Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Minning: > _____ Arni E. Jóns- son Hólmavík Fæddur 22. nóvember 1897 Dáinn 7. janúar 1987 í dag, laugardag 17. jan., fer fram frá Hólmavíkurkirkju útför Áma E. Jónssonar, Kópnesbraut 9, Hólmavík, en hann lést í sjúkra- húsinu á Akranesi hinn 7. þessa mánaðar eftir stutta legu. Hann var á 90. aldursári er hann andaðist. Ámi var vinur minn og sam- starfsmaður um langt árabil er ég var prestur á Hólmavík í 34 ár. Hann var organisti á annexíum mínum lengst af þeim tíma og oft einnig á Hólmavík og er margs að minnast og þakka frá þeim árum. Ámi var hæfíleikaríkur á mörg- um sviðum og um margt mjög eftirmmilegur maður. Allt stóð eins og stafur á bók er hann lofaði og hann ætlaðist til hins sama af öðr- um. Einhleypur var hann alla tíð og eignaðist ekki afkomendur. Lengst af bjó hann í reisulegu húsi sínu þar sem hann hafði tvö verk- stæði. Annað var úraverkstæði þar sem hann gerði við úr og klukkur og seldi einnig. Klukkuna lét hann þó aldrei stjóma lífi sínu, enda ákveðinn í skoðunum. Hann vann þegar honum hentaði, hvort heldur var að nóttu eða degi, mataðist þegar hann var svangur og svaf þegar hann þurfti þess með. Hitt verkstæðið var smíðaverkstæði þar sem hann gerði við húsgögn og orgel, auk annars er til féll. Ekki var hann skólagenginn handverks- maður, en svo laginn í höndum að hann gat lagfært margt sem aðrir, skólagengnir í þessum greinum, höfðu ýmist gefíst upp við eða töldu ekki ómaksins vert að sinna. Áræðni hans og þrautseigja kenndu honum að gefast aldrei upp að óreyndu. Orgelleikinn nam hann sömuleiðis upp á eigin spýtur á fullorðinsárum og veitti hann með þeirri þekkingu sinni og hjálpsemi ómetanlega aðstoð í áratugi við kirkjuathafnir allt frá Kollaflarðar- nesi í suðri og til Ámess í norðri. Ætíð var Ámi reiðubúinn að koma með mér á annexíumar og veija t.d. frítíma sínum á stórhátíðum til þessara starfa. Gerðist margt eftir- minnilegt hjá okkur á þeim ferða- lögum, oft í erfíðum vetrarferðum á sjó og landi, en stundum var jafn- vel farið fótgangandi eða á skíðum. skulu einstök atriði ekki rifjuð upp hér, en allt blessaðist þetta ein- hvem veginn. Mikið hafa aðstæður til ferðalaga breyst á síðustu 30 ámm og er ekki víst að í dag létu menn bjóða sér það sem þá þótti ekkert tiltökumál. Fyrir allt þetta er mér bæði ljúft og skylt að þakka. Ámi Eyþór, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fitjum í Hróf- bergshreppi 22. nóvember 1897. Foreldrar hans vom Jón Ámason frá Fitjum og Helga Tómasdóttir, sem fædd var á Kambi í Ámes- hreppi. þau Jón og Helga eignuðust 11 böm og var Ámi næstelstur þeirra. Af þeim em nú aðeins þrjú á lífí; Hólmfríður, búsett á Hólmavík, Þorkell í Hveragerði og Guðrún í Grindavík. Mikil fátækt var á æskuheimili þeirra svo sem algengt var á þeim tíma og marg- víslegir erfiðleikar í búskapnum. Býlið var hátt uppi á fjalli og harð- býlt, bústofninn því fremur lítill en íjölskyldan stór. Þurfti mikinn dugnað, nægjusemi og þrautseigju til þess að komast af. Strax og Ámi hafði aldur til og þroska fór hann í vinnumennsku, bæði til þess að létta á heimilinu og sjá sér farborða. Settist hann síðan endanlega að á Hólmavík og átti þar heima mestan hluta ævinn- ar. Aldrei verður um Áma sagt að hann hafí látið stjómast af hinum hraða takti dansins kringum gull- kálfínn, sem hrífur svo mörg okkar með. Hann hafði vanist nægjusem- inni í bamæsku og að fara vel með allt sem hann hafði undir höndum. Bruðl og ásókn í peninga vom hon- um íjarri skapi. Sást það best á því lága gjaldi sem hann setti upp fyr- ir vinnu sína við margs konar og oft á tíðum flóknar viðgerðir sem fólk leitaði til hans með. Sama má segja um organistastörf hans sem segja má að hafí að mestu leyti verið unnin í sjálfboðavinnu. Hann lifði fábrotnu lífí hið ytra, en virtist ánægður með sitt hlutskipti. Er vel þess virði fyrir samtíðina að staldra við andartak og íhuga fómfúst starf slíkra manna. Ámi átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur lengst af, en hin síðustu ár fór heilsu hans mjög hrakandi. Einkum bagaði hann sjóndepra og sykursýki. Ekki vildi hann þó þiggja utanaðkomandi að- stoð fyrr en hann mátti til, en þess þurfti ekki lengi með. Þakka ég öllum er veittu honum aðhlynningu þann tíma. Nú þegar leiðir skilur að sinni kveð ég þennan góða vin minn með innilegu þakklæti fyrir liðnu árin. Blessuð sé minning hans. Andrés Ólafsson t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, ANNA KRISTÍN KARLSDÓTTIR, Unnarbraut 12, Seltjarnarnesi, andaðist á heimili sfnu að kvöldi 15. janúar 1987. Krlstinn P. Michelsen, Karl G. Kristlnsson, Hadda B. Gisladóttir, Kristfn B. Krlstlnsdóttlr, Magnús Sigurðsson, Sólvelg H. Kristinsdóttir, Björn S. Bergmann, Anna K. Krlstinsdóttir, Gestur Helgason, Sigurður Karisson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR frá Hverageröi, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. janúar sl. Ingveldur Höskuldsdóttir, Halldór Hermannsson, Halldór Höskuldsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Hallfrlður Kristjánsdóttir, Veigar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, VÍGLUNDUR J. GUÐMUNDSSON, bflstjóri, Laugavegi 70, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 15. janúar. Margrét Grímsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTENSA JÓHANNA TÓMASDÓTTIR fráTungu, Fróðárhreppi, Álfaskeiði 90, Hafnarfiröi, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni janúar kl. 15.00. í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. Kristin Kristjánsdóttir, Karl Brynjólfsson, Ólafur Kristjánsson, Hrefna Bjarnadóttir, Tómas Kristjánsson, Hólmfriöur Gestsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Vigfús Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir, GUÐMUNDUR KOLBEINSSON, Hjaltabakka 18, sem andaðist í Borgarspítalanum 10. janúar sl. verður )arðsung- inn frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. janúar kl. 13.30. Áslaug Elfasdóttir, Jóhann Guðmundsson, Guðlaug Snæfells, Sigrfður Guömundsdóttir, Jens Indriðanon, Sigrún Jóhannsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, ADOLFS SIGURJÓNSSONAR, bifreiðarstjóra, Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum. Herdfs Tegeder, Sigurjón H. Adolfsson, Kristfn E. Elfasdóttir, Gunnar Adolfsson, Svava Bjarnadóttir, Jón Steinar Adolfsson, Sæþór Gunnarsson, Adolf Sigurjónsson. t Þökkum innilega samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar og bróöur, STEFÁNS HARALDSSONAR, járnsmiðs, Skeljagranda 1. Sérstakar þakkir okkar til félaga í Snæfellingakórnum í Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Þóra Stefánsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Haraldur Arnar Stefánsson, Þóra Steingrfmsdóttir, Siguröur Þorgrfmsson, og systkini hins látna. t Þökkum samúö og vinarhug við andlát og útför SVÖVU VIGGÓSDÓTTUR, Ásgarði 131, Reykjavfk. Guðmundur Helgi Magnússon, Ágústa Magnúsdóttir, Ástrós Guðmundsdóttir, Eygió Guðmundsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Helgason, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Páll Björgvinsson, Bragi Kristinsson, Guðmundur Sfmonarson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát sonar míns og bróður okkar, BJARNA VESTMAR BJÖRNSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild A-7 á Borgar- spftalanum. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir, Bára, Bragi, Goði, Birgir og Berglind. t Bestu þakkir fyrir samúð og ómetanlega hjálp vegna andláts og útfarar RÖGNVALDAR GUÐMUNDSSONAR frá Ólafsdal. Lifið heil. Börnin. Dagur eldri borgaraí Garða- o g Víðistaða- sóknum ÁRLEGA efna sóknarprestar og sóknarnefndir Garða- og Víði- staðasókna til guðsþjónustu og samkomu, þar sem eldri borgar- ar eru sérstaklega velkomnir. Næstkomandi sunnudag verður messað í Hrafnistu í Hafnarfírði. Þar predikar séra Haraldur M. Kristjánsson. Að lokinni messu verður fólki ekið til safnaðarheimilisins Kirkju- hvols í Garðabæ og þar verða kaffíveitingar, sem heimili úr Hofs- lundi, Heiðarlundi, Hörgslundi og Reynilundi annast. Einnig verða skemmtiatriði: Nemendur tónlistar- skóla Garðabæjar leika á hljóðfæri og óperusöngvaramir Siglinde og Sigurður Bjömsson syngja. Þá verða upplestrar og ávarp. Einstök vetrar- veðrátta Staðarbakka. EINSTÖK vetrarveðrátta hefur verið hér það sem af er þessu ári. Oftast logn og með öllu úr- fellislaust. Hitastig öðruhvoru- megin við frostmarkið. Auð jörð nema fannir í skurðum og skjól- um og vegir auðvitað eins og best er á sumardaginn. Sérstaka athygli vekur fegurð himinsins á morgnana frá birtingu og að sólaruppkomu. Vetrardýrðin er ólýsanleg og þegar maður hlust- ar á fréttir frá nálægum löndum um þau ægilegu harðindi þar em þá ætti okkur að vera ljóst hve frá- bært land við eigum og gott að mega þar búa. Þó ekki sé hægt að segja að héðan sé um neinar stórfréttir að ræða þá er þó alltaf eitthvað að gerast í fámenni sveitanna sem snertir einstaklingana en á ekki neitt erindi í blöð eða fjölmiðla enda álit fólks að fréttamenn gangi tíðum fulllangt í fréttaöflun í seinni tíð. Benedikt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.