Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1987
37
Morgunblaðið/Frlða Proppé
Af fundi kennara á kennarastofu Gagnfræðaskóla Akureyrar á
meðan kennsla lá niðri i gær, föstudag.
Fræðslusljóramálið:
Morgunblaðið/Fríða
Aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Reynir Kristinsson, í hvítri
skyrtu við borðsendann. Við hlið hans er Hrólfur Birgir Leifsson.
Myndin er tekin á fundi með starfsfólki á Fræðsluskrifstofu Norður-
landsumdæmis eystra.
Tekinn á
126 km hraða
- Umsvifalaust svipt-
ur réttindum
UTANBÆJ ARMAÐUR var tek-
inn á 126 kílómetra hraða á
Drottningarbraut í fyrrakvöld.
Hann var umsvifalaust sviptur
ökuskírteininu.
Að sögn lögreglunnar missir
maðurinn réttindin a.m.k. í tvo
mánuði. Nokkuð mikið hefur verið
um of hraðan akstur og hefur lög-
reglan mælt umferðarhraða síðustu
kvöldin til að „ná niður hraðanum",
eins og þeir kalla það.
Samþykkt að slí ðra
sverðin fram yfír helgi
- Skólahald lamað í Norðurlands
kjördæmi eystra vegna aðgerða
skólasljórnenda og kennara í gær
DEILUR virtust magnast á fund-
um tveggja fulltrúa menntamála-
ráðherra og starfsmanna
fræðsluskrifstofu Norðurlands-
kjördæmis eystra hér í gær
vegna brottrekstrar Sturlu
Kristjánssonar fræðslustjóra. Er
menn komu út af löngum fundi
fræðsluráðs og fulltrúa ráðu-
neytis síðdegis var það eina sem
menn voru sammála um að láta
ekkert uppi við fjölmiðla um
málið fyrr en eftir helgi.
Skólastarf var lamað í kjördæm-
inu í gær vegna aðgerða skóla-
stjómenda og kennara, en kennsla
var felld niður í velfelstum grunn-
skólum í því skyni að mótmæla
uppsögn Sturlu og afstöðu mennta-
málaráðherra í skólamálum hér. Á
meðan funduðu kennarar um málin
og sendu þeir stuðningsyfirlýsingar
og skeyti til Sturlu og fræðsluráðs
og starfsmanna fræðsluskrifstof-
unnar, sem funduðu með fulltrúum
menntamálaráðuneytis í gær, þeim
Reyni Kristinssyni aðstoðarmanni
menntamálaráðherra og Runólfí
Birgi Leifssyni úr áætlunardeild
menntamálaráðuneytisins. Þá sátu
og fundi með þessum aðilum for-
maður Kennarasambands íslands,
Valgeir Gestsson og fulltrúar
Landssambanda kennara. Stjóm
Fjórðungssamands Norðlendinga
fundaði einnig í gær og ályktaði
um málið.
Reynir Kristinsson aðstoðarmað-
ur menntamálaráðherra sagði, er
hann kom út af fundi síðdegis, að
menn hefðu orðið ásáttir um að
slíðra sverðin fram yfi helgi. Það
var að sjá og heyra, að fram hefði
farið mikið orðaskak á fundunu.n
og samkvæmt heimildum Morgua-
blaðsins munu fomstumenn skóla-
mála í kjördæminu hafa krafíst
þess að fá svör við ýmsum spuming-
um, sem þeir hafa sent ráðherra
og reyndar ráðherrum, áður en þeir
yrðu frekar til viðræðu um fram-
tíðarskipan fræðslumála og stjóm-
un fræðsluskrifstofunnar, en það
hefur staðið hvað mest í mönnum
hvemig sú tilhögun skal vera. Ekk-
ert var ákveðið um næstu eða næsta
fund með fullrúum ráðuneytis.-
Sjónvarp
Akureyri
DAGSKRÁ Sjónvarps Akur-
eyri í kvöld, laugardagskvöld
17. janúar er svofelld:
Kl. 20.30 Gúmmíbimir.
Teiknimynd fyrir yngri áhorf-
enduma.
Kl. 20.55 Brúðumjmdin Jack
Frost. Bresk brúðumjmd um
moldvörpu sem segir sögu snjós-
ins.
Kl. 21.40 Myndrokk.
Kl. 22.40 f eldlínunni. Nýr
íslenskur umræðuþáttur um
máleftii líðandi stundar.
Kl. 23.25 Miami Vice. Banda-
ríski framhaldsmyndaflokkur-
inn góðkunni um löggumar tvær
Sonny og Richardo.
Kl. 00.15 Dagskrárlok.
Svæðisútvarp Akueyrar:
Sverrir vinsælli en Sturla
SVERRIR Hermannsson mennta-
málaraðherra fékk 105 atkvæði
í vali um vinsælasta mann vik-
unnar í svæðisútvarpinu hér á
Akureyri í gærkvöldi. Sturla
Kristjánsson fyrrverandi
fræðslustjóri hlaut 94 atkvæði.
Fjölmargir hringdu í útvarpsstöð-
ina til að lq'ósa mann vikunnar eins
og atkvæðafjöldinna ber með sér,
en um fátt er meira talað á Akur-
eyri en deilu skólamanna og
ráðuneytismanna í málinu.
Morgunblaðið/Fríða Proppé.
Óli G. Johannsson við eina af myndum sínum í Alþýðubankanum.
Málverkasýning
í Alþýðubankanum
MENNINGARSAMTÖK Norð-
lendinga og Alþýðubankinn h.f.
kynna að þessu sinni myndlist-
armanninn Óla G. Jóhannsson
með sýningu á verkum hans í
Alþýðubankanum. Sýndar eru
níu myndir unnar í akrýl og
olíu á striga.
Óli G. er fæddur árið 1945 á
Akureyri. Hann er sjálfmenntaður
í mjmdlist og hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í
nokkrum samsýningum. Hann var
eigandi og starfrækti sýningarsal-
inn Gallery Háhól um árabil.
Myndimar á kynningunni í Al-
þýðubankanum eru allar málaðar
á síðasta ári. Kynningin stendur
frá 12 janúar til 16. marz.
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Cape Hunter við bryggju á Akureyri skömmu áður en hann sigldi heim á leið.
Slippstöðin:
Kanadískt skip afhent eft-
ir lengingu og lagfæringu
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri af-
henti sl. miðvikudag kanadískt
skip, Cape Hunter, eftir lengingu
og stjTkingu til siglinga í ís. Þá
er unnið i Slippstöðinni við að
breyta Sléttbak í frystitogara,
lengja bátinn Otur og eftir mán-
aðamótin kemur Dalborgin frá
Dalvík í slipp til að láta skipta
um yfirbyggingu.
Að sögn Sigurðar Ringsted, yfir-
verkfræðings hjá Slippstöðinni, var
skipið Cape Hunter lengt um 6,4
metra. Þá var það styrkt fyrir íssigl-
ingar og lestinni breytt, svo hún
geti tekið ískassa. Cape Hunter er
Leikklúbburinn Saga:
Síðasta sýning
á Pældíði
Síðasta sýning á leikritinu Pæld
íði verður í kvöld, laugardags-
kvöld, kl. 20.30 í Djmheimum á
Akureyri.
nú á heimleið en skipið er skráð í
Halifax. Sigurður sagði, að afrakst-
ur af breytingunni á Cape Hunter
væri ekki eins og búist hefði verið
við, því verksamningurinn væri í
dollurum og gengi hans hefði lækk-
að mikið síðan hann var gerður.
Þá er unnið við að breyta togara
Útgerðarfélags Akureyrar, Slétt-
bak, í frystitogara og lengja hann
um 8 metra. Skipt verður og um
velflest í vél hans og annað end-
umýjað að sögn Sigurðar. Verið er
að lengja bátinn Otur.
Sigurður sagði, að nóg hefði ver-
ið að gera við lagfæringar á skipum
og bátum, en auðvitað væri óska-
verkefni þeirra að smíða ný skip,
en slíkt mætti ekki. Slippstöðin af-
hendir þó eitt nýtt skip nú um
helgina, en smíði á því hófst fyrir
fjórum ámm.
Blaðbera vantar
Blaðbera vantar í Innbæ
Upplýsingar í síma 23905.
jRtajgtni&Iiifeffr
Hafnarstræti 85.