Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
25
segir að þeir aðilar sem keypt hefðu
dreifingarrétt hefðu skaðast veru-
lega af ólöglegum innflutningi
myndbanda. Dæmi væru til þ ess
að einstakar myndir hefðu verið til
leigu ótextaðar og ólöglegar löngu
áður en réttmætir aðilar hefðu sett
þær á markað.
„Það hefur háð markaðinum að
þeir aðilar sem keypt hafa rétt á
myndum eru ekki látnir í friði með
að gefa þær út“ sagði Magnús,„ef
við lítum á hvemig Danir brugðust
við þessum vanda, þá var talið 1981
að í Danmörku hafi ólöglegi mark-
aðurinn verið um 50%, en í dag er
hann nálægt 2%. Við viljum beita.
okkur fyrir svipuðum aðgerðum hér
og beitt var í Danmörku, og ná
a.m.k. jafngóðum árangri. Við vilj-
um að ólöglegt efni verði tekið af
leigunum, og að síðan verði gengið
frá samningi milli myndbandaleiga
og rétthafa þar sem leigumar
skuldbindi sig til að hafa ekki ólög-
legt efni á boðstólum, hafi löglegan
rekstur og brjóti ekki í bága við
ákvæði höfundalaga. Að þessu lok-
nu þarf að hafa eftirlit með
markaðinum og vinna að því í sam-
vinnu við yfírvöld að koma í veg
fyrir frekari lögbrot".
Myndirnar löglegar
Þóroddur Stefánsson, formaður
Félags eigenda myndbandaleiga á
íslandi, segir að það sé lítill vafi á
því að eitthvað sé um framboð á
ólöglegu efni. Aður fyrr hefðu verið'
brögð að því að fluttar hefðu verið
inn myndir sem ákveðnir rétthafar
hefðu átt dreifingarrétt á. Hins
vegar hefði einnig verið fluttur inn
fjöldi mynda sem enginn aðili hér-
lendis hefði keypt réttinn á. Sagði
Þóroddur að þessar myndir hefðu
menn keypt erlendis og borgað af
þeim tilskilin gjöld.
„Við lítum á það sem sjálfssagða
þjónustu við okkar viðskiptavini að
flytja inn myndir sem engum rétt-
hafanna héma dytti til hugar að
kaupa réttinn á“ sagði Þóroddur
og nefndi sérstaklega í því sam-
bandi gamlar svart-hvítar myndir,
íþrótta- og bamaefni. „Rök Sam-
taka rétthafa gegn þessum inn-
flutningi em haldlítil, því þetta er
efni sem þeir mundu aldrei kaupa
inn til landsins. Meginþorri mynd-
anna sem vom teknar af lögregl-
unni vom gamlar myndir sem aldrei
hefur verið keyptur dreifingarrétt-
urá hérlendis og þær em því
löglegar. Hvað varðar annað efni
sem tekið var, svo sem ofbeldis- og
klámmyndir, þá er það einlægur
vilji okkar samtaka að hreinsa
markaðinn af slíku efni“ sagði Þór-
reglumanna birtist, og með
samþykki fylkisstjórnarinnar var
kosin sendinefnd til viðræðna um
lausn deilunnar. 29 göngumanna
vom handteknir. þ. á m. Jose
Enrique og aðrir úr nefndinni er
þeir vom á leið sinni til fylkishöfuð-
borgarinnar. 22 var síðar sleppt en
Jorge Enrique og sex aðrir smá-
bændur og kennarar vom ákærðir
fyrir ýmis brot þ.á m. hryðjuverk,
sem við liggur allt að 40 ára fang-
elsisvist. Samkvæmt framburði
þeirra vom þeir þvingaðir með
barsmíðum og ógnunum til að játa
upplogna glæpi; sumir þeirra sem
sleppt var hafa borið að þeir hafi
verið þvingaðir til að bera sakir á
hina 7, en dregið framburð sinn til
baka eftirá. AI telur Jorge Enrique
og hina 6, Manuel Hemández
Gómez, Germán Jiménez Gómez,
Rubén Jimenez Gómez. Jesús López
Constantic, José Jakobo Nazar
Morales og Julián Nezar Morales
hafa verið valda úr hópnum og
ákærðir vegna þess að þeir hafi
verið gmnaðir um forystu í aðgerð-
um til stuðnings málstaðs bænda.
Þeir sem vilja leggja málum þess-
ara fanga lið, og þá um leið
mannréttindabaráttu almennt, em
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við skrifstofu íslandsdeildar
Amnesty, Hafnarstræti 15 í
Reykjavík. Þar fást nánari upplýs-
ingar sem og heimilisföng þeirra
aðila sem skrifa skal til. Einnig er
veitt aðstoð við bréfaskriftir ef ósk-
að er.
■æ, smessesrj tE • - Jlpy ri WPi /4 ií /-1 . %
'/M Bf
-
PM
-'■'i
Talið er að hver íslendingur greiði á fimmta þúsund krónur í leigu-
gjöld af myndböndum árlega.
oddur að lokum.
Félag eigenda myndbandaleiga
hefur skipað sáttanefnd til að ganga
til samninga við Samtök rétthafa.
Magnús G. Kjartansson, fram-
væmdastjóri samtakanna, sagði að
Samtök rétthafa gerðu þá skilyrðis-
lausu kröfu áður en slíkar viðræður
gætu hafíst, að eigendur mynd-
bandaleiga skuldbindu sig til að
hætta ólöglegum innflutningi.
Hlutverk dómstóla
Guðmundur Ágústsson, lögfræð-
ingur, annast mál þetta fyrir
eigendur myndbandaleiga. Sagði
hann málið allt hið undarlegasta,
svo virtist sem dómsmálaráðuneytið
túlkaði ákveðnar lagagreinar í al-
gjöru samræmi við hagsmuni
rétthafa. „Lögum mæla fyrir um
að ef opinber rannsókn á að fara
fram á meintum brotum á höfund-
arréttarlögum, þá þarf að liggja
fyrir annað tveggja; kæra frá höf-
undi eða þeim sem misgert er við,
eða að ljóst sé að fyrir liggi mikil-
vægir almennir hagsmunir. Það er
talið að af um 12.000 spólum sem
teknar voru þann 22.desember séu
8-9.000 spólur sem enginn aðili hér
á landi á dreifíngarrétt á, og því
ljóst að kæra frá höfundi eða aðila
sem leitt getur rétt sinn frá honum,
mun tæplega berast. Ég vil meina
að Samtök rétthafa hafi fengið
ráðuneytið til að meta stöðuna á
þeirri forsendu að til grundvallar
liggi mikilvægir almennir hagsmun-
ir. Það er hins vegar dómstóla að
skera úr um hvort svo sé“ sagði
Guðmundur.
Á félagsfundi Samtaka rétthafa
á miðvikudag var stjóm samtak-
anna falið að ganga til viðræðna
við Félag myndbandaleiga, eftir að
aðalfundur þess félags hefur farið
fram. Sá fundur verður haldinn í
dag, laugardag.
Það er hægt að láta sölukassana
um sjálfvirkt val á tölunum.
Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn,
ef menn hafa ekki trú á neinum sérstökum tölum.