Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
7
Alþjóðleg bæna-
vika 18.-25. janúar
S AMST ARFSNEFND kristinna
trúfélag-a á íslandi stendur að
undirbúningi Alþjóðlegu bæna-
vikunnar hér á landi. Bænavikan
ber að þessu sinni yfirskriftina:
„Ef einhver er í Kristi, er hann
skapaður á ný“. Þessi orð eru
úr II. Korintubréfi 5,71-6,4a, en
sá kafli er lagður til grundvallar
að bænum kristinna manna um
víða veröld rnn einingu og sam-
hug. í þessari viku er lögð
áhersla á, að kristnir söfnuðir
heimsæki hverir aðra og taki
þátt í guðsþjónustum hver ann-
ars þessa viku.
I Reykjavík hefst bænavikan
sunnudaginn 18. janúar með guðs-
þjónustu í Hallgrímskirkju kl.
11.00. Samkomur verða síðan fjög-
ur kvöld í röð frá miðvikudegi til
laugardags og hefjast allar kl.
20.30. Miðvikudaginn 21. janúar
verður samkoma í Kristskirkju í
Landakoti, fimmtudaginn 22. jan-
úar á Hjálpræðishemum, föstudag-
inn 23. janúar í Aðventukirkjunni
og laugardaginn 24. janúar í Fíla-
delfíu. Bænavikunni lýkur með
guðsþjónustu í Bústaðakirkju
sunnudaginn 25. janúar kl. 14.00.
A Akureyri hefst bænavikan með
guðsþjónustu í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 18. janúar kl. 14.00.
Síðan verða samkomur þrjú kvöld
í röð frá þriðjudegi til fimmtudags,
og heijast þær allar kl. 20.30.
Þriðjudaginn 20. janúar verður
samkoma í Hjálpræðishernum, mið-
vikudaginn 21. janúar í Kaþólsku
kirkjunni og fímmtudaginn 22. jan-
úar í Hvítasunnukirkjunni. Bæna-
vikunni á Akureyri lýkur með
guðsþjónustu í Glerárskóla sunnu-
daginn 25. janúar kl. 14.00.
Framkvæmdastjóm Lista-
hátíðar hefur störf
FRAMKVÆMDASTJÓRN Lista-
hátíðar 1988 er nýlega tekin til
starfa. I henni eiga sæti Jón
Þórarinsson tónskáld, formaður,
og Valur Valsson bankastjóri,
varaformaður, skipaðir af
menntamálaráðherra og borgar-
stjóra, og Karla Kristjánsdóttir
Vogar:
Greiddar bætur
fyrir hunda
Vogum.
SAMKOMULAG hefur orðið um
að Samband sveitarfélaga á Suð-
urnesjum greiði bætur fyrir tvo
hunda er voru aflífaðir á sl. ári.
Hæfilegar bætur teljast kr. 7.500
fyrir hvorn hund og að Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum
greiði auk þess málskostnað kr.
6.700, eða alls kr. 21.700.
Umræddir hundar voru hand-
samaðir í Krísuvík, þar sem þeir
voru óskráðir, ómerktir og gengu
lausir og gerðu at í fé. Hundarnir
voru síðan fluttir í hundafangelsi.
Þar sem vitað var um eiganda hund-
anna var haft símasamband við
hann og neitaði eigandinn að leysa
hundana út samkvæmt reglum um
handsamað hunda. Síðan voru
hundarnir aflífaðir. Deilt var um
hvort nægilegur tími hefði liðið frá
því hundarnir voru handsamaðir og
þar til þeir voru aflífaðir.
safnvörður, Arnór Benónýsson
leikari og Gunnar Egilsson skrif-
stofustjóri, kjörin af Fulltrúaráði
Listahátíðar. Rut Magnússon
hefur verið ráðin framkvæmda-
stjóri Listahátíðar.
Framkvæmdastjórninni ber að
gangast fyrir Kvikmyndahátíð á
árinu 1987 og er gert ráð fýrir að
hún verði að þessu sinni haldin í
síðari hluta septembermánaðar. I
undirbúningsnefnd Kvikmyndahá-
tíðar eiga sæti Sigurður Sverrir
Pálsson formaður, Kristín Jóhann-
esdóttir kvikmyndagerðarmaður og
Sæbjörn Valdimarsson blaðamaður,
tilnefnd af framkvæmdastjórn
Listahátíðar, og kvikmyndagerðar-
mennirnir Friðrik Þór Friðriksson
og Hilmar Oddsson, tilnefndir af
Félagi kvikmyndagerðarmanna.
Höfuðverkefni framkvæmda-
stjórnarinnar er skipulagning og
undirbúningur Listahátíðar sem
standa mun frá 4. til 19. júní 1988.
Aðilar að Listahátíð eru, auk
menntamálaráðuneytisins og
Reykjavíkurborgar, meira en 20
félög, félagasambönd og stofnanir.
Fulltrúaráð sem skipað er af aðilum
Listahátíðar hefur á hendi yfirstjóm
stofnunarinnar. Menntamálaráð-
herra og borgarstjórinn í Reykjavík
gegna formennsku til skiptis, tvö
ár í senn, og varaformennsku hvor
fyrir annan. Formaður fulltrúaráðs-
ins er nú Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra en varafor-
maður Davíð Oddsson borgarstjóri.
(Fréttatilkynning)
I 11 W
1 \á IffiBIL
GinsnntfGii5
AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST
Ef þú sefur illa og erf úrillur ó morgnana, lœfur
umferðina fara í taugarnar ó þér, ótt erfitt með
að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu
líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í
allan sannleikann um cmson<iGTi5
Skólavoröustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavik.
CHEVROLET MONZA
1987 árgerðirnar eru komnar — Beinskiptir — Sjájfskiptir ■
— Framhjóladrifinn — Þægilegur — Öruggur
Aflstýri — 4ra og 3ja dyra
Sparneytinn
::;4 í'ihá
Verð: 460.000 4ra dyra beinskiptur.
514.000 4ra dyra sjálfskiptur.
Verð: 453.000 3ja dyra beinskiptur.
507.000 3ja dyra sjálfskiptur.
m\mnr[
BíLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300