Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Ilmvatnsglös. Dropinn er dýrastur úr minnstu glösunum, þ.e. „parfyme“. Dmvötn Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er dýr dropinn af ilmvötn- um eins og allir vita og það láta ekki allar konur það eftir sér að kaupa slíkan munað. Ilmvötn eru mikið keypt til gjafa og því ekki ólíklegt að slík glös hafi verið í jólapökkum einhverra nú um jólin. f íslenskri orðabók er nafnið vellyktandi = ilmvatn, en eitt- hvað hefur það nafn vikið fyrir ilmvatninu og heyrist ekki oft. Ilmvötnum er skipt niður í nokkra flokka, eftir styrkleika ilmefnisins, dýrust eru „parfyme" eða „parfume" en af þeim þarf ekki nema dropa, t.d. bak við hvort eyra, til að ilmurinn endist daglangt. Næst að styrkleika er „parfume de toilette", einnig nefnt „eau de parfum", það er eitthvað ódýrara og ilmurinn helst alllengi. Veikari blanda er svo „eau de toilette" sem óhætt er að setja nokkuð ríflega á sig. Vægasta blandan er svo „eau de bologne", eða kölnarvatn, og er ekki sterkari en það, að því má alla jafna úða á sig án þess að lyktin verði yfirþyrmandi. En ilmurinn endist ekki eins lengi og af fyrmefndum tegundum. Þar sem um svo dýra vöru er að ræða er sjálfsagt að fara vel með, skrúfa Iokið vel á eftir notkun og hafa ekki nema eitt glas í takinu. Óopnuð ilmvatnsglös geymast vel, ekki síst ef þau eru höfð á fremur köldum stað. Ilmurinn helst nokk- um tíma í tómum glösunum og því sjálfsagt að setja þau innan um nærföt eða annan kvenfatnað. Það gera áreiðanlega flestar kon- ur, sem komnar eru til vits og ára, en það má benda þeim yngri á. Hárvöxtur Oft heyrist talað um misjafnan hárvöxt manna en ef marka má skrif um þessi mál er talið að hár okkar vaxi að jafnaði um hálfan millimeter á sólarhring. En það er ekki hvert einasta hár á höfði okkar sem vex jafn mikið, stund- um hvíla einstök hár sig um tíma. Ef sú hvfld stendur í langan tíma þomar hárið, verður matt og að lokum fellur það af. En góðu heilli þá vex annað hár í stað þess sem fór og þannig helst magnið hið sama á hveijum kolli ef allt er með felldu. Veikindi, líkamleg sem andleg, með til- heyrandi meðalagjöf, hafa stund- um þann fylgifísk að hárlos verður óeðlilega mikið, en það færist oft- ast allt í fyrra horf þegar veikindin eru yfírstaðin. En talið er að um 100 einstök hár falli af á hveijum sólarhring og þarf þá enginn að undrast hárflækjur í niðurföllum sturtu og vasks á heimilinu. Dökkt hár er talið þykkara en ljóst og rautt, en ekki er sú regla einhlít. Þegar fólk eldist þynnist hárið og er ástæðan sú að þá endumýjast ekki hárin, þ.e. það koma ekki önnur í stað þeirra sem falla af. Gott er að láta örlítið hárlakk á óstýrilátar augnabrúnir. Óstýrilátar augnabrúnir Það eru ekki allir jafn heppnir að hafa fagurlagaðar augnabrúnir frá náttúrunnar hendi og þurfa því að snyrta þær reglulega. Þar sem venjuleg plokkun og snyrting nægir ekki til þarf að grípa til burstans og'þá er tilvalið að setja örlítið hárlakk á hann áður en strokið er yfír augnabrúnimar. Ættu þær aið verða til friðs eftir þá meðhöndlur Hárið vex um 1/2 mm á sólarhring. Hart deilt um höfundarrétt á myndböndum: Áætlað að