Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 51 Júlíus Eiríksson, fyrrum prestur og skólastjóri á Núpi, síðar þjóðgarðs- vörður, er látinn. Þegar ég nú nefni nafn þessa skólabróður og vinar, hrannast upp minningar allt frá skólaárum og síðar. Þótt Eiríkur væri síhugsandi um alvörunnar mál, sem skipta sköpum í samfélagi, var hann þó gæddur meðfæddu skopskyni, svo að eðliseigind hans sem gamanleik- ari vakti sérstaka athygli við flutning skólaleikja. Sem einn af vormönnum íslands og oddviti ungmennafélagshreyf- ingar var Eiríkur vondjarfur maður, bæði í sókn og vöm. Hagur lands og lýðs var honum hugsjón, er tendraði og efldi þann innra eld, sem allt fram að banadægri aldrei kulnaði, enda höguðu forlögin því svo náðarsamlega til, að hann féll á vígvelli mælsku sinnar. Þessi háa hugsjón blés honum í btjóst þá snilldarinnar ræðu- mennsku, sem leiftraði af vömm hans hveiju sinni, er hann upp hóf hnarreista raust sína, sem engan lét ósnortinn. Þegar hann talaði á mannamótum, ríkti algjör samstaða hlustunar, enda var mælskulist hans nánast af cicerónskum toga spunnin. Málsnilld hans var ekki aðeins fólgin í meitluðu orðavali ómengaðs, kjammikils móðurmáls, heldur einnig, og það ekki síður, í framsetningu tilbrigðaríkra róm- breytinga, er hnigu og stigu að hámörkum eftirminnilegra áhrifa. Þannig var málfimi hans sílifandi, lútandi lögmálum spennu og spennulausnar, svo að unun var á að hlýða. Séra Eiríkur unni þjóð sinni hug- ástum. Hennar sómi var hans eigin metnaður. Ættjarðarást, sem nú virðist óðum í rénun, hafði hann öðlazt fyrir tilstilli þeirra hugsjóna- efldu skálda, sem beindu sinni sannfærandi hvatningu til lands- manna: að yrkja landið, bæta þjóðarhag, efla dyggðanna siðgæði og auka frelsi innan vébanda sjálfs- ögunar. Mér er sízt til efins, að séra Eirík- ur hafi verið einn af almerkustu íslendingum okkar daga. Honum var ljóst, að frelsi er meira en bara orðið tómt: það er líka háð markaðs- lögmálum; því meira sem til er af því, þess minna er það metið. Hon- um ofbauð, hvemig nútímafrelsi oft verður að hömlulausu fijálsræði, haftalausu taumleysi, hvemig Qöl- hyggja fijálslyndis í formi lýðræðis getur opnað allar gáttir afsiðunar. Siði skal vanda, ef ríki á að standa; og frelsi frá neyð og ótta (ekki bara eineygður lítandi á mannrétt- indi) var honum sífellt umhugsunar- efni á tímum kjamorkufriðar, pax atomica, sem sækir aðalmátt sinn til málefnaþvingunar, málefna- nauðar. Séra Eiríkur ól nefnilega með sér, samfara háum hugsjónum, það, sem Rómveijar kölluðu gravit- as, er útlagzt gæti; veruleikanánd. En reginspum þessa stórmæta manns var þó jafnan: Hveijir emm við? Hvaðan komum við? Hvert för- um við? Emm við vegvilltur lýður eða marksækið fólk? Höfum við varpað fyrir róða sögulegri fortíð okkar og endurreisnar-skuldbind- ingu eða sækjum við enn þrótt í fomar dyggðir og hefðir? Höfum við glatað áttum í flysjungshætti og nautnasýki eða stefnum við að endurlífgun sígildra verðmæta? Sem reyndur uppalandi viðraði hann, þrátt fyrir allt, vissa bjart- sýni, þótt oft væm á lofti blikur, blandnar efagimi. í þvílíku andófi reyndust honum jafnan ungmenna- félags-hugsjónimar styrkust stoð. Þær tvíefldu hann til allra átaka. Þannig beið hann aldrei eftir tunglinu, er fylgir myrkrinu, heldur eftir sólinni, sem lýsir upp tilvist mannsins; og því vom eldlegar ræður hans ávallt glitaðar sólstöf- um þessa manns, er lýsir upp allt umhverfi sitt með glaðbirtunnar andagift og ræðumannsins skör- ungsskap. Vori fylgir hækkandi sól, er nátt- úran sundrar helsi vetrar. Þess vegna nefndust umbótamenn síðustu aldamóta og arftakar þeirra Vormenn íslands, einlægir í trú sinni á landið, samhentir við al- menningsheillastörf, félagshyggju- vekjendur, þjóðræknir og imíhia bió2 :ngcnÍBímBrf ibnBlaótí hugsjónaríkir. Með séra Eiríki J. Eiríkssyni er okkur nú horfínn sá síðasti þessara vormanna íslands. Dr. Hallgrímur Helgason Kveðja frá Þmgvöllum Almælt er, að hver eigi sína sögu. Hitt mun þó sanni nær, að flestir eigi fleiri sögur en eina. — Einstaka maður hefur jafnvel skyggnzt svo víða, látið svo margt gott af sér leiða, að æviþráður hans er sagna- sjóður. Þegar litazt er um í þeirri bókhlöðu, ljúkast upp sundurleitar veraldir fyrir augum lesandans. Þó er undirstraumurinn ævinlega hinn sami: Drengurinn góði, sannur og heill, birtist þar óhvikull á hverri síðu. Séra Eiríki J. Eiríkssyni var þann veg farið, er nú var lýst. Af sjálfu leiðir, að hann verður ekki allur fólginn í minningarorðum nokkurs manns. Líklegt er raunar, að vitnis- burður manna reynist einróma varðandi nokkur grundvallarefni; djúphygli, fyölvísi og góðgirni, er voru aðalsmerki séra Eiríks. En sögur hans eru að öðru leyti marg- ar. Ástvinir einir munu renna grun í þær endilangar. Aðrir hljóta að nema staðar við það, sem að hveij- um og einum snýr. Þó er þess að vænta, að ævi séra Eiríks öll þyki tilefni rannsóknar og ritunar, er stundir líða fram. Margur hefur getið sér lof, þótt minni væri sanda og sæva en hann. Vegferð séra Eiríks mun freista sagnfræðinga, er gera vilja skil íslenzkri menningarsögu á 20. öld. Hér verður ekki dvalið við skóla- frömuðinn og sóknarprestinn á Núpi. Hæfari menn munu og minn- ast oddvita íslenzkra ungmennafé- laga um þriggja áratuga skeið. Kirkjuleiðtoginn séra Eiríkur á enn aðra sögu, prófastur Ámesinga, fulltrúi Sunnlendinga á Kirkjuþingi og kirlq'uráðsmaður um margra ára bil. Bókamaðurinn landskunni er efni í langa frásögn. Sízt mun íjuka í spor stflsnillingsins, er í þeim mæli meitlaði orð sín, að um það er lauk var hver málsgrein sjálf- stæður veruleiki, meistaraverk í endanlegu jafnvægi. — Ræðuskör- ungsins minnumst við öll, meðan lifum. En kveðja skal flutt, — frá Þing- völlum við Öxará. Þakkarorð til hans, sem þar naut við í meira en tvo tugi ára. Samúðarkveðja til Kristínar og bamanna og fjöl- skyldna þeirra. Kveðja einnig og umfram allt úr Þingvallasveit, — frá Þingvallasöfn- uði, er í dag sameinast ástvinum séra Eiríks í sorginni og söknuðin- um og þakklætinu. Þó hlýt ég að staldra við annað efni andartaksstund: séra Eiríki kynntist ég fyrst að marki um þær mundir sem Skálholtsskóli tók til starfa, fyrir tæpum fímmtán ámm. „Lýðháskólamann" nefnir hann sig í blaðagrein fyrir fáum misserum, og sögu norrænna lýðháskóla sinnti séra Eiríkur, unz yfír lauk. Þessa nutu Skálhyltingar um þær mundir sem skólinn ungi sótti hvað harðast á brattann, fyrstu árin. Þá var hann jafnan við okkar hlið, séra Eiríkur. Skilmálalaust tók hann svari lýð- háskólans lágreista, gerði málstað skólans að slnum, fastur fyrir, heit- ur í orðum og gamansamur. Örðugt er að efna til veikburða nýlundu, er sætir margháttuðum efasemdum. Sá einn, er reynt hef- ur, veit, hve mikils virði liðveizla séra Eiríks löngum var á þessum árum. En kveðjan er flutt, — frá Þing- völlum. Þar kemur öll saga íslend- inga saman í einum stað. Enginn kunni betri skil á þeirri staðreynd en séra Eiríkur J. Eiríksson. Né heldur flutti nokkur maður þá sögu af viðlíka rausn og hann. Séra Eiríkur kenndi mér orða- samband eitt um það leyti sem hann leiddi mig til sætis á Þingvöll- um: Hann viðhafði ummælin „vinur Þingvalla" um íslenzkan stjóm- málamann, er orðið hafði á vegi hans. Orðin komu mér á 'ovart, eins og fleira af vörum séra Eiríks. Ég hafði ekki gert mér ljóst, að íslendingar væru misjafnlega miklir „vinir Þingvalla". Um þetta efni var sögumaður þó óljúgfróður og kunni iioeelfilO ilO .tnóuí) sem endranær frá mörgu að segja. Sjálfur var séra Eiríkur sá „vinur Þingvalla", sem ekki lét af að hugsa til staðarins og leggja honum lið í ræðu og riti til hinztu stundar. Þessi vinarhugur var samofínn öllu þvi, er Þingvellir tákna í vitund lands- manna. „Vinur Þingvalla" var séra Eiríkur öðru fremur sakir þess, hve arfleifð íslendinga var honum hug- leikin. Land og þjóð, saga og tunga sátu á einum bekk við hjartarætur hans. Engan þekkti ég, er bjó yfír næmari skilningi á algjörri sam- semd íslenzkrar kristni og íslenzkr- ar þjóðar og menningar. Einnig í þessu efni voru Þingvellir þunga- miðja hugsunarinnar: „Kristnitakan er mikilvægasta lagagerð vor“ seg- ir séra Eiríkur í þeirri blaðagrein, sem vitnað var til hér að framan. Þar fléttar höfundur saman framtíð Þingvalla, Skálholts og Hóla í máli, sem vel mætti verða stefnuskrá ís- lenzkra kirkjumanna á komandi tíð. Kirkjunni litlú á Þingvöllum þjón- aði séra Eiríkur af þeirri lotningu, sem ætíð var undirtónn orða hans. Hún var honum „tákn Guðshúss á grýttri braut — einföld og tilgerðar- laus — í fátækri reisn", eins og hann sjálfur lýsti Þingvallakirkju. Þar kom Þingvallasöfnuður saman til þess að heyra mál hins þaullærða guðfræðings og þróttmikla en auð- mjúka kennimanns, er aldrei lét hlustendur sína ósnortna. Þaðan lá og leiðin heim á hvern bæ í Þing- vallasveit, þar sem vinir biðu í varpa. Énginn maður er vaxinn því hlut- verki að þjóna Þingvöllum við Öxará. Til þess er staðurinn of stór, — í öllum skilningi. Þakka má fyr- ir, ef alþjóð er því vaxin að þjóna þessum helgidómi sínum með þeim hætti, sem honum hæfír. Slíkur staður gefur þó hveijum, er þangað leitar, kost á að vaxa með þeim verðmætum, sem þar eiga griðland. Ekki er auðvelt að gera sér í hugarlund mann, er í ríkari mæli óx með Þingvöllum en séra Eiríkur. Ræður hans á Lögbergi voru órækur vottur þess vaxtar, enda frægar um ísland allt, — og víða um lönd. Þó verður mér minnisstæðast hljóðskraf séra Eiríks um staðinn helga nokkur vetrarkvöld á Þing- vallabæ fyrir réttum fímm árum. Jafnvel árdegiskyrrðin í Almanna- gjá varð fyllri en endranær, þegar um hana var gengið í föruneyti þessa fágæta manns. Blessuð sé minning séra Eiríks J. Eiríkssonar. Guð styrki alla þá, er harma hann látinn. Heimir Steinsson Látinn er á Selfossi ágætur vinur minn séra Eiríkur J. Eiríksson, fyrr- um skólastjóri á Núpi í Dýrafírði og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Gemlufalli, og eignuðust þau ellefu böm. Séra Eiríkur var gáfaður maður og andríkur prestur, ræðumaður mikill og sérstaklega skemmtilegur í viðkynningu. Voru það alltaf stór- ar stundir að sitja á tali við hann í stofunni í Þingvallabænum, þar sem veggimir bára bókamanni og safnara vitni, er látið hafði ómælt fé ganga til kaupa á fágætum rit- um, bæði þeim sem vel vora skrifuð og ánægja var að hafa hið næsta sér. Var þó oft þrifíð til bókar til að staðhæfa með tilvitnun eitthvað sem borið hafði á góma en var kannski ekki fullskýrt. Þannig man ég séra Eirík best, mælskan og andríkan með svör á reiðum hönd- um við flestu því sem í tal barst meðal tveggja manna og minnugan á heimildir. Þótt ég þekkti til séra Eiríks í langan tíma hófust persónuleg kynni okkar ekki fyrr en við undir- búning þjóðhátíðar á Þingvöllum sumarið 1974.1 rúman áratug hafði hann þá verið þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og sóknarprestur, en nýlega settur prófastur í Ámespróf- astsdæmi um það bil sem undirbún- ingur hátíðar hófst upp úr 1970. Fór svo að ég átti margt saman við þau Þingvallahjón að sælda næstu árin og era mér þau samskipti libriU /iuöb muiB b jxivod b6‘iv öd minnisstæð. í fyrsta lagi er frú Kristín alveg einstök manneskja hvað alúð við gesti snertir. Hjá henni stóð alltaf hlaðið borð þau sumur sem unnið var á Þingvöllum og alltaf var eins og hún hefði nægan tíma þrátt fyrir mannmargt heimili. Mér blöskraði stundum hvað á þetta heimili var lagt á þess- um tíma, en væri haft orð á því að hún hlyti að vinna tuttugu og fjóra tíma á sólarhring var aðeins sussað á mann. Eins var þessu farið með séra Eirík. Honum var gestrisnin í blóð borin; hún var sjálfsagður hluti af lífí hans, og greiðasemi hans öll og hjálpsemi á þessum tíma átti sér næsta lítil takmörk. Frá þessum tíma stóð vinátta okkar óslitin. Við höfðum um margt að tala í þau skipti sem við hitt- umst og hann þurfti ýmislegt að segja mér, sem honum lá á hjarta í þjóðmálum og trúmálum. Var það tal allt með fijálslegasta móti, enda hefði vesalingur minn ekki orðið til mikils gagns hefði talið farið eftir ströngum kennimannlegum formúl- um. Samt skorti ekkert á að séra Eiríkur væri einlæglega trúaður. Allt hans atferli bar því vitni. Hins vegar vildi hugur hans svo margt, að hann var óðara vikinn að öðra efni. Það varð bara stutt jamm, já og jæja og síðan kannski byijað að tala um Jónas frá Hriflu, sem við höfðum báðir á nokkurt dálæti. Sko, karlinn, sagði séra Eiríkur stundum og kímdi, að lokinni góðri sögu. Við séra Eiríkur áttum eðlilega margt saman að sælda í kringum þjóðhátíðina. Honum var annt um Þingvelli, þekkti sögu staðarins út í æsar og vildi allt til vinna að vell- imir kæmust óskertir frá hátíðar- haldinu. Stóðu margir góðir menn að því með honum, eins og Þing- vallanefnd undir formennsku Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráðherra. Þá vildi hátíðamefndin allt til vinna að vel yrði búið að gróðri. Aðeins þurfti að hafa áhyggjur af því að rigndi, bæði vegna álagsins og svo vegna hátíðarinnar sjálfrar, þótt ljóst hefði orðið 1944 að íslending- um bregður ekki við regn. Því var það á morgni hátíðardags, þegar séð varð að óttinn við regn var ástæðulaus, að þau hjón, séra Eirík- ur og frú Kristín, hittu mig við hátíðarpail að Lögbergi og föðmuðu mig að sér, eins og nú væri allt gott eftir erfíði undanfama mán- uði. Mér fannst þá og fínnst raunar enn að Þingvallaprestur hafi verið á sérsamningi um þennan dag við þann sem öllu ræður. Bókasafn sitt mikið að vöxtum gáfu þau hjónin gagnfræðaskólan- um á Selfossi á síðasta ári. Hafði sr. Eiríkur þá komið því fyrir í stóra húsi á Selfossi, sem þau hjón höfðu keypt þegar þau fluttu frá Þingvöll- um. Þá fyrst sást hve safn þetta var mikið að vöxtum, en stór kjall- ari undir húsinu hafði verið innrétt- aður fyrir það. í Þingvallabænum sá maður aðeins það sem upp úr stóð af ísjakanum, enda erfítt að koma bókum fyrir svo nokkra næmi í svo litlum húsakynnum. Þó var þeim víða drepið. Sr. Eiríkur um- gekkst bækur sínar af alúð, en alls ekki sem dauða muni, heldur sem einskonar æðra samband við höfund eða jafnvel bókbindara. Eitt sinn bauð hann mér inn í lítið herbergi í Þingvallabænum, þar sem varla varð drepið niður fæti fyrir bókum og fór að leita að rímum eftir Símon Dalaskáld, af því hann væri frændi minn eins og hann orðaði það. Vildi þá svo til að ein stæðan hrandi á okkur og varð þá enn þrengra fyrir fæti. Þetta hefur Símon gert, sagði sr. Eiríkur. Sr. Eiríkur sagði mér ýmislegt af Suðurlandi, einkum Eyrarbakka, þar sem hann ólst upp hjá móður sinni Hildi Guðmundsdóttur. Þau hafa verið lík um margt og eftir- tektarsamur var sr. Eiríkur í uppvexti. Heima hjá þeim gisti oft farandfólk, misjafnlega á sig kom- ið, og hafði orðið undir í lífsbarátt- unni. Hafði sr. Eiríkur ýmislegt af þessu fólki að segja, en tilvist þess heima hjá móður hans kemur heim og saman við atlæti það, sem gest- ir og gangandi áttu að mæta á heimili hans og frú Kristínar síðar. Gátu frásagnir sr. Eiríks orðið B’aelqaflaö ova ibv iuibH .innu næsta kostulegar, svo sem af far andkonunni sem hafði draug mec í farteskinu og svaf hjá honum un nætur við nokkra óþægð og ar mæðu af því draugsi var rúmfreku: mjög. Þá minntist hann þess staðai á Eyrarbakka, þar sem aðalgatar þrengist nokkuð áður en komið va- út að Lefolii, bamaskólanum og Einarshafnarsvæðinu. Þar í þessun þrengslum sátu fyrir sr. Eiríki og fleiram synir Péturs skólastjóra og hylltust til að grípa þá í sendiferðum og þjarma að þeim. Var þetts minnisstætt strákum úr austurbæií- um. Séra Eiríkur gekk ungur á hönd ungmennahugsjón íslands, eins or hún birtist í lýðmenntun og sjálf stæðisbaráttu fyrstu áratug; aldarinnar. Hann var mikill aðdá andi danska kennimannsins og skáldsins Grandtvig, sem var and legur faðir dönsku lýðskólanna, þangað sem margur ágætur íslend- ingur sótti menntun sína, og síðar urðu fyrirmynd íslensku héraðs- skólanna, sem komið var á fót ti! að veita íslenskum ungmennum einskonar skemmri skím í menntun, þegar hvorki var tími eða möguleiki á að fara aðrar leiðir. Sr. Eiríkur var um margt líkur Grandtvig að hugsunarhætti, og ekkert fannst honum eðlilegra en sá tími kæmi aftur að lýðskólar gætu veitt íslenskum ungmennum brautar- gengi, þótt ekki væri í öðra en þjóðlegum metnaði og þjóðlegri vit- und. Sr. Eiríkur hafði einmitt nýverið dvalið um tíma í Dan- mörku, þar sem hann svo að segja gekk Grandtvig aftur á hönd, og kom heim fullviss þess að enn gætu ■ íslendingar sótti margt gott í lýð- skóiahreyfínguna. Ég hafði ekki tök á að taka undir þessi sjónarmiö þótt ég virti þau frá jafn mætum og vitram manni, enda virðist tími hugsjónanna liðinn og guðsorð, hinn stóri hluti lífs sr. Eiríks, misjafnlega höndlað, a.m.k. meðan ekki vill betur til í ijölmiðlum en svo, að þegar segja á: Dýrð sé guði í upphæðum, verður það í munni nýtískunnar Dýrð sé guði í upp- sveitum. Með sr. Eiríki er horfíð það and- rúm visku og þekkingar, sem umlukti hann alla stund og var nátengt því að alast upp á áratugum í þessu landi, þegar skylt þótti að horfa til baka til að finna leiðir fram á við. Virðingin fyrir liðinni sögu var óblandin og tengd fslenskrí end- urreisn eins og hún kom fram í handaverkum þjóðarinnar á tímum voldugra samtaka ungmenna, lýð- skólamenntunar og frjálslyndrar kennimannastéttar. Nú er þetta allt breytt og raunar liðið og horfíð í „aldanna skaut". Sú viska sem af þessum þáttum spratt er jafnvel gerð hlægileg og einskis virði á meðan fjölmiðlar þylja okkur text- ann með „guð í uppsveitum". Hið margvíslega kramsprang í þjóðlíf- inu átti ekki við sr. Eirík, og þökk sé honum fyrir það. Það átti ekki við hann þótt hann væri manna forvitnastur um nýjungar og vildi veita nýjum tímum fullt brautar- gengi. Ferð hans til Danmerkur til fundar að nýju við stefiiu Grandt- vigs segir nokkuð til um viðhorf gamals manns, sem hafði langa ævi horft skyggnum augum á samtíð sína og unnið íslandi allt sem hann mátti. Ég og Þórann, kona mín, vottum frú Kristínu dýpstu samúð við frá- fall þessa mæta vinar okkar. Indríði G. Þorsteinsson Ég þekkti séra Eirík ekki nema hálft ár, frá því í sumar sem leið að hann dvaldist ásamt Kristínu Jónsdóttur, konu sinni,_ í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Á hveijum morgni gekk hann niður á rykug og mannauð skjalasöfnin, þótt svo heitt væri að steikja mætti egg á gangstéttinni. Hann var brennandi í andanum að leita upplýsinga um tengsl Grandtvigs og Islendinga, lét heljarmikla óprentaða bréfaböggla trúarhetjunnar ekki skjóta sér skelk í bringu og átti sér þann draum að koma upp norrænni gagnamiðstöð fyrir fræðimenn í húsi sínu á Sel- fossi, um Grandtvig. Móðir mín, Ólöf Ámadóttir, býr nnerf Btél 'go ,hiid i ifyut •go anio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: