Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Borgarnes:
V erslunarmannaf élagið
og hreppsnefnd deila hart
Pólitískur áróður framsóknarmanna,
segir Eyjólfur Torfi Geirsson oddviti
Borgarnen.
MEIRIHLUTI hreppsnefndar Borgamesshrepps samþykkti á mið-
vikudag harðorða bókun um bréf formanns Verslunarmannafélags
Borgarness og ályktun félagsfundar um álagningu útsvars og fast-
eignagjalda. Stjóm félagsins svaraði með bréfi þar sem sagt er að
bréfið hafi verið i fullu samræmi við ályktun félagsfundar. Oddviti
hreppsnefndar telur að hér sé um að ræða politískan áróður fram-
sóknarmanna sem skáki í skóli Verslunarmannafélagsins.
Stjóm félagsins mótmælti í gær
bókun hreppsnefndar með bréfi.
Ami Sigfússon
Menntamálaráðu-
neytið:
Þar segir að um árás á formann
félagsins sé að ræða og lýsir stjóm-
in yfir vonbrigðum sínum með að
einn hreppsnefndarmanna sem
skrifuðu undir bréfið sé fyrrum
formaður félagsins. í bréfinu segir
orðrétt: „í Qárhagsáætlun Borgar-
neshrepps [sem lögð var fram á
fundi hreppsráðs 2. desember] er
gert ráð fyrir að álagning útsvars
verði 11 prósent. Auk þess kemur
skýrt fram hver hækkun fasteigna-
gjalda og annarra gjalda er áætluð
fyrir árið 1987. í fjárhagsáætlun-
inni var gert ráð fyrir að tekjur
hækkuðu um 26-30% á meðan að
rekstrargjöld hækkuðu um 18-20%.
Þéssu hlutu stéttarfélögin að mót-
mæla.“
Jón Helgi Óskarsson formaður
Verslunarmannafélagsins kvaðst
vera undrandi á viðbrögðum
hreppsnefndar þegar álits hans var
leitað en vísaði að öðru leyti í sam-
þykktir félagsins.
í áðumefndri bókun hrepps-
nefndar segir hinsvegar: „Alagning
gjalda í Borgamesi fyrir 1987 er
ínnan þess ramma er gildandi tekju-
stofnalög segja til um og í fyrirliggj-
andi fjárhagsáætlun er gert ráð
fyrir óbreyttri álagningu útsvara
sem þýðir að full álagningarheimild
er ekki nýtt.“
Aðspurður sagði Eyjólfur Torfi
Geirsson oddviti hreppsnefndar að
rót þessa máls væri pólitísk. „Ég
vil að það komi skýrt fram að hér
er um pólitískar ofsóknir að ræða
gegn núverandi meirihluta hrepps-
nefndar.“ Sagði Eyjólfur að það
væm framsóknarmenn sem væm
þama að koma áróðri á framfæri í
gengum Verslunarmannafélag
Borgamess. Því til stuðnings sagði
hann að allir þeir sem væm í stjóm
eða varastjóm félagsins væm ann-
aðhvort flokksbundnir framsóknar-
menn eða yfirlýstir stuðningsmenn
flokksins. Þetta væri aðeins hluti
af þeirri herferð sem framsóknar-
menn hafa verið í síðan í síðustu
kosningum.
Varðandi gagnrýnina sagði
Eyjólfur að í umræddum bréfum
væri sannleikanum hagrætt og ekki
væri rétt farið með tölur. Sem dæmi
nefndi hann að í drögum að fjár-
hagsáætlun hreppsins væri gert ráð
fyrir að útsvarsálagningin yrði
10,4% og héldist, því óbreytt frá
fyrra ári.
Meirihluti hreppsnefndar er skip-
aður tveimur fulltrúum Alþýðu-
flokksins, einum fulltrúa
Alþýðubandalagsins og einum full-
trúa af lista óháðra. í minnihlutan-
um em tveir fulltrúar Framsóknar-
flokksins og fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins. TKÞ
Morgunblaðið/Kr.Ben
Eigendur Gullvíkur, Ágústa Gísladóttir og Hafsteinn Sæmundsson,
við hluta af þrektækjunum.
Grindavík:
Fiskvinnslufyrir-
tæki ræður fóstru
Boðið upp á gnfubað og þrektæki eftir vinnu
Grindavfk.
Nvr f orirmðiir
Æskulýðsráðs Japanir senda sérfræðing
skipaður til vinnslu á íg’ulkerjum
Menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson, hefur skipað Árna
Sigfússon stjórnsýslufræðing
formann Æskulýðsráðs rikisins
til næstu tveggja ára og Agúst
Má Grétarsson sölumann vara-
formann til sama tíma.
Á kjörfundi Æskulýðsráðs ríkis-
ins 7. janúar sl. vom kosin í ráðið
þau Katrín Gunnarsdóttir, Þórður
Haraldsson og Benjamín Axel
Ámason. Til vara Guðmundur Guð-
mundsson, Ámi Einarsson og Ingi
Þorgrímsson.
'O'
INNLENT
Keflavik.
„VIÐ vorum að fá þær fréttir frá
Japan að hingað kæmi sérfræð-
ingur í lok mánaðarins til að
vinna 500 kíló af hrognum úr
ígulkerjum," sagði Birgir Krist-
insson í Sandgerði í samtali við
Morgunblaðið. Hann hefur ásamt
félaga sínum Steinþóri Gunnars-
syni unnið að undanförnu að
útflutningi á ígulkeijum.
Þeir sendu tilraunasendingu til
Japan í byrjun desember og vom
svörin við henni jákvæð. Fulltrúar
frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
sem nú em staddir í Japan til að
semja um sölu á loðnu vom einnig
með mál þeirra félaga.
Birgir sagði að Japanir greiddu
fast verð sem væri 20 dalir fyrir
kílóið af hrognum. „Við gáium
þetta upp sem lágmarksverð og
þeir em tilbúnir til að borga það.“
Verð á þessari afurð er mjög
V erðlagsstof nun:
KAUPMENN fara í mörgum til-
vikum ekki eftir settum reglum
um útsölur. Þetta kom fram í
könnun Verðlagsstofnunar á út-
sölum sem nýlega var gerð.
í könnuninni kom fram að verð-
merkingum er mjög ábótavant,
jafnvel svo að í sumum verslunum
em engar vörar verðmerktar,
hvorki með uppmnalegu verði né
hinu lækkaða verði. í frétt Verð-
lagsstofnunar segir: Er vandséð
hvemig verslunarmenn geta við
• slíkar aðstæður veitt viðskiptavin-
um réttar upplýsingar um verð.
sveiflukennt frá degi til dags og er
frá 8 og upp í 27 dollara. Að sögn
Birgis þarf um 40 þúsund iguíker
í þessa sendingu og reiknaði hann
með að það tæki þá ijóra daga að
ná þessu magni.
BB
Fiskvinnslufyrirtækið Gullvik
hf. hefur ráðið til sín fóstru til
að annast bamagæslu. Einnig er
verið að ljúka innréttingu á þrek-
herbergi, gufubaði og sólar-
lampa-herbergi fyrir starfsfólkið.
Að sögn aðaleiganda fyrirtækis-
ins, hjónanna Ágústu Gísladóttur
og Hafsteins Sæmundssonar, verð-
ur farið út í að frysta físk jafnhliða
saltfiskverkuninni í vetur og því
þarf að fjölga starfsfólki, einkum
konum. „I því sambandi vaknaði sú
hugmynd," sagði Ágústa „að bjóða
þjálfun og sólarlampa eftir vinnu.
Einnig hef ég ráðið lærða fóstm til
að sjá um bamagæslu fyrir þær
húsmæður sem annars eiga ekki
héimangengt vegna bama en vildu
gjaman koma út á vinnumarkaðinn.
Við vomm með óinnréttað húsnæði
sem upphaflega var hugsað sem
verbúð og með þessu fyrirkomulagi
viljum við koma til móts við heima-
fólkið í stað þess að þurfa að ráða
aðkomufólk eins og flest fyrirtækin
þurfa að gera hér í Grindavík."
Kr.Ben.
Kaupmenn fara ekki
að reglum um útsölur
Af þessu tilefni vekur stofnunin
athygli á eftirfarandi atriðum varð-
andi útsölur:
Á útsölu skal eingöngu selja eldri
vömbirgðir. Þegar nýjar vömr em
seldar á lækkuðu verði er um til-
boðsverð að ræða en ekki útsölu.
Það telst ekki útsala ef aðeins
fáar vörar em seldar á lækkuðu
verði. í slíkum tilvikum er um til-
boðsverð að ræða.
Útsöluvaming þarf að greina frá
öðmm vömm sem ekki em á út-
sölu, þannig að neytendur geti með
auðveldu móti áttað sig á hvaða
vömr em á útsölunni.
Spænsku-
kennsla að
hefjast í
sjónvarpi
Kennslubókin
„Hablamos
Espanol“ komin
út hjá Vöku-
Helgafelli
SJÓNVARPIÐ er að hefja
spænskukennslu fyrir byrj-
endur og verður fyrsti
þátturinn í dag, laugardag.
Þættirnir eru gerðir af Þjóð-
veijum og heita „Hablamos
Espanol", en höfundur þeirra
er María Rosa Serramo. Hún
hefur jafnframt samið
kennslubókina sem gefin er
út til nota með sjónvarps-
þáttunum.
„Hablamos Espanol" er mið-
að við nemendur, sem ekki
þekkja til spænsku og sækjast
fyrst og fremst eftir því að
verða samtalsfærir á þeirri
tungu. í byijun eru einkum
hafðar í huga þarfír þeirra, er
koma tii Spánar í skemmtiferð
og vilja geta bjargað sér sjálfir
meðal spænskumælandi fólks
ef á þarf að halda.
Alls em þættimir í þremur
flokkum og í hveijum þeirra em
13 þættir. Fyrsti flokkurinn
verður á dagskrá sjónvarpsins
fram að páskum og síðan er
ætlunin að taka aftur upp þráð-
inn haustið 1987. Útsending-
artími verður á laugardögum
kl. 18.00 til 18.30, en hver þátt-
ur er um það bil 25 mínútur
að lengd. Umsjón með íslenskri
gerð þessa námsefnis hefur
Guðrún Halla Tuliníus, m^nnt^-
skólakennari. Hún þýðir og
flytur íslenskar skýringar við
þættina og jafnframt hefur hún
íslenskað námsbókina sem þátt-
unum fylgir og gefín er út af
Vöku-Helgafelli.
íslenska sjónvarpið hefur
tryggt sér rétt til að dreifa
„Hablamos Espanol" á mynd-
snældum til þeirra, er þær vilja
nota til frekara spænskunáms.
Em hér einkum hafðar í huga
þarfir skóla og annarra mennta-
stofnana, en jafnframt er
bókasöfnum, námshópum,
ferðaskrifstofum og öðmm
þeim, er búa fólk undir Spánar-
ferðir, bent á fræðsluefnið.