Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 85
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
85
Dýrfinna Ingvars
dóttir - Minning
Fædd 7. júlí 1900
Dáin 1. desember 1986
Aðfaranótt 1. desember andað-
ist á Hrafnistu í Hafnarfírði
tengdamóðir mín, Dýrfínna Ing-
varsdóttir, en hún hafði dvalið þar
á sjúkradeild frá því í janúar 1983.
Síðasta mánuðinn sem hún lifði
var hún mjög þungt haldin og því
mikil lausn er hún var kölluð brott
úr þessum heimi. Á sjúkradeild
Hrafnistu hafði hún notið mikillar
og góðrar hjúkrunar og verður
starfsfólki þar seint fullþakkað
fyrir einstaka natni og umhyggju.
Minningarathöfn var í Foss-
vogskirkju fímmtudaginn 11.
desember og annaðist séra Þórir
Stephensen Dómkirkjuprestur at-
höftiina.
Útför Dýrfínnu verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, laugardag 13. desember, kl.
14.00 og verður hún lögð til hinstu
hvíldar í grafreit við hlið eigin-
manns síns, Sigurðar Gottskálks-
sonar, en hann andaðist í
Vestmannaeyjum 1955.
Dýrfínna Ingvarsdóttir fæddist
7. júlí 1900 að Hellnahóli undir
V-Eyjafjöllum, foreldrar hennar
voru Ingvar Einarsson ættaður úr
Landeyjum og Ástríður Sigurðar-
dóttir kona hans frá Hrauni undir
Eyjafjöllum.
Er Dýrfínna var níu ára gömul
fluttust foreldrar hennar til Vest-
mannaeyja en Dýrfínna varð eftir
í Hvammi hjá móðurbróður sínum,
Magnúsi Sigurðssyni hreppstjóra,
og konu hans, Þuríði Jónsdóttur
ljósmóður. Þar var Dýrfínna til
átján ára aldurs er hún fór til
Eyja fýrst og vann þar á vetrar-
vertíð, en á sumrum var hún í
Hvammi.
í Vestmannaeyjum kynntist
Dýrfínna eiginmanni sínum, Sig-
urði Gottskálkssyni frá Vatnshól
í Landeyjum, voru þau gefín sam-
an 18. nóvember 1922.
Þau bjuggu alla tíð í Vest-
mannaeyjum, fýrst í Hraungerði í
fjögur ár, Vallatúni þijú ár, en
1929 byggðu þau sér hús á Landa-
götu 23 og voru þar í tíu ár þar
til þau keyptu Norður-Kirkjubæ
1939 en þar bjuggu þau sveitabú-
skap í fimmtán. ár, þessu búi
fýlgdu nyt af úteyjum og var það
gott búsílag í þá daga.
í gosinu 1973 fóru allir þessir
staðir undir hraun. Er eiginmaður
Dýrfinnu lést 1955 fluttist hún til
Reykjavíkur og keypti sér íbúð á
Laugavegi 27b, þar bjó hún fyrstu
árin með syni sínum Sigurði og
Oddhildi, konu hans, og dætrum
þeirra.
Síðar keypti hún sér íbúð í
Álftamýri 10 og bjó þar ein þar
til hún fór á Hrafnistu.
Fljótlega eftir að Dýrfínna kom
til Reykjavíkur fór hún að vinna
hjá Sláturfélagi Suðurlands og
vann hún þar til ársins 1975 eða
um rúmlega tuttugu ára skeið.
Eftir að Dýrfínna hætti að vinna
hrakaði heilsu hennar ört en hún
hélt samt sínu góða skapi, hún
hafði ríkt skopskyn og skemmti-
lega frásagnargáfu og var óþrjót-
andi frásagnarbrunnur af
sérkennilegum gömlum orðatil-
tækjum. A heimili tengdaforeldra
minna var gestrisni í hávegum
höfð enda oft gestkvæmt. Sjálfur
naut ég þess að dvelja hjá tengda-
foreldrum mínum í sumarleyfum
og kynnast þeim og álít ég það
dýrmæta reynslu í lífí mínu.
Á hverju sumri fór Dýrfínna í
heimsókn að Hvammi og dvaldi í
góðu yfirlæti hjá þeim hjónum
Magnúsi og Lóu er þar bjuggu
með bömum sínum. Það duldist
engum hve hlýjan hug Dýrfínna
bar til æskustöðva sinna og vænt-
umþykja hennar til ættmenna
sinna þar, og öllu er tengdist
staðnum. Dýrfínnu og Sigurði varð
þriggja bama auðið. Sigurást var
elst þeirra, en hún andaðist 1980,
eftirlifandi maður hennar er Snorri
D. Halldórsson verslunarmaður og
býr hann í Reykjavík, þá er Ing-
unn gift Þorsteini B. Sigurðssyni
flugumferðarstjóra en þau búa í
Kópavogi, yngstur er Sigurður
Gottharð bifreiðastjóri, kona hans
er Oddhildur Guðbjömsdóttir, þau
búa í Hafnarfírði.
Dýrfínna var næst yngst sjö
systkina en þau em öll látin nema
Guðbjörg sem býr í Reykjavík.
Bamaböm Dýrfínnu, sem em
sex að tölu, og bamabamabömin,
sem em tólf, vom henni til mikill-
ar gleði enda amma og langamma
í miklu uppáhaldi og kærleikar
gagnkvæmir.
Nú er löngum starfsdegi Dýr-
finnu lokið og hvíldin kærkomin.
Ég er þess fullviss að henni er vel
tekið handan móðunnar miklu og
að:
„þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti."
Guð blessi minningu tengdamóð-
ur minnar.
Þorsteinn B. Sigurðsson
Nýjar spennandi ástarsöaur
Theresa Charles
Undraleiðir ástarinnar
Tom og Jósa œtla aö gifta sig. En stríðið o.íl. kemur
í veg íyrir þau áíorm. Jósa vinnur á SilíurkambL bú-
garði hins unga Nikulásar Darmayne. Jósa laðast
einkennilega að hinum sterka og einbeitta Niku-
lási, og hún neitar að trúa hinum illgjömu sögu-
sögnum um hann, sem ganga meðal íólksins í
nágrenninu. Pegar Tom er sagður haía fallið í sthð-
inu, er það Nikulás sem hjálpar Jósu upp úr þung-
lyndi og örvœntingu. Hann býður henni hjóna-
band án ástar. Getur Jósa gifst honum og geíið
honum eríingjana sem Silíurkambur þarfnast?
UndraleUkir
ástarianar
Cartland
Hvítabtómíð
hans
Erik Nerlöe
Ást og skyldurœkni
Hún var nýkomin til litlu eyjarinnar Kratö til að taka
þar við starii lœknisinsá eyjunni. Þar fœr hún óvin-
veittar móttökur. íbúámir búast ekki við miklu af
kvenlœkni. Hún myndi aldrei standa sig í staríinu.
En hún sýndi hvers hún var megnug, og sérstak-
lega þegar hún barðist fyrir lífi hamingju og íramtíð
mannsins, sem hún elskaði.
ízb i J
Rauðu ástaisögumar eítii höíunda eins og Erik
Nerlöe, Else-Marie Nohr og Evu Steen og bœkui
Theresu Chailes og Baiböru Cartland haía lengi
verið vinsœlar héi á landi. Nú eru komnar út íimm
nýjar ástarsögui eítii þessa höfunda. Eldri bœkur
þeina íást enn í bókaverzlunum og hjá útgáfunni.
Barbara Cartland
Hvíta blómiö hans
Ivan Volkonski fursti er glœsilegur ungur maður,
sem heillar kveníólkið, en hann hefur ekki enn
íundið þá konu, sem hann getur fellt sig við. En
þegar hann sér hina íögm og hrífandi dansmey,
Lokitu, feDur hann samstundis íyrir henni, eins og
aðrir hafa gert á undan honum. En það er ekki
auðvelt að nálagast hana. Ivan fursta er vísað írá er
hann reynii að ná sambandi við hana. Hver er
þessi Lokita í raun og vem og hvaðan er hún? Hvers
vegna hvílir þessi mikla leynd yíir henni? Svarið við
því íœst ekki fyrr en...
‘Else-Marle Mohr
ENDURHEIMT
HAMINGJA
VJ
Else-Marie Nohr
Endurheimt hamingja
Með óbuganlegum kjarki og bjartri trú á ástina
tekur hún upp baráttuna við þá, sem vilja steypa
henni í glötim — fólkið, sem með leynd reynir að
brjóta niður heilbrigði hennar, svo að það geti að
lokum komið henni á hœli íyrir ólœknandi geð-
sjúklinga og síðan svipt hana öllu Heimili hennar,
eignum og barni hennar.
Eva Steen
Vertu góöur viö Lindu
Hún er blind og býr hjá íoreldmm sínum. Dag einn
kynnist hún ungum manni, sem fœrir birtu inn í
myrkrið, sem umlykur hana. Þau íella hugi saman
og allt virðist bjart. En íleira íólk kemur inn í líf
hennar. Þegar móðir hennar deyi, gerir einkaritari
íöður hennar sig heimakominn á heimili hans;
kuldaleg en fögur kona sem aðeins hugsar um sinn
eiginn hag.
Eva Steen
Vertu góður
við Undu
m
Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar írá Skuggsjá