Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Geng’iir dæmið upp? eftir Vilhjálm Egilsson Stefnt er að 30% hækkun á kaup- mætti lægstu launa í kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá 6. des. sl. Þetta er mesta hækkun lægstu launa sem nokkum tíma hefur ver- ið samið um í kjarasamningum hér á landi. Jafnframt var samið um hóflegar launahækkanir fyrir aðra hópa þannig að kaupmáttur al- mennt er tryggður. Við gerð kjarasamninganna var spáð 7—8% verðbólgu á árinu 1987. Nokkurrar tortryggni hefur gætt á því að þau markmið náist sem að er stefnt í kjarasamningunum. Efasemdir koma bæði frá virtum hagfræðingum og jafnvel frá sjálf- um Seðlabankanum. Vissulega er ástæða til þessara efasemda. Það hefur ekki verið venjan í kjarasamn- ingum hér á landi að lægstu launin hækkuðu svo miklu meira umfram önnur laun og gerðist 6. desember. Það hefur heldur ekki verið venjan í kjarasamningum að þeir hærra launuðu væru tilbúnir til þess að sýna hinum verr settu jafn mikinn skulning og þá gerðist. Verðbólga undanfarinna 15 ára og almennur slappleiki við stjórn peninga- og lánsfjármála á öllu því tímabili vekja líka upp þá hugsun að eins stafs verðbólga sé áfram fjarlægur draumur, og 12—13% hækkun framfærsluvísitölunnar á árinu 1986 hafi verið einstakur atburður sem ekki muni endurtaka sig. Lægstu launin hafa setið eftir Hækkun lágmarkslauna í 26.500 kr. á mánuði var miðuð við að færa lægst launaða fólkinu eins miklar kjarabætur og mögulegt var án þess að kalla á samsvarandi hækk- un upp eftir öllum launastiganum. Ef allir hefðu fengið sömu hækkun hefði það kallað á verðbólgu- sprengju og verri stöðu fyrir alla á eftir. En laun hækka almennt ekki bara vegna kjarasamninga heldur líka vegna aðstæðna og þrýstings í einstökum fyrirtækjum. Og hrak- spárnar um að hækkun lægstu launanna gangi ekki upp byggjast margar hveijar á því að einstök fyrirtæki muni hækka laun þeirra hærra launuðu mjög verulega um- fram það gem samið var um. Stjómendum fyrirtækja er vissu- lega vandi á höndum. Margir reyndir og dyggir starfsmenn eru eflaust ekki alltof ánægðir með að minnka bilið milli sín og sumra annarra, ekki síst þeirra sem eru reynslu- og áhugalitlir. Það getur verið mjög erfitt fyrir stjómendur að standast þrýsting þegar góðir starfsmenn eiga í hlut. Enn sem komið er hafa stjómendur staðist þennan þrýsting og hækkun lægstu launanna ekki flætt yfir. Á undanfömum ámm hafa lægstu launin setið eftir. Þrátt fyr- ir 30% kaupmáttaraukningu lægstu launa gerir sú hækkun vart meira en jafna það sem aðrir hafa fengið með sérhækkunum og yfirborgun- um á undanfömum misserum. Þetta sést glöggt á myndinni hér að neð- an. Þessi hækkun er því fyrst og fremst leiðrétting á misræmi sem orðið hefur. Lág verðbólga skiptir sköpum Til þess að von sé til þess að hækkun lægstu launanna í 26.500 krónur haldi eins og til er stofnað þurfa þijú meginskilyrði að vera fyrir hendi. Verðbólgan verður að vera lág. Ef verðlagið er stöð- ugt geta fyrirtæki ekki hækkað launakostnað á þeim forsendum að ætla að velta honum út í verðlagið. Sum fyrirtæki þurfa mjög lítið eða alls ekkert að hækka laun vegna lágmarkslaunaákvæðisins og þau halda óbreyttu verði í hinni hörðu samkeppni sem víða er. Onnur fyrir- tæki í samkeppni geta þá ekki sent viðskiptavinunum reikninginn vegna hærri launakostnaðar. Þegar verðbólgan er lág þurfa fyrirtækin sjálf að greiða launahækkanimar og það takmarkar þær nema að svo miklu leyti sem þær em bomar uppi af aukinni framleiðni og verð- mætasköpun. Þær almennu launakostnaðar- Vilhjálmur Egilsson „Seðlabankinn heldur því fram að 8% verð- bólga á árinu 1987 sé lágmark. Hvort verð- bólgan verður hærri en 7—8% er mest á valdi bankans sjálfs og hvernig hann sljórnar peningamálunum. Ef bankinn stjórnar mál- um þannig að erlent lánsfé fær að flæða inní landið og fóðra þenslu og launskrið á vinnu- markaðnum, þá eru verðbólgumarkmiðin í hættu og þá mun lægst launaða fólkið sitja uppi með sárt ennið. Því veldur vantrú bank- ans á sjálfum sér vissulega vonbrigðum ogáhyggjum.“ KAUPMÁTTUR UEGSTU LAUNA OG TÍMAKAUPS VERKAMANNA 1980 = 100 TÍMAKAUP L€GSTU VERKAMANNA LAUN KAUPMÁTTUR 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 ÁR HEIMILDIR: KRN.VSÍ.ASÍ —■ Snorrabraut 27, inngangurfrá Hverfisgötu. 22911 —19255 Opið kl. 1-4 Vantar — vantar Eftirtaldar eignir vantar á sölu- skrá: ★ 2ja herb. í Breiðholti. ★ 2ja herb. í Vesturbæ, nærri Landakoti. ★ 3ja-4ra herb. í Breiðholti. ★ Sérhæð í Kópavogi. ★ Einbýli í Vesturbæ. ★ Einbýli á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. ★ Söluturn í Reykjavík eða Kópavogl. Um mjög trausta kaupendur er að ræða. Skoðum og verðmetum samdægurs. Lúðvík Ólafsson, Reynir Guðmundsson, lögmaður Pátl Skúlason hdl. Hafnarfjöröur Öldugata. 3ja herb. íb. á neðri hæð m. hálfum kj. Laus strax. V. 1,9 millj. Hringbraut. 4ra herb. mið- hæð. Gott utsýni. V. 2,5 millj. Hverfisgata. 2ja herb. risíb. V. 900-950 þús. Vesturbraut. 4ra-5 herb. íb. í timburhúsi. V. 1,6 millj. Dalshraun. 4ra herb. íb. 116 fm. V. 2,5 millj. Hef góða kaupendur að sérhæðum og einb- húsum í Hafnarfirði Opið í dag 1-4 Ámi Gunnlaugsson m. Austurgðtu 10, sfmi 50764. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Söluturn Til sölu mjög vel staðsettur söluturn með mikla og vaxandi veltu. Mjög góð aöstaða. Lottókassi, mynd- bandahorn o.fl. Hér er um að ræða tækifæri fyrir dugmikið fólk. Uppl. ekki veittar í síma, aðeins á skrifst. Opið í dag frá kl. 14.00-17.00 og sunnudag 13.00-15.00. Ingileifur Einarsson, lög. fast. Sími 688828, Suöurlandsbraut 32. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýleg eign á góðu verði Parhús neöarlega í Seljahverfl. Eln hœð um 140 fm nettó auk bílskúrs. Góð innrétting. 4 svefnherb. Ræktuð lóð. Húsið er laust 1. júnf nk. Teikn. á skrifst. Verð aðeins kr. 5-5,5 mlllj. 3ja og 4ra herb. íbúðir við: Engjasel (Laus strax. Bilhýsi), Sólhelma (stór og góö i lyftuhúsi), Mið- tún (aöalhæö í tvíbýli. Bílskúr), Undargötu (ódýr sér efrihæö i timbur- húsi). Vinsamlegast leitiö nánari upplýsinga. í tvíbýlishúsi við Stórholt neðri hæð 4ra herb. rúmir 90 fm nettó. Allt sór. Eldhús og baö þarfn- ast endurbóta. Nýtt gler. Nýir póstar. f kj. fylgja 2 góö íbúöarherb. og stór geymsla. Verkstæðl (bílskúr 36 fm nettó). Skuldlaus. Laus strax. Ein bestu kaup á markaðnum í dag Stórt og glæsilegt raöhús í smíöum rétt viö Gullinbrú i Grafarvogi. 4 rúmgóö svefnherb. Sólsvalir um 24 fm. Tvöfaldur bílskúr. Allur frágang- ur utanhúss fyigir. Aðeins eitt hús eftir. Húni sf. er byggjandi. Raðhús — hagkvæm skipti Raðhús við Látraströnd á þremur pöllum, 195 fm nettó. Litla séríbúö má gera á 1. hæö. Göður bílskúr. Stórar svalir. Mikiö útsýni. Skipti æskileg á 3ja-4ra herb. íbúö á 1. hæö eöa í lyftuhúsi. Bílskúr eöa bilhýsi þarf aö fylgja. Hagkvæm skipti Til kaups óskast 3ja herb. nýleg íbúö i borginni. Má vera í Breiöholts- hverfi. f skiptum fyrir 4ra herb. aðalhæö i tvibýlishúsi viö Miötún um 90 fm nettó. Lítiö vinnupláss fylgir I bflskúr. Trjágaröur. Skuldlaus. Vegna búferlaflutnings Einbýlishús 180-220 fm ó einni hæö óskast til kaups í borginni fyrir lækni. Garðabær kemur til greina. Húseign með tveimur íbúðum óskast til kaups helst í borginni. Æskiiegar stærðir 2ja-3ja herb. og 5-6 herb. ibúöir. Húsiö má þarfnast standsetningar. Þarf ekki aö vera fullbyggt. Eignaskipti möguleg. Helst í Breiðhoitshverfi óskast til kaups góö 3ja herb. íb. Losun eftir samkomulagi. Rótt eign veröur borguö út. Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá. Látió Almennu fasteignasöluna annast um kaupin og söluna eöa makaskiptln. Opið í dag laugardag, frákl. 11.00-16.00 síðdegis. ALMENNA FASTEIGHASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 hækkanir sem samið hefur verið um við Alþýðusambandið, Dags- brún og fleiri aðila gefa ekki tilefni til meiri verðbólgu en 7—8% á árinu 1987. Eftir er að semja við opin- bera starfsmenn og bankamenn sem margir hveijir eru hálauna- menn og í þeim samningum reynir að sjálfsögðu á hvort hálaunafólk innan raða þeirra samtaka hefur áhuga á og afl til að bijóta lág- launasamningana frá 6. desember á bak aftur. Það sem hingað til hefur gerst á vinnumarkaðnum er allt innan þess ramma að verðlags- forsendur haldi og stuðlar að því að hækkun lágmarkslaunanna flæði ekki yflr línuna. Fyrirtækin fái frið Annað skilyrðið til þess að raun- hæft sé að hækka lægstu launin svo verulega umfram annað er að fyrirtækin fái frið til þess að aðlagast breyttum aðstæðum. Ef fyrirtækin sæju fram á ókyrrð á vinijumarkaðnum og óvissu í launa- málum almennt væri stórum erfíð- ara að hækka lægstu launin sérstaklega. Af þessum ástæðum gildir samningurinn frá 6. desember og Dagsbrúnarsamningurinn til ársloka 1987 og flest fyrirtæki geta þess vegna séð fram á heilt ár með stöðugleika á vinnumarkaði. Pyrir- tækin hafa því frið og alla mögu- leika til þess að hækka lægstu launin án frekari launakrafna frá verkalýðsfélögunum vegna annarra hópa. Samningargeta aðeins losnað á þeim sviðum þar sem gera skal fastlaunasamninga en í mörgum tilfellum er það ekki síður hags- munamál fyrirtækjanna eins og starfsmanna að gera slíka samn- inga. Þeir stuðla því ef eitthvað er að ró á vinnumarkaðnum. Skuldasöf'nunina verður að stöðva Þriðja skilyrðið til þess að unnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (17.01.1987)
https://timarit.is/issue/121003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (17.01.1987)

Aðgerðir: