Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Minning:
Sr. Eiríkur J. Eiríks-
son fv. skólastíóri
Fæddur 22. júlí 1911
Dáinn ll.janúar 1987
„Og ég heyrði rödd af himni, sem
sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir,
þeir sem í Drottni deyja upp frá
þessu. Já, segir andinn, þeir skulu
fá hvfld frá erfíði sínu, því að verk
þeirra fylgja þeim.“ (Opinb. 14:13.)
Að kvöldi sunnudags 11. janúar
sl. var og þannig ritað í lífsbók
séra Eiríks J. Eiríkssonar, fyrrv.
prófasts og kirkjuráðsmanns, er
hann 75 ára gamall var óvænt
kvaddur á vit hins eilífa að loknu
miklu ævistarfi. Séra Eiríkur var
þá staddur í afmælisfagnaði vinar
síns. Hann flutti honum heilla- og
blessunaróskir. Að ávarpinu loknu,
er hann hafði fengið sér sæti, var
hann allur. Þannig „stóðst á endum
dáðríks manns, dagur og verk“.
Verkum þessa mikilhæfa fræði-
og kennimanns var það sameigin-
legt, að þau voru í Guði gjörð. Þau
fylgja honurr. nú yfir mærin miklu.
Séra Eiríkur J. Eiríksson var fjöl-
hæfur gáfu- og hugsjónamaður með
hlýtt og kærleiksríkt hjarta. Að leið-
arlokum hrannast saman í hugum
okkar fagrar minningar um litríkan
æviferil hans.
Kirkja og þjóð á honum margt
og mikið að þakka. Séra Eiríkur
átti sæti á kirkjuþingi og í kirkju-
ráði frá 1970 til 1982. Rita ég
þessar fáu línur til þess fyrst og
fremst að minnast hans með þökk
og virðingu fyrir þjónustu hans í
kirkjunni á þessum vettvangi. Lær-
dómur séra Eiríks, þekking hans á
kirkjulegum málefnum og sögu,
gerði hann sérstaklega hæfan til
starfa. — Hann var hugsjónaríkur
og átti næman skilning á því hvar
þörf var úrbóta og ástæða til að
takast á hendur ný verkefni. Þetta
kom fram í tillögugerð hans og
umræðum.
í öllum hans gjörðum birtist góð-
vilji hans, tillitssemi og framsýni.
Ræður hans voru gerhugsaðar, rök-
fastar og andríkar. Það leiftraði af
orðum hans í ræðu og riti. Fegurð
máls og myndauðgi var honum í
blóð borin. Kímnigáfu átti séra
Eiríkur sem hann notaði oft og
kunni vel með að fara. Sá eiginleiki
hans varð oft til þess að létta róður-
inn, þegar við erfið málefni var að
glíma. Séra Eiríkur var hrókur alls
fagnaðar í hópi vina og kunningja
og þó var hann mikill alvörumaður.
Þegar ég hugleiði þann andans
fjársjóð, sem séra Eiríkur átti í svo
ríkum mæli, og var alla tíð að miðla
öðrum af, koma mér í hug ummæli
Þórarins heitins Bjömssonar um
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi:
„Á meðan hans naut við var Norð-
urland veitandi í andlegu búri
þjóðarinnar."
Hið sama vil ég ségja um fram-
lag séra Eiríks J. Eiríkssonar til
trúar- og menningarlífs þjóðarinn-
ar.
Kirkja og þjóð þakkar honum líf
hans og störf. Eiginkonu hans, frú
Kristínu Jónsdóttur, og fjölskyldu
sendi ég innilegustu samúðarkveðj-
ur. — Minningar em margar sem
milda og hugga.
Pétur Sigurgeirsson
Því verður ekki með rökum mót-
mælt, að með óvæntu andláti séra
Eiríks J. Eiríkssonar, sé til moldar
hniginn einn svipmesti kennimaður
samtímans hér á landi. Allur lífsfer-
ill hans til orðs og æðis staðfestir
það. Allt frá komu hans, ungs
manns, að Núpi í Dýrafirði til
tvíþætts samstarfs við séra Sig-
trygg Guðlaugsson, ef ekki fyrr,
drakk hann í sig hugsjónir og
lífsviðhorf hins danska mikilmennis
Nikolai Frederik Severin Gmndt-
vigs, sem æ síðan og til hinztu
stundar voru hopum helgur dómur,
■>s<5ti.hann±ók mið ^fillffrog síarfi. . '
y. ■ • •' >' ■■.■-■• .
Ekki ætla ég mér að rekja emb-
ættisferil séra Eiríks í þessum
minningarorðum, en ósvarað eftir-
minnilegt bréf hans til mín frá
síðustu jólum, stendur mér fyrir
hugskotssjónum og höfundi þess
get ég ekki gleymt. Þar var víða
komið við af lífsfjöri og þrótti, óra-
langt frá deyfð og dmnga aldraðs
manns.
I loftinu lá, og margir væntu
þess og hlökkuðu til, að séra Eirík-
ur skrifaði Gmndtvigsbók eftir
dvölina í Jónshúsi. Sjálfur kvað
hann ekki slíkrar bókar að vænta,
a.m.k. ekki að svo stöddu. Hins
vegar hefði hann í hyggju að svara
menntamálaráðherra því tiltæki: að
leggja niður Núpsskóla á 80 ára
afmæli hans, með því að koma upp
Gmndtvigsstofnun á íslandi fyrir
Norðurlönd. Þetta var draumur
hans — e.t.v. síðasti draumurinn:
að skapa hér norræna lærdóms- og
menningarstofnun á anda Gmndt-
vigs. „Ef einhver vill skilja íslenzka
sjálfstæðisbaráttu, endurheimt
íslenzku handritanna, viðreisn
Norðurlanda, þá komi hann til ís-
lands og heimsæki Gmndtvigs-
stofnur.a þar,“ sagði hann, og bætti
við: „Þetta er ég að láta mínar
gömlu heilafrumur glíma við, og læt
hjartað, duglítið orðið að drífa blóð-
ið um eigin skrokk, slá undir."
Séra Eirík dreymdi enn um að
fara í víking; komast til Askow og
kynna sér þar nánar dvöl íslendinga
í byijun þessarar aldar á þessum
frægasta lýðháskóla Gmndtvigs,
sem Eiríkur taldi hafa verið „Há-
skóla íslands í ríkum rnæli." Með
því vildi hann „afsanna fullyrðingar
oflátunga innan íslenzku kirkjunnar
og utan, að aldamótakynslóðin hafi
verið bamalegir og óraunsæir
skýjaglópar, ungmennafélagar, sem
er skammaryrði í munni margra
leiðarljósa vorra í dag“, eins og
hann kemst að orði.
Hrifning séra Eiríks af Gmndt-
vig, lýðháskólahreyfingu hans og
lífsstarfi öllu, var folskvalaus og
innlifuð, enda sjón sögu ríkari um
áhrif þessa mikilmennis á mannlíf
um öll Norðurlönd — og víðar —
enn í dag, eftir meira en heila öld.
Gagnvart þeim, er þessi áhrif draga
í efa, átti séra Eiríkur nóg svör,
ekki sízt frá Dönum sjálfum! Þegar
biskupar Norðurlanda ætluðu að
mynda eins konar prélátakirkju
Norðurlanda sl. sumar sagði erki-
biskup Dana: „Vér getum ekki verið
með.“ „Hvað er í veginum?" var
hann spurður af dolföllnum biskup-
unum: „Gmndtvig er í veginum.
Honum var alveg sama um oss bisk-
upana, Söfnuðurinn, fólkið, var
honum allt. Ég hef ekkert umboð
frá Gmndtvig til þess að fara inn
á þessa braut yðar."
Danir segja gjama: „Vér lesum
ekki mikið Gmndtvig nú, en vér
munum hann.“ Og: „ef þú ferð inn-
fyrir landamæri Danmerkur, tekur
Gmndtvig við.“
Og að lokum þetta: Þegar Matt-
hías Jochumsson kom til Dan-
merkur til þess að kynnast
menningu Dana, sagði Jón Sigurðs-
son forseti við hann: „Farðu til
Askov!“ Hann átti við: „Kynntu þér
Gmndtvig betur, þú varst hrifinn
af honum héma um árið!“
Hérvistarlífi óvenju mikilhæfs
hugsjónamanns er lokið. En „þótt
nú flestum finnist fölna klerka
blómi", lifir minningin um þá, sem
bám af. Séra Eiríkur J. Eiríksson
vr einn þeirra. Því má í sambandi
við hann taka undir orð séra Matt-
híasar við einn gömlu kolleganna:
„Gakk örugt með þitt mikJa pund,
þú dyggi þjónn, á Drottins fund.“
Göfugum og trúföstum lífsföru-
naut séra Eiríks, frú Kristínu
Jónsdóttur frá Gemlufalli, og böm-
unum þeirra mörgu, votta ég ríka
samúð ogþsjkk.æti fyrir Hðinn dag.
