Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
19
jafnframt að innlánsstofnunum væri ekki
leyft að ákveða vexti skuldabréfa sem útgef-
in voru fyrir 11. ágúst 1984. Þessi ákvörðun
olli miklum vandræðum og ágreiningi. Þess-
ir vextir voru fyrst 23%. Hins vegar
samþykkti bankinn 28% vexti af viðskipta-
skuldabréfum hjá Búnaðarbanka. Þetta voru
hæstu vextir á þeim tíma. Morgunblaðið
leitaði til Jóns Steinars Gunnlaugssonar,
hrl., og bað hann um álit hans á því hveij-
ir væru hæstu lögleyfðu vextir á skuldabréf-
um útgefnum fyrir 11. ágúst 1984. Þetta
var gert í kjölfar deilna um þetta atriði.
Niðurstaða Jóns Steinars sem birtist hér í
blaðinu 18. ágúst 1984 var að hæstu lö-
gleyfðu vextir á skuldabréfunum væru 28%.
Vextir af þessum bréfum hækkuðu um 2%
frá og með 20. ágúst. Vextir óverðtryggðra
skuldabréfa hækkuðu úr 21% í 23% á ári,
vextir verðtryggðra lána til skemmri tíma
en 2 1/2 ár úr 4% í 6% og vextir lengri
lána hækkuðu úr 5% í 7%.
í tilkynningu Seðlabankans 2. ágúst 1984
segir að hæstu vextir í viðskiptum aðila
utan innlánsstofnana séu þeir sem séu í
gildi hveiju sinni hjá þessum stofnunum.
Jafnframt þessu hætti bankinn að auglýsa
hæstu lögleyfðu vexti.
Lögfræðingar Seðlabankans töldu að
þetta væri nægilegt til að tryggja refsiheim-
ild okurlaganna. Og í þessu sambandi má
geta að leitað var til fyrrverandi hæstarétt-
ardómara og fullt samráð haft við viðskipta-
ráðuneytið, sem gerði engar athugasemdir
við þessa tilhögun. Hæstiréttur komst að
þeirri niðurstöðu að umrædd auglýsing hafi
engin gild fyrirmæli um hámark vaxta og
gera henni grein fyrir skoðunum sínum
varðandi stefnu í efnahagsmálum og fram-
kvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining
við ríkisstjómina að ræða, er Seðlabanka-
stjóm rétt að lýsa honum opinberlega og
skýra skoðanir sínar. „Hún skal engu að
síður telja það eitt meginhlutverk sitt
að vinna að því, að sú stefna, sem ríkis-
stjórnin markar að lokum, nái tilgangi
sínum.“
Hefði • Seðlabankinn auglýst sérstaka
hámarksvexti hefði hann beinlínis unnið
gegn stefnu og vilja ríkisstjómarinnar í
peninga og bankamálum. Með öðram orðum:
Það er ósamrýmanlegt að ákveða sérstaka
hámarksvexti og veita vaxtafrelsi. Þetta
gátu allir gert sér grein fyrir.
Það er athyglisvert að þegar aðgerðir
ríkisstjómarinnar vora undirbúnar í júlí
1984 lagði Seðlabankinn til að almennir
vextir yrðu hækkaðir tímabundið um 2%
og að innlánsstofnunum yrði leyft að ákveða
útlánsvexti af tilteknum lánum, um allt að
3%. Eins og áður hefur komið fram.sam-
þykkti ríkisstjómin 2% hækkun á almennum
sparisjóðsvöxtum, en gekk lengra í frjáls-
ræðisátt: Innlánsstofnunum var því veitt
meira frelsi til vaxtaákvarðana en Seðla-
bankinn hafði lagt til.
Tímamót
Samþykkt ríkisstjómarinnar markaði
tímamót og í beinu framhaldi af henni vora
lögð fram framvörp til laga um viðskipta-
banka og sparisjóði, og síðar framvarp til
laga um Seðlabankann. Þessi lög tóku gildi
Okur er hugtak vanþróaðs og miðstýrðs
fjármagnsmarkaðar. En eftir að
seðlabankalögin tóku gildi 1. nóvember
síðastliðinn eru ekki í gildi neinir
hámarksvextir.
staðfestir þar með niðurstöðu undirréttar.
Undirréttur komst að því að ákærði hafi
verið sekur um okur á lánum til Hermanns
Björgvinssonar á tímabilinu 16. júlí 1984
til 24. október 1985, að undanskildu tímabil-
inu ágúst 1984 til loka sama árs. Hæstirétt-
ur staðfesti niðurstöðu undirréttar um að
hámarksvextir hafi ekki verið lögformlega
til frá ágúst 1984 til Ioka þess árs. En hann
fellir jafnframt þann dóm að sama gildi um
árið 1985 og þess vegna var ákærði sýknað-
ur af ólöglegri vaxtatöku af lánum til
Hermanns Björgvinssonar á árinu 1985.
Seðlabankinn ákvað í desember að birta
meðaltal vaxta nýrra almennra skuldabréfa
mánaðarlega. Þetta var gert í Lögbirtingar-
blaðinu frá 1. janúar og þar kom fram
hveijir væra hæstu og lægstu vextir 21.
dag hvers mánaðar og vegið meðaltal þeirra
innan banka og sparisjóða. Ólíkt undirrétti,
sem taldi að þetta uppfyllti refsiheimild
okurlaganna, komst Hæstiréttur að þeirri
niðurstöðu að svo væri ekki.
Hvort auglýsing frá 2. ágúst tryggði að
í gildi væra hámarksvextir, er í raun aukaat-
riði. Það sem skiptir mestu er að eftir
ákvörðun ríkisstjómarinnar 30. júlí gat
Seðlabankinn ekki auglýst ákveðna hám-
arksvexti, án þess að ganga í raun gegn
gildandi lögum um bankann. Þar segir í 4.
grein: „í öllu starfi sínu skal Seðlabankinn
hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og
á síðasta ári. í greinargerð með framvarp-
inu um viðskiptabanka segir meðal annars
að lagt sé „til að bankaráð móti stefnu
hvers banka í vaxtamálum. Er hér við það
miðað að breytingar verði gerðar á Seðla-
bankalögum er geri viðskiptabönkunum
skylt að ákveða sjálfir þá vexti sem þeir
vilja bjóða sparifjáreigendum og taka af
lántakendum. Eins og orðalag greinarinnar
gefur til kynna er ekki ætlunin að bankaráð
ákveði vexti af einstökum tegundum inn-
og útlána. Það verður í höndum bankastjóm-
ar samkvæmt framvarpinu. Bankaráð
ákveður einungis meginstefnuna."
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar segir að mikil-
vægt sé að tryggja aukna arðgjöf fram-
kvæmdafjár, treysta innlendan spamað og
endurskoða sjóða- og bankakerfið. Þannig
átti að koma í veg fyrir óhóflega útþenslu
í bankakerfinu með heildarlöggjöf um banka
og sparisjóði. Þetta hefur orðið að veraleika.
Miðstýring peningamála er ein helsta
orsök þess að hve lítið fjárfestingar hafa
skilað íslendingum. Á meðan vextir vora
neikvæðir nutu lántakendur mikilla gróða
möguleika, þar sem endurgreiðslur lána
voru minna virði en upphaflegt lán. Vegna
þess að vaxtagreiðslur vora frádráttarbærar
frá tekjuskatti varð gróði lántakenda enn
meiri. Og vextir vora ákvarðaðir af stjóm-
völdum og greiddir niður á kostnað sparifj-
Sjá næstu síðu
1983
Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar mynduð. í stjómarsáttmála
segir meðal annars, að mikilvægt sé að tryggja aukna arðgjöf framkvæmda-
fjár, treysta innlendan spamað og endurskoða sjóða- og bankakerfíð. Þannig
er því heitið að sett verði heildarlöggjöf um banka og sparisjóði er komi í veg
fyrir óhóflega útþenslu í bankakerfínu.
Upp úr miðju árinu urðu breytingar í vaxtamálum. Verðbólga lækkaði mjög
snögglega úr því að vera yfir 100% fyrri hluta árs í það að vera 12-15%
fyrstu mánuði 1984. Nafnávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa var lækkuð frá
september 1983 til janúar 1984 - úr 52,5% í 22%. Raunvextir hækkuðu hins
vegar vegna lækkandi verðbólgu.
Síðla árs steig ríkisstjómin fyrsta skrefíð í átt að því að vextir réðust af
markaðsaðstæðum, en ekki opinberam ákvörðunum. Þá heimilaði Alþingi flár-
málaráðherra að selja ríkisvíxla á uppboði — m.ö.o. veitti undanþágu frá
okurlögunum.
1984
í vaxtatilkynningu Seðlabankans fi-á 20. janúar var innláns-
stofnunum heimilað að ákveða vexti af innlánum sem vora bundin til lengri
tíma en 6 mánaða. Með þessu var bönkum og sparisjóðum gert kleift að bjóða
betri kjör s.s. með svonefndum innlánsskírteinum.
í sama mánuði var innlánsstofnunum leyft að ákveða kjör á viðskiptum sem
þær eiga sín á milli. Með þessu var lagður grannur að millibankamarkaði, sem
fram að þessu hafði verið nær óþekktur. í nýju Seðlabankalögunum er bankan-
um veitt heimild til þess að setja ákveðnar kröfur um lausafjárstöðu banka
og sparisjóða. Með þróun millibankamarkaðar gæti þetta ákvæði um lausafjár-
stöðu komið í stað innlánsbindingar. Vegna slæmrar lausafjárstiiðu bankanna
hefur millibankamarkaður ekki þróast jafn hratt og annars hefði orðið.
í mars vora í fyrsta skipti boðnir út ríkisvíxlar í samræmi við lög frá 1983.
Slíkir víxlar vora booðnir út mánaðarlega fram til nóvember 1984 og var
nafnverð þeirra 30 milljónir króna í hvert sinn. Alls vora seldir víxlar fyrir
tæpar 210 milljónir króna og var meðal ávöxtun þeirra frá 25,7% til 27,8% á ári.
Bankastjóm Seðlabankans ákvað að lækka endurkaupahlutföll afurðalána
vegna útflutnings í fjórum áföngum mánaðarlega til ágústloka um 4,5%-stig
og um 6% vegna lána sem veitt vora vegna framleiðslu fyrir innanlandsmarkað.
Með lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjármálaum var
Seðlabankanum heimilað að ákveða sérstaka 10% sveigjanlega bindiskyldu
innlánsstofnana, en þá var bindiskyldan 28%, á tímabilinu 1. maí 1984 til 31.
desember 1985.
Ríkisstjómin samþykkti í júlí að veita bönkum og sparisjóðum meira frelsi í
vaxtamálum, en áður hafði þekkst. í fréttatilkynningu rikisstjómarinnar 30.
júlí um aðgerðir í efnahagsmálum segir meðal annars:
„Ríkisstjómin villhvetja til aukins spamaðar ogerþvisamþykkt að Seðla-
bankinn hækki vexti afalmennum sparisjóðsbókum um 2%. Jafnframt veitir
Seðlabankinn innlánsstofnunum svigrúm til sjálfstæðrar ákvörðunar annarra
innlánsvaxta og útlánsvaxta, en þess verðiþó gætt, aðþetta leiði ekki til
aukins vaxtamismunar. “
Samkvæmt þessu var innlánsstofnunum leyft að ákveða inn- og útlánsvexti,
að undanskildum almennum sparisjóðsvöxtum, dráttvöxtum og vöxtum afurðal-
ána. Þá vora einnig undanskilin lán sem veitt höfðu verið fyrir 11. ágúst 1984.
Samhliða þessum breytingum vora settar nýjar og hertar reglur um erlend
viðskipti banka og sparisjóða og ríkisstjómin samþykkti að Seðlabankinn gerði
ráðstafanir til að draga úr útlánum innlánsstofnana.
í nóvember varð það að samkomulagi milli Seðlabanka og innlánsstofnana að
þær lækkuðu vexti af nýjum verðtryggðum útlánum um 1-2% í 7% og 8%
eftir lánstíma. Þetta var gert til að samræma vexti og eins vegna pólitísk
þrýstings.
í kjölfar kjarasamninga í nóvember og 12% gengisfellingar 20. daga sama
mánaðar var sýnt að verðbólgan færi aftur vaxandi. Vegna þessa ákvað banka-
stjóm Seðlabankans að vextir verðtryggðra útlána yrðu lækkaðir í 4% og 5%
frá 1. janúar 1985. Fleiri breytingar vora gerðar er allar miðuðu að því að
laga nafnvexti að aukinni verðbólgu og samræma og lækka raunvexti verð-
tryggðra útlána.
1985
Seðlabankinn hætti endurkaupum afurðalána 17. apríl og
innlánsbinding var lækkuð úr 28% í 18%.
Viðskiptaráðherra staðfesti tillögur Seðlabankans um skipulegan verðbréfa-
markað, Verðbréfaþing íslands, síðustu dagajúní mánaðar.
í október var innlánsstofnunum heimilað að bjóða afurðalán í þremur myntum
auk SDR, þ.e. í bandaríkjadolluram, sterlingspundum og vestur-þýskum mörk-
um.
1986
Lög um viðskiptabanka og sparisjóði tóku gildi í byijun árs.
Verðbréfaþing Islands tók til starfa í mars.
1. mars veitti Seðlabankinn innlánsstofnunum leyfí til að ákveða sjálfar vexti
af almennum sparisjóðsreikningum, en ákvað í stað þess vexti almennra
skuldabréfa.