Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Fjöldi áskorana til
stuðnings Arnarflugi
Stofnun dótturfélags bíður ákvörðunar ráðherra
MATTHÍAS Bjarnason samgönguráðherra mun á næstunni taka
ákvörðun um erindi Arnarflugs þar sem farið er fram á að félagið
fái leyfi til að færa leyfi sin til áætlunarflugs innanlands yfir til
dótturfyrirtækis sem fyrirhugað er að stofna um innanlandsflugið.
Mikill áhugi er hjá heimamönnum á flestum áætlunarstöðum Arnar-
flugs á að félagið þjóni stöðunum áfram og að þessi breyting nái
fram að ganga. Hefur samgönguráðherra fengið fjölda áskorana
þessa efnis.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að undirskriftarlistar til stuðn-
ings Amarflugi eru í gangi í
Grundarfirði og hefur hreppsnefnd-
in þar sent stuðningsyfírlýsingu til
ráðherra. Hreppsnefndin í Stykkis-
hólmi hefur ályktað á sama veg og
hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis.
Fólk á Hellissandi, Rifi og í Ól-
afsvík hefur sent ráðherra undir-
skriftarlista. Hreppsnefndin á
Flateyri hefur sent stuðningsyfir-
lýsingu við Amarflug til ráðherra
og undirskriftir íbúa þar iiggja einn-
ig fyrir. Þá hefur oddviti Mosvalla-
hrepps í Onundarhreppi tekið í
sama streng. Á Hólmavík ályktaði
hreppsnefndin um málið og mælti
sérstaklega gegn því að flugfélag
á ísafirði tæki flugið til Hólmavikur
og Gjögurs jrfír. Hreppsnefnd Ár-
neshrepps hefur sent svipaða
ályktun ásamt undirskriftum allra
atkvæðisbærra íbúa staðarins. Bæj-
arráð Siglufjarðar mælir með beiðni
Amarflugs. Þar og víðar liggja fyr-
ir yfirlýsingar fyrirtækja og opin-
berra embættismanna.
Innanlandsflug Amarflugs hefur
verið rekið með tapi í mörg ár, að
sögn Halldórs Sigurðssonar kynn-
ingarfulltrúa Amarflugs. Breyting
á innanlandsdeildinni er liður í end-
urskipulagningu félagsins. Stjóm
félagsins hyggst aðskilja reksturinn
ffá öðmm rekstri félagsins, með
stofnun sjálfstæðs dótturfélags, og
freista þess að auka hagkvæmni
hans.
Ólafur Steinar Valdimarsson
ráðuneytisstjóri í samgönguráðu-
neytinu sagði í gær að erindi
Amarflugs væri hjá ráðherra til
ákvörðunar.
I
I
f
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi (gœr: Á sunnanverðu Grænlandshafi er vaxandi
973 millibara lægð á hreyfingu norður, en yfir suður-Noregi er
1040 millibara hæð. í nótt kólnar nokkuð suðvestanlands, en ann-
ars hreyfist hiti lítið.
SPÁ: í dag lítur út fyrir suðvestan- og sunnan stinningskalda með
slydduéljum ó suöur- og vesturlandi, en þurrviðrl á norður- og
austurlandi. Hiti á bilinu 0 til 4 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt, víða
skúrir eða slydduél sunnan- og suðvestanlands, en úrkomulítið eða
úrkomulaust í öðrum landshlutum. Kólnandi veður.
TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■|0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus
Reiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ý Skúrir * V El EEr Þoka
& Léttskýjað / / / / / / / Rigning
A HáKskýjað r r r * r * = Þokumóöa ’ , ’ Súld
A Sfyjað r * r * Slydda / * / CO Mistur
—|- Skafrenningur
/ ' Alskýjað * * * * Snjökoma * * * Þrumuveður
I/EÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
httl veður
Akureyri 1 hálfskýjað
Reykjavík , 4 rigning
Bergen -3 lóttskýjað
Helsinki -13 skýjað
ian Mayen 1 skýjað
Kaupmannah. -3 skýjað
Narssarssuaq -2 úrk.fgr.
Nuuk 0 snjókoma
Osló -12 léttskýjað
Stokkhólmur -12 Iðttskýjað
Þórshöfn B alskýjað
Algarve 11 léttskýjað
Amsterdam -6 mlstur
Aþena vantar
Barcelona 7 mistur
Berlfn -11 mistur
Chlcago -7 skýjað
Giasgow 2 slydda
Feneyjar rlgning
Frankfurt -9 snjókoma
Hamborg -6 rennlngur
Las Palmas vantar
London 1 skýjað
LosAngeles 6 heiðskfrt
Luxemborg -10 snjókoma
Madrfd 7 skýjsð
Malaga 8 helðskfrt
Mallorca 6 súld
Mlaml 18 heiðskfrt
Montreal -15 hefðskfrt
NewYork e skýjað
Parfa -8 snjókoma
Róm 10 skýjað
Vín -6 hrfmþoka
Washlngton 6 hétfskýjað
Winnipeg -18 helðskfrt
Barnabílstóll hlífði vel
HARÐUR árekstur varð á mótum Hofsvallagötu og Hring-
brautar síðdegis á fimmtudag. Urðu nokkur meiðsli á fólki, en
lítill drengur sem var i aftursæti annars bUsins slapp ómeiddur
með öllu. Drengurinn var í barnabílstól.
Áreksturinn varð með þeim bflsins. Ökumenn beggja bflanna
hætti að bfl var ekið austur Hring- slösuðust lítilsháttar og kona sem
braut. Hugðist ökumaður beygja var farþegi í öðrum. Drengurinn
upp Hofsvallagötuna, en ekki vildi litli, sem er rúmlega tveggja ára,
betur til en svo að bfll sem kom reyndist hins vegar ómeiddur í
vestur eftir Hringbraut skall í hlið bflstólnum sínum.
Morgunblaðið/Júlíus
Drengurinn litli var undrandi yfir öllum gauraganginum sem
varð þegar tveir bílar skullu saman á fimmtudag. Hann var i
barnabílstól f aftursæti annars þeirra og slapp ómeiddur.
Skákmótið í Gausdal:
Jón L. o g Jóhann börðust 179 leiki
JÓHANN Hjartarson og Jón L.
Árnason sömdu um jafntefli eftir
79 leiki í 7. umferð svæðamótsins
í Gausdal. Að sögn Jóhanns var
skákin æsispennandi til loka og
taldi Jóhann sig hafa vænlega
stöðu þegar skákin fór i bið, en
Jón fann réttu leikina og loks
sættust þeir á skiptan hlut.
Svíinn Emst er í efsta sæti á
mótinu með 5,5 vinninga af sjö, en
hann vann Agdestein í 7. umferð.
Jóhann er í 2. sæti með 5 vinninga.
Jón L. hefur 4 vinnninga, Guð-
mundur Siguijónsson 3 vinninga
og Sævar Bjamason 2 vinninga.
Ekkert var teflt í gær, en í dag
teflir Jóhann við Hellers, Jón teflir
við Ögaard, Guðmundur við Hansen
og Sævar við Hój. Mótinu lýkur á
sunnudag.
Kórskóli Pólýfónkórsms
Ódýrt söngnám og þjálfun
Pólýfónkórinn er nú að hefja starf að nýju eftir flutning á óratori-
unni Messíasi eftir Hándel með Sinfoníuhljómsveit íslands í Hall-
grimskirkju fynr jólin, sem vakti
Margt ungt söngfólk leitar inn-
göntu í Pólýfónkórinn ár hvert og
kemur flest úr kórskólanum, sem
kórinn hefur starfrækt mörg und-
anfarin ár með ágætum árangri,
enda færir kennarar fengnir til leið-
sagnar. Nýtt 10 vikna námskeið
hefst hinn 26. þ.m. og fer kennslan
fram í Vörðuskóla á Skólavörðu-
holti kl. 8—10 á mánudagskvöldum
fram til 30. marz. Þátttakendur
þurfa að hafa gott tóneyra og
óspillta rödd, en tónlistarmenntunar
er ekki krafist. Kennarar verða
söngstjóramir Jón Karl Einarsson
og Ingólfur Guðbrandsson, söng-
stjóri Pólýfónkórsins. Námskeiðs-
gjaldið er aðeins kr. 2.000 fyrir 20
kennslustundir. Nú þegar em all-
margir skráðir, en þeir sem vilja
bætast í hópinn og bæta rödd sína
og tónhæfni þurfa sem fyrst að
skrá sig í síma 26611 á dagirin eða
í síma 72729 (Kristján Már) eða
feikna athygli og hrifningu.
656799 (Ólöf) á kvöldin.
Á þessu ári em 30 ár liðin frá
stofnun Pólýfónkórsins. Hann hefur
starfað óslitið undir stjóm Ingólfs
Guðbrandssonar frá árinu 1957. Á
þessu tímabili hefur orðið mikil
söngvakning hjá íslendingum.
Pólýfónkórinn hefur borið hróður
íslenskrar menningar víða og skap-
að sér nafn á alþjóðavettvangi með
hljómleikahaldi í mörgum stórborg-
um Evrópu, auk þess að flytja
íslendir.gum margar fegurstu perl-
ur kórbókmenntanna.
Pólýfónkórinn hefur í hyggju að
halda upp á 30 ára starfsafmælið
með veglegum tónleikum á vori
komanda. Leitað er því þátttöku
eldri sem yngri kórfélaga og liðsinn-
, is þeirra ásamt því að nýjar raddir
em boðnar velkomnar. Þátttaka til-
kynnist hið fyrsta í ofangreind
sfmanúmer.
(Fréttatilkynning.)