Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 13
lor QATTI/M T*rjvTTT' ■ i A t nin H!'
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANtJAR 1987
Myntsafn Seðlabanka
og Þjóðminjasafns
Mynt
Ragnar Borg
Mig langar að segja þér frá
því lesari minn góður, að ég
hefí fundið fagra perlu. Við
skulum bara eiga hana saman,
svo allir geti skoðað hana. Þessi
perla okkar er lítið safn, sem
opnað var fyrir rúmum mánuði
í safnahúsi Seðlabanka íslands
við Einholt.
Okkur var boðið þangað fé-
lögunum í Myntsafnarafélaginu
strax og búið var að opna safn-
ið formlega. Ég leyni því ekki,
að ég þóttist eiga, eða vita um,
allt það sem sýnt er á þessu
safni. En viti menn, þarna voru
til sýnis hlutir úr myntsögu Is-
lands, sem ég aldrei hafði heyrt
um né séð áður!! Tillögur að
seðlum t.d. frá 1930. Vissi ekki
að þetta væri til!!
Það góða við þetta nýja safn
Seðlabankans er hve það er
mátulega stórt. Auðvitað væri
hægt að taka undir safnið fleiri
herbergi í húsinu við Einholt,
en til hvers? Svona safn, lítið
og laglegt, er sniðið til þess að
það sé lifandi. Að stöðugt sé
verið að breyta um sýningarefni
því af nægu er að taka hjá
Seðlabankanum. Þeir eiga í
handraðanum þúsundir mynta
og seðla úr myntsögu undanfar-
inna 2500 ára. Svo þarf bara
smám saman að skipta um
nokkra hluti þannig að á næstu
öld eða svo geti maður örugg-
lega farið í gegnum safnið.
Myntsafnarar eru yfirleitt
langlífir svo þetta verður lítið
mál. Ef kreppir setjum við bara
næstu kynslóðir í málið.
Á safninu eru sýnd öll stig
Fálkaorðunnar og saga hennar
rakin. Ærulaunapeningar og
mörg heiðursmerki íslensk, sem
ég hefí ekki séð fyrr. Á safninu
eru peningar frá upphafí mynt-
sláttu og til vorra daga. Ég mun
í næstu myntþáttum reyna að
gera grein fyrir safninu. Én sjón
er sögu ríkari: Safnið er opið
kl. 2—4 á sunnudögum. Safn-
vörður er Anton Holt, sem
jafnframt er formaður Mynt-
safnarafélags íslands. Að
safninu standa Seðlabanki ís-
lands og Þjóðminjasafnið. Mig
langar til þess að þakka eftir-
tölum aðilum fýrir að gefa
landsmönnum þessa fögru perlu
sem safnið er:
Dr. Jóhannesi Nordal, Seðla-
bankastjóra, Þór Magnússyni,
Þjóðminjaverði, Haraldi Hann-
essyni, hagfræðingi og fyrrum
forstöðumanni Safna Seðla-
bankans, Ólafí Pálmarssyni,
forstöðumanni Safna Seðla-
bankans, og Anton Holt,
safnverði. Allir þessir menn
hafa í mörg ár undirbúið stofn-
un þessa safns af slíkri kost-
gæftii að það hlaut að verða
að þeirri perlu sem það er.
Stjóm kvennadeildar SVFÍ á ísafirði: Lára Helgadóttir, Sólveig Gísla-
dóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Erla Eiríksdóttir,
Sigurborg Benediktsdóttir ásamt Halldóri Magnússyni sem tók á
móti talstöðvunum. Á myndina vantar Urði Ólafsdóttur og Svandísi
Jónsdóttur.
ísafjörður:
Kvennadeildin gefur
S YFÍ talstöðvar
ísafirði.
NÝLEGA færði kvennadeild
SVFÍ á ísafirði Slysavarnafélagi
íslands að gjöf fimm talstöðvar
til að setja upp í skýli við Hrafns-
fjörð, Fumfjörð, Sæból í Aðalvík
og Fljótavík.
Með þessari gjöf má segja að
bættur sé hlekkur í öryggiskeðju á
þessum slóðum.
I ræðu sem Lára Helgadóttir
formaður kvennadeildar SVFI á
ísafirði hélt við þetta tækifæri kom
fram að enn vantaði talstöðvar í
fimm skýli til viðbótar, en þá yrði
búið að endurnýja allar talstöðvar
í björgunarskýlum á þessum slóð-
um.
Halldór Magnússon, sem tók við
talstöðvunum fyrir hönd Slysa-
vamafélags Islands, þakkaði
glæsilega gjöf. Þá afhenti Halldór
Morgunblaðið/Gísli
Lára Helgadóttir afhentir hér
Halldóri Magnússyni eina af
fimm talstöðvunum.
talstöðvamar til Jóseps Vemharðs-
sonar formanns SVFI á ísafirði.
- Gísli
2 TOPPMYNDIR
Tfe# !astclMira«
of tho Cateutta L8 «8it H®rs®
tORtMAR £UAN UOVD ** ANOfiEW V Mfit-AÓltN
GREGORY | ROGERI DAVID
PECK ImooreIniven
. .TREVOR HOWARD
BARBARA KEtLERMANN <u*o mtrikk mscnee
á mjög lágu verði.
Aðeins kr. 7.500
TELLYSWVI \n
DANNY l>l I \ »*\
EDDIE Al Kl K i
(m/sölusk.).
BK-dreifing.
Uppl. í síma 97-5205.
• .t •*****»*% IWM"* lll* ....>» 1«.»
ítlIVSAVAtAS-DANNY 1)1 lAI'A/ 11)1)11 AUUKI llll ItORIHK l
!'WHVM/)1) MSNJI> AíYiftv . . .A)1«N..niilSiivyV.. <Jk\»«.!,«liN S . •*' 1'
Fáarilegar á öllum betri myndbandaleiguml