Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 35 Skoðanakönnun Helgarpóstsins: Dregur úr sókn Alþýðuflokksins HELGARPÓSTURINN birti á fimmtudaginn niðurstöður skoð- anakönnunar á fylgi stjórnmála- flokkanna, sem gerð var 13. og 14. janúar sl.. Samkvæmt henni hafa Alþýðuflokkur og Kvenna- listi bætt við sig fylgi frá þvi í kosningunum 1983, en aðrir flokkar tapað fylgi. Miðað við aðrar skoðanakannanir, sem birtst hafa að undanförnu, hefur hins vegar dregið úr fylgi Al- þýðuflokksins. Könnunin var gerð af fyrirtækinu SKÁÍS. Hringt var í 800 einstakl- inga skv. tölvuskrá yfir símanúmer fyrir allt landið. Spurningunum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var miðað við jafnt hlutfall kynja. 534 þátttak- endur (66,3%) tóku afstöðu til einstakra flokka, 147 (18,4%) kváð- ust óákveðnir, 47 (5,9%) sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 72 (9,0%) neituðu að svara. Niðurstaðan varð sú,' að 129 (16,1%) ætluðu að kjósa Alþýðu- flokkinn í næstu kosningum, 84 (10,5%) Framsóknarflokkinn, 2 (0,3%) Bandalag jafnaðarmanna, 187 (23,4%) Sjálfstæðisflokkinn, 84 (10,5%) Alþýðubandalagið, 47 (5,9%) Kvennalistann og 1 (0,1%) Flokk mannsins. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku er fylgi Alþýðu- flokksins 24,2%, Framsóknar- flokksins 15,7%, Bandalags jafnaðarmanna, 0,4%, Sjálfstæðis- flokksins, 35,0%, Alþýðubandalags- ins 15,7%, Kvennalistans 8,8% og Flokks mannsins 0,2%. Arild Martinsson gestur á sýningii Intercoiffure VETRARSÝNING hárgreiðslu- samtakanna Intercoiffure verð- ur haldin á íslandi sunnudaginn 18. janúar á Hótel Sögu kl. 21.00. Intercoiffure eru alþjóðleg sam- tök hárgreiðslufólks, sem hittist á þingum, skiptist á skoðunum og hugmyndum og styrkir vin- áttusambönd þess. Markmiðið er að auka þekkingu á faginu og kynna almenningi. íslenskir fé- lagar samtakanna eru 12 talsins og standa sem hópur að sýning- unni. Sérstakur gestur sýningarinnar er Arild Martinsson, forseti ICD í Noregi. Hann var í raun fyrsti for- seti samtakanna á íslandi, áður en hér var stofnuð sérstök deild og er mjög tengdur íslensku hárgreiðslu- fólki. Kynnir sýningarinnar er Magnús Axelsson, en Comelíus Carter mun sjá um uppsetningu. Sýndar verða línur í hártísku komandi árs. Margt er í tísku nú, svo sem sjá má þar. Mest áhersla er lögð á að hárgreiðslan hæfí hvetj- um viðskiptavini, hvort sem því er náð fram með klippingu, þurrkun, permanenti eða litun. Fulltrúi verkalýðsfélagsins veitir bifreiðinni viðtöku. Verkalýösfélag fékk bílinn DREGIÐ var í byggingahapp- ósóttir en þeir komu á miða nr. drætti Vegarins þann 22.des- 539 og nr. 577. Vinningur á báða ember 1986 og kom aðalvinn- þessara miða er 25.000 króna ingurinn, Suzuki bifreið, á miða vöruúttekt í versluninni Mikla- nr. 9, en sá miði reyndist vera garði. í eigu Verkalýðsfélagsins á Vegurinn, Kristið samfélag, vill Akranesi. Var bifreiðin afhent nota tækifærið og þakka þeim vinningshafa þann 2. janúar. sem studdu starfíð með þáttöku Alls voru í boði sex vinningar sinni í happdrættinu. og eru ennþá tveir vinninganna (Úr fréttatilkynningu) Stjörnubíó: Tvær nýjar kvikmyndir STJÖRNUBÍÓ hóf sýningar á nýrri kvikmynd, „Andstæður“, i gær og mun frumsýna nýja barnamynd fyrir í dag kl. 15.00, „Kærleiksbirnirnir II“. í Andstæðum er fylgst með David Basner, sem er ungur maður á uppleið. Hann er í góðu starfi, kvenhollur mjög og nýtur lífsins út í ystu æsar. Þá fær hann símtai, sem breytir öllu. Faðir hans tilkynn- ir honum að eiginkonan hafi yfír- gefið sig eftir 34 ára hjúskap. Þar kemur að David verður að velja á milli foreldra sinna og starfsframa. Jackie Gleason fer með hlutverk Max Basners og Eva Marie Saint leikur eiginkonu hans. Tom Hanks fer með hlutverk Davids. Austurbæjarbíó hefur að undanf- ömu sýnt teiknimyndina Kærleiks- bimi I, en í mynd II segir frá mömmu og pabba, krökkunum, frænkunum og frændunum. Saman beijast þau við drekann ógurlega, sem getur breytt sér f venjulegan skólastrák, frosk og ref. Drekinn ætlar að leggja undir sig heiminn og stjóma af grimmd og vonsku. Aðeins Kærleiksbimimir geta bjargað málunum. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins um fram- boðslista Kvennalistans á Vestur- landi, sem var í blaðinu miðvikudag- inn 14. janúar sl., misritaðist nafn frambjóðanda í 7. sæti. Rétt nafn er Dóra Jóhannesdóttir, húsmóðir. AF ERLENDUM VETTVANGI Persaflóastríöiö: eftir ASGEIR SVERRISSON Valkestir hrannast upp og engar horfur á friði Síðustu þrjár vikur hafa íranir tvivegis blásið til stórsóknar gegn írökum. Fréttir af gangi styrjaldarinnar geta tæpast talist áreiðanlegar. Bæði ríkin lýsa yfir glæstum sigrum en vest- rænum fréttamönnum er sjaldan leyft að fylgjast með átökunum. Eitt er þó ljóst; blóðbaðið er óskaplegt og ekkert bendir til þess að lát verði á bardögunum Þann 24. desember hrundu ír- anir af stað sókn sem kallaðist „Karbala 4“. Giskað hefur verið á að 60.000 menn hafí tekið þátt í henni. í fyrsta skipti frá því stríðið hófst fyrir rúmum sex áram var árásarliðið eingöngu skipað svonefndum „byltingar- vörðum“. Þykir þetta benda til ákveðinnar togstreitu innan her- stjórnar írana. Herinn hefur lagst gegn skipulegum árásum á stöðv- ar Iraka þar sem þær kosta jafnan gífurlegar mannfómir. „Karbala 4“ reyndist ekki undantekning á þeirri reglu. íranir sóttu yfír Shatt-al Arab-vatnasvæðið, sem skilur ríkin tvö að í suðri, og hugð- ust ná fjóram eyjum íraka á sitt vald. Eftir heiftarlega bardaga, sem stóðu í tvo sólarhringa, var árásinni hrandið. Þúsundir manna, jafnvel tugþúsundir, féllu og írakar fögnuðu sigri með því að heimila fréttamönnum að ferð- ast til vígstöðvanna. Reyndustu stríðsfréttaritara skorti orð til að lýsa óhugnaðinum, sem fyrir augu bar. Áfangasigur írana í fyrstu töldu menn að íranir hefðu hafið „lokasóknina", sem þeir hafa lengi boðað. Ayatollah Hashemi Rafsanjani, forseti íranska þingsins, sagði svo ekki vera heldur hefði verið um „tak- markaðar hernaðaraðgerðir" að ræða. Þó svo að árásin um jólin hafí ekki verið „lokasóknin" bend- ir stærð árásarliðsins tæpast til skyndiárásar. Fréttaskýrendur virðast almennt sammála um að „Karbala 4“ hafí verið írönum mikið áfall og bent hefur verið á að mannfallið hafí verið með þvílíkum eindæmum að jafnvel klerkunum í íran hafí verið bragð- ið. Ekki var þó látið staðar numið. Föstudaginn 9. janúar hófu íranir sókn á ný yfír Shatt-al Arab. Sem fyrr var gríðarlegum fjölda manna safnað saman og segja írakar að ellefu herdeildir myndi árásarliðið. Ef það er rétt má gera ráð fyrir að 110.00 íranir séu nú á vígstöðvunum. íranir kveðast hafa náð landsvæði austur af Bashra, næststærstu borg íraks, á sitt vald og segjast vera í seiling- arfjarlægð frá borginni. Að sögn vestrænna hemaðarsérfræðinga er þetta stærsti áfangasigur írana frá því í febrúar 1986 þegar þeir náðu hluta Faw-skaga á sitt vald. Undanfarin fjögur ár hafa íran- ir freistað þess að einangra Basra frá Baghdad, höfuðborg íraks, en árásum þeirra hefur jafnan verið hrandið. Vafasamt er talið að ír- anir nái að halda svæðinu nærri Basra. Að sögn arabískra stjóm- arerindreka í ríkjunum við Persa- flóa hafa írakar reist 80 kílómetra langa vamarlínu austur af Basra þar sem safnað hefur verið saman öflugum stórskotaliðsbyssum, eld- flaugum og skriðdrekum. „Slag- kraftur íraka er einfaldlega of mikill og það mun skipta sköp- um,“ sagði einn þeirra í viðtali við AP fréttastofuna. Furðuleg herfræði Herfræði írana hefur vakið undran margra. Á undanfomum áram hafa þeir gert skyndiárásir með góðum árangri. Talið er að foringjar í hemum hafí skipulagt þær en ekki ráðamenn stjómar- innar. Nú er þúsundum manna safnað saman gegn öflugum vöm- um íraka og att út í opinn dauðann í krafti trúarhita og of- stækis. Ef íranir taka ekki upp aukinn sveigjanleika í hemaða- raðgerðum sínum má gera ráð fyrir að áhlaup þeirra verði fram- vegis sem spegilmynd af „Karbala 4“. Hingað til hafa herdeildir íraka gegnt vamarhlutverki en hinum öfluga flugher þeirra verið beitt þeirra er að hrani kominn þar sem olíuútflutningurinn hefur dregjst saman um helming," segir Kopi- etz. Talið er að striðsreksturinn muni kosta írani 7 milljarða Bandaríkjadala á þessu ári. Hins vegar munu olíutekjur þeirra í ár tæpast nema 5 milljörðum dala. Loftárásir íraka á olíuvinnslu- stöðvar þeirra valda þar mestu um auk þess sem olíuverð hefur lækkað eins og alkunna er. „Ef írönum tekst ekki að hrinda loft- árásum Iraka era þeir í vanda staddir," segir Kopietz. Engfar friðarhorfur Þann 26. þessa mánaðar hefst ráðstefna ríkja múhameðstrúar- manna í Kuwait og verða þar ræddar leiðir til að binda enda á átökin fyrir botni Persaflóa. í byijun mánaðarins fór Saddam Hussein, forseti íraks, óvænt í heimsókn til Saudi-Arablu til við- ræðna við Fahd konung og snerast samtöl þeirra einkum um iasra & I I ARÁSfcANA |«.= • rrannshahc \Abu a! khasib^^'r' fRAfsj n AzZubayr—-4 — C-L IRAK^j -- -v al Rassas 1 Ki—va \\ \\ \ _— \- — - ”lu.~ ~ - -votlendi— | GAGNS0KN IRAKA K i-~_- - -- zr-z Z- ---- -- votlendi - ~ .“j* __ Qasr~ KUWAIT v..... “■ - _ - 0 IQ^km ~ Neðra kortið sýnir sókn írana yfir Shatt-al Arab skönunu fyrir áramót. gegn innrásarliðinu auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar á olíu- vinnslustöðvar og borgir í fran. í þessu samhengi er fróðlegt að minnast þess að írakar hófu Persaflóastriðið árið 1980 þegar hersveitir þeirra sóttu yfír Shatt- al Arab. Svo virðist sem þeir hafi látið öll áform um landvinninga lönd og ieið og treysti nú að flug- her þeirra geti lamað olíuútflutn- ing írana og þar með allan efnahag landsins. Að sögn Hans- Heino Kopietz, sem starfar við Alþjóða herfræðistofnunina í Lon- don, eiga íranir nú þegar f veralegum erfíðleikum. „Iranir verða nú að grípa til einhverra ráða til að efla baráttuþrek hers- ins og þjóðarinnar. Efnahagur Persaflóastríðið og ráðstefnuna í Kuwait. Að mati fréttaskýrenda var heimsókn Husseins veikleika- merki. Honum hefur hvorki tekist að binda enda á stríðið, sem hann sjálfur hóf, með samningaviðræð- um né vopnavaldi og bindur nú vonir sínar við ráðstefnuna í Kuwait. Ólíklegt er talið að ráðstefnan skili einhveijum árangri. íranir hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að semja um frið á meðan Saddam Hussein er við vökL Aya- tollah Khomeini, leiðtogi írana, er raunar orðinn aldurhniginn mjög en fullvíst má telja að blóð- ugir bardagar muni geisa allt þar til hann safnast til feðra sinna. Heimildir: Economist, Newsweek og AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.