Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1987 43 Fyrirtækjaumhverfið Breytmgartími með nýjum viðhorfum GREIN þessi birtist í viðskipta- blaði Morgunblaðsins i fyrradag en í uppsetningu hefur efni henn- ar stokkast svo að samhengi raskaðist og birtist hún því hér í heild á nýjan leik. „Ég tel að árið 1986 hafi á ýmsan hátt staðfest þá breytingu sem er að verða á þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, svo sem í viðskiptum, banka- málum og stjómmálum," segir Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunardeildar hjá Eimskipafélagi Islands, þegar Morg- unblaðið leitaði eftir mati hans á þeim breytingum á rekstrarumhverfi fyrirtækja sem orðið hefðu á síðasta ári og á þróuninni á þessu ári. Þor- kell er mikill áhugamaður um framtíðarskoðun, þ.e.a.s. það svið að reyna að greina hvað breytingar liggja í loftinu á hverjum tíma og meta hvaða áhrif þessar breytingar geta haft á framtíðinni og var m.a. frumkvöðull þess að Stjómunarfélag íslands gekkst fyrir því að fá hingað í sumar framtíðarskoðandann dr. Michael Kami til að halda hér náms- stefnu með framámönnum í íslensku atvinnulifi. Hraðari breytingar Gömlu aðgerðimar og lögnmálin duga ekki lengur, segir Þorkell. Stjómendur fyrirtækja, stjómmála- menn og almenningur verður að átta sig á því að þróunin er nú hraðari en nokkm sinni áður. „Menn em dæmdir hraðar en áður. Erfiðara er að spá um framtíðina og aðlögunar- hæfni er mikilsverður hæfíleiki," segir hann. Þorkell bendir á að flestir séu nú sammála um að undanfarin 50 ár hafi orðið meiri breyting og þróun í heiminum en frá upphafi mannkyns og að þróunin fram til aldamóta muni verða enn meiri. „Vegna sof- Selfoss: Brotið blað í menningar- sög’u bæjarins á þrettándanum Selfossi. „ÉG HELD það hafi verið brotið blað í menningarsögu bæjarins," sagði Brynleifur H. Steingríms- son formaður bæjarráðs á bæjar- stjórnarfundi 14. janúar þegar hann vakti máls á hátíðahöldun- um á þrettándanum. Bæjarstjórn- armenn samþykktu að færa öllum þeim þakkir sem stóðu svo mynd- arlega að hátíðahöldunum sem raun bar vitni. Víðtæk samstaða náðist um að hátíðahöldin á þrettándanum yrðu sem glæsilegust og að allt færi vel og friðsamlega fram. Unglingar í Gagnfræðaskólanum áttu stóran þátt í þrettándanum þetta árið. Þeir undirbjuggu myndarlegan unglinga- dansleik ásamt einum kennara sinna og með fulltingi bæjarstjómar sem greiddi kostnaðinn. Á dansleiknum var snyrtilegur klæðnaður í fyrir- rúmi og auðséð að allir lögðu sig fram um að skemmta sér. Hið já- kvæða viðhorf sem þannig skapaðist hafði áhrif á aðra á vettvangi þetta kvöld og Tryggvatorg varð torg frið- ar og fagnaðar. Almenn ánægja og hrifning í garð unga fólksins er ríkjandi meðal fólks á Selfossi eftir þessi vel heppnuðu tímamót sem bæjarstjómarmenn undirstrikuðu með þökkum sínum á bæjarstjómarfundinum. Sig. Jóns. andaháttar og skilningsleysis á sjöunda og áttunda áratugnum erum við tíu árum á eftir Norðmönnum í fiskeldi. Hveiju erum við að missa af í dag? Við sjáum það kannski eftir fimm ár og e.t.v. fyrr.“ Við höfum þannig æ minni tíma til að taka ákvarðanir að mati Þor- kels og þurfum þess vegna að bregðast skjótt við þeim möguleikum sem bjóðast. „Fyrirtæki, bankar, stjómmálamenn og félagasamtök geta átt það á gættu að missa flugið fyrirvaralítið. Það er ekki einungis hér á landi sem skilningsleysi er ríkjandi á nýjum aðstæðum. Geim- ferðaáætlun Bandaríkjamanna og geimskutluslysið, nýting kjamorku í friðsamlegum tilgangi, verðhrun á olíu og nú aftur hækkun, em allt dæmi um skyndileg umskipti, þar sem smá atvik eða óhöpp geta breytt þróun heimsmálanna. Oft er ástæðan andvaraleysi fyrir takmörkunum tækninnar. Ekki má gleymast að vera jafnan á varðbergi og fóma ekki heildarhagsmunum og miklum árangri vegna augnabliks kæruleys- is.“ Ný kynslóð til leiks Þorkell kemur úr umhverfi við- skiptalífsins og er þar af leiðandi e.t.v. eðlilegt að hann sjái best þær breytingar sem þar hafa orðið. Hann bendir á að nútímaatvinnulíf sé ungt hér á landi. í mörgum greinum er nú önnur og þriðja kynslóð stjóm- enda að taka við. „Fyrir nokkrum árum voru aðeins nokkrir tugir manna sem stjómuðu og báru ábyrgð á öllum viðskiptum og atvinnulífi. Núna skipta þeir hundruðum. Sama gildir einnig um aðrar greinar svo sem vísinda- og rannsóknarstörf, menntamál, heilsugæslu o.fl. En jóla- sveinunum hefur líka Qölgað, sér- staklega hurðarskellum og leiðinda- skjóðum," segir hann. Á liðnu ári sjást þess þó skýrar merki að fleiri eru komnir til leiks — ný kynslóð — annars vegar atvinnu- stjómenda og hins vegar athafna- manna utan hins hefðbundna valdakerfis í atvinnulífinu. „Þeir fara sínar eigin leiðir," segir Þorkell. „Kaupa fyrirtæki með ný sjónarmið og verðmætamat að leiðarljósi. Menn átta sig á því að fleira er eign en hús ,skip og bensíndælur, svo dæmi séu tekin. Fyrirtæki fá í vaxandi mæli að fara á hausinn. Hagnaður er að verða viðurkennt hugtak og vöxtur eiginfjár er háleitara mark- mið en að fjölga fasteignum eða auka veltuna. Hlutafjármarkaður er að fæðast hér á landi." Þorkell bendir hins vegar á að það séu ekki aðeins yngri mennimir, nýja kynslóðin, sem hafi áttað sig á þessu heldur einnig stór hluti hinna eldri. „Þeir eru að hreinsast af hugs- unargangi óðaverðbólguþjóðfélags- ins. Menn hafa brennt sig á verðbólgubálinu. Þó að það sé nú kulnað að mestu þá þarf ekki stóran neista til að kveikja það að nýju. Árangur ársins 1986 má auðveldlega eyðileggja á skömmum tíma og yrði það þá eitt mesta áfall í sögu at- vinnulífs hér á landi. Ýmis teikn eru á lofti um að þetta geti gerst án þess að of mikil ástæða sé til svart- sýni í bili,“ segir hann. „Það má heldur ekki gleymast að brejdingam- ar em örari og óvissa meiri nú en oft áður. Sérhvert fyrirtæki verður því að vera tilbúið að mæta óviss- unni og taka hæfilega áhættu.“ Uppstokkun Þorkell víkur sérstaklega að bankastarfseminni, sem hann segir hafa tekið meiri breytingum en flest- ar aðrar greinar. „Mikil og vaxandi samkeppni, ftjálsir vextir, ýmsar nýjungar í fjármálaþjónustu og síðast en ekki síst þau áföll sem orðið hafa vegna gjaldþrots viðskiptamanna, hafa opnað augu stjómenda banka- kerfisins fyrir nauðsvn uppstokkun- ar. Pólitísk stjóm og kumpánaskapur er á undanhaldi og sumir bankar hafa náð umtalsverðum árangri með því að notfæra sér ástandið og mark- visst boðið upp á nýjungar og breytt ímynd sinni,“ segir Þorkell í þessu sambandi. „ Enn er þó langt í land. Gera þarf gjaldeyrisverslun ftjáisari. Menn mega skuldsetja sig erlendis og ofurselja sig þannig í hendur er- lendra banka og greiða stórar fjár- hæðir í vexti fyrir afnot af því fjármagni. Á sama tíma mega er- lendir aðilar ekki fjárfesta hér á landi og taka eigin áhættu, nema með sérstöku leyfi, sem eingöngu fæst í undantekningartilfellum og þá við ströng skilyrði." Stjómkerfíð og stjómmálamenn- imir hafa heldur ekki farið varhluta af þeim breytingum sem hafa orðið, að mati Þorkels. „Kynslóðaskipti em byijuð eða framundan, annað hvort af fijálsum vilja eða kjósendur knýja á um breytingar. Prófkjör í núver- andi mynd era að ganga sér til húðar. Fáir góðir menn hafa efni á því að fara út í stjómmál. Þetta er vanþakklátt, illa launað og krefjandi starf. Gömlu mennimir hafa tilhneig- ingu til að sitja sem fastast, þangað til þeim er komið í fóstur hjá ein- hverri stofnun eða sendiráði. Almennt er alltof lítill tilflutningur starfsmanna á milli einkageirans og opinbera geirans. Múramir era of margir og of háir.“ „Því miður verður að viðurkenna að stjómmálastarfsemi og stjóm- kerfið hefur tekið of litlum breyting- um á árinu,“ bætir Þorkell við. „Að vísu er árangur stjómarsamstarfsins fram til þessa allgóður, þökk sé góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðar- ins, góðum umhverfisskilyrðum og skipstjórinn á þjóðarskútunni hefur sýnt leiðtogahæfileika. En að míriu mati má þó telja borgarstjórann í Reykjavík leiðtoga ársins." Þorkell telur einnig að brestir í stjómkerfinu hafi komið ítrekað í ljós og orðið „ábyrgð" hafi komið óþægi- lega oft upp í umfjöllun fjölmiðla. „Fjölmiðlar hafa stuðlað að stórauk- inni umræðu um mörg viðkvæm mál, sumum stjómmálamönnum til mikillar armæðu. Margir hafa ekki enn lært að nota fjölmiðlana rétt. Fjölmiðlar efu ekki betri eða verri en áður, þeir era einfaldlega öðra vísi. Sama gildir um marga aðra hluti í þjóðfélaginu," segir hann. „Alþingi hefur aftur á móti lítið breyst. Þar þyrfti að auka forgangsröðun verk- efna, framleiðni og afköst. Ekki afköst í umræðum eða fjölda fram- varpa heldur gæði. Það er ekki nóg að tala um framleiðniaukningu í undirstöðu atvinnugreinununum. Stjómkerfíð þarf að fylgja með.“ * Ahersluatriðin Þorkell segir að líklega sé of mik- ið af andstæðum í þankagangi okkar — „Gott og vont“, „Hægri og vinstri“ o.sv. frv. Eitt af þessu sé „Bjartsýnn og svartsýnn. Menn megi ekki gleyma því að fæstir séu stórir eða litlir. „Flestir era í meðallagi og ég trúi því að þannig era við flest. Ég er því hvorki bjartsýnn eða svart- sýnn. Allar niðurstöður era háðar þeim forsendum sem maður gefur sér.“ Og Þorkell dregur upp í lokin nokkur atriði sem hann telur að menn skyldu leggja höfuðáherslu á núna á því ári sem nýlega er hafíð: Fækkum jólasveinum og fjölgum góðum stjómendum og leiðtogum. Höldum verðbólgunni undir 10% með öllum tiltækum ráðum. Ekki með gervilækkunum t.d. á bflum til að lækka vísitöluna. Rekum öfluga nýsköpunarstefnu og öflum til þess fjár með niður- skurði á gömlum úreltum atvinnu- rekstri og §áraustri til framkvæmda sem skila þjóðfélaginu engu. Geram betur það sem vel gengur í dag. Geram okkur gp-ein fyrir að sjáv- arútvegur og fiskiðnaður era okkar mjólkurkýr. Styrkjum hann og eflum og vinnum okkur nafn sem besti framleiðandi sjávarafurða í heimin- um. Notum arðinn af sölu sjávaraf- urða að hluta til að ráðast f ný verkefni. Endurskoðum stjórnkerfið og störf Alþingis. Það þarf að efla, vera skilvirkara og afla sér trausts og virðingar. Byggjum upp reglur og þjóð- félag, þar sem helmingur þjóðarinnar þarf ekki að vinna að því að rann- saka eða kasta skít í hinn helming- inn. Opnum ísland á skipulegan hátt en af varfæmi — en fómum aldrei sjálfstæðinu. FRA MK VÆMDA STJÓRI Hlutafélagið Artic Hotel Corporation óskar eftir aó ráða framkvæmdastjóra hið fyrsta. Félagið rekur tvö hótel í Ilulissat/Jacobshavn og Narsarsuaq. Hótelin eru bæði miðsvæðis og er ferðamannastraumur mikill að sumarlagi. Framkvæmdastjórinn mun einnig starfa sem hótel- stjóri í Narsarsuaq og mun hann búa þar. Annar hótelstjóri annast rekstur hótelsins í Ilulissat/ Jacobshavn í samvinnu við framkvæmdastjórann. Hótelið í Narsarsuaq rekur einnig tollfrjálsa versl- un, kjörbúð, minjagripaverslun og þvottahús auk þess sem það rekur þrjá báta, sem notaðir eru til skoðunarferða. Verkefnið: Framkvæmdastjórinn mun, ásamt hótelstjóranum í Ilulissat og rekstrarstjóra fyrirtækisins, vinna að eftirfarandi verkefnum: — að gera hótelin ákjósanleg til ráðstefnu- og nám- skeiðahalda, — að auka straum ferðamanna til Grænlands í samvinnu við yfírvöld ferðamála, — að gera hótelin fær um að mennta starfsfólk í hótel- og veitingaþjónustu á Grænlandi. Kröfur: Við óskum eftir manni — sem hefur mikla reynslu af rekstri hótela og veitingahúsa, — sem hefur lokið námi í rekstrar- og stjórnunar- fræðum. Við bjóðum: — krefjandi og þroskandi starf, — góð laun og fríðindi, sem um veróur samið. Nánari upplýsingar veitir formaður stjómar félags- ins: Henrik Lund, borgarstjóri Qaqortoq, í síma (009 299) 3 82 77 og Stig Næsh, starfsmaður SAS, í síma 01 50 91 11 og Jan K. Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Grönlandsfly, í síma (009 299) 2 44 88. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. febrúar. Þær skal senda: Grönlandsfly A/S, Administrationschef Erik Bjerregaard, Box 1012, 3900 Nuuk. ////// Artic Hotcl Corporation A/S er í eigu SAS, Grön- landsfly og grænlcnsku iandsstjórnarinnar. Artic hótcliA í llulissat/Jacobshavn hefur 40 hótel- herbergi, nýtískulegan veitingastað og cldhús auk góðrar aðstöóu til ráðstefnuhalds. Ársvelta hótelsins er um 10 millj. d.kr. ARCTIC HOTEL Artic hóteliA í Narsarsuaq er búiö nýtískulegu eld- húsi. Þar er einnig framúrskarandi veitingastaður og bar. Hótelherbergin eru 120 auk þess sem hótel- ið getur tekið við 100 ráöstefnugestum. Ársveltan er um 27 millj. d. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: