Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 53
bundins náms léku um okkur nemendur. Skiptar skoðanir eru um af hvaða toga þær merku breyting- ar voru spunnar. Eiríkur sem ungmennafélagi og skólamaður átti á síðari árum um þetta fastmótaða skoðun og ræddi oft um hver nauð- syn væri að gera grein fyrir, ekki síst eftir að saga Reykjavíkurskóla kom út, en því miður entist honum eigi aldur til þess. Við skólafélagar kynntumst Eiríki fyrst náið á ferð okkar sem fímmtubekkingar um Norðurland 1931 og er hann lék aðalhlutverkið í Herranótt 1932. Hann bar þann skólaleik uppi af meðfæddum leik- hæfíleikum. Ekki minnist ég þess, að hafa séð Eirík stíga í ræðustól á skólaár- unum. Þegar hann kom í Menntaskól- ann í Reykjavík, hafði verið gefín út skátabókin „Ég lofa... sem hann hafði þýtt úr dönsku. Okkur skólafélögum hans fannst mikið til þess koma, er við litum í glugga bókaverslunar. í lok júní 1932 útskrifaðist Eirík- ur stúdent með hárri fyrstu ein- kunn. Hópurinn sem útskrifaðist var fámennur. Aðeins vorum við 25. Kreppa var skollin á. Enda minntist rektor hennar í sinni frá- bæru skilnaðarræðu til okkar nýstúdenta. „Manndómur" heitir raeðan. Þar mæltist honum svo: „Það verður naumast sagt að ver- öldin bíði ykkar með breiddan faðminn, þegar þið nú hverfíð héð- an. Það er ekki glæsilegt að horfa fram á háskólanám á slíkum tímum, sem nú eru. Hið næsta er tvísýnið um afkomu námsáranna fyrir vel- flestum ykkar. Og ef lengra er litið er óvissan um það að fá notið sín að námi loknu. A allar hliðar blasir við torleiði og erfíðleikar." Er hann um stund hafði dvalið við þekkingu og vísindi, sköpun morðvopna og valdbeitingu til að drepa og kúga, skort á valdi yfír valdi, mæltist honum svo: „Farið því og leitið ykkur þekkingar. Eflið manndóm ykkar, að þið fylgið því jafnan sem sannast reynist, hvað sem ykkar eigin hagsmunum, óskum og ástríð- um líður." Eiríkur hélt frá stúdentsútskrift með góðar einkunnir og vináttu okkar samstúdentanna, en ég hygg að brýningar rektors: „... leitið ykkur þekkingar" og „Eflið mann- dóm ykkar..., hafí ekki síst orðið Eiríki eggjun á lífsleiðinni og ræðu- snilld rektors í ávörpum til nemenda fordæmi, er hann síðar meir þurfti að ná athygli nemenda sinna. Þekkingar leitaði Eiríkur í Kenn- araskóla, guðfræðideild Háskóla Islands og háskóla í Sviss. Manndóm sýndi hann við kennslustörf við frumstæða aðstöðu í Núpsskóla og síðar er hann gerð- ist skólasijóri þess skóla. í hans skólastjóratíð hófst framkvæmd við nýbyggingar. Oft var fjárhagur naumur, því framlög voru tíðum smá í Qárlögum Alþingis. Var á tíðum svo, að fram hjá Núpsskóla var gengið og frekar veitt ríflega til íjósbyggingar annars héraðs- skóla. Kallaði Eiríkur þau fjárlög „Qóslög". Einnig var fé til starf- rækslu naumt og lagði hann því á sig aukin kennslustörf, — og marg- sinnis hljóp hans ágæta eiginkona, Kristín Jónsdóttir, undir bagga með því að taka að sér störf starfsstúlku eða ráðskonu. Hann var sýnilega tíðum örþreyttur. Er hann hætti störfum á Núpi og gerðist prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum fór íjármálaeftirlit skóla, sem Aðal- steinn Eiríksson stýrði, yfír kostn- aðarreikninga framkvæmda og starfrækslu yfir nokkurt árabil. Kom þá í ljós að Eiríkur átti inni háa fjárupphæð hjá ríkissjóði. Slíkur var manndómur hans, að láta eigi framkvæmdir hætta við nýbyggingar eða skólastarfíð slæv- ast, heldur taka á sig fjárskuld- bindingar eða leggja fram eigið fé. Manndóm sýndi hann engu minni við kennslustörf, stjóm skóla og prestsþjónustu. Rækt hans við þau starfssvið var engin meðalmennska. Þar var hann ofurmenni, sem lét lítið yfír sér. Fákunnandi mönnum um ís- lenska skólasögu og þróun skóla- mála var falið að semja nýja MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 ■53 skólaskipun. Þeir gleymdu hinum merku héraðsskólum og lýðmennt- un þeirra. Því er komið sem komið er fyrir hinum stórmerku héraðs- skólum, sem áttu í frumgerð tengsl við danska lýðháskóla. Eiríki sem fleirum sveið hversu komið er fyrir héraðsskólum og hafði oft orð á að þeir lægju óbættir hjá garði. Sögu þeirra mundi hann hafa viljað skrá eða stuðla að samningu hennar. Eftir að hafa heimsótt á sl. sumri lýðháskólann í Askov í Danmörku gagntók sú löngun hann að rann- saka og síðar skrá áhrif dönsku lýðskólanna á íslenskt menning- arlíf. Hugðist í þeim tilgangi halda aftur til Danmerkur. Hver, sem var staddur í sal Norræna hússins í Reykjavík í fyrravetur, er Eiríkur flutti erindi um Grundtvig, hlaut að hrífast með honum en hryggjast um leið, er hann greindi örlög hér- aðsskólanna. Einn stór þáttur í ævistarfí Eiríks voru störf hans að málefnum UMFÍ. Ungur drengur nam hann hugsjón- ir ungmennafélaganna hjá skóla- stjóra og kennurum bamaskólans á Eyrarbakka. Frá ötulu en litlu ung- mennafélagi hófst hann til sam- bandsstjóra og ritstjóra Steinfaxa, — og það sem mikilsverðast varð, honum tókst með góðum félögum að endurvekja landsmót UMFÍ, sem Iegið höfðu niðri frá 1914 til 1940, — og fylgja eftir vakningu þeirra, svo að þau eru orðin merkur liður í menningarkeðju þjóðarinnar. Nú er landsmótsár og æska ung- mennafélaganna býr sig undir að leysa sæmdarvænlega verkefni sín á Húsavík. Áhrifa Eiríks mun þar gæta, þó rödd hans sé þögnuð. Þessi kynngimagnaða rödd, studd víðsýnum huga, töfrum tjáningar agaðs máls og eldmóði hins stolta ungmennafélaga. Þökk sé Eiríki nær sex áratuga vinátta. Það omar huga að Iíta til baka og hafa átt með honum sam- starf á mörgum sviðum í svo langan tíma. Hinni mætu eiginkonu hans, Kristínu Jónsdóttur, sem á stóran þátt í, að þjóðin fékk notið starfa séra Eiríks J. Eiríkssonar að svo margvíslegum menningarstörfum, skal tjáð þökk og virðing. Samúð er henni og bömum þeirra séra Eiríks vottuð frá okkur vinum, skólafélögum og samheijum hins látna eiginmanns og föður. Þorsteinn Einarsson Mér barst andlátsfregn til fjar- lægs lands. Séra Eiríkur var dáinn. Maður hafði aldrei leitt hugann að því að til þess kæmi þó að hann væri kominn nokkuð við aldur. Hann var maður lífsins, gróandans og framtíðarinnar. Eiríkur J. Eiríksson var engum líkur. Hann var einstakur maður og öllum ógleymanlegur sem þekktu. í uppvexti mínum þekkti ég hann aðeins af afspum. En það fór þegar miklum sögum af prestinum og skólastjóranum á Núpi. Hann var þá þegar orðinn landskunnur maður svo að geta má nærri að af honum hafí farið orðspor í næsta fírði. En svo kom sú tíð að ég kynnt- ist séra Eiríki heldur betur. Þá var þegar stofnað til vináttu sem hélzt alla tíð og aldrei bar neinn skugga á. Það bar svo við að leiðir okkar séra Eiríks lágu mjög saman í mál- um sem vörðuðu húsakost og aðbúnað héraðsskólans á Núpi, sem hann vann af alefli við að bæta. Þá kynntist ég skólastjóm, sem ég minnist alltaf þegar ég heyri góðrar menntastofnunar getið. Mennt var sá máttur sem bar skóla séra Eiríks uppi. Hann kom öilum til nokkurs þroska. Það fór slíkt orð af Núps- skóla að hann var alltaf fullsetinn og raunar langt umfram það lengst af. Séra Eiríkur gat ekki neitað ungmenni, sem sótti um skólavist. Það er með miklum ólíkindum hvað hægt var að taka á móti mörg- um nemendum. Því að þótt hjarta séra Eiríks væri stórt vom vistar- rýmin af mjög skomum skammti og frumbýlisháttur í flestum efnum. En séra Eiríkur fómaði öllu til svo að allt mætti ganga. Hann fórnaði sjálfum sér, fjölskyldu og heimili. Állt var lagt í sölumar til að gera vel við skólann. Allt var með slíkum ólíkindum að enginn trúir nema sá sem til þekkti. Séra Eiríkur var óumdeilanlegur æskulýðsleiðtogi. Og hlutverk æskulýðsleiðtogans náði langt út fyrir veggi skólans. Það náði til landsins alls. Hann var í áratugi foringi ungmennafélagshreyfíngar- innar í landinu. Á þeim vettvangi vann hann líka ómetanlegt starf. Það var hugsjónastarf eins og allt sem séra Eiríkur snéri sér að. Þegar séra Eiríkur verður prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum verða mikil þáttaskil í lífi hans svo sem eðlilegt var. En það verður samt engin breyting á honum sjálf- um. Hann er sami hugsjónamaður- inn, sama fómfysin og óeigingimin mótuðu allt hans far. Umhyggja hans fyrir þjóðgarðinum var mikil og hugmyndir hans um hlutverk hans og þróun voru gagnmerkar. Helgi Þingvalla var hans hjartans mál. Alþingi skyldi flytja á sinn foma stað heldur fyrr en síðar. Þingvellir vom samofnir örlögum þjóðarinnar og þannig heilagt þjóð- artákn. Þegar séra Eiríkur lætur af störf- um á Þingvöllum fyrir aldurs sakir og flytur til Selfoss sezt hann ekki í helgan stein. Hann tekur til að skipuleggja bókasafn sitt, sem ekki var lítið starf. Hér var um að ræða stærsta bókasafn landsins í ein- staklingseign. Alla tíð hafði séra Eiríkur verið að koma upp og auka safn sitt og ekki horft í að veija dijúgum hluta embættislauna sinna til verðmætra bókakaupa. í þessu efni sem öðm var séra Eiríkur sjálf- um sér líkur. Hann auðgaði ekki sjálfan sig. Hann gaf gagnfræða- skólanum á Selfossi safnið. Allt skyldi gert til almenningsheilla. Séra Eiríkur var mikill persónu- leiki. Fóm þar saman vitsmunir, menntun og skaphöfn. Hann flutti mál sitt af eldmóði hugsjónamanns- ins. Sem prestur og prófastur var hann mikill predikari. Ræður hans munu lengi í minnum hafðar. Lýs- ingar hans á Lögbergi á helgi Þingvalla verða öllum ógleymanleg- ar fyrir meitlaða hugsun, málfar og eldmóð. Séra Eiríkur var alvömnnar mað- ur. En jafnframt sá hann hið skoplega við tilvemna og gat verið fullur gáska. Á góðri stund gátu vísdómsorð og gamanyrði flogið sem skæðadrífa um völl. Séra Eiríkur var líka gæfumaður í einkalífi sínu. Hann átti einstak- lega vel gerða konu og mörg mannvænleg böm. Kristín Jóns- dóttir frá Gemlufalli var hans betri helmingur, og er þá ekki lítið sagt. Á síðastliðnu sumri bjó séra Eiríkur í fræðimannsíbúðinni í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn. Hann naut þess að geta þar stundað fræðistörf sem honum vom hugleikin. Þar hitti ég hann í síðasta sinn. Hann var samur við sig. Hann jós af nægtabmnni vitsmuna og þekkingar um menn og menntir með heill lands og lýðs að leiðar- ljósi svo sem hans var venja. Það var gagn og gaman að blanda geði við slíkan mann. Það er mikill sjónarsviptir að séra Eiríki. En slíks manns er gott að minnast. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Það er blessun þessa heims, að í hann fæðast stöku sinnum menn, sem er áskapað að þoka honum til betri vegar. I upphafi þessarar viku, þegar fréttin af láti séra Eiríks J. Eiríkssonar barst, varð að horfast í augu við, að einnig þeirra ævi rennur á enda. Aðeins ein vika var þá liðin síðan við sátum saman dtjúga kvöldstund á heimili hans ásamt fjölskyldum okkar, sem því miður var sjaldnar en við hétum hvor öðmm. Eftir 35 ára kynni og sífellt vax- andi vináttu er mér enn undmnar- efni, hvemig miklir andstæðir skapgerðarþættir; kímni og alvara, glaðværð og tregi, umhyggja og stríðni, ákafí og íhygli, hæglæti og hrifnæmi, gátu búið innra með hon- um í slíkri sátt og samlyndi, en birzt áheyrendum hans, mörgum eða fáum eftir atvikum, með ógleymanlegum hætti. Gilti þá einu, hvort ræðan var alvarlegs eðlis eða kostuleg gamanmál. Slík vom heilindi hans, að hann gat aldrei annað en gefíð sig allan í málflutning sinn, hvort sem það var predikun, kennslustund eða tækifærisræða. Hin síðari ár, eftir að aldurinn færðist yfír, setti oft að mér beyg um, að hann væri í þann veginn að gefa meira en sig allan. Séra Eiríkur á Núpi, séra Eiríkur á Þingvöllum, — það em fáir sem hafa mótað svo tvo staði á starfs- ferli sínum, að þeir em jöfnum höndum kenndir við þá báða. í huga mínum hefur hann orðið mér ímynd að minnsta kosti fjögurra fágætra mannkosta. Séra Eiríkur verður mér ímynd prests, sem býr yfír svo sterkri eig- in trúarsannfæringu, að hann fínnur aldrei hjá sér hvöt til að leita uppi hið neikvæða og illa til vamað- ar, en treystir því einlægt, að boðskapur hans komist til skila með því að höfða til hins jákvæða og góða í fari einstaklinga og sam- félags. Séra Eiríkur verður mér ímynd skólaleiðtoga eftir vem mína við nám og kennslu á Núpi, en hér er ekki kostur á að gera því skil, eins og vert væri. Séra Eiríkur verður mér ímynd vinar eftir að hafa fylgst með tengslum og gagnkvæmri um- hyggju hans og föður míns um hálfrar aldar skeið, sem jafnframt batt fjölskyldur okkar vináttubönd- um. Séra Eiríkur verður mér ímynd manns, sem ég kvaddi alítaf að loknum samvistum sælli og mennskari en ég kom. Séra Eiríkur átti því láni að fagna að eiga konu, sem í engu gefur honum eftir um mannkosti; þau voru samhent og ekki gefín fyrir að gera sér smá- muni að farartálma. Hann var metinn að verðleikum sem jákvæð heild sinna andstæðu skapgerðar- þátta og lítil alvara lögð í að leysa hana sundur í staka þætti, jákvæða eða neikvæða. Sjálfur dáði hann konu sína sem kjölfestu í lífí sínu. Bamahópurinn ólst upp við heimil- isanda, sem byggði á sama viðhorfí og skólastjómin og jafnan var fram- fylgt með umburðarlyndi: Hæfíleika á að nýta. Árangurinn staðfestir réttmæti þessa lífsviðhorfs foreldr- anna. Hugur fjölskyldu minnar er hjá ykkur þessa döpra daga. Hafí séra Eiríkur þökk fyrir öll okkar kynni. Þór Hagalín Fyrir tveim misseram eða svo héldu framfaraviljug samtök mál- þing hér á Selfossi í þeirri von að hraða þróun fjölmiðlunar í hérað- inu. Upphófst þar hið mesta ramakvein um að við Sunnlendingar væram ævinlega seinastir til á landsmælikvarða og virtist enn ætla svo að verða, í þessu máli sem öðr- um. Var fundurinn orðinn skelfílega leiðinlegur. Síra Eiríki þótti nóg um harmagrátinn og kvað sér hljóðs. Eigi væri rétt að áfellast oss Sunn- lendinga svo, til þess stæðu ekki rök. Við hefðum oft bragðið við skjótt, stundum fyrstir, eins og t.a.m. á Alþingi héma um árið, þegar við tókum við kristni, héma á Þingvöllum. Eftir þetta var fundurinn mjög skemmtilegur. Þar kom reyndar ekki aðeins til röksemdin, og vissu- lega nefndi hann til fleira en ég nú gat um, heldur einnig það rafur- magn sem af þessum manni jafnan stafaði þegar hann tók til máls, sú útgeislun sem gjörði tilheyrendum gjörsamlega ómögulegt að dotta. Samhengið í sögu vorri var geng- ið síra Eiríki í merg og bein. Engum hef ég kynnst sem ferðaðist jafn erfiðislaust um aldimar ellefu og hann gerði hversdagslega. Jafnan er ég hitti hann var það spenningur minn hvort ég myndi mæta Jóni Arasyni, Gissuri jarli eða ísleifi biskupi. En hvem sem ég hitti hjá honum þá var hláturinn vís og upp- lyftingin, ég var alltaf miklu drýgri við moksturinn á eftir. Við töldum til frændsemi, af Bakkanum báðir, mikið sé ég eftir að hafa ekki kynnst honum fyrr. Ég þakka hon- um gleðistundimar og samstarfíð við Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. 4 ár. Ástvinum síra Eiríks tjái ég djúpa samúð skólafólksins, mína eigin og fjölskyldu minnar. Þór Vigfússon Minning: Guðmundur Jóhannes- son frá Siglufirði Hann „afí“ minn, Guðmundur Jóhannesson frá Siglufírði, er dá- inn. Hann sem alltaf var svo yndis- lega góður við mig, sat með mig á hnjánum á sér og sagði mér sögur. Hann bjó í næsta húsi við mig á Siglufirði og einhverra hluta vegna hændist ég strax að honum sem bam. Þar sem okkur leið svona vel saman gerðum við með okkur sam- komulag. Hann skyldi breytast úr Guðmundi og í „afa“ minn. Upp frá því vissu foreldrar mínir hvar mig var að fínna þegar ég hvarf tímunum saman. Svo núna átti ég tvö heimili. Eitt hjá mömmu og pabba og systrum mínum tveim- ur og hitt hjá honum „afa“ mínum í kyrrðinni. Afí hafði alltaf ttma fyrir mig. Stundum sat ég á tröpp- unum hans og beið eftir honum þegar hann var í vinnunni. Aldrei leiddist mér að bíða. Þegar ég sá mannvera með hatt og nestisbox lengst úti hjá húsinu hans Ólafs læknis, vissi ég að nú yrði gaman, hann „afí“ væri að koma heim. „Afí“ stökk inn til sín með nestis- boxið og kyssti hana Ólu, konuna sína, (þá varð ég afbrýðisöm, bara að ég væri eina konan í lífínu hans afa hugsaði ég þá). Síðan röltum við „afí“ okkur út f skúr. Þar vora „kettlingamir okkar" eins og við kölluðum þá, þó svo að við ættum ekkert í þeim. Og alltaf vora að fæðast nýir og nýir kettlingar og nóg að gera hjá okkur afa. Svo leið tíminn og ég stækkaði og flutti frá Siglufírði en áfram héldum við „afí“ sambandi. Alltaf kallaði ég hann „afa“ minn þó oft hafí það valdið misskilningi innan fjölskyldu minnar því mínir raun- veralegu afar dóu þegar ég var bam. En ég var staðráðin í að kalla hann afa, því hann var „afí“ minn. Oft langaði mig norður og var ég þá ávallt velkomin á heimili þeirra hjóna. Þar ríkti virðing, kyrrð og jafnvægi. Tókum við þijú þá í spil og rifjuðum upp gamlar minn- ingar. Ég þakka „afa“ minum þessar dýrmætu stundir sem við áttum saman og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Hanna Birna Blómabúðin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- *, þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.