Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1987 Verkstniðjuframleiddur Volkswagen Syncro-neyðarbíll, valkostur fyrir smærri byggðarlög og þar sem samgöngur eru erfiðar. Að áliti fagmanna einnig raunhæfur valkostur þar sem meira er umleik- is, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Þorkell Syncro-neyðarbíllinn getur flutt tvo sjúklinga á börum, þótt að öllu jöfnu séu aðeins börurnar í notkun. Þá er pláss fyrir þann þriðja sitjandi í þar til gerðum stól og er þá enn rúm fyrir sjúkraliða á skemli. Innrými mun vera svipað og í Suburban-bílunum, sem algeng- ir eru í sjúkraflutningum, en nokkru minna en í Econoline- og Chevy Van-bílunum. Volkswagen Syncro-sjúkrabíll Bllasiaan Þórhallur Jósepsson í byijun ársins afhenti Hekla hf. þrjá bíla af gerðinni Volkswagen Syncro til sjúkraflutninga. Tveir bílanna eru sérsmíðaðir neyðarbílar og fór annar þeirra austur í Rangár- vallasýslu, hinn austur á Hérað. Sá þriðji, sem fór vestur á Patreks- fjörð, er óbreyttur. Sérsmíðuðu bílamir koma al- skapaðir frá verksmiðjunum, sem nýverið hafa tekið upp að breyta „rúgbrauðinu" í neyðarbíla. Syncro er að því leyti frábrugðinn venju- lega „rúgbrauðinu", að hann er með drif á öllum hjólum og tengjast öxlamir með seigjukúplingu (syncro). Hún hefur þá kosti, að gefa vel eftir við lítið álag, en læs- ir drifinu, mjúklega þó, ef skyndi- lega kemur mikill hraðamunur á öxlunum. Það þýðir, að í venjuleg- um akstri er eins og hvert annað mismunadrif sé á milli öxlanna, en ef annar þeirra missir grip, þá læs- ist millikassinn og báðir öxlar taka á. Venjulega er afldreifingin jöfn á báða öxlana. Þegar þessir þrír bílar voru af- hentir, var þar margt gesta bæði frá kaupendum og einnig frá slökkviliði og lögreglu í Reykjavík. Var margt hægt að fræðast um sjúkrabíla á skrafí manna og létu þeir óspart í ljós álit sitt á þessum gripum. Ekki var leikmanni hent að átta sig á öllum atriðum sem þar komu fram, en þó voru flestir sammála um að slíkir bílar sem þessir hentuðu best þar sem þörf er fyrir einn alhliða neyðar- og sjúkraflutningabíl, von væri ófærð- ar og allra veðra og um erfiða vegi að fara. Reyndar sannaði Syncroinn fyrir gestum hvers hann er megnugur á erfíðum vegum. Farið var með hóp- inn upp fyrir bæinn og þar haldin svolítil demonstrasjón. Syncro- sjúkrabíl var att út í hið versta forað og upp í brekkur, sem virtust ofviða öllum öðrum en knáustu jeppum. En — hann fór yfír og upp og hafði ekki mikið fyrir því. Þar kom til sögunnar ágætur aukabúnaður: drifalæsingar. Með því að toga í hnappa í mælaborðinu má læsa hvoru drifínu sem vill. Stendur þá fátt fyrir þessum bíl, svo framarlega sem hjólin hafa enn grip. Því miður var enginn snjór til að reyna bílinn í, en fróðir menn, sem reynt hafa, fullyrða að þar sé sama uppi, sé bíllinn ekki kviðfastur í sköflunum, þá fari hann yfír. Venjulegur Volkswagen Syncro, án nokkurs búnaðar að innanverð- unni og með lágum toppi, kostar til björgunarsveita eða Rauðakross- deilda kr. 820.000. Fullbúinn neyðarbíll, eins og sést á myndinni, kostar kr. 1.370.000. SAAB í sumarklæðum Það var ekki orðið jafnkalt og nú síðustu daga, þegar sá fyrsti var afhentur frú Ann-Mari Sved- berg. Það var í október á síðasta ári. Ann-Mari getur líkast til talið sig heppna að fá sinn bíl svo fljótt, því að nú þegar er yfir tveggja ára bið í Svíþjóð eftir þessum lag- lega bíl. Já, Saab hefur loksins fleygt toppnum, að sjálfsögðu ekki af óllum bílunum, en ein gerð er topp- laus og heitir 900 Cabriolet. Strax í nóvember höfðu 400 pantanir borist verksmiðjunum, og eru þá ótaldar pantanir frá öðrum löndum en Svíþjóð. í grundvallaratriðum er Cabrio sami bíll og venjulegur Saab 900, þó styrktur undirvagninn til að vega á móti toppmissinum. Vind- kljúfur er kominn framan við kistulokið til að beina loftstreym- inu frá farþegunum. Tuskutoppur- inn er greinilega ekki með neinum barnakerrubrag eins og sjá má á Saab 900 Cabriolet, lagleg kerra, tekur þeim venjulega mjög fram, hvað útlitið snertir. Blæjurnar munu ekki gefa öðrum hlutum bílsins eftir í gæðum, enda eiga þær að þola vetrarveðráttu á skandinavíska vísu. Ann-Mari Svedberg tekur við fyrsta blæjubílnum frá Saab af framkvæmdastjóra sænska dreifingarfyrir- tækisins, Saab-Ana. myndunum, enda á að vera hægt að nota hann árið um kring þótt kalt sé í veðri. Saab hefur sem sé bæst í hóp þeirra bílaframleiðenda, sem róa nú á gömul mið opnu bílanna á ný, þeirra á meðal má nefna BMW, General Motors og Ford. Blæjurn- ar hafa tekið slíkum framförum, að jafnvel hér á íslandi er orðið raunhæft að fá sér einn ævintýra- legan Cabrio! t___
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: