Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Sj ómannaverkf allið: Jakob Magnússon, 2. vélstjóri Hjalti Þorkelsson, háseti MB Víðir Jónsson, skipstjóri MB á MB Heiðrúnu. Dagrúnu. Dagrúnu. Verkfall á vitlausum tíma Bolungarvík í TILEFNI nýgerðra kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna ræddi fréttaritari Morgunblaðsins á Bolungarvík við nokkra sjó- menn. Jakob Magnússon „ÉG TEL að þetta verkfall hafí verið ótímabært og tímasetning þess kolröng. Það er ekki nema brot af flotanum sem stoppar raunverulega. Netabátar á Suð- urlandi eru ekki byijaðir sína vertíð. Það hefði t.d. verið hægt að ná meiri þrýstingi á útgerðar- menn með því að boða verkfall ekki fyrr en eftir 15. febrúar. Svo er það mín skoðun að deiluaðilar eigi að leysa sín mál. Það á ekki að leysa þau með lagaboðum. Það hefur aldrei verið til hagsbóta fyrir hvorugan aðilann." Hjalti Þorkelsson „ÞAÐ ER nú þannig með okkur hér í Bolungarvík að það eru ein- ungis skipstjórar og stýrimenn sem eru í verkfalli enn sem komið er. Það hefur ekki náðst samstaða meðal sjómanna á Vestfjörðum um aðgerðir. Það er kannski skilj- anlegt þvi þetta verkfall sem er er á vitlausum tíma. Vertíð neta- báta er ekki byrjuð, þar að auki eru 50 skip á sjó en ég er hinsveg- ar ánægður með það að náðst hefur samkomulag milli aðila um á hvem hátt stöðva beri skipin ef til verkfalls kemur. Á tímabili vofði yfir lagasetning sem hefði komið okkur mjög illa og það virt- ist vera að útgerðarmenn væru fráhverfír því að semja þegar þeir sáu hilla undir lagasetninguna og svo það að stöðva viðræður út af einu skipi þegar 50 önnur skip eru á sjó fínnst mér bara helber fíflagangur. Að fullorðnir menn skuli geta látið svona. Ég hef nú ekki nógu glöggar upplýsingar um það hvað raunverulega samd- ist en að við skulum þurfa að taka þátt í olíukostnaði útgerðarinnar finnst mér alls ekki koma til greina.“ Víðir Jónsson „ÉG HEF aldrei farið leynt með þá skoðun mína að það var rokið til að boða þetta verkfall án þess að mönnum væri kynnt málið nógu vel og þar að auki er þetta ekki rétti tíminn til verkfalla. Það eru tugir skipa á sjó megnið af verkfallinu og það eru sóknar- mörk á togurunum þannig að fyrstu 15 dagarnir af árinu detta bara upp fyrir. Ef t.d. verkfall hefði verið lx)ðað um miðjan mars þá hefði það stoppað loðnubátana og alla vertíðarbáta og þar með verið hægt að beita mun meiri þrýstingi. Samkvæmt þeim frétt- um sem við höfum núna hefur kannski náðst 50 þúsund krónur á ársgrundvelli sem menn eru búnir að sitja yfír í hálfan mánuð sem verður síðan vafalaust af okkur togarasjómönnunum tekið með gámasamningunum. Það stefnir allt í það að við verðum að taka meiri þátt í flutnings- kostnaðinum við gámana og þar með minnka kaupið okkar en ég vil að það komi fram að við tog- arasjómenn fengum ekkert út úr síðustu fískverðshækkun. Það að ríkisstjómin þurfí að setja lög á svona Iagað fínnst mér ekki koma til greina og það er enginn þjóðar- hagur í voða eftir tveggja vikna stopp." Áherslur félaga misjafnar Akranesi. SJÓMENN á Akranesi funduðu um nýgerðan kjarasamning á fimmtudagskvöldi og var góð mæting á fundinum og fjörugar umræður. Guðmundur M. Jónsson for- maður verkalýðsfélags Akraness sagði í samtali við fréttaritara að það væri skoðun sín að þessi deila hefði aldrei þurft að koma til ef þau loforð sem gefín voru þegar bráðabirgðarlögin voru sett á sjó- menn 1983 um að ef olíuverð lækkaði fengju sjómenn skipta- prósentuna til baka. Ennfremur sagði Guðmundur: „Um þetta at- riði snérist stór hluti samningana. Það er stjómvöldum að kenna hvernig þessu máli hefur reitt af. Vissulega er margt gott í þessum samningum en það er engu að síður staðreynd að oft er erfíðara fyrir sjómenn að ná fram lagfær- ingum á samningstíma sínum heldur en fyrir starfsstéttir í landi. Þó vil ég geta þess að við hér á Akranesi eigum betra með það en margir aðrir. Okkar viðsemj- endur eru mannlegri og því höfum við fengið ýmsar leiðréttingar sem aðrir hafa ekki fengið. Stóra mál- ið fyrir utan skiptaprósentuna í þessum samningi er ákvæðið um boðun verkfalls með 21 dags fyrir- vara og að veiðafæri skulu tekin úr sjó þegar verkfall er hafið og skip sigli beint til hafnar. Þetta breytir m>klu eins og dæmin sanna í þessari kjaradeilu en 21 dagur eftir boðun verkfalls ætti að öllu jöfnu að nægja til að leysa deilu ef vilji væri fyrir hendi. Vissulega eru áherslur einstakra félaga misjafnar, það er margt sem kemur sumum til góða og öðrum ekki. Hjá okkur á Akra- nesi er það nú t.d. þannig að tvö Guðmundur M. Jónsson, for- maður verkalýðsfélags Akra- ness. atriði sem tekist var á um hjá öðrum félögum höfum við hér fyrir og það þýðir að við náum ekki bót á þeim atriðum meðan aðrir eru að ná þeim inn. Það er erfítt að vera með blandaðan samning sem nær til sjómanna við mjög mismunandi veiðar eins og stundaðar eru frá Akranesi og það kemur sumum til góða og öðrum ekki eins og gengur og gerist," sagði Guðmundur M. Jónsson að lokum. Óánægjuhljóð í mönnum Stefán Lárus Pálsson netamað- ur á Höfðavík AK 200 var ekki ánægðir með hinn nýja samning þegar við ræddum við hann. „Það sem ég sætti mig ekki við er að mér fínnst samningurinn gefa okkur lítið miðað við þá fórn sem við höfum þurft að færa. Mér fínnst mikið óánægjuhljóð í mönn- um hér á Akr^nesi. í fyrsta lagi er það skoðun mín að olíuverðið eigi ekki að tengja við skiptapró- sentuna því það skilar okkur líklega ekki miklu enda ýmsar blikur á lofti um olíuverð á næs- tunni. Þetta ákvæði getur hæg- Iega lækkað launin okkar. Það sama á við um starfsaldurs- hækkanir, mér finnst þær t.d. ekki gefa mér mikið þrátt fyrir 30 ára sjómennsku. En þrátt fyr- ir ýmsilegt miður gott er samning- urinn vitanlega ekki alvondur. Ákvæðin um boðun verkfalls með 21 dags fyrirvara eru til mikilla bóta. Ég vil einnig geta þess að mér fínnst fískverðshækkunin um áramótin vera háðung fyrir okkur togarasjómenn. Þorskur og karfi hækka mjög lítið en meðaltals- hækkunin er borin uppi af verði á grálúðu og stórufsa sem við veiðum lítið af enda veiðitími á þessar tegundum mjög stuttur. Þá er enn eitt sem óánægja er með en það er skilaverð á gáma- físki. _ jg Morgunblaðið/Bjami Kvennalistakonur kynna framboðslista sinn í gær. Lengst til vinstri er Kristín Árnadóttir formaður uppstillingarnefndar, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, sem skipar þriðja sæti listans, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismaður. Samtök um kvennalista: Sigríður Dúna hættir núna og Guðrún eftir tvö ár SAMTÖK um kvennalista kynntu í gær framboðslista sinn fyrir næstu alþingiskosningar. Efsta sæti listans skipar Guðrún Agn- arsdóttir, en Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, alþingismað- ur, er í neðsta sæti listans. Hún skipaði fyrsta sætið við síðustu kosningar. Guðrún ætlar að segja af sér þingmennsku að tveimur árum liðnum. Sigríður Dúna sagði að Kvenna- listinn byði fram stefnu og hugmyndir, en ekki einstaka konur og framboðslistinn miðaði að því að endumýjun yrði í þingliðinu. Það væri þó langt frá því að hún væri hætt að starfa fyrir Kvennalistann, heldur hefði hún ekki séð sér fært að taka aftur sæti á þingi vegna anna. Guðrún Agnarsdóttir tilkynnti að hún myndi segja af sér þing- mennsku eftir tvö ár og tæki þá varamaður hennar við. Þessa ák- vörðun sína sagði hún byggjast á samþykkt félagsfundar samtak- anna i haust um að þingmenn skyldu ekki sitja lengur en 6-8 ár í senn. Áður hefur Kristín Halldórs- dóttir, sem er þingmaður Kvenna- listans í Reykjaneskjördæmi, tilkynnt að hún muni gera slíkt hið sama og hefur verið deilt nokkuð um lögmæti þess. Guðrún sagðist telja að þar sem þingmönnum væri heimilt að segja af sér og fordæmi væru fyrir að það væri gert strax eftir kosningar, þá væri heiðarlegra að láta kjósendur vita af slíkri ák- vörðun fyrirfram. Efstu sæti framboðslista Sam- taka um kvennalista skipa þær Guðrún Agnarsdóttir alþingismað- ur, Kristín Einarsdóttir lífeðlis- fræðingur, Þórhildur Þorleifsdóttir Ieikstjóri og Guðrún Halldórsdóttir forstöðumaður Námsflokkanna. Frambjóðendurnir sögðu að engar áherslubreytingar hefðu verið gerð- ar á stefnuskrá samtakanna, en í næsta mánuði yrði gefin út stefnu- skrá þar sem tekið yrði á einstökum málaflokkum. Kvennalistakonur hafa ákveðið að bjóða fram á Vesturlandi, Norð- urlandi eystra, Reykjanesi og í Reykjavík og sögðu þær í gær að líklegt væri að Austurland og Suð- urland bættust við. Þá væri verið að kanna möguleika á framboði á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Morgunblaðið/Einar Falur Þrír efstu menn á lista BJ í Reykjavík. Frá vinstri Guðmundur Óli Scheving, Anna Kristjánsdóttir og Helgi Schiöth. Bandalagjafnaðarmanna: Hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum BANDALAG jafnaðarmanna stefnir að framboði í öllum kjör- dæmum landsins og stefna á að koma sjö mönnum á þing eftir næstu kosningar. Framboðslistar fyrir Reykjavík og Reykjanes hafa verið birtir og eru listar fyrir Norðurland eystra og Suð- urland í burðarliðnum. I öðrum kjördæmum er unnið að fram- boðsmálum. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi er haldinn var á fimmtudaginn, á fjögurra ára af- mæli BJ. „Sá kjarni er staðið hefur á bak við þingmennina frá upphafi, er enn til staðar og hyggst vinna áfram að þeim kerfisbreytingum sem Vilmundur Gylfason mótaði í upphafí. Er þingmenn BJ yfírgáfu flokkinn í lok september og gengu til liðs við alþýðuflokkinn, tóku þeir allar eignir BJ með sér og höfum við engin gögn í höndunum sem sýnir stöðu bandalagsins nú. BJ er enn á iífi enda ekki hægt að leggja niður flokk nema á landsfundi. Það er forkastanlegt að Alþingi skuli ekki hafa rætt málefni BJ þegar þingmennirnir gengu út. Við höfum þó von um að bókhaldsmálin séu að leysast," sagði Anna Kristjáns- dóttir, sem skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Þorsteinn Hákonarson, formaður landsnefndar BJ, sagði að lögmaður bandalagsins, Brynjólfur Kristjáns- son, hefði gengið á fund borgarfóg- eta þá um morguninn með innsetningarbeiðni sem þýddi að honum væri falið að afhenda réttum aðilum þær eit/ur og fjármuni sem BJ tilheyrðu. Þorsteinn sagði að bandalagið hefði engin bókhaldsgögn frá sl. tveimur árum og hefði ekki enn getað gert upp happdrætti, sem BJ efndi til árið 1985. „Þeir þingmenn, sem setið hafa á þingi fyrir hönd BJ á síðasta kjörtímabili, hafa eng- an veginn verið starfi sínu vaxnir, sagði Þorsteinn. “Þeir koma alls ekki til greina sem frambjóðendur fyrir flokkinn seinna þó þeir sjálfir vildu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: