af Júvenal Úrbíno lækni og páfagauknum
hans, af kínverjanum sem vann
bókmenntaverðlaun Gullorkídeunnar, af
siglingum fljótaskipafélagsins eftir hinu mikla
Magdalenufljóti og mörgu fleiru.
Sögusviðið er Kolumbía undir lok síðustu aldar
og framan af þessari, og aðferðin það göldrótta
raunsæi sem Marquez hefur öðlast heimsfrægð
fyrir. Ástin á tímum kólerunnar er 308 blaðsíður
og kom fyrst út á spönsku í desember 1985.
Verð: 1690.-.
Mál og menning