Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
52
Minning:
Sr. EiríkurJ. Eiríks■
son fv. skólastjóri
þar eystra og mikil vinátta á milli
hennar og þeirra hjóna. Það var
ástæðan fyrir því að ég, búsett í
Kaupmannahöfn, heimsótti þau í
Jónshús til að gá hvort ég gæti
nokkuð að þeim hlúð. Vinum þeirra
mun ekki koma á óvart að það sner-
ist fljótt við og það urðu þau sem
fóru að hlúa að mér. Framhald af
því varð þriggja vikna „fræði-
mannsvist" í bókasafni þeirra á
Selfossi í nóvember síðastliðnum.
Séra Eiríkur fæddist í Vest-
mannaeyjum „en ellefu vikna
gamall var ég fluttur þaðan upp á
Eyrarbakka. Áður hafði móðir mín
látið skíra mig og launað Eyja-
presti með því að stinga að honum
brennivínsflösku," sagði séra Eirík-
ur, og ég sé fyrir mér kímniglamp-
ann í augunum. Sjálfur þarfnaðist
hann ekki áfengis.
Hann var mjög farsæll maður
og „hún Kristín mín“, sem honum
þótti svo vænt um, var ekki minnsta
gæfan hans í lífinu. Kristín er af
vestfírskum formanna- og Ijós-
mæðraættum. Hún leysti mikið af
hversdagslegum jarðneskum
vandamálum, svo þau yrðu ekki
manni hennar þröskuldar á vegum
andans.
Mér fannst stórkostlegt að kynn-
ast þessum hjónum, sem fylgst
höfðu að í næstum fímmtíu ár, kom-
ið upp tíu börnum (það ellefta
misstu þau á unga aldri) og eignast
þrjátíu þúsund bækur. Séra Eiríkur
virtist vita flest sem í þeim bókum
stóð, og kunni auk þess fjölda marg-
ar óskráðar sögur af fólki, sem
hann hafði kynnst eða frétt af á
lífsleiðinni. Því hann lifði alls ekki
eingöngu í bókum sínum, heldur
fylgdist prýðilega með því sem var
að gerast og var glöggskyggn á
pólitfskar hræringar í samtíðinni.
Alltaf var hann að segja eitthvað
skemmtilegt. „Menn kaupa völd
fyrir skika af samviskunni," sagði
hann um stöðuveitingu, þar sem
snögg sinnaskipti virtust hafa
gagnað þeim sem hnossið hlaut.
Annað sinn fékk ég far með honum
og tveim öðrum prestum suður
Hellisheiði í hríðarveðri og hafði á
orði að ekki væri ég hrædd. „Nei,
þú hefur náttúrlega aldrei verið í
annarri eins herskipafylgd, andlega
skilið," svaraði séra Eiríkur að
bragði.
Nú hefur fleyi hans verið lagt í
naust og siglir ekki framar um höf
andríkis og fræða. Eftir er aðeins
að þakka fyrir alltof stutta sam-
fylgd og votta fjölskyldu hans
innilega samúð og virðingu. Guð
blessi minningu hans.
Inga Huld Hákonardóttir
Við andlát séra Eiríks J. Eiríks-
sonar bregður okkur Amesingum
við, eins og fallinn sé frá athafna-
maður á miðjum aldri. Eftir að
hann lét af opinberum embættis-
störfum sínum fyrir fimm árum og
settist að á Selfossi hefur hann
verið sívinnandi og virkur í menn-
ingarmálum héraðsins, óþreytandi
og áhugasamur við að leggja grunn
að menningarstarfí komandi tfma.
Allt þetta vann hann af miklum
metnaði. Sá metnaður var ekki
bundinn persónu hans, heldur var
hann vegna héraðs og þjóðar. Séra
Eiríkur mat Amesþing mikils og
hann sá mikilfenglega sögu þess,
nútímalandgæðin og framtíðar-
möguleikana í ským Ijósi. Selfoss
var í huga hans orðin sjálfsögð og
nauðsynleg miðstöð héraðsins.
Hagsmunir bæjarins og héraðsins
fóru saman í huga hans og hann
þráði að í menningarlegu tilliti
mætti þetta allt vaxa saman til
mikillar og farsællar framtíðar.
Þessi hugur séra Eiríks birtist
skýrt í því, er hann ásamt konu
sinni, frú Kristínu Jónsdóttur, gaf
hið mikla bókasafn þeirra til Bæj-
ar- og héraðsbókasafns Ámessýslu.
Með þessari ómetanlegu gjöf sýndu
þau hjónin héraði og bæ mikinn
trúnað og traust. Þau lögðu okkur
í hendur dýrmætan hluta af af-
rakstri mikils ævistarfs, í trausti
þess að við héraðsmenn ættum
metnað og dug til að ávaxta enn
frekar það pund. Þetta gerðu þau
með vitund og vilja bamanna sinna
tíu, sem erft hafa veglyndi og
manndóm foreldra sinna.
Þessi mikla gjöf hefur nú þegar
breytt viðhorfí okkar til safnsins.
Við blasir, að styrkur safnsins felst
ekki lengur í því einu að vera safn
afþreyingarbókmennta, heldur í því
að vera tæki til fræðiiðkana. Á
þeim grunni, sem þama var lagður,
hljótum við líka að byggja framtíð
safnsins og vöxt, meðan nokkur
man þann hug sem að baki bjó
þegar gjöfín var gefín.
Þeir sem um málefni safnsins
fjalla nú hljóta að vera harmi slegn-
ir og finna til mikils missis, er séra
Eiríkur er allur. Við áttum hann
vísan til uppbyggingar og ráðgjafar
og væntum enn mikils af honum í
því sambandi. Fráfall hans leggur
okkur þyngri ábyrgð á herðar. Þeg-
ar við fínnum til þess er gott að
eiga í minningunni hvatningu hans
og eldmóð. I dag er staldrað við
og við færum þakkir safnsins og
biðjum Guð að styrkja ástvinahóp-
inn.
F.h. Bæjar- og héraðsbókasafns-
ins á Selfossi,
Sigurður Sigurðarson.
Hann hvarf af sjónarsviði lífsins
eldsnöggt en hljóðlega, þessi per-
sónuleiki, sem lifði hverja stund,
hveija mínútu með ólgu og af inni-
leik samfara sérkennandi ákefð, er
átti skylt við lífsþorsta.
Það vita allir, sem kynntust síra
Eiríki að ráði og áttu saman við
hann að sælda um langt árabfl, að
hann elskaði lífið „út af lífínu",
hann hafði gegndarlausan áhuga á
mönnum og málefnum og lét sér
ekkert mannlegt óviðkomandi, og
hann var sí og æ að heyja að sér
fróðleik um lífið og kosti þess og
alla margvíslega þáttu þess. Minnti
sú ástríða hans alltaf einhvern veg-
inn á stórtæka bókasöfnun hans,
sem hann hafði stundað frá því
hann var pínuhnokki á Eyrarbakka,
en þá farinn þegar að boða ung-
mennafélagshugsjónina og jafn-
framt t.rú á lífið og virðingu
gagnvart guði og mönnum töluvert
fyrir fermingu. Vinur hans, Sigurð-
ur heitinn Greipsson í Haukadal,
sagði oftar en einu sinni frá því,
þegar síra Eiríkur sté í pontuna,
þá tólf ára eða bara ellefu og þrum-
aði yfír fólki á ungmennafélags-
samkomu á Eyrarbakka. Sagði sá
nafntogaði garpur og frömuður, að
hann mundi seint gleyma eldmóðn-
um og kynngikraftinum, sem
stafaði af ræðumennsku þessa unga
drengs, hann hefði aldrei séð eða
heyrt annað eins. Þegar grannt er
skoðað og ættir síra Eiríks raktar
aftur á bak, kemur í ljós, að í ann-
an kynbóginn er hann kominn af
ætt síra Jóns Steingrímssonar, eld-
klerks. Þar lágu ættir hans og
undirskráðs saman með öriítilli
víxlun.
Skelfíng er vont að vera búinn
að missa hann.
Við enga lifandi manneskju tal-
aði ég oftar undanfarinn tæpan
aldarfjórðung, hvort heldur sem var
í heimsóknum til hans á Þingvöll-
um, þegar hann var þar þjóðgarðs-
vörður, ellegar þegar slegið var á
þráðinn til hans, stundum jafnvel
daglega, ekki hvað sízt eftir að
hann fluttist á Selfoss fyrir fímm
árum með konu sinni, Kristínu Jóns-
dóttur frá Dýrafirði og þeim
bömum þeirra, sem enn voru í for-
eldrahúsum. Þjóðgarðsvarðarhjónin
settust að í rauða slotinu (fyrrum
Læknishúsinu) að Hörðuvöllum 2 á
bökkum „Fljótsins helga". Þar hafði
hann loksins komið öllum bókum
sínum undir sama þak, loksins, eft-
ir öll þessi ár. Þar vann hann síðustu
árin að skipulagningu og niðurröð-
un síns veglega bókasafns, sem
hann gaf svo Bæjar- og héraðs-
bókasafninu á Selfossi.
Hann var sívinnandi og hafði
skilað af sér ótrúlegu verki á lífs-
og starfsferli sínum. Hann vann
síðast við skólabókasafn Gagn-
fræðaskólans á Selfossi eða þar til
í fyrra, og segja kunnungir, að
vinna hans þar og nærvera hefði
gefíð safninu ákveðna sál, sem hyrfí
ekki.
Það verður alltaf verra og verra
að átta sig á því, að ekki sé oftar
hægt að blanda geði við hann og
skiptast á skoðunum við hann. Iðu-
lega vorum við þó ósammála, en
þegar betur var að gáð og heiðar-
lega, var það ótrúlega oft á yfír-
borðinu, en þegar við vomm
sammála, þá má segja, að það hafí
verið hundrað prósent. Hann var
ópjattaður maður og laus við sýnd-
armennsku, kom til dyranna eins
og hann var klæddur og minnti
mig óþyrmilega oft á föður minn
sáluga. Engum manni hef ég
kynnzt um dagana, sem var líkari
Sigurði skólameistara en hann.
Kannski kom síra Eiríkur stundum
í staðinn fyrir hann. Svo mikið er
víst, að við síra Eirík var gott að
eiga algert trúnaðarsamband,
kannski ekki alveg á sama hátt og
við kaþólskan skriftaföður, en sem
einka- og trúnaðarvin, sem veitti
andlega næringu í rökræðum um
gátur lífsins.
Og nú rifjast upp öll ferðalögin
með honum, þegar farið var á þjóð-
garðsvarðarjeppanum og skundað á
samkomur í Áratungu ellegar í
Haukadal og víðar og víðar, hvem-
ig sem viðraði, stundum í blindhríð,
oft í ófærð, kannski vetur eftir vet-
ur. Og þá var notið þeirra sérrétt-
inda að aka til skiptis á móti síra
Eiríki, sem treysti undirskráðum
ótrúlega vel sem ökumanni. Og þá
var mikið talað, ýmist af léttuð eða
af alvöru. Og það var eins og endur-
tekning og endurhæfíng á hörðu
námi, því það þýddi ekki að vera
með neinn moðreyk í orðræðum við
vininn. Það var hins vegar gaman
að vera honum ósammála, því að
hann átti það til að veita föðurlegar
ákúrur eins og háttur er skóla-
stjómenda af „gamla skólanum".
Síra Eiríkur var gæddur töfra-
stálminni og hafði bókarmennt á
hraðbergi, en ekki í snobbstfl and-
legra uppskafninga og gervi-
menntamanna af allt öðrum „skóla"
en hann hafði numið sín andlegu
fræði í.
Eitt sinn var hann spurður, hvaða
þýðingu bóksafn hans hefði fyrir
hann, hvort hann liti á það sem
sálræna menntunarlega eign eða
öllu heldur hvort bækumar gæfu
honum eilífa snertingu við heims-
kúltúrinn, svo að hann staðnaði
ekki. Hann svaraði því á þá leið,
að grundvallarmeining bókaeignar
sinnar væri það, sem fælist í spum-
ingunni. Hins vegar stæði bókin og
félli með lífstjáningargildi sínu og
yrði að haldast í hendur bóklestur
og lífræn tengsl við samtíðina, við-
fangsefni hennar og kröfur. Og
þannig var því einmitt farið um síra
Eirík með þessa einka-akademíu
hans, bókasafnið hans, og þann
kúltúranda, sem því fylgdi. Þegar
hann gaf bókasafnið, minnti það
helzt á það, þegar auðkýfíngurinn
Boots í Bretlandi gaf borginni Nott-
ingham háskólann (University
College Nottingham). Gjöf síra
Eiríks er mestur og stærstur skerf-
ur á einu bretti til menntunar og
menningar á íslandi undanfarin ár.
og jafnast á við það, að gefinn hefði
verið heill háskóli inn í byggðarlag-
ið á Suðurlandi.
Síra Eiríkur gekk ungur hugsjón
og hugsjónum á hönd og lagði rækt
við af eldlegum áhuga. Efst á baugi
var ungmennafélagshugsjónin. Það
er haft eftir honum, að þungamiðj-
an í stefnu ungmennafélaganna
hafí verið persónulegur þroski. Hins
vegar sló síra Eiríkur þann var-
nagla, að þroskahugtakiö f sam-
bandi við einstaklinginn gæti leitt
til ofurmennskudýrkunar í andstöðu
við trúna.
Síra Eiríki var Gmndtvig, danski
mannvinurinn og spekingurinn, sér-
lega kær. Vitnaði oft í hann. Síðast
nú í sumar, er leið, naut hann þess
að geta dvalizt í Danmörku til að
kanna líf og störf Grundtvigs. Bjó
hann með konu sinni í Islands Kult-
urhus, Jónshúsi, á Östervoldgade
12 í Kaupmannahöfn allan tímann,
eina þrjá mánuði og vann og vann,
ýmist þar eða á söfnum. Auk þess
ferðaðist hann vítt og breitt um
Danmörku til að leita og fínna.
Þetta var indæll tími fyrir bæði
hjónin og þau sérlega vel að þessum
góðu stundum komin þar úti í
Daníá. Og nú, fyrir aðeins örfáum
dögum, síðast þegar ég sá vininn,
þá kveðst hann vera að ráðgera
aðra Danmerkurferð nú á útmánuð-
um, í leit að meiri vitneskju um
Grundtvig. Það var sá merki
Grundtvig, sem sagði: „Maðurinn
fyrst".
Það var maðurinn sjálfur, þroski
og velferð, sem var ofar öllu áhuga-
mál hins látna. Stundum gat verið
erfítt að hugsa sér, að hann hefði
verið svona lengi þjónandi sálusorg-
ari, eða upp undir hálfa öld. Síra
Eiríkur bar ekki prestinn utan á sér
og setti sig aldrei í stellingar til að
vera prestlegur. Það er freistandi
að geta þess til gamans, að hann
var gjörsamlega mótfallinn einlífi
presta. Er saga að segja frá því,
hve oft var karpað um slíkt. Stoð-
aði lítt fyrir mig kaþólikkann að
skýra út og verja þessa „hefð“ inn-
an hinnar almennu heilögu kirkju,
en hefðin sú er talin æskileg til að
dýpka og rækta föðurkennd og
ábyrgð umboðsmanns guðs, sem
hver prestur er, föðurlega kennd
gagnvart sóknarbömunum, sbr.
ávarpið „faðir".
Síra Eiríkur var maður lífsnautn-
ar, munaðarseggur á margt, en
neitaði sér um áfengi og tóbak og
var skeleggur andstæðingur hvors
tveggja og afar óbilgjam á því
sviði. En hann var nautnamaður á
flest annað og að því leyti líkur
mörgum prelátum og prestum páp-
iskunnar sem njóta „litlu hlutanna"
í lífínu út í fíngurgóma, nóg verður
sjálfsögunin að vera samt.
Svo að vikið sé aftur að ung-
mennafélagshugsjóninni, var hún,
sem alkunna er, forvitnilegur þáttur
í íslenzku þjóðlífí frá aldamótum.
Hreyfíngin var sprottin upp af öld-
um rómantísku stefnunnar, en síra
Eiríkur kvað hana hafa mótazt af
kristnum anda, meira að segja stóð
það í stefnuskrá ungmennafélag-
anna, að þau byggðu starf sitt á
kristnum grundvelli. Margir hafa
verið þeirrar skoðunar, að ung-
mennafélagshugsjónin sé í ætt við
heiðindómsanda fyrir tiltölulega lítt
andlega sinnað fólk, fólk, er hvorki
leiti guðs né trúarkjama í lífínu,
sem sé hugsjónin sé einungis stfluð
upp á „patentlausnir" og á viss
þægilegheit fyrir átrúendur, sjálfs-
ánægju eins og tíðkuð er af „sértrú-
arfólki" í pólitík, til að mynda
kommum, gáfnasnobbum, stofu-
kommum og þeirra fylgifískum.
Síra Eiríkur taldi þetta ekki rétt-
hermi og spurði mig eitt sinn: „Hvar
fínnur þú norrænan heiðindóm
ómengaðan kristnum anda í
íslenzkum meiri háttar bókmennt-
um?“ Hann benti líka á þá stað-
reynd, að mót ungmennafélaganna
hafí löngum hafízt með guðsþjón-
ustu, og á meðan húslestrar tíðkuð-
ust hér á landi, hafí varla nokkur
fundur verið haldinn án þeirra.
í annað sinn var síra Eiríkur
þýfgaður um skýringu á einstreng-
ingslegan íþróttaanda ungmennafé-
laganna (sbr. Ungmennafélagið
Skarphéðinn). Hann svaraði að
bragði: „Efst á stefnuskrá félag-
anna var strax settur persónulegur
þroski undir merki orðtaksins „Heil-
brigð sál í hraustum líkama", sem
raunar er einkunnarorð allrar
sannrar íþróttamennsku."
Sem skólamaður, leiðtogi, skóla-
stjóri, uppalari í háa herrans tíð
trúði síra Eiríkur á að innprenta
manndóm í ungum sálum og hugs-
aði alveg eins og annar þjóðfrægur
gáfumaður, dr. Sigurður Nordal,
sem sagði í viðtali við Líf og list á
sínum tíma: „Lífíð er hart. Gott
fyrir unga menn að vita það í tíma."
Síra Eiríkur þótti harður og
ákveðinn skólastjóri. Hann vann
líka mörg kraftaverk á nemendum
og hafði sér við hlið hana Kristínu
konu sína, sem tók þátt í skólastarf-
inu ekki síður en hann. Þau skiluðu
af sér fögru verki þar á Núpi, sem
enn er í minnum haft á Vestflörðum
og í öllu landinu. Og ekki síður var
hróður þeirra, þegar þau voru flutt
á Þingvöll. Þau kunnu svo sannar-
lega að sitja mikinn garð með reisn,
hann með menntun og fróðleik um
menn og málefni og bækur, ofar
venjulegri kunnáttusemi, hún með
öll tignarlegust beztu vestfírsku
skapgerðareinkennin, hún sem
bjarg, sem aldrei haggast.
Það er ein mesta hamingja og
eitt glæsilegasta ævintýri lífs míns
að hafa kynnzt þessum hjónum,
Kristínu og síra Eiríki, og það er
svo fínt blæbrigðaatriði í sálarlífínu
og vandmeðfarið að eignast vináttu
og trúnaðartraust fólks eins og
þeirra.
Það rifjast margt upp nú eftir
missi síra Eiríks, sem þó mun halda
áfram að lifa í störfum sínum sem
leiðtogi skóla fyrir ungt fólk í mót-
un, sem þjóðgarðsvörður með
ýmsar snjallar nýjungar og hug-
myndir á pijónunum um Þingvöll;
sem andans maður, því viss mikil-
leikur kom fram í ræðum hans, sem
voru fljúgandi og all-óvenjulegar,
yfirleitt fullar af eldmóði og anda-
gift. Ég minnist sérstaklega inn-
blásinnar hvatningarræðu í
Aratungu í afmælisveizlu Ung-
mennafélags Biskupstungna, en
þangað höfðum við tveir brotizt á
jeppanum hans að vetrarlagi í
hættulegu færi. Hann byggði ræður
sínar oft á dæmum og líkingum
beint úr lífinu, hann eins og leitað-
ist við að sanna allt, sem hann tjáði
sig um og gerði það einkar
skemmtilega.
Oft var talað um Bergsættina
þama fyrir austan, en hann átti til
hennar að telja og var auk þess af
Iðuætt. Forfeður hans í þeirri ætt
voru sumir hveijir feijumenn og
hjálparhellur eins og hann var sjálf-
ur í lífinu með samhjálp sinnar
eiginkonu og heimilis. Oft var
brugðið á leik við hann í samræðum
við hann — og að blanda geði við
hann var fijó lífsnautn, eins og
ferðalag um ókunna stigu. Ein-
hveiju sinni sagði sá, er þetta ritar,
um hann, að þegar geðsveiflur og
fleiri eðlisþættir úr Bergsætt og
ætt síra Jóns eldklerks þjöppuðust
saman í einum og sama persónu-
leikanum, eins og raun væri á um
hann, minnti það einna helzt á
vínanda í gömlu frönsku koníaki
eða svörtu sjóræningjarommi eikar-
legnu. Hann var hreint ekki beðinn
afsökunar á gáleysislegu talinu og
hann leit heldur ekki á tiisvarið sem
áróður fyrir frönsku koníaki eða
sjóræningjarommi. Hins vegar var
þetta vísindaleg tilraun í þá átt að
lýsa því, hversu persónuleiki síra
Eiríks gat verið áfengur og leiddi
sterkt og gaf sérstök áhrif. Þessi
mögnuðu áhrif halda áfram að vara
um ókomna tíð, eða svo fínnst
manni. Og það er líka eina huggun-
in.
Hann var farinn að tala um það
annað veifið í seinni tíð, að tíminn
væri orðinn stuttur, þegar imprað
var á því við hann, hve hann ynni
mikið. Hann vann öllum stundum
við bækumar — lagði hart að sér
eins og sá, sem gerir erfiðustu hlut-
ina einn. Hann dó í fullu Qöri, féll
fyrir ættemisstapann eins og maður
með unga sál, og þess vegna allt
of snemma. Hann er sárt syrgður.
Guð blessi Kristínu hans og fjöl-
skyldu og gefí þeim styrk.
Að Hæðardragi,
Steingrímur St.Th.
Sigurðsson.
Nokkrar minningar hlýt ég að
festa á blað, sem tengdar eru séra
Eiríki J. Eiríkssyni eftir 58 ára vin-
áttu. Sú vinátta hófst, er Eiríkur
settist í íjórða bekk menntaskólans
í Reykjavík 1929. Gamall skóli var
í nýrri mótun við komu Pálma
Hannessonar í rektorsstarfið. Það
var ekki einvörðungu skólahúsnæði
sem tók stakaskiptum. Ýmsir
straumar menningarlífs utan hefð-