Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 11
O |r sé að hækka lægstu laun án þess það flæði yfír allt er að ekki komi til launaskriðs vegna innstreymis af erlendu lánsfé inní landið. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var væntanlega hallalaus á árinu 1986 og efnahagsáætlanir fyrir þetta ár gera ráð fyrir mjög óverulegum haila. Hallalaus utanríkisviðskipti og stöðvun erlendrar skuldasöfnun- ar stuðla að því að launaskrið og yfírborganir verði því aðeins að slíkt eigi sér stoð í aukinni framleiðni og verðmætasköpun. Stöðvun skuldasöfnunar erlendis og innstreymis af erlendu lánsfé er líka forsenda jafnrar samkeppnis- stöðu milli atvinnugreina og lands- hluta í samkeppninni um vinnuafl, þjónustu og fjármagn. Abyrgð stjórnvalda og Seðlabankans Stjómvöld og Seðlabankinn bera höfuðábyrgðina á því að vel takist til í þessum efnum. Stjómvöld verða að beita ráðdeiid í sinni starfsemi, þrátt fyrir kosningaár. Sú skoðun kemur fram hjá Seðlabankanum að kjarasamningamir í febrúar og des- ember hafí lagt byrðar á ríkissjóð og að hóflegir kjarasamningar séu dýru verði keyptir ef þeir valda þenslu á uppgangstímum og verð- bólguáhættu úr þeirri átt. Mat Seðlabankans á -áhrifum febrúar- og desembersamninganna á halla ríkissjóðs er ekki hafíð yfír gagnrýni. Hér er ekki vettvangur til þess að Q'alla um þau mál en spyija má hver afkoma ríkissjóðs hefði verið ef samningarnir í febrú- ar og desember hefðu verið gerðir með gamla laginu og verðbólgan á árinu 1986 þá verið um 40% og á þessu ári kannski 50%. Seðlabankinn sjálfur fer með stjóm peningamálanna. Því ætti bankinn að vera best í stakk búinn til að meta möguleikana til að stýra þeim þannig að ekki komi til skulda- söfnunar erlendis og að þær áætlanir standist sem gerðar vom eftir kjarasamningana 6. des- ember. Samkvæmt þeim áætlunum sem einhverjar a.m.k. voru gerðar í bankanum sjálfum en aðrar af stjómvöldum átti dæmið að geta gengið upp. Því var m.a. haldið fram við afgreiðslu lánsfjárlaga. Seðlabankinn heldur því fram að 8% verðbólga á árinu 1987 sé lág- mark. Hvort verðbólgan verður hærri en 7—8% er mest á valdi bankans sjálfs og hvemig hann stjómar peningamálunum. Ef bank- inn stjómar málum þannig að erlent lánsfé fær að flæða inní landið og fóðra þenslu og launaskrið á vinnu- markaðnum, em verðbólgumark- miðin í hættu og þá mun lægst launaða fólkið sitja uppi með sárt ennið. Því veldur vantrú bankans á sjálfum sér vissulega vonbrigðum og áhyggjum. V erðbólgnspáin stenst ennþá Tvær rauntölur eru nú komnar fram til þess að bera saman við þá verðbólguspá sem aðilar vinnu- markaðarins gerðu í kjölfar kjara- samninganna. Til glöggvunar er spáin birt hér mánuð fyrir mánuð. Þegar samið var í byijun desember lá ekki annað fyrir samningsaðilum en vísitala framfærslukostnaðar 1. nóvember, sem var 179,22 stig. Verðbólguspá samningsaðila gerði ráð fyrir því að um áramótin yrði vísitalan komin uppí 185,3 stig. Hækkun vísitölunnar í nóvember Verðbólguspá VSÍ/ASÍ frá 6. desember. Framfærshivísitala Spá Raun 1. des. 181,9 1. jan. 185,3 1. febr. 187,7 1. mars 189,9 1. apríl 191,5 1. ma! 193,0 l.júní 193,8 l.júH 194,6 1. ágúst 195,9 1. sept. 196,5 1. okt. 196,7 l.nóv. 198,2 1. des. 198,7 1. jan. 199,0 180,85 185,05 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 var minni en búist hafði verið við, en hækkunin í desember aftur á móti meiri. Séu þessir tveir mánuð- ir teknir saman er hækkunin í raun minni en miðað hafði verið við og vísitalan um áramótin kemur út á 185,05 stigum. Seðlabankinn hefur sérstaklega áhyggjur af þvi að verðbólguspáin sé of bjartsýn fyrir síðari hluta árs- ins. Spáin gerir ráð fyrir að verð- bólguhraðinn verði á bilinu 4—5% á síðari árshelmingi. Þessi spá er ekki óeðlileg í ljósi þess að umsamd- ar launakostnaðarhækkanir sem hafa veruleg áhrif á því tímabili eru ekki aðrar en 1,5% hinn 1. júní og 1,5% hinn 1. október. Nokkrir fast- launasamningar geta komið inn í dæmið á þessu tímabili en þeir eiga ekki að hafa neina umtalsverða þýðingu fyrir launaþróunina í heild. Markmið fastlaunasamninga er fyrst og fremst að færa yfírborgan- ir á tilteknum sviðum inn í launa- taxta. Að svo miklu leyti sem verðbólgan mótast af kostnaðar- hækkunum innanlands er því spáin á síðari árshelmingi í fullu samræmi við raunveruleikann. Seðlabankinn fylgi eigin stefnu Hafí Seðlabankinn áhyggjur af þróun verðbólgunnar á síðari árs- helmingi hlýtur það fyrst og fremst að vera vegna ástæðna sem rekja má til annarra orsaka en síðustu kjarasamninga. Og það eru þættir sem stjómvöld og Seðlabankinn sjálfur hafa fyrst og fremst á valdi sínu en ekki aðilar vinnumarkaðar- ins. Ætlast verður til þess að Seðla- bankinn og stjómvöld leggi sig fram um að fylgja eigin stefnu í peninga- málum og efnahagsmálum almennt. Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú í tvígang gert kjarasamninga sem hafa skapað skilyrði fyrir því að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndunum og stjóm- völd hafa sannarlega hingað til lagt sitt af mörkum til þess að styðja þessa þróun. Því kemur það á óvart ef Seðla- bankinn ætlar nú að skerast úr leik og stjóma peningamálunum með þeim hætti að verðbólgumarkmiðin á síðari hluta ársins verði í hættu. Treysta verður á það að bankinn ræki sitt hlutverk í samræmi við það sem hann hefur óskað eftir sjálfur og hafí forystu um það að- hald í erlendum lántökum og stjóm peningamála almennt sem getur tryggt að dæmið gangi upp. Höfundur er hagfrseðingur Vinnuveitendasambands íslands 11 Listi B J í Reykjavík BANDALAG jafnaðarmanna hefur sent frá sér lista frambjóð- enda í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Listann skipa: Anna Kristjáns- dóttir, bankastarfsmaður í Reykjavík, Helgi Birgir Schiöth, háskólanemi, Guðmundur Óli Scheving, vélstjóri, Aðalheiður B. Sveinbjömsdóttir, gjaldkeri, Ás- mundur Reykdal, verkstjóri, Georg Ottó Georgsson, nemi í rafeinda- virkjun, Geir Ólafsson, sölumaður, og Jónína G.R. Ivarsdóttir, banka- starfsmaður í Reykjavík. DÆMI ÚR SUNNY-VERÐLISTA OKKAR: Ú0!$v s s Sunnyerglæsilegasti sigur Nissan til þessa enda hefur Sunny fengið stórkostlegar móttökur umallan heim. Munum sýna Sunny, flestar gerðir, á Akureyri og í Reykjavík laugardag og sunnudag kl. 14—17. Reykjavík: Ingvar Helga- son hf., Melavelli v/Rauðagerði. Akureyri: Bifreiðaverk- stæði Siguröar Valdi- marssonar, Óseyri 5a. SUNNY 4RA DYRA SUNNY 5 DYRA SUNNY 3JA DYRA Nissan Sunny H/B LX 1.0,5dyra,4gíra .................... 340.000 NissanSunnyH/BI_X1.3,5dyra, 5 gíra ...................... 365.000 Nissan Sunny H/B SLX 1.5,3 dyra, 5 gíra ................. 395.000 NissanSunnyH/BSLX 1.5,5dyra, 5 gíra ..................... 400.000 NissanSunnyH/BSLX 1.5,3dyra, 5 gíra, m/vökvastýri ........ 413.000 Nissan Sunny H/B SLX 1.5, 5 dyra, 5 gíra, m/vökvastýri ... 416.000 Nissan Sunny H/B SLX 1.5, 5 dyra, sjálfsk................. 430.000 Nissan Sunny H/B 1.5,5 dyra, sjálfsk., m/vökvastýri ..... 444.000 NissanSunnySedanLX1.3,5dyra, 5 gíra ..................... 362.000 NissanSunnySedanSLX 1.5,4 dyra, 5 gíra ................... 396.000 Nissan Sunny Sedan SLX1.5,4 dyra, 5 gíra m/vökvastýri .... 413.000 Nissan Sunny Sedan SLX1.5,4 dyra, sjálfskiptur ......... 426.000 Nissan Sunny Sedan SLX1.5,4 dyra, sjálfskiptur, m/vökvast. 440.000 Nissan Sunny Wagon LX1.5,5 gíra ......................... 433.000 Nissan Sunny Coupe LX 1.5, 5 gíra ....................... 432.000 Nissan Sunny Coupe SLX 1.5, 5 gíra ...................... 467.000 Tökum flesta notaöa bíla upp í nýja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: