Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
íslandsmyndir
Mayers 1836
Morgunblaðið/Amór
Aðstaða til smábátaútgerðar á Suðurnesjum er víða mjög slæm. í Garðinum verður að taka bátana
að veiðiferð lokinni og leggja þeim í Gerðavör — nú eða í bílastæðin uppi í þorpinu.
Suðurnes - Suðurland:
Smábátaeigend-
. J 1 •• 1* NiUIUllSKl-
ur trevsta bondin miða gefin
LÚÐVÍK Kristjánsson rithöfund-
BOKAUTGAFAN ^rn og Orlyg-
ur hefur gefið út íslandsmyndir
Mayers í tilefni þess að árið 1986
voru 150 ár liðin frá því leiðang-
ur Paul Gaimards ferðaðist um
ísland í því skyni að rannsaka
land og þjóð.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir: „Afrakstur ferðarinnar var
margvíslegur, m.a. þær tæplega
200 myndir sem nú eru gefnar út,
sumar í fyrsta sinn á Islandi. Svo
til allar myndimar eru prentaðar í
lit og hefur frú Guðrún Rafnsdóttir
handlitað þær og notið tæknilegrar
aðstoðar Kristins Siguijónssonar
litgreiningarmeistara en fræðilegr-
ar leiðsagnar Fríðar Ólafsdóttur
lektors. Arni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur og Asgeir S. Bjömsson
lektor sömdu formála og ítarlegar
myndskýringar og er textinn á
íslensku, frönsku og ensku.
íslandsmyndir Mayers fylgir lit-
prentað kver, Chants Islandis, sem
er ljósprentun á fágætu kveri með
kvæðum og ræðu sem flutt vom
Handrit að
safni fiski-
Páli Gaimard til heiðurs í veislunni
góðu í Kaupmannahöfn 1839. I
kverinu er einnig ritgerð eftir dr.
Finnboga Guðmundsson landsbóka-
vörð þar sem varpað er nýju ljósi
á kvæði Jónasar Hallgrímssonar.
íslandsmyndir Mayers er 298
blaðsíður í allstóru broti, en kvæðis-
kverið er 48 blaðsíður í minna broti
og báðar em bækumar saman í
öskju."
Islandsmyndir Mayers 1836 er
sett og prentuð í Prentsmiðjunni
Odda og bundin þar og í Arnarfelli
hf. Litgreiningar vom unnar í Odda.
Hönnun öskju og spjald annaðist
Sigurþór Jakobsson en umútlit bók-
anna sáu þeir Kristinn Siguijónsson
og Örlygur Hálfdanarson.
Garði.
REYKJANES, svæðisfélag smá-
bátaeigenda á Suðurlandi og
Suðurnesjum, var stofnað á Glóð-
inni í Keflavík sl. sunnudag.
Mættu milli 30 og 40 smábátaeig-
endur til fundarins af Reykjanesi
og svæðum þaðan til Stokks-
eyrar. Þetta svæðisfélag er eitt
af 13 félögum sem stofnuð hafa
verið eða verða stofnuð á næst-
unni og mynda Landssamband
smábátaeigenda, en félagið mun
eiga 3 fulltrúa á næsta lands-
þingi.
Eins og fyrr sagði hlaut félagið
nafnið Reykjanes og verður aðsetur
þess og vamarþing í Keflavík. Guð-
mundur Kristberg Helgason í Garði
var kosinn formaður hins nýja fé-
lags en aðrir í stjórn em Garðar
Garðarsson, Keflavík, Bjami Þórar-
insson, Selfossi, Einar Jónsson,
Njarðvík og Valdimar Axelsson,
Keflavík.
Að sögn Kristbergs Helgasonar
em helstu baráttumál hins nýja
svæðisfélags að beijast fyrir hags-
munum smábátaeigenda og þeir
málaflokkar sem hæst bára á fund-
inum vom að fá aflétt veiðitak-
mörkunum og að gera snurvoðina
útlæga úr bugtinni. Þá var og rætt
um öryggis-, trygginga- og lífeyris-
sjóðsmál smábátaeigenda.
Þá sagði Kristberg að mönnum
hefði orðið tíðrætt um það aðstöðu-
leysi sem trillukarlar byggju við.
Þótt hafnir væm viðunandi hvað
sjógang snerti þá væri hvergi að-
staða innan þeirra fyrir smábáta,
a.m.k. ekki á Suðumesjum. Hann
gat þess að hreppsnefnd Gerða-
hrepps hefði fyrir nokkmm ámm
reynt að sameina sveitarfélögin á
Suðumesjum um að byggja smá-
bátahöfn í Garðinum en það erindi
hefði fengið dræmar undirtökur
annarra sveitarstjómarmanna þrátt
fyrir augljóst hagræði þar sem ein
bestu fískimið smábáta em aðeins
steinsnar frá Garðinum.
