Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAtíUR 17. JANÚAR 1987
4"
Ný stjóm í
Austurríki
Vín. Reuter.
LEIÐTOGAR tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Austurríki
gengu í gær formlega frá myndun nýrrar samsteypustjórnar. Bíður
hennar erfið glíma við efnahagsmálin.
Franz Vranitzky, fráfarandi
kanslari jafnaðarmanna, og Alois
Mock, leiðtogi íhaldsflokksins, und-
irrituðu samkomulagið fyrir hönd
sinna flokka og munu leggja stefnu-
skrá stjómarinnar fyrir þingið. 17
ráðherrar verða í stjóminni, fímm
færri en í fyrri stjóm, og mun hvor
flokkur fá átta í sinn hluc. Þá er
dómsmálaráðuneytinu óráðstafað
en í það embætti verður skipaður
óflokksbundinn maður og sérfróður
í lögum.
Meginverkefni stjómarinnar
verða efnahagsmálin og sagði
Vranitzky, að stefnt væri að því
að koma fjárlagahallanum niður í
3% af þjóðarframleiðslu árið 1990.
Samstarf þessara flokka, jafnaðar-
manna og íhaldsmanna, er jafnan
nefnt „Mikla samsteypan" í Aust-
um'ki enda var hún við völd allt frá
stríðslokum til 1966.
Svíþjóð:
Sviplegur dauðdagi
rannsóknarmanns
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKUR rannsóknarmaður,
sem var að kanna vopnasölu
sænsks fyrirtækis og tölvusmygl,
féll í gær fyrir eina neðanjarðar-
lestina í Stokkhólmi og lést
samstundis.
Carl-Fredrik Algemon starfaði
hjá því ráðuneyti, sem sér um, að
sænskum lögum um vopnasölu sé
framfylgt. Var hann að bíða eftir
neðanjarðarlestinni þegar hann féli
skyndilega fram af brautarpallinum
og fyrir aðvífandi lestina. Vildi
Stokkhólmslögreglan ekkert frekar
um atburðinn segja.
Algemon var að taka saman
skýrslu um þær ásakanir ýmissa
sænskra friðarhreyfínga, að AB
Bofors, mesti vopnaframleiðandi í
Svíþjóð, hefði selt sprengiefni til
ýmissa Miðausturlanda fyrir allt að
11 milljónir dollara. Hafa forsvars-
menn Bofors neitað þessum áburði
en Claes Ulrik Winberg, sem var
forstjóri fyrirtækisins þegar um-
rædd vopnasala á hafa farið fram,
hefur sagt af sér sem formaður
sænska vinnuveitendasambandsins.
Algemon hafði einnig á sinni
hendi að rannsaka mikið tölvu-
smygl, sem upp komst um árið
1983. Þá var á síðustu komið í veg
fyrir, að mjög fullkomnar, banda-
rískar tölvur væm fluttar til
Sovétríkjanna frá Svíþjóð.
íranskir hermenn, innan landamæra írak, halda fyrir eyrun þegar stórskotahríðin hefst.
Rafsanjani:
Úrslitaátök stríðsins
verða nálægt Basra
Washington, Teheran. Reuter.
ÍRAKAR hafa stöðvað sókn írana
norðaustur af höfuðborg írak,
Baghdad, að sögn talsmanna
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins og segjast þeir fullvissir um
að íranir hafi í raun aðeins verið
að láta reyna á styrkleika varn-
anna þar.
Blóðugir bardagar halda enn
áfram við aðra stærstu borg í írak,
Basra, og er talið að um 50.000
menn hafí fallið í þessum bardögum
síðan 24. desember sl. Forseti
íranska þingsins, Rafsanjani, sagði
í Teheran í gær, að það væri ekki
markmiðið með þessum bardögum
að taka Basra, en úrslitaátök
stríðsins myndu eiga sér stað þar
í nágrenninu, en sagði ekki hvar.
Hann réðst að Sovétmönnum í ræðu
sinni fyrir stuðning þeirra við fr-
aka.
íranir gerðu í gær eldflaugaárás
á Baghdad, er olli verulegu tjóni
og írakar gerðu loftárásir á nokkr-
ar borgir í íran þ.á.m. hina helgu
borg Qom.