Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 17 rb Partar Hagnaður minnkar Honda-verksmiðjumar hafa til- kynnt, að hagnaður fyrra helm- ings síðasta árs hafi minnkað um 45% frá árinu á undan, eða úr 85,4 milljörðum yena í 47,1 millj- arð yena. Volvo-strætó sækir á Volvo Bus Corporation hefur frá 1979 farið úr níunda í annað sæti á OECD-markaðinum í sölu á grindum í strætisvagna og áætl- unarbifreiðar. Renault tromp Milljón bflar hafa selst á innan við tveimur árum af gerðinni Renaent 5 og er það nýtt heims- met. Dagsframleiðslan er nálægt 1.500 bílum. Tap Nissan í Japan, annar stærsti bifreiðaframleiðandi þar í landi, hefur tilkynnt 120 milljóna dollara rekstrartap fyrstu sex mánuði síðasta árs. Þetta er fyrsta rekstr- artap Nissan síðan 1951. 4.000.000 Fordar 24. nóvember síðstliðinn kom hvítur Orion af færibandinu í Ford-bflaverksmiðjunni í Saarlou- is í V-Þýskalandi. Það merkilega við þennan bíl er, að hann er sá sem fyllti fjórðu milljónina af framleiddum bílum í þessari verk- smiðju. Verksmiðjan tók til starfa í byijun áttunda áratugarins, hef- ur 7.900 manns í vinnu og framleiðir Escort og Orion. S-Kórea segir pass í Suður-Kóreu hefur verið ákveðið, að ekki verði byggðar fleiri bifreiðaverksmiðjur þar í landi um næstu framtíð. Þessi ákvörðun er tekin til þess að forð- ast hugsanlegar vendaraðgerðir gagnvart innflutningi til annarra landa, einkum þó til Banda- ríkjanna. Benz í Skandinavíu Vörubíladeildin hjá Daimler/ Benz hyggst nú taka verulega á til að auka markaðshlutdeild sína í Skandinavíu. „Við getum ekki látið aðalkeppinauta okkar, Volvo og Scania, sitja eina að heima- mörkuðunum," er haft eftir talsmanni fyrirtækisins. Volvo til Japans Volvo hefur nú komist með annan fótinn inn fyrir dyrnar hjá Japönum og er nú að smeygja hinum inn fýrir líka. Byijað er að byggja yfir starfsemina og er þar um að ræða innflutning Volvo til Japans. Þar verður einnig öll þjálf- un starfsliðs, jafnt sölumanna sem bifreiðavirkja. Japanir til Svíþjóðar Japanskir bifreiðaframleiðend- ur hafa stóraukið innflutning til Svíþjóðar á síðustu mánuðum. Af því tilefni beindi Per Gyllen- hammar, forstjóri Volvo, þeim tilmælum til Japana „ ... að sýna sjálfsaga og misnota sér ekki hve sænski bifreiðamarkaðurinn væri opinn gagnvart innflutningi". *■ V 1 - 1 „Perlufesti“ í eyðimörkum Suðvestur- Afríku er ærið harðbýlt öllum lífverum, ekki síst grænum gróðri jarðar. Þar þrífast þó nokkrar jurtir sem aðlagast hafa þeim óblíðu aðstæðum og grimmdarkjörum sem þar bjóð- ast. Ein af þeim er „Perlufest- in“ (Senecio rowleyanus), sem víða um heim er ræktuð sem stofublóm. Hún er ræktuð sem hengijurt og stönglamir (sem vel geta orðið allt að einum metra á lengd) eru alsettir nær hnöttóttum blöðum og hanga niður frá pottinum eins og grænar perlufestar. Á kúlulaga blöðunum er gagnsæ rák, sem hleypir ljósi inn í blöðin, en þar fara fram efnaskipti plötunnar. Eins og nærri má geta gerir þessi jurt ekki miklar kröfur til lífsins, að því er varðar „mat og drykk“. Gott afrennsli í pottinum, vel sandblendna mold, litla sem enga áburðar- gjöf og vökvun má gjama gleymast öðm hveiju. En góða birtu vill hún gjarnan hafa allt árið um kring. Blómin, sem em hvít og myndast í blaðöxlunum, em ekkert aðalatriði á jurtinni og sumum finnst þau aðeins óprýða hana, en þau koma helst á vetuma þó eitt og eitt geti skotið upp kollinum á hvaða tíma árs sem vera skal. „Perlufesti“ - Sencio rowley- anus Þessi jurt, sem er með allra sérkennilegustu stofublómum (allir kunningjarnir vilja endi- lega fá „afleggjara") er, eins og fyrr var nefnt, afar auð- ræktuð og ekki er síður auðvelt að ijölga henni, því allir angar, sem af henni em slitnir, em næstum hlægilega fljótir að skjóta rótum. — Gott fyrir kunningjana. Það skrýtnasta er þó að þessi undarlega jurt er náskyld tveim öðmm þekktum stofu- plöntum, þó lítið sé ættarmótið, nefnilega síneraríu og Hrað- lestinni, sem báðar em af Senecio-ættkvíslinni, og auk þess sumarblóminu Silfur- kambi og illgresinu okkar fræga, krossfíflinum. ÓBG Volvo FL4 Nýr, léttur og lipur Sýning i dag i Volvosalnum Skeifunni 15 frá 10-16 A(hyylKvtM ðlil! OOtiÍfeijd ÍÍpiii '•mlhiiitjsiadiU: C» 2 m I- - íia ilisilvcl mc»1 foijijöppii tiijili fiynytl Í09íl Ktj Utu ('ai tjcí a 4 % ( i'sctjiiiiii OKtmmnm i ici ílokKi Veitltli kyiinasl af citjin uim «*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.