Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 12
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Skúlptúrar og málverk á sýningu Kjarvalsstaða á abstaktmálverkum
Abstraktmyndir í vestursal
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjarvalsstaðir:
Sýning á abstraktverk-
iim íslenskra listamanna
Verið að leggja síðustu hönd á undirbúning
Punktar úr sögu
íslenskrar ab-
straktlistar
Sýningarskrá Kjarvalsstaða/ÓIafur Kvaran
HIN klassiska raunsæja mynd-
gerð leggur áherslu á tálmynd
af veruleikanum/myndefninu
og rökrétta heild milli tíma,
myndrýmis og allra einstakra
þátta myndefnisins. Hugtakið
abstraktlist má hins vegar skil-
greina almennt með hliðsjón
af tengslum við veruleikann.
Annars vegar þegar formum
umhverfisins er umbreytt á
þann hátt að þau verða ekki
staðfærð sem ákveðið mynd-
efni , heldur bera fyrst og
fremst merkingu sem form og
litur, og hins vegar þegar við
þekkjum alls ekki i verkinu
þætti úr umhverfi okkar og
dæmum það án viðmiðunar við
ytri veruleika.
Árið 1925 efndi Finnur Jónsson
til sýningar í Reykjavík sem mark-
ar kaflaskipti í islenskri listasögu.
Hann sýndi þá verk þar sem bæði
er hafnað þeirri klassísku skoðun
Óhlutkennd form ogmyndimar
eiga sinn eiginn veruleika
að málverkið eigi að vera tálmynd
af veruleikanum og kröfunni um
rökrétta heild milli myndefnis og
myndrýmis. Enda þótt myndgerð
af þessum toga hafi fyrst komið
fram hér á landi á sýningu Finns,
þá er rétt að geta þess að nokkr-
um árum áður hafði Baldvin
Bjömsson einfaldað myndefni í
geómetrísk abstrakt form, en
hann var búsettur í Þýskalandi
og var mikill áhugamaður um
róttæk viðhorf í myndlist.
Svavar Guðnason efndi til sýn-
ingar í Reykjavík 1945. Hann
hafði verið búsettur í Danmörku
frá árinu 1935 og skipað sér í
fremstu röð róttækra listamanna
þar í landi. Á sýningunni í
Reykjavík sýndi Svavar ma „fúgu-
myndir" sínar, en þær leiða
hugann að flugi, hraða og árekstr-
um. Formgerðin einkennist af
smágerðum litaflötum sem af-
markast af brotnum skurðlínum
og framkalla margrætt mynd-
rými, en hröð og tilviljunarkennd
pensilskrift magnar hljómrænt
gildi litanna.
Haustið 1947 efndu tíu lista-
menn til sýningar í Reykjavík sem
bar heitið Septembersýning. Hóp-
urinn samanstóð annars vegar af
þeim sem komu heim frá námi í
lok stríðsins, Jóhannesi Jóhannes-
syni, Kjartani Guðjónssyni, Krist-
jáni Davíðssyni, Valtý Péturssyni
og hinsvegar af listamönnum sem
fram komu á fjórða áratugnum,
Þorvaldi Skúlasyni, Siguijóni Ól-
afssyni, Nínu Tryggvadóttur,
Snorra Arinbjamar og Gunnlaugi
Scheving. Auk þeirra sýndi Tove
Ólafsson.
Sýninguna má skoða sem tákn
andstæðna sem komnar voru upp
í íslenskri list milli þeirra sem
gerðu þá kröfu að listin skyldi
gera mynd af veruleikanum sam-
kvæmt klassískri hefð og þeirrar
skoðunar sem var grundvöllur
Septemberhópsins, að listamaður-
inn eigi að skapa list sem sé nýr
veruleiki sem notið verði á eigin
forsendum og eigi sín sérstöku
lögmál. Þessi skoðun er öðru
fremur samnefnari hópsins því að
þar fyrir utan er um að ræða
mjög svo ólíka listamenn.
Septemberhópurinn efndi til
nokkurra sýninga fram til ársins
1952. Þá var þörfin fyrir breið-
fylkingu listamanna eins og
Septemberhópsins, með jafn lítinn
listrænan samnefnara og til var
stofnað í upphafí, að hlutverk lit-
arinnar væri ekki að líka eftir
veruleikanum, var ekki raunhæf
lengur. Þá komu jafnframt heim
listamenn eftir nám erlendis sem
aðhylltust geómetríska myndgerð
og stóðu fyrir utan hópinn, eins
og Hörður Ágústsson, Eiríkur
Smith og Benedikt Gunnarsson.
Þarmeð var kominn fram hópur
listamanna í íslenskri myndlist
sem á vitrænan hátt byggði upp
abstrakt myndheim út frá form-
rænni nýsköpun, en hafnaði í senn
einföldun á þekkjanlegum form-
um umhverfisins og sjálfsprott-
inni tilfinningalegri tjáningu.
Gunnar B Kvaran, listfræðingur:
Veisla fyrir listunnendur
Gunnar B Kvaran, listráðunaut-
ur Kjarvalsstaða, er annar
tveggja aðila sem hönnuðu yfir-
litssýningu á verkum abstrakt-
listamanna, sem opnar á
Kjarvalsstöðum í dag. Morgun-
blaðið hafði samband við
Gunnar, til að forvitnast um
þessa sýningu.
„Menningarmálanefnd
Reykjavíkur samþykkti á síðast-
liðnu hausti að efna til yfirlitssýn-
ingar að Kjarvalsstöðum á
íslenskri abstraktlist," sagði
Gunnar. „Þetta er fyrsta sýningin
á þessu ári hér á Kjarvalsstöðum
og þetta er í fyrsta sinn sem stað-
ið er að slíkri úttekt á íslenskri
abstraktlist. Það er líka einsdæmi
að listasafn geri svo ítarlega út-
tekt á einni tegund myndlistar.
Þessi ákvörðun kom í framhaldi
af annarri ákvörðun Menningar-
málanefndarinnar, þe að Kjarvals-
staðir skyldu sjálfir standa fyrir
auknu sýningahaldi .
Á þessari yfirlitssýningu yfír
abstraktverk er fyrst og fremst
lögð áhersla á að spanna söguna
og gefa áhorfendum þarmeð
heildaryfirlit yfir abstraktlist frá
upphafí til vorra daga. Hér eru
því verk frá 1913-14, eftir Bald-
vin Bjömsson og Finn Jónsson og
verk eftir Kjarval frá 3. áratugn-
um. í þessu samhengi er litið á
þessa einstaklinga sem einhvers
konar fyrirrennara óhlutlægrar
myndlistar, þar sem þeir vinna
með greinilega tilvísun í raun-
veruleikann.
Síðan er sögunni fylgt eftir,
allt til dagsins í dag. Á sýning-
unni er að finna listaverk eftir
listamenn af yngstu kynslóðinni,
td Björgu Örvar, Rósu Gísladóttur
og Ivar Valgarðsson.
Til þess að gera sýninguna sem
aðgengilegasta fyrir áhorfendur
er henni stillt upp í tímaröð, þann-
ig að listamennimir fái ákveðið
samband. Við tókum eftir því
hvað þeir voru að fást við lík
spursmál í myndlistinni og hvað
þeir komust að líkum niðurstöðum
í listinni. Ennfremur fylgjumst við
með því hvemig þeir öðlast smám
saman persónuleg einkenni og
verk þeirra fá dýpri meiningu.
Þetta myndlistarform kemur
fram eftir aldamótin, um 1910.
Listasaga 20. aldar hefur verið
mjög hlaðin af abstraktlistaverk-
um, en sl 20 ár hefur aftur verið
Gunnar B. Kvaran
ákveðin leitun á hefðbundnum
aðferðum í myndlist. Abstrakt-
málverkið hefur verið mjög
afskipt en nú á síðustu mánuðum
eða örfáum árum hefur aftur far-
ið að bera á abstraktmyndmáli,
þótt við getum vart talað um ný-
sköpun á þeim vettvangi. Það
virðist frekar að með þessu ab-
straktmálverki sé verið að endur-
meta gömul gildi og sannindi í
abstraktlistinni.
Við getum því vænst þess að á
næstu árum komi fram abstrakt-
lausnir sem okkur getur ekki órað
fyrir í dag. Þessi sýning er tæki-
færi til að skoða abstraktlist
síðustu áratuga, sjá og rifja upp
um hvað var rifist og á hveiju var
hneykslast fyrir 30 árum.
Við höfum hér tækifæri til að
endurmeta fyrri umsagnir og um
leið veita áhorfendum upplýsingar
sem gætu eflt, eða örvað skilning
fólks á þessari myndgerð, sem er
jú, óumdeilanlega, hluti af okkar
umhverfí."
Þú talar um rifrildi og hneyksl-
un. Á hveiju var hneykslast?
„Á þessum tíma, eða fyrir 30
árum, þótti fáránlegt að mynd
(málverk) væri bara form og litir.
Fólki þótti þetta vera klessuverk
og það fólk sem gerði slíkar
klessumyndir væru hinar verstu
persónur. Þetta fólk áleit að
myndlist ætti að vera af einhveiju
og skildu ekki að myndin gæti
verið veruleiki út af fýrir sig. En
það er liðin tið.
Þessi sýning hér á Kjarvals-
stöðum hefur tvíþætt gildi. í
fyrsta lagi, er svona stór og viða-
mikil sýning veisla fyrir listunn-
endur, einstakt tækifæri til að sjá
svo ólíka listamenn samankomna,
en þó innan sama myndmáls.
í öðru lagi, hefur sýning sem
þessi upplýsandi gildi. Þetta er
myndmál sem er mörgum ákaf-
lega framandi. Það er ekki nóg
að hengja myndimar upp á veggi,
heldur verðum við að reyna að
koma öllum upplýsingum sem
skilmerkilegast til áhorfandans,
þannig að sýningin verði ekki ein-
göngu upplifun eða skynjun,
heldur líka ákveðinn skilningur á
því hvemig abstrakt myndlist
virkar.
Þessvegna höfum við gefið út
mjög veglega sýningarskrá, þar
sem birtar eru greinar um íslenska
abstraktlist. í þessa sýningarskrá
ritar Ólafur Kvaran grein um
upphaf íslenskrar abstraktlistar,
Guðbjörg Kristjánsdóttir um geo-
metríska og lýríska abstraktion,
Halldór B. Runólfsson skrifar
grein um íslenska abstraktlist
síðastliðna tvo áratugi og síðan
rita ég einnig grein um abstrakt
höggmyndalist. Auk þessa eru í
sýningarskránni viðtöl við Valtý
Pétursson og Bjöm Th Bjömsson.
Þessi sýningarskrá er mjög ríku-
lega myndskreytt og er 96 blað-
SÍður
Það hefur ekki verið gerð nein
úttekt á abstraktlist sfðan árið
1950, þannig að það vantar ýmis
stór nöfn inn í myndlistarsöguna.
Við vonum að með þeirri vinnu
sem við höfum lagt í þessa sýn-
ingu, bætum við að einhveiju leyti
úr því. Við emm allavega komin
með vísi að áframhaldi," sagði
Gunnar Kvaran að lokum.