Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 % > ... aö spilla henni ekki ofmikið. TM Reo. U.S. Pat. Oft.-all rigMs leserved C1QB1 Los Anaeles Times Syndicate Þú verður að fara vinur, mað- urinn minn var að fá rauða spjaldið. Með morgunkaffinu u Umsókn þín um kirkjuvarðar- starfið sýnist óaðfinnanlegt, nema þessar upplýsingar varðandi forföður þinn, Píus páfa þriðja, kann að setja strik i reikninginn! Sjónvarpið endursýn- ir of lítíð af gömlu efni Bréfritari vill að Hrafn endursýni meira af gömlu efni og minnir á í því sambandi hið síunga Ríó Tríó. Gamlir þættir með þeim þremenn- ingum eru til hjá sjónvarpinu og vill Akureyringurinn gjarna fá að sjá þá aftur. Akureyri 9. janúar 1987 Vegna greinar Ólafs M. Jóhann- essonar miðvikudaginn 7. janúar og Hrafns Gunnlaugssonar föstudaginn 9. janúar um endur- sýningar í Ríkissjónvarpi vil ég segja, að sjónvarpið endursýnir að mínu mati alltof lítið af eldra efni Hvað varðar Jón Odd og Jón Bjama er þar á ferðinni mjög gott efni fyrir alla aldurshópa og sífellt bætast við nýir aldurshópar, sem gaman hafa af að horfa á góðar bamamyndir. Hvað varðar greiðslur fyrir endursýningar (setn ekki virð- ist hafa verið um að ræða í þessu tilviki) hlýtur það að vera ódýrara að greiða 25 þús. kr. til aðalleikara fyrir endursýningu en búa til nýja mynd, jafn góða og Jón Odd og Jón Bjama. En varðandi endursýningu á þáttunum Á líðandi stundu var það hreint frábært. En hvað Hrafn Gunnlaugsson varðar, álít ég hann standa sig vel í starfi sínu sem dagskrárgerðarstjóri innlendrar dagskrár (erum við þó hvorki skild- ir né tengdir á nokkmn hátt og hef íslensk kona sem búsett er er- lendis skrifar: Mér gafst kostur á að vera við- stödd aðalæfíngu á Aidu í íslénsku óperunni. Eg hef oft séð þessa óperu erlendis og hafði nýlega séð tvær glæsilegar sýningar að viðbættri nýárssýningu sjónvarpsins. Eg ein- setti mér, áður en ég fór að sjá íslensku óperuna, að láta ekki þess- ar eriendu glæsisýningar skyggja á ánægju mína af íslensku uppfærsl- unni. Það er skemmst frá að segja að slíkar varúðarráðstafanir vom með öllu óþarfar, og nær sanni að ísienska sýningin slái þeim erlendu við. Ekki að íburði, heldur einmitt vegna þess hversu hrífandi og sann- færandi hún verður í þeim stakki sem íslenskar aðstæður sníða henni. Leikstjórinn sýnir kjark og hugvit við lausn þeirra vandamála sem smæð sviðsins hefur í för með sér, og tekst að breyta þessum veikleika hússins í styrk sýningarinnar. Hún ég aldrei hitt né séð manninn nema á skjánum). Ef eitthvað er þá endu- sýnir hann heldur lítið af innlendri dagskrá, hver man ekki eftir þátt- um Ríó triós. Fleiri góða þætti mætti nefna (ætli stákamir í Ríó tríói séu kannski skildir eða tengdir dreifir íjölmennum kómm út um sal og svalir, þannig að áhorfandinn er umlukinn fagnaðarsöng þeirra og finnst hann vera einn af þeim. Sum atriði ópemnnar fannst mér ég vera að sjá í fyrsta sinn, t.d. þáttinn þar sem prestamir rétta yfir Radames, en Amneris, sem ann honum, fylgist örvingluð með úr fjarlægð. Venjulega er sviðsetning þessa þáttar byggð kringum ógn- andi hring prestanna, en Amneris stendur utan við hann. Hér lætur leikstjóri Amneris vera eina á svið- inu en söng prestanna berast frá hliðarsal. Eg hef aldrei séð þetta atriði jafn áhrifaríkt. Það er margt gott að segja um þessa sýningu, en best af öllu er þó tónlistin. Þótt þeim væri dreift út um allan sal sungu þessir stóm kórar samtaka, hámákvæmt og músikalskt. Um einsöngvarana á ég engin orð og segi því: Farið og sjáið sjálf hvaða dýrgrip við eigum. Hrafni G.)? Samanburð við aðrar sjónvarps- stöðvar hef ég ekki mikinn, en ég var staddur í Bandaríkjunum fyrir nokkmm ámm og sá þar sjónvarp í Los Angeles og skilst mér, að Bandaríkjamenn standi framarlega í sjónvarpsmálum og var þar verið að endursýna til dæmis Bonanza, Virginíumanninn og fleiri þætti, bæði í lit- og svart/hvítu. (Hvað ætli Ólafur M. hefði sagt við því, hefði hann átt að dæma það.) Síðan er það sjónvarp Akureyri, sem fær aðsent efni frá Stöð 2 og sendir út ótraflað, enn sem komið er, en þar hef ég aldrei séð eins mikið af endursýndu efni og ef við Akur- eyringar höfum fengið að sjá uppistöðuna á stöð 2 þá aumingja þeir. En það mega þeir eiga á stöð 2 að íþróttaþættir þar em mjög góð- ir, en í ríkissjónvarpi er vart horfandi á íþróttir vegna boltaleikja Bjama FeJ. Ekki það að ég geti ekki unnt fótboltaaðdáendum að fá sitt. En það er hart að hafa þátt sem heitir Enska knattspyrnan og síðan kemur þáttur sem ber heitiðí- þróttir og þar er svo meginefni þáttarins fótbolti. En þeir á stöð 2 virðast hafa komist að því að það er fleira iþróttir en boltaleikir (þro- skaleikir, eins og Jón Páll segir). Hrafn farðu að leita að meim gömlu góðu innlendu efni í eigu sjónvarpsins til að sýna. Guðmundur Jónasson. Einstök Aida á íslandi HÖGrNI HREKKVISI t/BS VJLPI OSKA AÐ KÆRASTAN HRINGPI BKK) i HANN 'A MAT/w'ALStI/VIU/VI/ " Víkverji skrifar að hefur einatt sýnt sig að við Islendingar höfum heldur litla tilfinningu fyrir fomum minjum og eigum það til að umgangast slíkt af dæmalausu virðingarleysi við fortíðina. Að einhverju leyti má vafalaust rekja þetta til þess hversu fáfengilegar fornar minjar em hér á landi yfirleitt að ytri gerð og eins er það einatt háttur tiltölulegra nýríkra þjóða að kasta á braut öllu gömlu til að rýma fyrir hinu nýja. Víkverji las þess vegna af at- hygli pistil frá fréttaritara blaðsins í Borgarfirði, þar sem sagði frá því að á almennum hreppsnefndarfundi í Reykholtsdalshreppi hafi mönnum þótt merkingu athyglisverðra staða á þessum slóðum ábótavant og tveir menn verið fengnir til að gera tillög- ur um slíkar merkingar í þessari sögufrægu sveit. Tilefnið virðist hafa verið að á daginn hefur komið að forndys ein skammt frá Klepps- járnsreykjum er horfín og við eftirgrennslan hefur uppgötvast að starfsmenn Rafmagnsveitna rík$in,s höfðu notað þessar minjar til að púkka með raflínu sem verið var að leggja þarna skammt frá. Þetta er áreiðanlega ekki eina dæmið hvernig framkvæmdaglöð- um íslendingum hefur tekist að granda merkum minjum og verður að taka undir með fréttaritaranum á Kleppsjárnsreykjum þegar hann segir: „Áldrei verður nógsamlega brýnt fyrir þeim sem stjóma verk- legum framkvæmdum, þar sem stórvirkar vinnuvélar em notaðar, áð fara gætilega, þar sem rústir og aðrar fornminjar láta oft lítið yfir sér. Óbætanlegur skaði getur orðið ef aðgæsla er ekki höfð.“ xxx Athyglisverð hugmynd hefur fæðst innan háskólans og virð- ist vera að fá all víðtækan stuðning. Þetta em hugmyndir að reisa hér svokallaða tæknigarða í tengslum við háskólann og rannsóknarstofn- anir og vænta menn þess að slíkir tæknigarðar með sambýli rann- sókna og nýs atvinnureksturs geti orðið merkilega útungunarstöð fyrir nýsköpun í atvinnulífinu — ný fyrir- tæki og framleiðslunýjungar á ýmsum þeim sviðum þar sem Is- lendingar em sterkastir taldir um þessar mundir. Margir þekkja til Silicon Valley í Kalifomíu, sem orð- ið hefur eins konar miðstöð hátækniiðnaðarins í Bandaríkjun- um ásamt fáeinum öðmm stöðum þar vestra og hugmyndin með tæknigörðunum er að búa til áþekkt hvetjandi umhverfi, þar sem segja má að framleiðslan og rannsóknar- starfsemin haldist í hendur. Þessar hugmyndir um tæknigarða hafa verið ræddar innan rannsóknarráðs og m.a. hlotið stuðning Reykjavík- urborgar og samtaka iðnrekenda, svo að verulegar líkur em á að þessi hugmynd verði að vemleika. Er þetta enn eitt dæmið um við- horfsbreytinguna sem er að verða í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. , ' ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.