Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 33 Ný Evrópustefna Sovétmanna eftir Áke Sparring Þegar annar voldugasti maður Kremlverja, Yegor Ligachev, heim- sótti Finnland í nóvember síðast- liðnum tóku menn eftir því að hann kom sem gestur flokks sósíaldemó- krata. Sömuleiðis var tekið eftir að Ligachev reyndi ekki að miðla mál- um í innbyrðis deilum finnskra kommúnista, en það hafa Sovét- menn annars sífellt reynt. Stjórnmálaskýrendur álitu að með heimsókninni vildi Kreml- stjórnin sýna almenna ánægju sína með finnska sósíaldemókrata og sérstaklega Mauno Koivisto forseta og Kalevi Sorsa forsætisráðherra. Þetta getur auðvitað verið rétt. Koivisto hefur haldið merki Kekk- onens forseta hátt á loft. Sorsa er formaður afvopnunamefndar Al- þjóðasambands jafnaðarmanna sem á mörgum sviðum hefur mjög gagn- rýnt stefnu Bandaríkjanna. Samt finnst mér eðlilegra að líta á heimsóknina sem merki um þá nýju Evrópustefnu, sem Kommún- istaflokkur Sovétríkjanna hefur ákveðið að taka upp. Bæði komm- únistar og sósíaldemókratar eiga ákveðnum hlutverkum að gegna í þeirri stefnu; kommúnistar hafa fengið aukahlutverk, nákvæmlega eins og í Helsinki. Sovéski Kommúnista- f lokkurinn — Hluti evrópskrar vinstri- hreyfing’ar? Fyrstu merkin um hina nýju stefnu birtust löngu fyrir síðasta flokksþing. í maí 1985 var Gorbac- hev sóttur heim af G. Cervetti, háttsettum ítölskum kommúnista- leiðtoga. Cervetti hafði verið gerður út af flokki sínum til að kanna hug nýja aðalritarans til ýmissa mála sem skipta ítalina miklu máli. Nið- urstöður sínar birti Cervetti í flokksmálgagninu L’Unita. Það sem ítalimir vildu fyrst og fremst vita var hvort Gorbachev hygðist, eins og fyrirrennarar hans, halda fast við þá stefnu að sovéski flokk- urinn ætti að ráða yfir hinum. Sagt með beinum orðum; Ætlaði Gorbac- hev að kalla saman nýja alþjóðaráð- stefnu kommúnistaflokka og beija þar í gegn sameiginlega stefnu í mikilvægum málum? Gorbachev róaði gest sinn. Tímamir hafa breyst síðan á dögum Komintems, sagði hann, og sovésk- ir kommúnistar reyndu nú að hafa samband við öll „framsækin öfl“ í heiminum, ekki aðeins við aðra kommúnista. í reynd myndu sov- éskir kommúnistar iíta á sig sem „hluta evrópskrar vinstrihreyfíng- ar“ þ.e.a.s. eins konar frændur sósíaldemókrata og sósíalista í Vestur-Evrópu. Sovétmenn hefðu engan áhuga á að stjóma öðmm kommúnistaflokkum lengur. Hug- myndin um nýja alþjóðaráðstefnu kommúnista væri ekki á döfínni. Þetta fannst ítölskum kommún: istum hljóma einstaklega vel. í mörg ár hafa þeir reynt að verða hluti evrópskrar vinstrihreyfíngar. Einkum hafa þeir reynt að ná sam- bandi við norræna sósíaldemókrata. Ummæli Gorbachevs hlutu stað- festingu á 27. flokksþingi Sovét- manna. í yfírlýsingu þingsins, sem hægt er að líta á sem „stefnuyfírlýs- ingu stjómarinnar" er sagt að „margbreytileiki" í kommúnista- hreyfingunni merki ekki það sama og „klofningur" og einnig að „ein- ing“ sé ekki það sama og Iitleysi, píramídakerfi og afskipti af málefn- um annarra flokka. Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna gæti ekki gert kröfu til neins konar einkarétt- ar á sannleikanum. Aðra staðfestingu á nýju stefn- unni mátti einnig sjá er litið var á gestalista flokksþingsins. Fyrir ut- an sendinefndir 97 kommúnista- flokka gat að líta fulltrúa frá 56 Öðrum flokkum, þ.á m. 15, sem eiga aðild að Alþjóðasambandi jafn- aðarmanna. Ennfremur fékk utanríkismála- deild miðstjórnarinnar nýjan yfír- mann; gamli Komintem-liðinn Boris Ponomarev hætti en við tók Ana- toly Dobrynin, fyrrum sendiherra í Washington, en margir líta á hann sem fremsta sérfræðing Sovét- manna í vestrænum málefnum. Athyglisvert er að Dobrynin hef- ur unnið sér frama í utanríkisþjón- ustunni en ekki í flokksstarfinu. Frá Komintern til einskis Vafalaust er hægt að túlka álykt- un 27. flokksþingsins sem nýtt leikbragð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kremlveijar tala fagur- lega um sósialdemókrata. Sovét- menn hafa ekki brennt neinar brýr að baki sér varðandi samskipti við „bróðurflokkana". Fátt gæti hindr- að Kreml í að taka gömlu stefnuna upp á ný ef nýja stefnan bæri ekki þann árangur sem menn vona. Samt virðist mér að flest bendi til að um sé að ræða stefnubreyt- ingu til langframa. Aðalástæðan er að Sovétmenn þarfnast um ófyrir- sjáanlega framtíð sterkra „banda- manna“ í vestri. Þær leifar hefðbundinna kommúnistaflokka sem enn finnast duga ekki. Þær verða að hverfa á vit örlaga sinna. Þannig verður að túlka þá stað- reynd að 27. flokksþingið segir ekki orð um nýja alþjóðaráðstefnu kommúnistaflokka. Að vissu leyti gerir Gorbachev það sama og Stalín þegar hann lagði Komintem niður árið 1943. Munurinn er sá að 1943 var til stað- ar, að vísu fámenn, en sæmilega lífvænleg og hugmyndafræðilega samstiga hreyfíng. Ákvarðanir árs- ins 1986, eða öllu frekar skortur á ákvörðunum, virðast staðfesta að Kremlstjómin lítur nú einnig á heimskommúnismann sem liðnatíð. Það er ekki alltaf auðvelt að koma auga á greinilegar staðreynd- ir. Frá því Komintern var stofnað 1919 hefur Sovétstjómin lagt mikla áherslu á sambandið við aðra kommúnistaflokka, jafnvel þegar þetta samband hefur valdið sam- skiptaörðugleikum við önnur ríki. Komintem var hluti hugsjónarinnar miklu. Lenin taldi samtökin vera það tæki sem yrði notað til að setja á stofn „heimsríki lýðveldanna". Ásamt þessum skrítna söfnuði smá- flokka einsettu Kremlveijar sér að búa til „heimsflokkinn", jámhörð samtök sem stjómað yrði frá Moskvu. Komintem olli gífurlegri tor- tryggni annars staðar í heiminum. Forsendan fyrir upplausn samtak- anna var að létta samstarfið milli kommúnískra og annarra mót- spyrnuhreyfínga á hemumdum svæðum Evrópu. Um þetta leyti áttu Sovétríkin mjög í vök að veij- ast í baráttunni við innrásarheri Þjóðvetja. í reynd var það líka mjög erfítt fyrir Moskvustjómina að sýna stjómsemi við þáverandi aðstæður í Evrópu. Hvað viðvék vestur- everópskum kommúnistum hélst þetta forystulausa ástand þar til Kominform var stofnað 1947. Á þessu stutta tímabili átti sér stað merkileg þróun hjá vestur- evrópskum kommúnistum. Þeir vom nú lausir við þá kvöð að hlýða Moskvu og fóm að hugsa sjálfir. Áberandi er hve þeir freistuðust til að leita friðsamlegra leiða til sósíal- ismans. Kominform stöðvaði þessa þróun. Kominform fékk það „sögulega hlutverk að stjóma baráttunni gegn áformum Bandaríkjanna um að hneppa Evrópumenn í þrældóm". Baráttan krafðist aga í eigin röðum, og heiftarlegrar baráttu gegn hin- um svikulu sósíaldemókrötum. Aðild að Kominform takmarkaðist að vísu við flokkana í Austur- Evrópu ásamt frönsku og ítölsku flokkunum en ákvarðanir á þessum vettvangi vom taldar stefnumark- andi fyrir alla kommúnista. Allt tal um friðsamlega leið til sósíalismans hljóðnaði nú. Kominform markaði upphafíð að endalokum vestur-evrópsks komm- únisma. Árið 1956 lét Khmchev leysa samtökin upp. Samtímis lét hann að því liggja að til væm fleiri en ein leið til sósíalismans m.a. frið- samleg leið. En þetta brotthvarf frá hefðbundnum fræðum þýddi ekki að Khruchev gerði ekki tilkall til forystu. í staðinn fyrir Kominform áttu að koma ráðstefnur þar sem allir flokkar, er Kreml sætti sig við, áttu að koma saman og þar átti að marka stefnu hreyfingarinnar. Ráðstefnutímabilið stóð ekki lengi. Tvær fyrstu ráðstefnumar, 1957 og 1960, fóm fram um það leyti er fyrst tók að brydda á ósam- komulagi Sovétmanna og Kínverja. Ráðstefnumar urðu bæði til að auka við deilumar og breiða þær út. Á meðan missti Sovétstjómin foryst- una. „Heimskommúnisminn" klofn- aði í „Moskvudygga", „maóistíska" og „endurskoðunarsinna" en orðstríð þeirra innbyrðis minnti þáverandi aðalritstjóra sænska kommúnistablaðsins Ny Dag á „slagsmál og nýliða í leyfi“. Þriðja og síðasta ráðstefnan, sem haldin var 1969, varð aðeins til að staðfesta klofninginn. Á fundi evr- ópsku flokkanna skömmu síðar var hugtakið „alþjóðahyggja öreiga“ ekki notað í ályktunum. Svo var nú komið að menn viðurkenndu opinberlega að sambandið við sovéska kommúnistaflokkinn væri til trafala í Vestur-Evrópu. En máttur hefðanna er mikill. Á síðustu stjómarámm sínum reyndi Breshnev og einnig þeir Andropov og Chemenko á stuttum valdaferl- um sínum að koma á flot nýrri alþjóðaráðstefnu. Þetta leist ítölum ekki á en þeir vom sem óðast að fjarlægjast þann sósíalisma sem þeir töldu hafa misst lífsmagnið. Kýpur er ekki hjarta Evrópu Gorbachev virðist hafa sett sér tvenn meginmarkmið í stjómmál- um. Það fyrra er að gera atvinnulíf Sovétríkjanna nýtískulegra. Hvað þetta snertir verður hann fyrst og fremst að treysta á eigin mátt og auðlindir. En auðvitað væri málið auðveldra ef Vesturlönd veittu meiri lán og væm dálítið rausnarlegri varðandi útflutning á hátæknivör- um. Hitt markmiðið er að koma í veg fyrir tæknikapphlaup við Banda- ríkin á hemaðarsviðinu. Slíkt kapphlaup yrði mjög dýrt og myndi enda með bandarísku forskoti. Táknrænt fyrir þetta er geim- vamaáætlun Reagans. Gorbachev verður að semja við Bandaríkjamenn. En hægt er að nota Evrópumenn til að þrýsta á Bandaríkjamenn. í þessu augnamiði þurfa Sovét- menn samtök í vestri sem geta hvatt Evrópumenn til athafna. Svipaðar aðstæður vom 1947. Um það leyti blómstraði kommún- isminn skamma hríð í Vestur- Evrópu. í kosningum höfðu kommúnistar fengið um 10% at- kvæða í gömlum, grónum lýðræðis- löndum á borð við skandinavísku löndin, einnig í Hollandi, Belgíu og Sviss en tvöfalt meira fylgi í Finn- landi, Frakklandi og Ítalíu. Á þeim svæðum Þýskalands sem Vestur- veldin hemámu var hreyfingin veik, sömuleiðis í Englandi. Á íberíu- skaganum var hreyfíngin bönnuð. í Grikklandi var kommúnísk skæm- liðahreyfíng sem naut allmikils stuðnings hjá þjóðinni. Þetta var í stuttu máli hreyfing sem nokkurs mátti vænta af. En fljótlega tók að halla undan fæti hjá litlu flokkunum í Vestur- Evrópu. Stalín-uppljóstranimar á 20. flokksþinginu 1956, innrásirnar í Ungveijaland og Tékkóslóvakíu, deilur Sovétmanna og Kínveija og vaxandi vitneskja um innri aðstæð- ur í löndum sósíalismans, allt þetta varð mönnum um megn. „Sósíal- isminn í framkvæmd" þoldi ekki samanburð við vestræn velferðar- þjóðfélög. Þeir smáflokkar, sem héldu tryggð við Moskvu, breyttust í sértrúarsöfnuði og fylgi þeirra er nú fremur mælt í prómillum en prósentum. Betur hefíir gengið hjá flokkum eins og sænska VPK sem hafa bjargað sér yfír í þokukenndan vinstrisósíalisma. Stóm kommúnistaflokkamir héldu lengur velli en nú er farið að syrta í álinn. Spænski flokkurinn, sem reiknaði með að verða leiðandi pólitískt afl í landinu eftir að lýð- ræði kæmist á, er nú í molum. Sósíalistar uppskám sigurinn. Franski flokkurinn, sem í hveijum kosningunum á fætur öðram fram á miðjan áttunda áratuginn fékk um fímmtung atkvæða, er nú önn- um kafínn við það sem nefna mætti hægfara sjálfsvíg. Sósíalistar hafa aftur á móti fengið nýjan byr í segl- in. Hinn sterki flokkur fínnskra kommúnista er klofínn í meirihluta endurskoðunarsinna og kreddu- bundinn minnihluta, rétt eins og franskir kommúnistar hafa þeir fínnsku misst helminginn af kjós- endum sínum síðustu 10 árin. Þess vegna heimsækir Ligachev sósíal- demókratana. I Portúgal og Grikklandi em all- sterkir flokkar en þeir em langtum veikari en sósíalistaflokkamir. Kýpur er nú eina Vestur-Evrópu- landið þar sem kommúnistar hafa í reynd nokkur vemleg áhrif. En í Kreml vita menn ofur vel að Kýpur er ekki hjarta Evrópu. En hvað þá með ítalska komm- únistaflokkinn, sem hefur innan sinna raða meira en þriðjung allra kommúnista utan sósíalistaríkjanna og liðlega helminginn af þeim vest- ur-evrópsku? Svarið er að ítalski flokkurinn er einfaldlega ekki leng- ur kommúnistaflokkur. Sfðastliðin 10 ár hefur mikið at- vinnuleysi verið í Evrópu. í miðju sjálfra velferðarþjóðfélaganna er fólk sem þjáist af kulda og hungri. Stóm flokkamir vita ekki hvemig á að Ieysa vandamálin. Samkvæmt gamalli mælistiku hefði þetta átt að leiða af sér aukna róttækni í stjómmálunum. Götur og torg hefðu átt að fyllast af kommúnistískum mótmæla- göngum, blöð þeirra hefðu átt að boða hmn auðvaldsstefnunnar og í kosningum hefðu kommúnistar átt að vinna stórsigra. Ekkert af þessu höfum við eða Gorbachev séð gerast. Kommúnist- ar em ekki lengur færir um að fylkja neinu liði sem heitið getur í Vestur-Evrópu. Þess vegna biðlar Gorbachev nú til sósíaldemókrata og sósíalista. Kortið frá 1917 I afvopnunarmálum er að minnsta kosti stutt á milli sjónar- miða Alþjóðasambands jafnaðar- manna og Sovétríkjanna, enda þótt við vitum í raun lítið um afstöðu Sovétríkjanna í einstökum málum að undantekinni Geimvamaáætlun- inni. En hvað með öll hin málefnin? Mannréttindin? Umhverfismálin? Kjamorkuna? Einstaklinginn gagn- vart stofnunum? Er sovéskur kommúnismi raunvemlega hluti evrópskrar vinstrihreyfíngar? Er ekki hægt að segja að umræðumar á vinstri væng evrópskra stjóm- mála taki mið af eymdinni, þar sem „sósíalisminn hefíir verið fram- kvæmdur" og hugmyndafræðilegt landakort Evrópu minni nú á tímann fyrir rússnesku byltinguna? Það er sú róttækni og sá tilraunaá- hugi, sem fyrirfinnst, er hvort- tveggja í vestri. í austri er afturhaldið. Mið-EVrópa er mitt á milli og dregur dám af báðum menningarsvæðunum. Höfundur erfyrrum forstjóri sœnsku Utanríkismálastofnunar- innar í Stokkhómi. Spænskir ungkommúnistar í mótmælagöngu fyrir réttu ári, áður en gengið var tíl þjóðaratkvæða- greiðslu á Spáni um aðild landsins að NATO. Sjónarmið kommúnista varð undir og Spánn er áfram í N ATO. (Heiti bandalagsins er skammstafað OTAN á spænsku.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: