Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 áreigenda og skattgreiðenda. Hagnaður lántakenda var tap þeirra sem spöruðu og skattgreiðenda. Um langt árabil hafði atvinnugreinum verið mismunað og áttu sumar greinar eng- an aðgang að lánsfé (og er svo raunar enn að nokkru leyti), sem var skammtað. Gott dæmi um þetta eru afurðalánin, sem aðeins voru veitt til sjávarútvegs og landbúnaðar, og síðar einnig til framleiðsluiðnaðar. Bank- ar og sparisjóðir veittu þessi lán. Seðlabank- inn tók þátt í að fjármagna þessi lán, með endurkaupum á hluta þeirra. Til þess að standa undir endurkaupunum var Seðla- banka heimilað að binda verulegan hluta innlána banka og sparisjóða. Skiptin útlána milli var og er mjög mismunandi eftir bönk- um, þannig hafa Landsbankinn og Utvegs- bankinn nær alfarið séð um lán til sjávarútvegsins. Af þessum sökum varð innlánsbindingin til þess að fjármagn var flutt frá einkabönkunum og sparisjóðunum, sem lánuðu lítið eða ekkert til þeirra greina sem rétt áttu á afurðalánum, til ríkisban- kanna. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, fjall- aði um áhrif neikvæðra raunvaxta, miðstýr- ingar og mismununar milli atvinnugreina á ársfundi Seðlabankans 1985. Hann sagði meðal annars: „Óeðlileg lánskjör, er hvetja til offjárfestingar á tilteknum sviðum, en veita ekki eðlilegt aðhald um notkun láns- fjársins, eru oft verst þeim, sem njóta eiga. Eru skipalánin, sem veitt voru takmarkalí- tið og án eðlilegs framlags eigin fjár á móti, gott dæmi um fyrirgreiðslu sem bæði kemur lántakendum sjálfum og greininni í heild í koll. Alvarlegra er þó hitt, að skömt- unarkerfi afþessu tagi hlýtur ætíð að hygla einum á annars kostnað. Um leið og tiltekn- ar greinar hafa haft aðgang að lánsfé, hefur önnur vænleg efnahagsstarfsemi í landinu komið að lokuðum dyrum hjá flestum lána- stofnunum. Margt, sem aukið hefði getað fjölbreytni ííslensku atvinnulífi, þ.á.m. ýms- ar nýjungar innan hinna hefðbundnu höfuðatvinnuvega sjálfra, hefur því ekki getað fest rætur eða náð eðlilegum vexti... Ef íslenskt atvinnulíf á að geta þróast með eðlilegum hætti og öll tækifæri til aukinnar fjölbreytni verðmætasköpunar að nýtast sem skyldi, verður það að njóta þjónustu bankakerfís og fjármagnsmarkaðar, sem er óheftur af hvers konar skömmtun eða for- gangi einstakra greina og þar sem lánskjör °gþjónusta er hin sama fyrir alla, sem jafn- fætis standa, um tryggingar og arðsemi. I þessu efni býr íslenskur atvinnurekstur nú við mun lakari skilyrði en keppinautar hans erlendis. “ Miklar breytingar urðu upp úr miðju ári 1983 þegar verðbólga hjaðnaði mjög snögg- lega úr því að vera yfir 100% í það að vera 12-15% í byijun 1984. Þannig var nafn- ávöxtun algengra útlána lækkuð úr 52,5% í 22%. En vegna lækkunar verðbólgunnar hækkuðu raunvextir. Undanþága frá okurlögum Síðla árs 1983 var stigið stórt skref í þá átt að vextir réðust af markaðsaðstæðum, en ekki ákveðnir með opinberum tilskipun- um. Þá heimilaði Alþingi fjármálaráðherra að selja ríkisvíxla á uppboði. Ólíkt því sem áður var þegar ríkisvíxlar voru gefnir út til sölu til innlánsstofnana voru víxlamir seldir á uppboði og ætlaðir öllum. Samkvæmt lög- unum voru víxlamir ekki háðir neinum vaxtaákvæðum í öðmm lögum né heldur féllu þeir undir vaxtaákvarðanir Seðlabank- ans. Með öðmm orðum: Veitt var undnan- þága frá okurlögunum. Víxlar sem þessir vom boðnir til sölu mánaðarlega á tímabilnu mars til nóvember 1984, 30 milljónir króna í hvert sinn. Meðalávöxtun seldra víxla var á bilinu 25,7% til 27,8%. Tilboð sem var hafnað hljóðuðu hins vegar frá 26,5% í mars og upp í 28,2% í september. Alls vom seldir víxlar að fjárhæð 208 milljónir króna. Vandséð er hvemig hægt er að veita ríkis- sjóði undanþágu frá okurlögunum, en öðmm aðilum sem vissulega geta staðið undir hærri vöxtum en hæstu lögleyfðu vextimir vom á þeim tíma, ekki. í janúar 1984 veitti Seðlabankinn innláns- stofnunum leyfi til að ákveða vexti af innlánum, en það skilyrði var sett að þau væm bundin í a.m.k. 6 mánuði. Þetta gerði bönkum og sparisjóðum kleift að bjóða betri kjör en áður höfðu þekkst jafnframt því sem boðin vom ný innlánsform, svo sem inn- lánsskírteini. Og í ágúst var stóra skrefið stigið. Nokkur afturkippur varð í kjölfar kjara- samninga, kauphækkana og 12% gengis- fellingar krónunnar 20. nóvember. Samkomulag varð milli Seðlabankans og innlánsstofnana að þær lækkuðu vexti á nýjum verðtryggðum útlánum um 1-2%, í 7% af lánum til skemmri tíma en 21/2 ár og í 8% af lánum til lengri tíma. Þetta var gert vegna pólitísk þrýstings og til að sam- ræma vexti milli stofnana. þegar sýnt var að verðbólga færi aftur vaxandi ákvað bankastjóm Seðlabankans að vextir verð- tryggðra útlána yrðu lækkaðir í 4% og 5% frá 1. janúar 1985 og jafnframt að allir útlánavextir yrðu samræmdir. Af þessari stuttu upptalningu og eins því yfirliti sem er birt hér til hliðar má ljóst vera að það var stefna ríkisstjómarinnar að auka frelsi innlánsstofnana um leið og kröfur til þeirra urðu meiri. Það verður að skoða dóm Hæstaréttar og ákvörðun Seðla- bankans að auglýsa ekki hæstu lögleyfðu vexti í Ijósi þessarar þróunar og stefnu ríkis- stjómarinnar. Hvað er okur? Hugmyndir manna um það hvað sé okur og hvað ekki hafa breyst í aldanna rás. Kristnum mönnum var áður fyrr bannað að taka vexti og enn þann dag í dag eru vextir bannaðir i nokkrum löndum. Þrátt fyrir þetta eru þar starfandi bankar - þeir fela vextina. Staðreyndin er sú að það er auðvelt að fela vexti í viðskiptum. Okurlögin banna aðilum utan innláns- stofnana að taka hærri vexti en Seðlabank- inn leyfír innlánsstofnunum að taka hæsta hvetju sinni. Lögin ná hins vegar ekki yfir svokölluð þriðjamannsbréf. Þannig eru t.d. verslanir bundnar að því að taka ekki hærri vexti en hæstu lögleyfðu vexti af skuldabréf- um í afborgunarviðskiptum. Þegar þær selja þessi bréf er það gert með afföllum. í þessu sambandi má benda á að vegna ákvæða okurlaganna var vöruverð hærra en ella, þar sem verslanir verða að standa straum af mismuni vaxta af skuldabréfi og affalla. Eftir gildistöku nýju Seðlabankalaganna eru engir hámarksvextir í gildi og okurhugtakið í skilningi þessara laga því úrelt. Okurvextir lögleyfðir, hafa ýmsir stjóm- arandstæðingar kallað niðurstöðu Hæsta- réttar og hafa gagnrýnt bæði ríkisstjómina og Seðlabankann. En hvers vegna risu menn ekki upp á útmánuðum 1983 og mótmæltu þegar ríkissjóði var veitt undanþága frá okurlögunum og ríkisvíxlar boðnir út? Eins og áður hefur verið vikið að er erfitt að sjá rökin fyrir þessari undanþágu, aðra en þá að alþingismenn gerður sér grein fyrir að okurlögin væru úrelt. Það er í rauninni órök- rétt að veita ríkissjóði undanþágu frá þessum lögum. Ríkissjóður verður að teljast traustasti lántakandinn hér á landi og ætti því að borga lægri vexti af lánum - ekki hærri - en aðrir. Hæstiréttardómurinn staðfestir nauðsyn þess að okurlögin verði felld úr gildi. í flest- um nágrannalöndum okkar eru ekki okur- lög. Okur er afsprengi vanþróaðs og miðstýrðs fjármagnmarkaðar. Þar eru held- ur ekki til sérstakir hámarksvextir. Það sem skiptir máli er að koma í veg fyrir að menn notfæri sér bágindi annarra eða hótanir til að ná fram samningum, sem annars hefðu ekki verið gerðir. Sem dæmi um vexti má benda á að 10% vextir af láni geta verið sanngjarnir gagnvart einum, en annar hefði ekki tekið lán með svo háum vöxtum, nema vegna þess að hann var í tímabundnum vandræðum og þá er lán- veitendi að notfæra sér bágindi. Ríkisstjómin tók rétta ákvörðun 30. júlí 1984 þegar hún ákvað að veita innlánsstofn- unum frelsi til ákvörðunar vaxta, með skilyrðum þó. Það má ekki síst þakka þess- ari ákvörðun að verðbólga hefur lækkað, viðskiptahalli einnig og meiri stöðugleiki er í íslenskum efnahagsmálum, nú en þegar ríkisstjómin tók við. Sparnaður eykst á ný Á áttunda áratugnum fóru innlán minnakndi sem hlutfall af landsframleiðslu og komst lægt í tæpiega 20% árið 1978. 1962/63 var þetta hlutfall um 40%. Nú er þetta hlutfall um 35%. í áðumefndri ræðu á ársfundi Seðlabankans árið 1985 sagði Jóhannes Nordal: “Eitt mesta áfallatíma- bilið í þróun peningamála hér á landi var fyrir og eftir miðjan áttunda áratuginn, þegar verðbólga fór hér ört vaxandi, en vöxtum var að miklu leyti haldið föstum, svo að ávöxtun fjármagns varð neikvæð um allt upp í eða yfír 20%. Afíeiðingarnar létu ekki á sérstanda, ogá nokkrum árum hrap- aði raungildi innlána bankakerfísins um 45% og verðgildi annarra sjóða, svo sem lífeyris- sjóða og eigin fjár fjárfestingarstofnana rýmaði að sama skapi. Það var ekki fýrr en breyting verður á lánskjarastefnunni og þá fyrst og fremst eftir 1979, sem þessi óheillaþróun fer að snúast við. “ Árangur af ftjálsræðinu 1984 kom m.a. annars fram í því að sparifé bar í fyrsta skipti jákvæða raunvexti í heild frá sjöunda áratugnum. Vextir af almennum sparisjóðs- bókum voru neikvæðir um 16% árið 1982 og um 21,8% 1983. Árið eftir voru þeir já- kvæðir um 1,2%, en 1985 neikvæðir um 12% og á síðasta ári um 2,8%. 1982 vora 43,3% innlána á almennum sparisjóðsreikningum. Þetta hlutfall hefur Iækkað og var í lok síðasta árs 22-23%. En í gegnum árin hafa sparifjáreigendur, - launþegar — tapað miklum fjármunum vegna neikvæðra vaxta. Þróunin á fjármagnsmarkaðnum hefur verið ör undanfarin 2-3 ár og samkeppni hefur aukist. Bæði sparifjáreigendur og lán- takendur njóta góðs af þessum breytingum. Betri innlánskjör hafa hvatt til meiri spam- aðar og dregið hefur úr eftirspum eftir lánum. Aukinn innlendur spamaður dregur úr þörfínni fyrir erlend lán. Framsóknarmenn hafa aldrei verið sann- færðir um ágæti vaxtafrelsis og hafa gengið lengra en þeir vildu í tíð þessarar ríkisstjóm- ar. Ummæli Steingríms Hermannssonar eru þessu vitni. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála nú þegar dómur Hæstaréttar í okurmálinu liggur fyrir. Margir óttast að stjómmálamenn sjái sér leik á borði og reyni að snúa þróuninni við. Og það yrði kaldhæðni örlaganna ef það yrði gert með fulltyngi framsóknarmanna, því vaxtafrelsið er nein forsenda árangurs ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum. ÖRUGG, HÁ ÁVÖXTUN SPARIFJÁR AÐEINS EINN BANKI BÝÐUR ALLT EFTIRTALIÐ Á EINUM SPARIREIKNINGL 0 Háci vexti. 0 Fyllstu vexti strax frá innleggsdegi. 0 Úttekt án vaxtaleiðréttingar eða annarrar skerðingar áður áunninna vaxta. 0 Vaxtauppbót á höfuðstól, mánaðarlega Q Enga bindingu innlánsfjár. ÁVÖXTUNIN (ÁNVERÐBÓTA) ER: Innlánsreikningur með Ábót 15,68% Lotusparnaður 1. stig 2. “ 3. “ 4. “ 16,24% 16,79% 17,35% 17,91% ATH! I I M RDMOK.A l'VKSI. H/VKKA M SSAR TOI l R Þessar tölur eru allar í gildi í ársbyrjun ’87 og við vekjum athygli á að MEÐ VERÐBÓTUM GAF ÁBÓTARREIKNING URINN AF SÉR ÁVÖXTUN SEM NAM YFIR 20% ÁRIÐ 1986! KOMDU OG RÆDDU VIÐ RÁÐGJAFANN UPPLÝSINGAR í SÉRSTÖKU KYNNINGARRITI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.