xj5’ Baldvin Þ. Kristjánsson
„Hve sæl ó hve sæl er hver leikandi lund
en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund
hve örstutt er bil er milli blíðu og éls
og brugðist getur lánið frá morgni
til kvölds."
(Matthías Joch.)
Hann séra Eiríkur er dáinn var
sagt við mig að morgni þess 12.
janúar sl.
Þessi frétt kom nokkm róti á hug
minn, eins og jafnan vill verða er
frétt berst af skyndilegu fráfalli
góðkunningja, jafnvel þótt um aldr-
aðan mann eða menn sé að ræða.
Þetta umrót í huga mínum varð til
þess að ég settist niður og gerði
tilraun til þess að koma nokkmm
minningarbrotum og þökkum á
blað.
Eg mun ekki rekja hér uppmna
né æviferil sr. Eiríks J. Eiríksson-
ar, ég veit að til þess munu margir
aðrir verða sem þar hafa til betri
þekkingu og gögn. En ég vil aðeins
minnast hans nokkmm orðum sem
æskulýðsleiðtogans, skólastjórans
og sóknarprestsins. Sr. Eiríkur J.
Eiríksson ólst upp sunnan lands á
Eyrarbakka. Þar kynntist hann
ungmennafélagshreyfingunni og
skipaði sér í hennar raðir ásamt
vini sínum Aðalsteini Sigmunds-
syni, eldhuganum um framgang
ungmennafélaganna. Haustið 1935
gerðist hann kennari við skóla sr.
Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í
Dýrafírði. Þar komst hann í sam-
félag við æskulýðsleiðtogann
Sigtrygg Guðlaugsson, Bjöm Guð-
mundsson kennara við Núpsskóla
og síðar skólastjóra en Bjöm var í
fylkingarbijósti fyrir ungmennafé-
lögin á vestfjörðum og í sambands-
stjóm Ungmennafélags íslands.
Þar vestra var einnig Guðmundur
frá Mosdal, mannvinurinn sem
sömuleiðis vann ungmennafélögun-
um allt er hann mátti. Það mun
því engin tilviljun að árið 1938 er
sr. Eiríkur kosinn sambandsstjóri
Ungmennafélags íslands er Aðal-
steinn Sigmundsson lét af því starfi.
Sr. Eiríkur var sambandsstjóri Ung-
mennafélags íslands til ársins 1969
eða í rúm 30 ár, lengur en nokkur
annar fyrr né síðar. Hér verða ekki
tíunduð öll störf hans í þessu starfi.
Til þess gefst ekki ráðrúm nú. En
öllum má vera Ijóst að miklar breyt-
ingar áttu sér stað í þjóðlífinu á
þessum þremur áratugum og marg-
ar þeirra ef ekki allar létu ung-
mennafélögin sig varða, þau voru
félagsmálaskóli þjóðarinnar og eru
það á rrrarg^n hátt enn þótt fleiri
komi. þffritiLnú én áður,
Fyrir hönd stjórnar Ungmenna-
félags íslands vil ég bera fram
þakkir. Þeir eru margir sem eiga
minningar frá samstarfi við sr.
Eirík J. Eiríksson á vettvangi ung-
mennafélaganna og ég veit að ég
mæli fyrir munn þeirra allra.
Sr. Eiríkur J. Eiríksson kom sem
fyrr segir sem kennari að Núps-
skóla haustið 1935 og kenndi þann
vetur þar. Næsta vetur dvaldi hann
við nám erlendis. Sumarið 1937 tók
hann prestsvígslu og gerðist aðstoð-
arprestur sr. Sigtryggs Guðlaugs-
sonar. En þann 1. júní 1938 varð
hann sóknarprestur í Núpspresta-
kalli, sem þá varð sérstakt presta-
kall. Því embætti gegndi hann til
ársins 1960 er hann tók við starfi
þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Sr.
Eiríkur var aðsópsmikill ræðumað-
ur, síðasta ræðan sem ég heyrði sr.
Eirík flytja var á 75 ára afmælis-
hófi Ungmennafélags íslands á
Þingvöllum 1982. Þá hóf hann ræðu
sína að geta þess að mörgum hefði
þótt hann full raddsterkur úr ræðu-
stóli. Hann kvað það ef til vill stafa
af því að röddin væri svo gróf og
íslenski andblærinn stundum þung-
ur svo sterkan róm þyrfti til að
yfirgnæfa hann.
Eg á sérstakar minningar um sr.
Eirík sem sóknarprest, því síðasta
prestsverk hans hér í embætti í
Dýrafirði var að gifta okkur hjónin
ásamt tvennum öðrum. Allar ræður
sínar úr stóli endaði hann á versinu:
Gefðu að móðurmálið mitt
minn Jesú þess ég beiði.
Frá allri villu klárt og hvítt
krossins orð þitt út breiði.
Um landið hér til heiðurs þér
helst mun það blessun valda
meðan þín náð, lætur vort láð, lýði og
byggðum halda.
Og síðan finnst mér ætíð að allar
stólræður eigi að hafa þennan endi.
Sem fyrr segir kom sr. Eiríkur
fyrst hingað vestur sem kennari að
Núpsskóla 1935. Er hann tók við
preststarfí hélt hann áfram kennslu,
fyrst í tíð Bjöms Guðmundssonar
skólastjóra en 1942 tók hann við
skólastjórastarfi og hafði það á
hendi þar til hann hvarf til starfa
á Þingvöllum sem fyrr segir.
Af öllum fyrrgreinum vettvöng-
um hafði ég allmikil kynni af sr.
Eiríki, en það segir kannski meira
um fjölhæfni hans og víðsýni og
hve lesinn hann var, að það var
líkast því sem að um þijá menn
væri að ræða eftir því á hvaða
starfsvettvangi maður hitti hann.
Ég vil að lokum flytja konu hans,
bömum og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. stjómar Ungmenna-
félags íslands,
Bergur Torfason.
Það var á Lögbergi. Við höfðum
leitt þangað dálítinn hóp norrænna
gesta. Hann gekk á með þungum
suðvestan skúmm, og það sást til
fárra kennileita. Við stóðum þama
í höm, regnið sótti fast á, magnað
dijúgum vindstrekkingi. Fljótlega
hættum við þó að veita veðrinu at-
hygli. Það sem fangaði hugann var
leiðsögumaðurinn, séra Eiríkur, er
þama stóð, berhöfðaður og hafði
tekið ofan gleraugun, segjandi upp
sögu aldanna þróttmiklum rómi:
genginn á hólm við veðrið og hafði
betur. Saga staðar, þjóðar og nor-
ræns samfélags steig fram í skýrum
hrynjandi frásagnarinnar og það
var sem aldarsagan í reisn sinni og
smæð umlyki okkur með röddu séra
Eiríks. Mér hefur vart í annan tíma
þótt meira til þess koma að vera
Islendingur.
Röddin af Lögbergi var mér ekki
framandi; ég hafði heyrt hana áð-
ur: I Núpsskóla safnaðist stórt
hundrað nemenda saman til eins
konar húslesturs á sunnudegi að
venju. Við sátum þama, ungmenni
á ýmsum þroskastigum og hlýddum
á mál skólastjórans, séra Eiríks.
Hann tók afmörkuð efni til með-
ferðar, greindi þau og braut til
mergjar; opnaði nýjan skilning á
þeim. Á bak við einfalda orðaröð,
sem hann kaus sér til útaflegging-
ar, eins og þá, að „enginner eyland"
eða_„to have a good t[me“,. reynd-
ust felast lcynílardáníar sem séra
Eiríkur með kyngimögnuðu orðfæri
og ótal blæbrigðum raddar sinnar
lauk upp fyrir áheyrendum. Þau
vom mörg ungmennin, sem frá
húslestri gengu með víðari skilning
en þau áður höfðu.
En röddin hljómaði fleiri daga
vikunnar þar á Núpi: Við glímdum
við íslensku. Á þessum aldri var
hún og er flestum ósköp hvers-
dagsleg og óljós. En í starfi
kennarans, séra Eiríks, varð hún
til: Hún varð á aðra hlið áhald, sem
laut ströngum reglum, áhald sem
krafðist varúðar, aga og hreinlætis
í umgengni og allri notkun. Á hina
hliðina varð hún list, sem ekki varð
skýrð til hlítar með lögmáli eða
öðram rökum, aðeins tilfinningu.
Þá tilfinningu megnaði séra Eiríkur
að tjá þannig að eftir var tekið.
Undirtónn kennslunnar var virðing-
in fyrir greininni, og sá grandvöllur
er hún yrði frekara námi og starfi.
Því fylgir okkur röddin frá Núpi.
Hún hljóðnar ekki, þótt maðurinn
falli, heldur ómar í hugum þeirra
er leiðsagnarinnar nutu, rétt eins
og röddin af Lögbergi, og minnir á
þrenninguna sönnu og einu: land,
þjóð og tungu.
Við vegaskilin er áhrifamikil leið-
sögn þökkuð. Frænku minni,
Kristínu, bömum þeirra hjóna og
fjölskyldum er vottuð einlæg sam-
úð.
Blessuð sé minning séra Eiríks
J. Eiríkssonar.
Bjarni Guðmundsson
Séra Eiríkur er dáinn. Þessi er
gangur lífsins þótt vissulega sé erf-
itt að sætta sig við það eftir að
hafa rætt við hann glaðan og reifan
við vígslu hins nýja húss Fjölbrauta-
skóla Suðurlands aðeins sólarhring
áður. Ekki mun ég framar finna
þétt tak hans um handlegginn eins
og hans var vandi þegar hann
þurfti að vekja athygli viðmælanda
á einhveiju sem honum hafði flogið
í hug.
Séra Eirík þekkti ég af afspurn
þegar á unga aldri enda var hann
einn þeirra er verða goðsögn í lif-
anda lífi.
Kynni okkar hófust þó ekki fyrr
en á síðustu áram þegar hann ann-
aðist gæslu á lesstofu Fjölbrauta-
skólans á Selfossi.
Kennarar og nemendur fundu
brátt að þeir áttu hauk í homi þar
sem séra Eiríkur var, einkum þegar
leita þurfti heimilda um hin marg-
víslegustu efni er lutu að ritgerða-
vinnu nemenda.
Ósjaldan gerðist það líka ef nauð-
synlegt rit var ekki til staðar á
hinum vanbúnu bókasöfnum stað-
arins, að það var komið næsta
morgun og þá úr einkasafni séra
Eiríks. Við komumst fljótlega að
því kennararnir að þrátt fyrir ýmsa
lærdómstitla urðum við fyrst og
fremst þiggjendur þegar fræðin
vora rædd við séra Eirík. Slík var
þekking hans að viðræðustundin
gat orðið sem háskólafyrirlestur.
Hann var einkum fundvís á snjallar
samlíkingar í sögu nútíðar og fortíð-
ar og hafði alþjóðlega yfirsýn er
byggði á þjóðlegum granni.
Þrátt fyrir söknuðinn yfir því að
geta ekki lengur haft séra Eirík að
viðmælanda er mér þó efst í huga
þakklæti fyrir að hafa átt hann að
samferðamanni um stund. Á okkar
síðasta fundi minntist hann nýlátins
samferðamanns með þessum orð-
um: „Það má segja að hann hafi
verið lifandi til síðasta augnabliks."
Ævikvöldi séra Eiríks verður
varla betur lýst en með þessum
orðum.
Eiginkonu, börnum og ástvinum
öllum votta ég mína innilegustu
samúð.
Björn Pálsson
Kveðja frá
Ljósafossskóla
Þegar þau hjón sr. Eiríkur J.
Eiríksson og Kristín Jónsdóttir
fluttu að Þingvöllum árið 1960 hóf-
ust fljótt kynni og samstarf sem
var okkur hjónum ákaflega mikils
virðf og verður aklrei fullþakkað. .
Er fyrst að nefna, að íengist af véru