myndbandamarkaðurinn velti árlega 1.200 milljónum króna Lögreglan hefur lagt hald á 12—15.000 myndbönd LÖGREGLAN á suðvesturhomi landsins hefur nú tekið í sína vörslu á milli 12-15.000 myndbönd í eftirlitsátakinu, sem hófst þann 22. desember s.l. í upphafi var lagt hald á 10-12.000 myndbandsspólur og íðasta þriðjudag var svo lagt hald á 2-3.000 spólur. Aðgerðir lögreglunnar beindust að því að kanna hvort ofbeldis- og klámmynd- ir væm í umferð, hvort myndbandaleigurnar hefðu tilskilin verslun- arleyfi, hvort bókhaldsgögn væra i lagi og hvort brotin væm lög um höfundarrétt. Deilan sem nú er upp komin á mflli Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi og Félags eigenda mynd- bandaleiga snýst fyrst og fremst um það hvort einstökum aðilum sé heimilt að flytja inn myndbönd án þess að greiða sérstaklega fyrir höfundarrétt, og leigja þessi mynd- bönd viðskiptavinum sínum. Þá er og deilt um hver geti talist réttmæt- ur kæruaðili í málinu. í þjóðmálakönnun sem fram- kvæmd var af Félagsvísindastofnun Háskóla íslands í byijun nóvember 1986 kemur fram að myndbands- tæki eru á 47,4% íslenskra heimila og mun það vera eitt hæsta hlutfall í heimi. I Svíþjóð mun sambærilegt hlutfall vera um 30% og í Bretlandi um 40%. Miklir fjármunir í húfi Niðurstöður sömu könnunar leiddu í ljós að hér á landi leigjast út 4-5 milljónir myndbanda árlega, og er þá aðeins miðað við leigu á myndböndum sem leigumar hafa keypt af löglegum rétthafa efnisins hér á landi. I framhaldi af því er talað um að hinn svokallaði löglegi myndbandamarkaður velti nálægt 700 milljónum króna á ári. Þá er eftir að taka með í reikninginn þær myndir sem ekki eru keyptar af rétthöfum, heldur fluttar inn í landið af einstaklingum sem stunda rekstur myndbandaleigu. Forsvars- menn Samtaka rétthafa fullyrða að sá hluti markaðarins velti árlegaí það minnsta 500 milljónum króna. Samkvæmt því er samanlögð velta á öllum myndbandamarkaðinum 1.200 milljónir, sem þýðir að hver Islendingur greiðir að meðaltali hátt á fimmta þúsund króna á ári í leigugjald fyrir myndbandsspólur. Samtök rétthafa myndbandaá íslandi voru stofnuð árið 1982, en þá var myndbandavæðing tiltölu- lega stutt á veg komin. Um 75-80% þess efnis sem rétthafar hafa á boðstólum er komið frá aðilum inn- an Samtaka rétthafa. Fram- kvæmdastjóri samtakanna er Magnús G. Kjartansson og lögmað- ur samtakanna er Knútur Bruun. Ákvæði höfundarlaga Aðspurðir um á hvem hátt þeir greindu á milli löglegs og ólöglegs efnis sagði Knútur að samkvæmt 3.grein höfundarlaga nr. 73 frá 1972 hefði höfundur einn rétt á að gera eintök af verki sínu og birta það opinberlega. Það orkaði ekki tvímælis að myndbönd féllu undir ákvæði höfundarlaga. Til frekari áherslu mætti nefna að það væri jafnan höfundurinn sem ætti réttinn til eftirgerðar, birtingar og útleigu á efninu, en ekki eigandi eintaks. Þetta þýddi í raun að öll útleiga á myndbandaefni á íslenskum mark- aði væri óheimil nema fyrir lægi leyfí höfundar eða aðila sem leitt gæti rétt sinn frá honum. Sagði Knútur að íslenskum yfirvöldum væri skylt að vemda höfundarrétt þegna þeirra rikja sem aðild ættu að Universal Copyright Convention samkomulagsins og Bemarsáttmál- ans sem ísland væri aðili að. „Þá er einnig vert“ sagði Knútur Bru- un,„að athuga niðurstöður mynd- bandanefndar sem Dr. Gaukur Jörundsson veitti forstöðu og skipuð var af þáverandi menntamálaráð- herra, Ingvari Gíslasyni, 1981. í niðurstöðum sínum lýsir nefndin áhyggjum sínum á þeirri stefnu sem myndbandamarkaðurinn væri að taka, og sömuleiðis segir í skýrsl- unni að þá þegar hafí átt sér stað stórfelld brot á höfundarrétti, bæði við upptöku efnis á myndbönd og ráðstöfun myndbanda". Magnús G. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Samtaka rétthafa Sumar myndbandaleigur vom nánast tæmdar í aðgerðum lögreglunnar 22. desember s.l. Amnesty Intemational: Fangar mánaðarins —janúar 1987 Mannréttindasamtökin Amn- esty Intemational vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í janúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins, og fást áskriftir á skrifstofu sam- takanna. Laos: Pane Rassavong er 63 ára hagfræðingur, sem vann í þjón- ustu ríkisins þar til konungsvaldinu var hnekkt árið 1975, en þá var hann handtekinn. AI telur ástæð- una tengjast störfum hans fyrir fyrri ríkisstjóm, og að honum sé nú haldið vegna skoðana hans í stjómmálum. Fyrstu 9 árin var Pane Rassavong í „endurmenntun“ í Camp 05 í Houa Phanh, en eftir að þær búðir höfðu verið lagðar niður var hann settur f vegavinnu í sama héraði, en það er mjög af- skekkt. Hann er talinn þjást af krónískri malaríu og fleiri kvillum. AI hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá stjóm alþýðulýðveldisins til að láta Pane Rassavong og aðra samviskufanga lausa, og fá fram ákæru og dóm í máli þeirra sem taldir em hafa beitt eða hvatt til ofbeldis. Sovétríkin: Leonid Borodin er 48 ára rithöfundur og fyrram skóla- stjóri í smábæ skammt frá Moskvu. Hann var handtekinn í maí 1982 og ákærður fyrir „andsovéskan áróður" á grandvelli þess að hann hafði birt Ijóð sín og skáldsögur erlendis, og rit Solzhenitsyn, Gulag Archipelago hafði fundist í fóram hans. Þó að rússnesk lög leyfí ein- ungis 9 mánaða varðhald án dóms var hann ekki dæmdur fyrr en að ári liðnu, en þá hlaut hann þyngstu refsingu skv. 70. grein almennra hegningarlaga. Hvergi er hvatt til ofbeldis í þeim verkum Borodins sem lögð vora fyrir dóminn. Arið 1986 hvatti meðlimur rithöfunda- sambands USSR, Oleg Volkov, stjómvöld eindregið til að taka mál Borodins fyrir að nýju, þar sem ekkert saknæmt fyndist í þýðingum á verkum hans. Leonid Borodin hafði áður verið fangelsaður af pólitískum ástæðum á 7. áratugn- um, og er því meðferð hans hin harðneskjulegasta; 4 samvisku- fangar úr vinnubúðum hans hafa á síðustu áram látist vegna erfíðra skilyrða. Leonid Borodin ku þjást af æðasjúkdómi og magasári auk sjóndepra. Árið 1985 léttist hann í 52 kg. Mexikó: Jorge Enrique Hera- ández Aguilar er 31 árs gamall blaðamaður sem var handtekinn 14. maí 1986 eftir að hafa tekið þátt í mótmælagöngu þúsunda bænda og stuðningsmanna þeirra í Chiapas í SA-Mexíkó. Þeir vora að fylgja eftir kröfum um tryggingu fyrir verðhækkun á maís sem þar er ræktaður. Gangan leystist upp frið- samlega þegar fjöldi her- og lög-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.