Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 96

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 96
•'C'-' Jólasveinn á tölvuöld Morgunblaðið/Þorkell Jólasvemamir hafa smáni saman tekið tæknina í sína þjónustu. Ekki eru mörg ár síðan þeir fóru að nota bíla og flugvélar á ferðalögum og ekki er annað að sjá en að þeir hafi nú tekið tölvutæknina í sína þjónustu. Þessi jólasveinn heimsótti höfuðstöðvar IBM á íslandi í gærdag og notaði tækifærið til að reyna tölvur fyrirtækisins. Þegar hann ýtti á takkann birtist þessi forláta mynd af Charlie Chaplin. Mistök hjá ASÍ og VSÍ: Yiðbótarsamkomu- lag um bónusmál EFTIR undirritun kjarasamningana um síðustu helgi kom i ljós að samkomulagið leiddi til beinnar launalækkunar hjá hluta þess fisk- verkafólks sem vinnur eftir bónuskerfi. Samningsaðilar settust aftur niður og undir kvöld á fimmtudag var gengið frá viðbótarsamkomu- lagi sem ætlað er að leiðrétta þetta. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Verkamannasambands ís- lands, staðfesti það í gærkvöldi að þetta viðbótarsamkomulag hefði ver- ið gert vegna þess að komið hefði í Ijós að hætta hefði verið á að þeir sem væru á 15 ára taxta í ákveðnum bónuskerfum hefðu lækkað í launum. Með samkomulaginu fær bónusfólkið 5% hækkun og að auki 3 krónur á tímann upp í væntanlega launa- hækkun vegna námskeiða. Einnig er svokallað bónusþak hækkað úr 200 í 210. Kjarasamningamir voru felldir í verkakvennafélaginu Snót f Vest- mannaeyjum en samþykktir hjá Framsókn í Reykjavík. Sjá blaðsíðu 52. Sá þak fjárhússins skrúfast í loft upp Holti. AFTAKAVEÐUR gerði undir Eyjafjöllum um hádegið í gær og stóð mesti ofsinn í um tvo tíma. Svona veðri er erfitt að Endumýjun flugflota Flug- leiða kostar 9,8 milljarða Forstjóri félagsins segfir að flugið þoli ekki auknar álögur SIGURÐUR Helgason forstjóri Flugleiða lýsti andstöðu við tillögur flugmálanefndar um hækkun flugvallarskatts og eldsneytisskatts til að standa undir auknum framkvæmdum við flugvelli á næstu tíu árum, á ráðstefnu sem samgönguráðuneytið efndi til um skýrslu jiefndarinnar í gær. Það gerðu fleiri fundarmenn. „Við erum alfarið á móti aukinni skattheimtu á flugfélögin og flug- farþega, teljum að flugið þoli það ekki nú þegar fyrir liggur að end- umýja þarf flugflotann," sagði Sigurður í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að endumýjun flugvélaflota Flugleiða myndi kosta 9,8 milljarða króna. Á ráðstefnunni kom fram hjá Sigurði að þar af muni endumýjun innanlandsvél- anna kosta 1,4 milljarða, Evrópu- vélanna 2,8 milljarða og Ameríkuflugvélanna 5,6 milljarða, en meðalaldur flugvélanna væri 18 ár. Sigurður sagði að ekki væru möguleikar á að velta hækkun skattanna út í far- og farmgjöld og yrðu stjómvöid því að leita ann- arra leiða ef þau ætluðu að fara út í allar þessar framkvæmdir. í tillög- um nefndarinnar er lagt til að á næstu tíu árum verði farið út í fram- kvæmdir í fluginu sem kosta 2 milljarða. Sigurður sagði að niður- röðun og tímasetning framkvæmda í þessari áætlun væri óraunhæf. Skynsamlegra væri að taka fyrir færri verkefni og ljúka þeim. Þá sagði hann að framlög til flugmála hefðu verið skammarlega lág á undanfömum árum. lýsa, það lægir í milli en síðan koma byljir með magnþrungnum ofsa þannig að ekkert laust er óhult. Ókeyrandi var i byljunum í dag og víða fauk á bæjum. Mesta tjónið sem vitað er um varð í Hvammi, en þar fauk í einu lagi þak af fjárhúsi. Þakið var mörg tonn að þyngd og nið- umjörvað með járnbindingurn í steypta veggi. Magnús bóndi Sigurjónsson í Hvammi sagðist hafa af tilviljun séð þak fjárhússins eins og skrúfast langt upp í loft og berast síðan um 150 metra frá húsinu. Síðan hefði brakið úr því fokið í burtu. Fréttaritari Mistök við dreif ingu bæklings um eyðni: Tólf ára börn fengu sendan bæklinginn Stórútflutningur á ærkjöti til Egypta- lands til athugunar STJÓRNVÖLD hafa nú til athugunar tilboð frá dönsku kjötsölufyrirtæki um kaup á miklu magni af kindakjöti, mest ærkjöti. Ef af viðskiptum verður fer kjötið á markað í Egyptalandi. Miklar birgðir eru af nauta- og ærkjöti í landinu. Ærkjötið féll að stórum hluta til vegna niður- skurðar á kindum vegna samn- ir.ga bænda við Framleiðnisjóð landbúnaðarins en sjóðurinn tók ábyrgð á sölu þess kjöts sem til féll vegna niðurskurðarins, og er talið að það verði um 700 tonn. Markaðsnefnd landbúnaðarins fór á stúfana og leitaði tilboða í kjöt- ið. Kom tilboð frá þessu danska fyrirtæki um kaup á 1.200—1.300 torinum af nautakjöti og 700 tonn- um af ærkjöti. Ekki varð úr að því tilboði væri tekið vegna þess að það verð sem í boði var fyrir nautakjötið þótti ekki forsvaran- legt. Nýlega kom nýtt tilboð frá danska fyrirtækinu um kaup á 1.300 tonnum af kindakjöti, þar af 1.000 tonnum af ærkjöti og 300 tonnum af dilkakjöti. Býður fyrirtækið 700 dollara fyrir hvert tonn af ærkjöti komið í höfn í Alexandríu en heldur hærra verð fyrir dilkakjötið. Ljóst þykir að skilaverð fyrir ærkjötið verði um 20 krónur íslenskar sem er rúm- lega 10% af óniðurgreiddu heild- söluverði hér innanlands en talsvert lægra fyrir dilkakjötið. VEGNA mistaka Skýrsluvéla ríkisins var börnum og unglingum á aldrinum 12-14 ára sendur upp- lýsingabæklingur um eyðni, sem Landlæknisembættið hefur gefið út. Senda átti bæklinginn öllu ungu fólki á aldrinum 15-24 ára. Nokkrir foreldrar höfðu samband við Landlæknisembættið í gær og lýstu furðu sinni yfir því að 12 ára bömum þeirra hefði verið sendur upplýsingabæklingur um eyðni. Kom þá í ljós að þama var um að ræða mistök SKÝRR sem annaðist tölvu- útkeyrslu á nöfnum og prentun á límmiðum. Að sögn Landlæknisembættisins verður prentað viðbótarupplag af bæklingum og þeim sent sem upp- haflega áttu að fá pésann í hendur. Sjá frétt um bæklinginn á bls. 50. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Slæmt veður um land allt KRÖPP lægð gekk yfir landið í gær með úrhellisrigningu og fór veðurhæðin upp í 8—12 vindstig. Víða um land átti fólk í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar, til dæmis lágu flugsamgöngur að mestu niðri og skólum var sums staðar lokað. Myndin var tekin við Ægisgarð um miðjan dag í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.