Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 63 Getraunir: Teningi varpað í beinni útsendingu ÞAÐ verða aðeins þrír leikir sem eru á íslenska getraunaseðlinum spilaðir á Englandi i dag. Vegna þessa hefur verið ákveðið að ten- ingi verði varpað í beinni útsend- ingu ísjónvarpinu kl. 17.10 ídag. Bjarni Felixson, íþróttafrétta- maður sjónvarps, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann mundi sýna leik Manchester City og Liverpool í beinni útsend- ingu. Upphaflega var gert ráð fyrir að leikur Newcastle og Tottenham yrði sýndur. Teningi verður varpað til að fá tákn níu leikja á getraunaseðlinum og fer það fram í beinni útsendingu í íþróttaþættinum kl.17.10. Ten- ingurinn sem notaður verður hefur 12 fleti. Fimm fletir hafa táknið 1, fjórir fletir hafa táknið X og þrír fletir hafa táknið 2. Navratilova Morgunblaðið/Þorkell • Handknattleiksdeild Vfkings fákk 300 þúsund króna styrk úr Styrktarjóði íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Á myndinni eru meistara- flokksmenn, liðsstjóri og formaður handknattleiksdeildar Vfkings eftir styrkveitinguna sem fór fram f Höfða f gær. Við sama tækifæri var Guðmundur Guðmundsson handknattleiksmaður útnefndur íþróttamaður Reykjavfkur 1986. Guðmundur Guðmundsson íþróttamaður Reykjavíkur Víkingur fékk styrk úr Styrktarsjóði íþrótta- og tómstundaráðs valin hjá AP MARTINA Navratilova var kjörin fþróttakona ársins hjá AP frétta- stofunni og Larry Bird fþrótta- maður ársins 1986. „Það er alltaf skemmtilegt að hljóta þennan titil," sagði Navrat- ilova er henni var tilkynnt um útnefninguna. Þetta var í annað sinn á fjórum árum sem hún hlýtur þessa nafnbót hjá AP. Pat Bradley kylfingur varð í öðru sæti, Jackie Joyner hlaupakona í þriðja sæti, norska hlaupakonan, Grete Waitz, í fjórða og Debi Thomas skautakona í fimmta. „ÉG vil þakka þann mikla heiður sem mér og fslenskum hand- knattleik er sýndur hér og einnig vil ég nota tækifærið og þakka félögum mínum í Vfkingi fyrir þeirra þátt í þessum heiðri. Þjálf- urum mínum, Bogdan og Arna Indriðasyni, þakka ég einnig fyrir þeirra framlag," sagði Guðmund- ur Guðmundsson fyrirliði Vfkinga í handknattleik f hófi í Höfða í gær eftir að Davfð Oddsson borgar- stjóri hafði skýrt frá þvf að Guðmundur væri íþróttamaður Reykjavfkur árið 1986. Guðmundur er vel að þessum titli komin. Hann hefur leikið með meistaraflokki Víkings frá því hann var 18 ára gamall, árið 1979, og ári seinna lék hann sinn fyrsta landsleik. Guðmundur hefur á bessum árum fimm sinnum orðið Islandsmeistari í handknattleik, fjórum sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum Reykjavíkurmeist- ari. Það sýnir öðru fremur það traust sem Víkingar bera til hans að haustið 1982 var hann valinn fyrirliði liðsins þá aðeins 21 árs gamall. Þetta fyrsta ár hans sem fyrirliði vann Víkingur þrennuna eftirsóttu. Þeir urðu fslandsmeist- arar, bikarmeistarar og Reykjavík- urmeistarar. Guðmundur tók í gær við bikar, sem Austurbakki gaf, sem fylgir titlinum og að auki eignarbikar. Einnig fékk hann 25.000 krónur frá Austurbakka og sömu fjárhæð frá íþróttaráði Reykjavíkur. Víkingar fengu styrk Víkingarfengu einnig styrk í gær frá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur að upphæð 300.000 krónur vegna íslands- og bikar- meistaratititils í meistaraflokki karla 1986 og vegna frábærs ár- angurs í Evrópukeppni meistara- liða. Davíð Oddson sagði við þetta tækifæri að þessi athöfn minnti hann dálítið á er þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funduðu í Höfða. „Þá var Víkinga- sveitin fyrir utan en núna er hún hér inni,“ sagði borgarstjóri. íþróttir helgarinnar: Stórleikur á gervigrasinu - Watford mætir úrvals- liði KR, Vals og Fram LEIKUR Watford gegn úrvalsliði KR, Vals og Fram, sem hefst á Gervigrasinu í Laugardal klukkan 13 f dag er helsti (þróttaviöburður helgarinnar, en auk þess verður margt um að vera annarsstaðar. Knattspyrna íslandsmótið í knattspyrnu inn- anhúss byrjar í Höllinni klukkan 9 í dag, en um helgina verður leikið í 2. og 3. deild karla og keppt verð- ur í tveimur riðlum 4. deildar. Karfa Tveir leikir verða í úrvalsdeild- inni á morgun. Fram og Valur leika í Hagaskóla og UMFN og Haukar í Njarðvík, en báðir leikirnir hefjast klukkan 20. í 1. deild karla leika UMFG og UMFT í Grindavík í dag og ÍR og UMFT í Seljaskóla á morgun og byrja þessir leikir klukkan 14. Þá leika KR og ÍS í 1. deild kvenna og hefst sá leikur í Hagaskóla klukkan 14 í dag. Blak Tveir leikir verða ó morgun í 1. deild karla. Víkingur og HSK hefja leik í Hagaskóla klukkan 13.30, en leikur HK og Þróttar hefst í Digra- nesi klukkan 20. í 1. deild kvenna hefst viðureign Víkings og HK í Hagaskóla klukkan 14.45. Badminton Opna meistaramót KR í badmin- ton fer fram í íþróttahúsi KR við Frostaskjól og hefst klukkan 13.50 í dag. Allir bestu badmintonmenn landsins verða á meðal keppenda og verður keppt í karla- og kvenna- flokkum. Lýstá Bylgjunni HERMANN Gunnarsson ætlar að lýsa leik Watford og úrvals leik- manna úr KR, Val og Fram sem fram fer á gervigrasvellinum í Laugardal í dag klukkan 13. Lýsing Hermanns hefst klukkan 13.45 og mun hann lýsa öllum seinni hálfleiknum og er ákveðinn í að skapa góða stemmningu. Islandsferð Watford vekur mikla athygli Flestum leikjum á Englandi hefur verið frestað Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgunbl ÞRÍR leikir fara fram í 1. deild ensku knattspyrnunnar í dag og einn á morgun, en hinum hefur verið frestað vegna veðurs. Vfða er allt á kafi í snjó og því hefur íslandsferð Watford vakið mikla athygli. Finnst mönnum undar- legt að hér skuli varla vera hægt að fara á milli húsa, en á íslandi sé blfða á sama tfma og ekkert mál að leika knattspyrnu. Flestum knattspyrnuleikjum á Englandi og Skotlandi, sem vera áttu í dag, hefur verið frestað. Hitaleiðslur eru í völlum Man- chester City, Everton og Arsenal, en þessi lið eiga heimaleiki og fara þeir fram. City fær Liverpool í heimsókn, Everton tekur á móti Sheffield Wednesday og á morgun in8 á Englandi. leika Arsenal og Coventry, en þeim leik verður sjónvarpað beint á Eng- landi. 50 sjálfboðaliðar hreinsuðu völl Newcastle í gær og leika heimamenn gegn Tottenham í dag. Tveir leikir í 2. deild í 2. deild verða aðeins tveir leik- ir, Blackburn gegn Grimsby og Bradford gegn Millwall. Einn leikur verður í 3. deild, 3 leikir í 4. deild, Rangers og Hamilton í skosku úr- valsdeildinni og sitthvor leikurinn í 1. og 2. deild í Skotlandi. Leik Liverpool og Luton í bikar- keppninni, sem vera átti á Anfield á miðvikudaginn, var frestað vegna þess að Luton hugsaði sér of seint til hreyfings og þegar leggja átti af stað með flugvél, var orðið ófært. Anfield er eins og að sumar- lagi og voru forráðamenn Liver- pool æfir út í Luton fyrir að hafa ekki lagt fyrr af stað. Aldridge til Ítalíu í stað Rush? En menn eru engu að síður létt- lyndir í Liverpool og stuðnings- menn meistaranna hafa skyndi- lega fundið lausnina tii að lan Rush verði áfram. Hún sé sú að senda John Aldridge til Ítalíu í staðinn fyrir Rush, því þarlendir geti örugg- lega ekki greint þessa keimlíku leikmenn í sundur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.