Kristberg gat þess einnig að sl.
haust fór hafnamefnd Gerðahrepps
á fund hafnarmálastjóra. Var
nefndinni vel tekið og var unnin
upp framteikning og gerð kostnað-
aráætlun að smábátahöfn. Vom
þessi gögn send fjárveitinganefnd
sem gerði þessar hugmyndir að
engu með einu pennastriki.
Aðstaða í Garðinum fyrir smá-
báta er mjög bág. Má segja að einu
möguleikamir séu að geyma bátana
í vör eða jafnvel að taka þá alveg
upp og geyma þá á bílastæðinu
yfir nóttina og fara svo að morgni
og setja á flot. Ekki má þó vera
háfjara því þá aukist erfiðleikamir
að mun. Þá má og geta þess að
bryggjan hefur látið mjög á sjá
undanfarið og er að verða stór-
hættuleg bílum og gangandi.
Landssamband smábátaeigenda
var stofnað í lok árs 1985 og er
formaður þess Arthúr Bogason.
Þrátt fyrir ungan aldur hefír félag-
ið látið gott af sér leiða fyrir
smábátaeigendur. Má þar nefna að
félagið fékk því framgengt í fyrra
að veiðibann var minnkað úr 144
dögum í 49.
Stjóm hins nýja félags hvetur
smábátaeigendur á svæðinu að ger-
ast meðlimir í Reykjanesi með því
að hafa samband við einhvern
stjómarmeðlima.
— Arnór
LÚÐVÍK Kristjánsson rithöfund-
ur hefur afhent Ornefnastofnun
Þjóðminjasafns að gjöf handrit
sin að safni fiskimiða frá ára-
bátaöld.
Hér er um að ræða á þriðja þús-
und fískimið hringinn í kringum
land, sem Lúðvík hóf að safna upp
úr 1940 eftir munnlegum og skrif-
legum heimildum. I hinu mikla
ritverki hans um íslenska sjávar-
hætti em birt sýnishom þessa
fískimiðasafns, segir í frétt frá
Ömefnastofnun Þjóðminjasafns.
Hæstiréttur
staðfesti hús-
leitarúrskurði
Hæstiréttur hefur staðfest hús-
leitarúrskurði sem kveðnir voru
upp þegar lögreglan lagði hald á
myndbönd í myndbandaleigum í
Reykjavík skömmu fyrir jól.
Eigendur tveggja myndbanda-
leiga, Nýju Videoleigunnar sf. og
Videospólunnar, kærðu húsleitarúr-
skurðinn til Hæstaréttar. í þessum
tveimur leigum var lagt hald á sam-
tals 1521 myndbandsspólu, sem vom
á bannlista kvikmyndaeftirlitsins,
bám ekki með sér að vera skoðaðar
af eftirlitinu eða vom ekki merktar
íslenskum umboðsaðilum. í dómi
Hæstaréttar segir að svo verði að
ætla að ekki hafí verið unnt að kanna
myndböndin á vettvangi. Samkvæmt
43. grein laga um meðferð opinberra
mála nr. 74/1974 skuli leggja hald
á muni, sem ætla megi að hafí sönn-
unargildi í opinbem máli eða ætla
megi að gerðir veri upptækir. Stað-
festi Hæstiréttur því húsleitarúr-
skurðina.
Unnið að lausn á fjárhagsvanda þriggja hitaveitna:
Notendur búi við viðunandi gjald-
skrá og rekstur veitnanna tryggður
segir Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri á Akranesi
HEILDARSKULDIR Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar eru nú
um 1.450 miHjónir kr. og á veitan í verulegum fjárhagsvandræðum.
Stjómendur fyrirtækisins hafa verið að leita að lausn í nokkur ár
og ýmsar nefndir starfað að því verkefni. í fjárlögum yfirstandandi
árs var fjármálaráðherra sðan veitt heimild til að semja um ráðstaf-
anir til að bæta hag veitunnar í framtíðinni. Rætt var við Ingimund
Sigurpálsson bæjarstjóra á Akranesi af þessu tilefni.
— Hefur Hitaveitan verið von-
laust fyrirtæki frá upphafí?
„Það tel ég ekki. Mér sýnist að
framkvæmdakostnaður hafí farið
10% fram úr upphaflegri kostnað-
aráætlun, þegar reiknað er á
sambærilegu verðlagi. Ef annað
hefði ekki komið til hefði verið
hægur vandi að leiðrétta þennan
mun með gjaldskrárbreytingum."
— Hver er þá ástæðan fyrir
miklu íjárhagserfíðleikum veitunn-
ar?
„Framkvæmdakostnaðurinn var
ijármagnaður með erlendum lánum
sem tekin vom í dollumm. Dollarinn
styrktist mjög á framkvæmda-
tímanum og vextir hækkuðu vem-
lega. Þetta er að mínu mati
meginskýringin á vandanum í dag.
Ef stofnkostnaðurinn hefði verið
Qármagnaður með innlendu lánsfé
með 5% vöxtum umfram verðtrygg-
ingu væm skuldir hitaveitunnar nú
900 milljónir en ekki 1.450 milljón-
ir, eða 550 milljónum lægri en þær
em. Þessi munur er eingöngu vegna
óhagstæðrar gengisþróunar og
hárra vaxta hinna erlendu lána.
Mistökin liggja því í þeirri ák-
vörðun að láta þessa hitaveitu og
reyndar aðrar einnig, ijármagna
uppbygginguna með lánum í er-
lendri mynt. Að mínu mati er það
fráleitt að ætla fyrirtækjum sem
þessum að taka erlend lán þar sem
þetta era fyrirtæki sem selja þjón-
ustu sína á innlendum markaði.
Öðm máli getur gegnt um útflutn-
ingsfyrirtæki sem miða lántökur
sínar þá væntanlega við þann gjald-
miðil sem tekjur þeirra em greiddar
í. Það verður að segjast eins og er
að veitumar verða að hafa sérfræð-
inga í erlendum lántökum á sínum
snæram, ef þær eiga að geta fylgst
með breytingum á erlendum lána-
mörkuðum. Til þess hafa svona lítil
fyrirtæki ekki bolmagn.
í svona tilvikum finnst manni
eðlilegt að ríkissjóður afli erlendra
lána og endurláni síðan sveitarfé-
lögunum í íslenskum krónum. Hafa
mætti ákveðið álag á vextina til að
ná út yfír gengisáhættuna, en með
þessu móti myndi áhættan dreifast.
Einnig myndi slíkur stór lántakandi
geta haft betra yfírlit yfír hinn er-
lenda lánsfjármarkað.
í þessu sambandi ber að taka það
fram að tækniíeg staða hitaveitunn-
ar er mjög góð. Ekkert hefur
bmgðist þar. Hefðu áföll vegna
erlendrar lántöku ekki komið til,
væri rekstur Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar blómlegur í dag.“
— Er lausn á vandamálum Hita-
veitunnar í sjónmáli?
„Stjómendur fyrirtækisins hafa
verið að leita að lausn á vandamál-
um þess í nokkur ár og hafa
nokkrar nefndir starfað að því verk-
efni. Að undanfómu hafa fulltrúar
eigenda þriggja hitaveitna, sem
verst em settar Ijárhagslega, rætt
í sameiningu við fíilltrúa ríkisvalds-
ins um vandamálin. Auk okkar em
það Hitaveita Akureyrar og Fjar-
hitun Vestmannaeyja. í fjárlög
yfirstandandi árs var sett ákvæði
sem heimilar íjármálaráðherra að
semja við þessa aðila um ráðstafan-
ir til að bæta hagn veitnanna til
frambúðar.
Ég tel þessa samþykkt mikils-
verðan áfanga og að í honum felist
sú stefnumörkun að samið verði við
sveitarfélögin um lausn á fjárhags-
vandanum. Það mál má ekki bíða
lengur."
- Hvaða lausnir er verið að ræða
um?
„Fulltrúar eigenda þessara
þriggja hitaveitna hafa lagt meg-
ináherslu á það að notendur á
veitusvæðunum búi við viðunandi
gjaldskrá og að búið verði þannig
að hitaveitunum að rekstur þeirra
verði tryggður til frambúðar. Varð-
andi gjaldskrámar verður að telja
eðlilega viðmiðun, að húshitunar-
kostnaður íbúa á þessum svæðum
verði sambærilegur því sem er hjá
þeim sem njóta niðurgreiddrar raf-
hitunar. Það tel ég að sé hið
opinbera raforkuverð í landinu en
við greiðum 30—35% umfram það
fyrir upphitun húsa okkar. Það er
álit margra að húshitunarkostnað-
urinn sé þegar orðinn meiri en var
þegar hitað var upp með olíu og
hæpið er að frekari hækkanir á
gjaldskrá skili veitunni auknum
tekjum. Verð á heita vatninu er
orðið það hátt, að frekari hækkanir
leiða til minnkandi vatnsnotkunar,"
sagði Ingimundur."
Að lokum má geta þess að stjóm
Hitaveitu Akraness- og Borgar-
Qarðar samþykkti að hækka gjald-
skrá fyrirtækisins um 14,6% frá
áramótum. Var gjaldskráin staðfest
í iðnaðarráðuneytinu og birt í
Stjómartíðindum. Um síðustu helgi
gerðist það hins vegar áð sameigin-
legur fundur bæjarráðs Akraness
og hreppsráðs Borgamess sam-
þykkti að óska eftir því við ríkis-
stjómina að gjaldskrárhækkuninni
yrði frestað um þijá mánuði á með-
an gengið væri frá lausn á flár-
hagsvanda Hitaveitunnar.