Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Minning: Sigurður Guðjóns son, Litlu-Háeyri Fæddur 9. febrúar 1903 Dáinn 7. janúar 1987 Sigurður Guðjónsson skipstjóri hefur látið úr höfn í hinsta sinn og hlýtt kallinu, sem allir verða að hlýða, þegar að því kemur. Hugur Sigurðar stóð alltaf til sjós, og hann byijaði snemma að róa með föður sínum á áraskipum. Hann var togaraskipstjóri í mörg ár og var aðallega með Kveldúlfstogara. Hann hætti togaraskipstjóm á besta aldri og hóf þá meðal annars tilraunaveið- ar með humar. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að því, að þær veiðar hófust. Sigurður bar hag Eyrarbakka allt- af fyrir bijósti og átti sér stóra drauma um uppbyggingu og framtíð þorpsins. Hann skildi, að grundvall- aratriði í því sambandi er góð höfn. Að tilstuðlan Sigurðar og í náinni samvinnu við Vigfús Jónsson og fleiri góða menn, var í kringum 1960 hafist handa um hafnarbætur á bakkanum. Því miður komust þær aldrei á það stig, sem upphaflega var fyrirhugað. Ég kynntist Sigurði sem uppal- anda og verkstjóra. Litla-Háeyri var í mörg ár mitt annað heimili, og ég er að hluta til alinn þar upp undir handaijaðri systkinanna Sigurðar, Jóns og Helgu. Sigurður var bam- góður og eftirlátur við krakka, en gat samt verið strangur og ákveðinn þegar honum fannst það við eiga. Hann hefur reynst okkur systkina- bömunum ákaflega vel. Þegar systradætur hans áttu von á honum til Reykjavíkur, þá var lokað á allar vinkonur og dagurinn tekinn frá handa Sigga frænda. Sigurður átti mörg áhugamál og var sístarfandi. Mér þótti ákaflega gaman að vera með honum, þegar ég var strákur, því ég gat verið nærri viss um, að eitthvað spenn- andi gerðist. Eins og t.d. að fara í leiðangur á traktor og safna brota- jámi, sækja sögulegar minjar, vitja um grásleppunet eða vinna eitthvað í sambandi við dráttarbrautina, sem hann byggði og stjómaði. Sigurður var ákaflega traustur maður og gott að Ieita ráða hjá hon- um enda gerðu það margir. Maður gat alltaf komið með allt til Sigga og reiknað með því, að hann hjálp- aði til við lausn málanna. Ég fylltist alltaf öryggiskennd í návist hans og fannst, að ekkert slæmt gæti hent mig. Hann virtist óbifanlegur á hveiju sem gekk. Sigurður var ekki allra. Hann gat verið hryssingslegur þannig, að hann virkaði kaldlyndur. En hann var í raun mjög hlýr og tilfinninganæmur maður. Hann var fremur fámáll dag- farslega, en glaður og ræðinn í vinahópi. Það var alltaf gaman þeg- ar komu gestir að Litlu-Háeyri, en þangað komu margir, sérstaklega fyrr á árum. Þá bar margt skemmti- legt og fróðlegt á góma. Mér eru sérstaklega minnisstæðar heimsókn- ir Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, rithöfundar og æskuvinar Sigurðar, og skipstjóranna Kolbeins og Jóns Sigurðssonar. Sigurður tók próf úr Stýrimanna- skólanum vorið 1930. Að öðru leyti var hann sjálfmenntaður. Hann var vel menntaður og mættu margir háskólamenn vera stoltir af slíkri menntun. Hann var vel heima í norr- ænum fræðum og leituðu bæði Iærðir og leikir til hans varðandi þau. Hann hafði mikið dálæti á ís- lendingasögunum og kunni þær meira og minna. Þegar ég var lítill, gaf hann mér bamaútgáfu af helstu Islendingasögunum. Mér fannst, að hann gæti verið margar helstu sögu- persónumar. Honum svipaði um margt til þeirra. Stórbrotinn í lund, mikill á velli og sannkallaður höfð- ingi. Sigurður var ákaflega atorkusam- ur maður, notaði vel tímann og reyndi að koma sem mestu í verk, sem honum tókst. Hann trúði á landið og taldi möguleika þess liggja í því sem jörðin og hafið gáfu af sér. Hann var sjálfur stöðugt með tilraunir í þessa átt, og það hvarfl- aði ekki að honum að setjast í helgan stein þótt aldurinn færðist yfir. Hann byijaði sífellt á einhvetju nýju. Þeg- ar hann var hátt á sjötugsaldri, braut hann sér land fyrir vestan Eyrar- bakka og fór að rækta þar kartöflur. Hann keypti allar nauðsynlegar vél- ar og byggði geymslu. Um svipað leyti hóf hann tilraunir með laxveiði í net í gamalli lögn í Ölfusá. Á þess- um árum byggði hann einnig Sjóminjasafn á Bakkanum. Sigurður kenndi mér mörg lífsgildi og við, sem þekktum hann, raunum varðveita með okkur það besta frá honum. Eftirfarandi ljóðlínur eftir Stephan G. eiga hér vel við: Bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast. Bryiyólfur G. Brynjólfsson Söfnun muna og hreyfing til stofnunar byggðasafna út um landið hófst eftir síðari heimsstyij- öld. Verulegur fjörkippur kom þó ekki í þessa hreyfingu fyrr en á sjötta áratugnum. Driffjaðrirnar í þessu menningarstarfí voru ein- staklingar víða um land, áhuga- menn um menningarsögu þjóðar- innar og íslenska minjafræði. Af hugsjón unnu þeir fómfúst og óeig- ingjamt starf við söfnun muna og minja. Jafnframt unnu þeir ötullega að því að koma upp húsnæði til þess að varðveisla þessara minja væri tryggð. Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Eyrarbakka var einn þessara hug- sjónamanna. Um miðjan sjötta áratuginn var hafín söfnun muna til byggðasafns Ámesinga á Selfossi. Eðlilega beindist söfnunin meðal annars til Eyrarbakka, elsta þéttbýlisstaðar sýslunnar og eins af sögustöðum hennar. Þetta kallaði á sterk viðbrögð frá Sigurði. Hann ritaði hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps bréf í desember 1956 og var bréfínu síðar dreift í öll hús á Eyrarbakka. Sigurði rann til rifja, að Eyrbekkingar yrðu að sjá á baki sögulegum munum til safns annars staðar í sýslunni. Til frekari rökstuðnings segir Sigurður m.a. í bréfinu: „Ef stofnað væri slíkt safn á Selfossi og þá auðvitað með aðfengnum munum, væri það ekki ósvipað því, þegar Ameríkanar em að kaupa sögulega minjagripi bæði í Asíu og Evrópu til þess að bæta sér söguleysi sitt, ef svo mætti að orði komast, en á þennan hátt em söfn þeirra að mestu stofn- uð eins og kunnugt er. Verði einhvemtíma stofnað byggðasafn í Ámessýslu, þá er ekkert eðlilegra en að það verði staðsett á Eyrar- bakka." Hér em settar fram röksemdir, sem oft hafa heyrst. Deilur um það, hvort varðveita eigi sögulega muni í því umhverfí sem þeir em uppmnnir úr eða ekki, em háðar víða um lönd. í bréfinu hvatti Sig- urður þorpsbúa jafnframt til þess að koma á fót byggðasafni þar sem áhersla yrði Iögð á minjar tengdar atvinnusögu og varaði við flutningi sögulegra minja úr þorpinu. Þjóðminjasafn íslands eða rétt- ara sagt Sjóminjasafn íslands, sem er deild innan Þjóðminjasafnsins, hafði fest kaup á þremur gömlum bátum árið 1939. Þetta vom há- karlaskipið ófeigur, bátur með Engeyjarlagi, og bátur með svoköll- uðu Steinslagi. Síðasttaldi báturinn var Farsæll, tólfróið áraskip, smíðað af Steini Guðmundssyni skipasmið á E.,rarbakka_ fyrir Pál Grímsson. Sjóminjasafn íslands lét gera við Farsæl vorið 1941, en eft- ir það var báturinn geymdur áfram í fjörunni á Eyrarbakka og segl breitt yfír hann. Sigurður hafði síðar forgöngu um að koma Farsæli í hús, áður en hann varð eyðileggingunni að bráð í flömnni. Með liðstyrk frá eiganda bátsins, Þjóðminjasafni ís- lands, og fleiri aðilum fékk Sigurður síðan Jóhannes Siguijónsson tré- smið á Eyrarbakka til þess að gera við Farsæl öðm sinni árið 1955. Jóhannes var af skipasmiðum kom- inn og kunni hið gamla verklag. Viðgerðin á Farsæl var eitt af síðustu verkum hans. Jafnhliða vom smíðaðar siglur og saumuð segl á bátinn. „Farsæll er eina gamla áraskipið, sem varðveitt er undir þaki með siglur og segl uppi,“ segir Lúðvík Kristjánsson, sem mest hefur ritað um slík efni. Sig- urður var því kominn með einstæð- an safngrip í hendumar eftir að viðgerð Farsæis var lokið. Næsta verkefni hans varð því að koma upp húsnæði fyrir Farsæl. Bygfí|ng hússins hófst árið 1969. Margir urðu til þess að leggja Sig- urði lið við bygginguna, sem tók nokkur ár. Þá hlaut Sigurður árlega nokkum styrk til verksins frá ríkis- sjóði og tvívegis úr Þjóðhátíðarsjóði. Eftir að frágangi hússins var að mestu lokið tók Sigurður að safna munum tengdum sjómennsku og atvinnusögu, en einnig minjum tengdum sögu Eyrarbaka. Kom hann þannig upp góðum stofni að byggðasafni á Eyrarbakka. Hér hefur aðeins verið rakinn einn þáttur í lífí Sigurðar Guðjóns- sonar. Hann átti sér þá hugsjón að varðveita menningarminjar byggð- ar sinnar og lét ekki þar við sitja heldur gekkst fyrir því að bjarga merku sunnlensku áraskipi og gera það að einstæðum safngrip á landsvísu. Hann safnaði jafnframt saman kjama að byggðasafni og hafði forgöngu um að byggt var yfír hvom tveggja. Þetta lýsir Sig- urði. Hann var einstakur dugnaðar- maður að hveiju sem hann gekk. Islensk minjafræði væri fábrotn- ari ef ekki hefði komið til hugsjóna- starf frumkvöðla byggðasafna landsins. Eyrbekkingar standa í þakkarskuld við Sigurð Guðjónsson fyrir Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Inga Lára Baldvinsdóttir í dag, Iaugardaginn 17. janúar 1986, verða tveir menn lagðir til hinstu hvílu í vígðri mold kirkju- garðsins á Eyrarbakka. Báðir hafa þeir verið glæsilegir fulltrúar þessa kaupstaðar og menningarinnar sem þar þróaðist í upphafí aldarinnar. Annar þeirra varð þjóðkunnur kenni- maður og ungmennafélagsmaður, prófasturinn séra Eiríkur J. Eiríks- son. Hinn var þjóðkunnur skipstjóri um áratugaskeið, fomfræðingur og rithöfundur, og um árabil nánast lif- andi tákn Eyrarbakka, því að þama bjó hann alla sína ævi, þarna var hugur hans og hönd, táknmynd Eyr- arbakka tuttugustu aldar. Það er Sigurður Guðjónsson, skipstjóri á Litlu-Háeyri, sem nú hefur lagt upp í för sína á hinn eilífa útsæ til lands- ins hinum megin, rétt eins og sæfarinn fomi frá Eyrarbakka sem fyrstur sá meginland Ameríku fyrir þúsund árum. Báðir hafa þessir menn skilið eft- ir sig söfn, sem komandi kynslóðir eiga að njóta góðs af. Séra Eiríkur lætur eftir sig bókasafn, Sigurður skipstjóri sjóminjasafn, byggt með eigin hendi. Það er mér eðlilegt að heíja þessa grein með að minnast þeirra beggja, því að mér skilst að séra Eiríkur hafí tilnefnt mig til þess verks að skrifa um Sigurð frænda minn, aðeins skömmu áður en Drottinn kallaði hann sjálfan heim. Þegar ég var lítill drengur, og ólst upp á Ljósvallagötunni, geisaði heimsstyijöld allt í kringum landið. Ekki hafði ég, bamið sjálft, mikla hugmynd um þann hildarleik sem skók bæði himin, jörð og haf. En ég vissi, að nánustu skyldmenni mín voru skipstjórar á togurum, sem sigldu til Englands með físk eða sóttu fólk til Petsamó á Esjunni. Ásgeir frændi á Esjunni, móður- bræðumir Kolbeinn og Jón á togur- um, og Siggi Guðjóns, sem mér skilst að hafí verið duglegastur allra við að útvega Bretum físk á þessum árum. Hann gekk að þessu verki eins og hamhleypa, og hélt það út öll stríðsárin. Við hlið þessara manna var einvalalið Eyrbekkinga og Stokkseyringa sem hafði fengið sér vinnu á togurum í Reykjavík eftir að höfnin var komin í gagnið. Við erum sem sé að kveðja í dag Sigurð skipstjóra á Skallagrími, dug- legasta Englandsfarann í heims- styijöldinni, sjómann sem ekki kunni að hræðast kafbátahemað, af því að hann þurfti að selja íslenskan físk til þess að Engiendingar gætu unnið í stríðinu. Ég talaði við kyndarann á skipinu, sem var með honum í öll- um þessum ferðum, og líka þegar fyrsti stýrimaðurinn, Jón Júníusson frá Stokkseyri, stjómaði skipinu. Á þessum árum kom Skallagrímur einu sinni að skipi með rúmlega 300 manns innanborðs, sem þýskur kaf- bátur hafði sökkt. Auðvitað kom ekki annað til mála en að bjarga þeim öllum, ekki dugði að flýja hugs- anlegt tundurskeyti. Björgun úr sjávarháska er nú einu sinni sæmd íslenska sjómannsins. Hverra manna var Sigurður skip- stjóri á Litlu-Háeyri. Hann var sonur Guðjóns Jónssonar, bónda og for- manns á Litlu-Háeyri (1865-1945), og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur frá Minna-Núpi (1879-1957). Sig- urður heitir eftir bróður Guðjóns, Sigurði verslunarmanni á Akri, sem þá var nýlátinn um aldur fram. Sig- urður þessi er móðurafi þess er þetta skrifar. Annan bróður átti Guðjón, sem Helgi hét, og var hann faðir Jóns á Bergi, sem var frægur for- maður á Bakkanum. Faðir þeirra var Jón Jónsson bóndi og formaður á Litlu-Háeyri, en móðir þeirra var Þórdís Þorsteinsdóttir kona hans og systir Elínar Þorsteinsdóttur, seinni konu Þorleifs Kolbeinssonar hins ríka á Stóru-Háeyri. Þórdís þessi var annáluð fyrir manngæsku, og mátti hún ekkert aumt sjá. Þetta eru skap- gerðareinkenni á ýmsum afkomend- um þeirra systra frá Simbakoti. Jóhanna, móðir Sigurðar, var ætt- uð úr uppsveitum Ámessýslu, bróðurdóttir Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi, fomfræðings, heim- spekings og rithöfundar. Vom þau komin í beinan karllegg frá Þorláki biskupi Skúlasyni á Hólum, og úr þeirri grein ættarinnar kemur nafn Brynjólfs sýslumanns Þórðarsonar á Hlíðarenda inn í systkinahópinn á Litlu-Háeyri. Það þarf ekki lengra að rekja til að sjá hvaðan Sigurði Guðjónssyni var komin öll sú fræði- mannselja, sem líf hans einkenndist af. Þeir sem léku sér með honum í bemsku, bera vitni um þann fróð- leiksbrunn sem drengurinn var, þegar þeir léku sér að bátunum sem Sigurður hafði smíðað fyrir þá, líkön af áraskipunum sem drengimir létu sigla í flæðarmálinu. Sigurður hóf sjósókn á Eyrar- bakka um fermingaraldur, eins og þá var landssiður. Síðan fór hann til Reykjavíkur og gerðist háseti á togumm. Hann lauk meira físki- mannaprófí frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík árið 1930. Síðan varð hann stýrimaður á Kveldúlfs- togaranum Þórólfí, sem frændi hans, Kolbeinn Sigurðsson, stýrði. Þaðan lá leið hans á togarann Skallagrím, sem einnig var gerður út af Kveld- úlfi. Hápunktur skipstjómarferils hans var, þegar hann stýrði bæjarút- gerðartogaranum Hallveigu Fróða- dóttur. Hann var tengdur því skipi nánum tilfínningaböndum, því hann hafði sjálfur fylgst með smíði þessa skips frá upphafí. Það var að því leyti óvenjuiegt í fískiskipaflotanum í þá daga, að í því var diesel-vél. Eftir það var hann um sinn skip- stjóri á Ingólfí Amarsyni, þangað til hann fór í land. Eftir það fór hann einstaka túra á togurum, en aðalstarf hans var heima hjá sér á Eyrarbakka. Mér skilst að Sigurður hafí að öllum líkindum verið braut- ryðjandi í humarveiðum á íslandi. Hann tók á leigu Ófeig II og gerði ýmsar tilraunir í humarvinnslu. Þetta var fyrir þijátíu ámm. Nú er öldin önnur. Öll landsbyggðin gerir út á humar og rækju, sem ekki þótti mannamatur í eina tíð. Sigurður var um skeið stjómar- formaður Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Ægis í Reykjavík. Jafnframt skrifaði hann oft greinar í Sjómannablaðið Víking. Helsta áhugasvið hans var siglingatækni íslendinga á miðöldum. Ég minnist yfirlits sem hann skrifaði um bók próf. Tryggve Olesons um landa- fundi víkinga í Vesturheimi. En hans kærasta mál var saga Eyrbekkings- ins Bjama Heijólfssonar og minning hans. í grein í Víkingi leiddi hann meðal annars haffræðileg og veður- farsleg rök að því, að lýsingin á ferð Bjama Heijólfssonarm til Vestur- heims stæðist fyllilega reynslu sjómanna á þessari leið. Það gladdi því hjarta gamals íslendings, sem hafði lifað sig inn í þjóðemislegar hugsjónir sjálfstæðisbaráttunnar, þegar þær fréttir bámst til íslands fyrir nokkmm ámm, að Bjama Heij- ólfssyni hefði verið teflt á móti Kólumbusi á sjálfu allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þessa hlaut hann að minnast í þeim félagsskap sem átti allra best að kunna að meta slíkt. Og hann söng sinn svana- söng í Hinu íslenska fomleifafélagi með ræðu um Bjama Heijólfsson. Mér fínnst, að vinir Sigurðar ættu að láta gera minnismerki um Bjama Heijólfsson, og hafa Sigurð sjálfan í æskublóma sem fyrirmynd sæfar- ans góða. Þegar Sigurður var kominn í land, gekk hann með oddi og eggju að öllum þeim málum sem horfðu til framfara fyrir byggðarlagið. Þar bar tvö mál hæst: lendingarbætur og rekstur slippsins. Barátta hans fyrir lendingarbótum er í minnum höfð í byggðarlaginu. Hann var sjálfur verkstjóri við gerð hins mikla brim- bijóts á Bakkanum. Umsjón hans með Slippnum gerði hann að nánum vini og kunningja allra bátaeigenda í nærsveitum. En á meðan Sigurður stóð í þessum framkvæmdum og byggði sjóminjasafn í leiðinni, sá Jón bróðir hans um búskapinn, og Helga systir hans um heimili þeirra. Jón lést fyrir fáeinum árum. Á undan voru gengin bróðirinn Brynjólfur, sem var sjómaður, systirin Þórdís, húsvarðarfrú í Þjóðleikhúsinu, og systirin Sigríður sem var fímleika- kennari. Eftir lifa systurnar Halldóra og Margrét, auk Helgu. Litla-Háeyri með vagnhjólunum fyrir grindverk hefur í áratugi heill- að unga frændur íbúanna í húsinu. Ég minnist nú ferðalaga austur þangað með móður minni, meðan Jóhanna móðir systkinanna var enn á lífi. Aðrir óvandabundnari hafa séð í þessu húsi og íbúum þess tákn- mynd um kjölfestu og styrk í ölduróti tuttugustu aldar. Kletturinn í hafinu, brimbijóturinn, skipstjórinn í brúnni. Þegar slík tákn verða til, stendur tíminn kyrr og klukkan segir eilífð. „Háeyri hverfulleikans“ sem skáldið talaði um verður að Háeyri stöðug- leikans. (Hér er vísað til ljóðs eftir Matthías Jóhannessen.) Blessuð sé minning Sigurðar Guð- jónssonar skipstjóra á Litlu-Háeyri. Kolbeinn Þorleifsson Á fyrstu árum mínum á Eyrar- bakka kom Sigurður víða við í atvinnu- og framfaramálum byggð- arlagsins. Sigurður skipstjóri var hann nefndur í daglegu tali og aldr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.