Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 47
ei var neinn vafi á því við hvern væri átt. Sigurður settist að í átthögum sínum að lokinni ærinni starfsævi til sjós, meðal annars sem skipstjóri á togurum. Með honum er kvaddur einn síðasti skipstjórinn sem stjóm- aði togara á stríðsárunum síðari, gömlu togurunum, eins og þeir voru kallaðir, eftir að nýsköpunin hófst. Hann réði einnig fyrir nýsköpunar- skipum. Skipstjórar þessara tíma voru vanir skilyrðislausum aga og óum- deildum mannaforráðum. Sigurður mun hafa farið vel með vald sitt, en það fór honum líka vel, svo kempulegur sem hann var á velli, raddmikill og vel að sér í sjó- mennsku. Þegar á heimaslóðir kom, lét hon- um vel að vera í forsvari verklegra framkvæmda og voru þá starfsmenn hans oft fyrrverandi hásetar hans. Meðal þess sem Sigurður réðist í er heim var komið, var að koma upp dráttarbraut, þeirri einu sem sett hefur verið upp á suðurströndinni. Meðan hennar naut við, skapaði hún mikla vinnu, einkum á haustin, við iagfæringar á vertíðarbátum Eyr- bekkinga og nágrannaverstöðvanna. Alltaf var Sigurður sá sem stjóm- aði, greiddi úr málum og leysti þau verklegu vandamál sem upp komu. Hann vílaði ekki fyrir sér að lyfta þungum vélum með heimabúnum tækjum, þegar ekki var kostur á krana, svo sem oftast var á þessum árum. Verkdjarfari manni hef ég ekki kynnst um dagana. A árunum eftir 1950 var landlægt atvinnuleysi á vissum tímum árs. Meðal þess sem þá bjátaði á, var að lögum um drag- nótaveiðar hafði verið breytt og þar með kippt grundvellinum undan rekstri Hraðfrystistöðvar Eyrar- bakka. Sigurður kom inn í stjóm þess fyrirtækis árið 1953 og hófst þegar handa við að leita að nýjum starfs- grundvelli fyrir frystihúsið, ásamt meðstjómarmönnum sínum, Vigfúsi Jónssyni og Magnúsi Magnússyni. Fyrir framtak þeirra var hafín hin fyrsta humarvertíð með útflutning að markmiði. Nutu þeir þar þekking- ar þeirrar sem Sveinbjöm Finnsson hafði aflað með tilraunaveiðum árin á undan. Tilraunin tókst, þótt erfitt væri að koma hlutunum af stað, og síðan hafa humarveiðar verið snar þáttur í atvinnulífí landsmanna. Hafnarskilyrði hafa alla tíð verið bág á Eyrarbakka. Þau vildi Sigurð- ur bæta, og var um árabil verkstjóri við hafnarbætur hér, á vegum Hafn- armálastjómar. Þessi sumur vom oft töluverð umsvif og vinnuflokkar Sigurðar stórir. Oftast voru skólapiltar stór hluti hópsins og átti það vel við Sig- urð. Hann hafði gaman af ærslum þeirra og kátínu, svo lengi sem það kom ekki niður á vinnunni. Fáir vom betur að sér í fomsögunum en Sigurður og átti hann það til að fræða piltana um uppmna íslend- inga og vitnaði gjama í sögurnar þegar svo bar undir. Hann kenndi líka nokkra vetur við Bamaskólann á Eyrarbakka og fórst það vel úr hendi, þótt mikil hljóti viðbrigðin að hafa verið, að vera vanur að stjóma harðgerðum sjómönnum og fá skilyrðislausa hlýðni þeirra, en sjá svo stráktappa standa upp í hárinu á sér án þess að blikna. Strákamir urðu bestu vin- ir hans, en á þeim ámm þótti ekki við hæfí að stúlkur væm að óþægð- ast. Vegna aðstöðuleysis til smíða- kennslu kenndi Sigurður elstu strákunum sjóvinnu. Það kom sér vel hjá þeim síðar á lífsleiðinni, en varð einnig til þess að Sigurður var fenginn til að kenna sjóvinnu við Gagnfræðaskólann á Selfossi, sem hann gerði um all mörg ár. Aðrir munu verða til þess að rekja ætt og uppmna Sigurðar, svo og störf hans fyrri hluta ævinnar. Sjálfur reisti Sigurður sér vegleg- an bautastein, með byggingu Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. Það mun halda minningu hans á lofti. Slíkum kjarnakörlum, sem Sigurður var, er gott að vera samferða. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Öldmðum systmm hans votta ég samúð mína, svo og öðmm ættingj- um. Óskar Magnússon MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Minning: Jón Eðvaldsson skipstjóri Fæddur 20. janúar 1933 Dáinn 23. nóvember 1986 Að kveðja slíkan mann sem Jón Eðvaldsson var fellur þungt. Raun- betri og ljúfari mann var vart hægt að hugsa sér. Hver sá er varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eignast vináttu hans vissi að þar fór vinur í raun. Hörkuduglegur og ósérhlífínn til allra verka, skapgóður og hvers manns hugljúfí í umgengni við aðra og var því gott að sigla með honum. Fyrst og síðast sjómaður. Fáir menn gerðu sér gleggri grein fyrir því á hverju þjóðin lifði og með hvaða hætti lífið þokaðist fram til betri hátta. „Sjórinn er og verður undirstaðan að gjöfulli framtíð fyrir land og lýð,“ vom hans orð. Vinátta og bróðurþel það sem gætti í minn garð, jafnvel föðurleg ábyrgð, þó aldursmunurinn væri ekki nema þijú ár, sitja djúpt í huga. Óeigingimi hans var viðbmgðið, því aldrei gerði hann kröfur sér til handa á einn eða annan hátt, en varð því glaðari sem öðmm í návist hans leið betur. Við fráfall slíks manns skiptir miklu trúin á Guð og eilíft líf fyrir þá sem syrgja. Eiginkonu, bömum, tengdaböm- um og bamabömum sendum ég og fjölskylda mín hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðs bles- sunnar. Garðar Astvaldsson í dag fer fram kveðju- og minning- arathöfn um kæran tengdaföður minn, Jón Eðvaldsson skipstjóra. Hann var fæddur í Krókaseli í Skaga- hreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 20. janúar 1933, sonur hjónanna Mar- grétar Guðmundsdóttur og Eðvalds Júlíussonar. Næstelstur Qögurra systkina, sem öll em á lífi. Vorið 1936 fluttust foreldrar Jóns frá Krókaseli að Saumm í sömu sveit. En dvöl þeirra þar var ekki löng. Veturinn eftir lést Eðvald, faðir Jóns, aðeins 33 ára að aldri. Móðir Jóns stóð þá í erfiðum spomm. Með þtjú ungbörn og það fjórða rétt ófætt. Vorið 1937 fluttist hún að Kálfs- hamri við Kálfshamarsvík ásamt börnum sínum, sem þá vom orðin fjögur. Af miklum dugnaði og atorku tókst henni að veita börnum sínum uppeldi, sem gerði þau öll að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Ég minnist þess nú, þegar tengdafaðir minn sagði mér frá fyrstu sjóferð sinni. Þá var hann aðeins átta ára að aldri. En sú sjóferð átti eftir að verða upphaf að gifturíku ævistarfí. Á uppvaxtarámm sínum dvaldist Jón nokkur sumur í sveit hjá miklu ágæt- isfólki, sem þá bjó í Krókaseli, fæðingarstað hans. Mun góð vinátta hafa skapast með fjölskyldunni og unga kaupamanninum. Jón var á fermingaraldri þegar móðir hans fluttist með bömin sín til Hafnarfjarðar. Hafíð heillaði þennan dáðríka dreng ungan að áram. Jón fór til náms í Sjómanna- skólann og lauk þaðan skipstjóra- prófí árið 1954. Það sama ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Ástvaldsdóttur, þau stofnuðu heimili sitt í Hafnarfírði. Þau eignuðust þijú böm: Grétar Mar, fæddur 1955, Kári, fæddur 1959 og Steinunn, fædd 1961. Dótt- urbömin, Guðbjörg 9 ára og Jón Eðvald 2 ára, vom afa sínum mjög kær. Árið 1970 flutti Jón með fjöl- skyldu sína til Sandgerðis. Hann hafði áður stundað sjó þaðan með búsetu í Hafnarfirði og gat nú notið þess oftar að vera með fjölskyldu sinni. Hann stofnaði fískverkunar- stöð í Sandgerði ásamt sonum sínum og var af miklum dugnaði ýmist skip- stjóri á eigin skipum eða við fiskverk- un í landi. í september á síðastliðnu hausti keypti Jón bátinn Amar. Ég minntist þess, þegar ég fór niður á bryggju til þess að skoða bátinn og óska tengdaföður mínum til ham- ingju, hve hann geislaði af ánægju með þennan nýja farkost. Hver stund í landlegu var notuð til þess að lag- færa og dytta að bátnum. En svo kom hinsta kallið 23. nóvember síðastliðinn. Amar fórst í róðri skammt frá Grindavík. Á bátnum með Jóni var Jóhannes Pálsson, traustur og dugmikill sjómaður. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þijú böm. Ég votta eiginkonu, böm- um og öðmm ástvinum Jóhannesar dýpstu samúð mína. Megi algóður Guð styrkja þau og blessa um alla framtíð. Ég kynntist Nonna, eins og ég og aðrir vinir hans kölluðum hann, árið 1977, þegar ég ásamt sonum mínum Ingvari og Svavari kom inn á heimil- ið með Kára syni hans. Þótt kynnin yrðu ekki löng, verða þessi ár mér og sonum mínum ávallt dýrmæt í minningunni. Fyrir fáum ámm fór Nonni með okkur öll í Qölskyldunni einn bjartan sumardag norður I Húnavatnssýslu á æskustöðvar sínar. Það var mjög ánægjulegt ferðalag og við munum lengi minnast þess. Um síðastliðna verslunarmanna- helgi fómm við einnig öll í fjölskyld- unni í útilegu að Galtalæk. Þar nutum við mikillar gleði og átti Nonni sinn stóra þátt í því. Þegar Nonni afí kom í heimsókn til okkar á Vallar- götu var oft hlegið dátt. Þar var á ferðgóður afi. Hans er nú sárt sakn- að. A kveðjustund sem þessari verða mannleg orð aðeins veikur enduróm- ur af því heita þakklæti, sem fyllir hjartað. Minningamar um góðan Minning: Jóhannes Páls- son sjómaður Fæddur 31. maí 1951 Dáinn 23. nóvember 1986 Þann 24. nóvember sl. var mér borin sú fregn, að Jóhannes Pálsson, æskuvinur minn og jafnaldri, hefði verið annar þeirra tveggja manna sem fómst með trillunni Amari IS-125, eftir sjóslys austan Grindavíkur daginn áður. Þessi fregn var mér sem reiðarslag, því vinátta okkar Jóhannesar var svo gróin að við vissum löngum vel hvor af öðr- um, þótt oftast væm vegalengdir langar á milli okkar. Við höfðum verið félagar og vinir frá æsku, barist saman í þeim skær- um sem þá þóttu sjálfsagðar meðal uppvaxandi kynslóðar á Skaga- strönd. Sem innbæingar gerðum við oft herhlaup yfír á landsvæði út- bæinga og var þá oft hart barizt, þótt ekki væm vopnin annað en tré- sverð og bambusrenglur. Er það mér í minni hvað Jóhannes var vígreifur og jafnan í hættunni miðri í þessum omstum. Þótt hann fengi þung högg og stór hopaði hann hvergi, heldur sótti fram og mddi sér braut þótt við illvíga væri að eiga. Jóhannes var jaftian hugmynda- ríkur og tillögugóður í herráði okkar innbæinga og lagði oft fram hernað- aráætlanir sem vom djarfar og spennandi. I þessum æskuleikjum komu strax fram í Jóhannesi þeir eiginleikar hans sem löngum vom einna mest áberandi í fari hans, að vera gjam á að halda sínum hlut, að hvika hvergi og vera fremstur í flokki og bregða sér ekki þótt á móti blési, að sýna hörku og einarða afstöðu. Jóhannes fæddist 31. maí 1951, sonur Páls Jóhannessonar frá Garði og konu hans Gestheiðar Jónsdóttur, sem varð þriggja bama auðið. Hann ólst upp á Skagaströnd og hélt alltaf tryggð við æskustöðvarnar, var alltaf Skagstrendingur í húð og hár og unni Borginni og Höfðanum af huga og sál. Hann kvæntist æskuunnustu sinni, Önnu Margréti Kristjánsdótt- ur, frá Háagerði á Skagaströnd og fékk þar ágæta konu, af góðu fólki komna. Eignuðust þau hjónin þijú böm, einn son og tvær dætur. í þessum eftirmælum ætla ég ekki að rekja ættir Jóhannesar eða lýsa æviferli hans í smáatriðum, heldur bregða upp mynd af þeim manni sem hann var. Mér finnst ríkust þörfín á því vegna þess að Jóhannes var eng- an veginn auðskilinn maður. Ég veit að hann var mjög misskilinn af sínum samferðamönnum og bar margt til að svo var. Hann var að eðlisfari dulur og ekki við allra skap, fals og yf.rdrepsskapur var honum and- styggð og hann reyndi aldrei að vinna sér vinsældir með því að haga orðum sínum á diplómatískan hátt. Hann sagði sína meiningu, skýrt og skorin- ort, ef hann taldi þörf á því, og hirti þá ekki um hvemig það kom við aðra. Hann fylgdi sannfæringu sinni og hún átti sinn fasta gmndvöll. Hann fyrirleit alla tilgerð og gat verið meinhæðinn í garð þeirra sem vildu setja sig á háan hest, án þess að hafa nokkra verðleika til þess. Eitt var það, til dæmis, sem mér fannst alltaf óvenjulegur þáttur í eðlisgerð Jóhannesar, en það var umburðarlyndi hans. Hann gat sýnt alveg ótrúlegt umburðarlyndi og var þó jafnframt harður og óvæginn bæði við sjálfan sig og aðra. Þessar andstæður í fari hans komu oft fram á eftirtektarverðan hátt og ég man, að við ræddum um það eitt sinn, og hló hann þá við og taldi, að flestir væm byggðir upp, að einhveiju leyti, á andstæðum, og urðum við sam- mála um að líklega væri það rétt. Jóhannes hafði til að bera mjög sterka réttlætiskennd og var því allt- af fús til að taka málstað lítilmagn- ans. Það bjó í eðli hans að gera uppreisn gegn allri rangsleitni. Hann hugleiddi mjög málefni lands og þjóð- ar, var einnig, á vissan hátt, heim- spekilega sinnaður og trúmál vom honum hugstæð. Við ræddum margt og mikið, nán- ast allt milli himins og jarðar, þegar til þess gáfust stundir, og þá leið tíminn hratt. Okkur var báðum ánægja að því að rökræða, og oftar en ekki komumst við að niðurstöðu sem báðir gátu fallist á. Við stofnuðum Skákfélag Skaga- strandar á útmánuðum 1974 ásamt einum félaga okkar, og yar Jóhannes fyrsti formaður þess. Á vegum fé- lagsins hafa farið fram mót á hveiju ári síðan og mjög margir komið þar við sögu. Jóhannes var ekki nema 35 ára gamall þegar hann mætti sinni hinztu stund í þessari veröld. Það er sárt til þess að hugsa að hann sé fallinn í valinn, svo löngu fyrir tímann. Mér reyndist hann ætíð drengur góður, og mér er til efs að nokkur 47 dreng og sannan vin em bjartar og hugljúfar, dýrmætur fjársjóður, sem ég og synir mínir munum ávallt geyma. Hafí hann þakkir fyrir allt. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sesselja, Ingvar og Svavar. Þann 23. nóvember síðastliðinn barst sú harmafregn að enn einu sinni hefði hafíð krafíst mannfóma úr röðum íslenskra sjómanna. Bátur- inn Amar frá Sandgerði hafði farist og með honum tveir menn, Jón Eð- valdsson skipstjóri og félagi hans Jóhannes Pálsson. Jón Eðvaldsson fæddist í Króks- seli á Skagaströnd 20. janúar 1933, sonur hjónanna Margrétar Guð- mundsdóttur og Eðvalds Júlíussonar. Jón missti föður sinn 4 ára gam- all og ólst því upp hjá móður sinni, ásamt þremur öðmm systkinum. Þau fluttust til Hafnarfjarðar þegar Jón var um fermingaraldur. Jón fór ung- ur að vinna og beindist hugur hans að sjómennskunni, sem varð hans ævistarf. Um tvítugt fór hann í Stýri- mannaskólann og lauk þaðan skip- stjómarprófi. Á sjómannadaginn árið 1954 steig Jón gæfuspor er hann kvæntist unnustu sinni, Guðbjörgu Ástvaldsdóttur. Þau hófu búskap í Hafnarfirði og eignuðust þijú mann- vænleg böm, synina Grétar Mar og Kára og dótturina Steinunni, sem er yngst. Hlutverk sjómannskonunnar er ekki auðvelt. Oft verður hún ein að standa fyrir heimili og annast uppeldi bamanna. Þessar skyldur axlaði Guðbjörg með prýði og mætir nú sorginni með sömu reisn. Fyrir sextán ámm flutti Jón með fjölskyldu sína til Sandgerðis og hóf að reka þar útgerð, sem hann rak þar æ síðan af þeim dugnaði og at- orkusemi sem hann var þekktur fyrir. Nú, þegar Jón mágur minn er all- ur og ég lít yfir farinn veg, er margs að minnast. En minnisstæðast er glaðlyndi Jóns og gott hjartalag. Það gleymist engum er til þekkti. Við hjónin sendum Guðbjörgu og Ijölskyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þess, að minningin um góðan dreng verði þeim styrkur í sorginni. Sigurður Þ. Björnsson utan fjölskyldu hans hafí þekkt hann betur en ég. Megi hann hvíla í friði handan þess tíma og rúms sem við þekkjum, í þeirri veröld sem fram- liðnum er búin. Minning hans verður okkur ætíð kær sem þekktum hann og virtum. Eiginkonu hans, bömum, foreldmm og systkinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Rúnar Kristjánsson Þegar vinur minn Jóhannes Páls- son er kvaddur frá Hvalsneskirkju í dag langar mig til að minnast hans. Það er sárt að sjá á eftir ungum mönnum og þá verða orðin lítils megnug. En það vekur upp minning- ar. Jóhannes var traustur vinur sem gott var að eiga og leita til. Ég minnist margra tilvika þar sem hann reyndist mér vel og er ég þakklátur fyrir það. Hann var hjálpsamur á þann hátt sem var aldeilis óvenjulegt og maður sem neitaði aldrei bón væri það í hans valdi að leysa úr' vanda vinar. Þannig vin er gott að eiga og vera með. Hann var hægur maður og rólyndur og drengur góður. Lengst af var Jóhannes sjómaður. Þegar við kynntumst rak hann ásamt bróður sínum plastgerð í Kópavogi. Hann fór aftur á sjóinn og þar var hann þegar kallið kom, þegar Amar ÍS 125 fórst. Dauðinn kom þar snöggt. Þá vomm við minnt á það sem við munum ekki alltaf eftir, að skrefíð er stutt og við öllu má bú- ast. Þá er gott að eiga þá trú, að þrátt fyrir allt er lífið í hendi Guðs. Við trúum því að dauðinn sé ekki það síðasta heldur megi horfa fram á við og búast við miskunn Guðs. Þó aðskilnaður verði um sinn þá er það ekki það síðasta. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Jóhannesi Pálssyni. Ég bið Guð að blessa minningu hans og vera eiginkonu hans, Önnu Margréti Kristjánsdóttur, og bömum þeirra þremur styrkur í þeirra erfiðu raun. Þeim og foreldmm hans vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Valgeir Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.